Þjóðviljinn - 23.11.1975, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 23.11.1975, Qupperneq 15
Sunnudagur 2:i. nóvember l!i75. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Umsjón: lialldór Andrésson Eitthvaö sætt — Gunni Þ. & Lonli Blú Hljómar hf. eru nú að gefa frá sér tvær plötur um þessar mundir. önnur er su sem gömlu poppararnir segja að sé besta plata islenska poppsins fram að þessu, hin nýja sólóplata Gunnars Þórðarsonar. Heitir hún einfaldlega „Gunnar Þórðarson”, og á henni eru frumsamin lög með enskum textum. Gunnari til aðstoð- ar á þessari plötu voru Rúnar Júliusson (raddir) og Engilbert Jensen (sama), Clem Cattini (slagverk) og Graham Preskett (fiölu), en sá siðastnefndi hefur helst getið sér góðs orðs i þjóð- lagaklúbbum ytra. Hin breiðskifan sem Hljómar hf. gefa út ber nafnið „Eitthv'að sætt”, og á þeirri plötu, sem virðist i fljótu bragði vera fjöl- skylduplata, eru lög með Hljómum (ný), Engilbert Jensen (ný), Mariu Baldurs-’ dóttur (ný), Þóri Baldurssyni (ný), Eilifðarbræðrum, Haukum og Brimkló. Auk þessara tveggja er vænt- anleg innan skamms önnur breiðskifa ÐE LÖNLÍ BLÚ BOJS, sem verður þá fyrsta hljómsveitin hér á landi til þess að gefa út tvær breiðskifur á einu ári (allavega á þessu ári). Steina- konsert i Háskóla- bíói Steinar hf. hyggjast halda hljómleika i Háskólabiói, að öll- um líkindum fyrstu helgi i des- ember. Þcir sem fram koma eru Spilverk Þjóðanna, Þokkabót og Kinar Vilberg. Þessir listamenn eiga það sameiginlegt að plötur þeirra eru gefnar út hjá Stein- um hf. Steinar Berg, einn af hluthöfum, lofaði þvi að miða- verði yrði stillt i hóf. Ef af verður, er hér um að ræða fyrsta poppkonsertinn i Háskólabiói á þessu ári. Þess má geta að Einar Vil- berg er um þessar mundir að taka upp breiðskifu i Hljóðriti, og segja þeir sem að hafa komið að hann sé með gott efni og lofi góðu. Annað sem er væntanlegt frá Steinum hf. á nýja árinu (það er að segja þvi næsta) er plata frá Gretti Björnssyni og Ólafi Þórðarsyni (Rió). SPILVERK ÞJÓÐANNA: „SPILVERK ÞJÓÐANNA” 1*1 I NYJAR HLJÓM- PLÖTUR f (Steinar hf=002) Þessi blessaða Spilverks-plata er svo sannarlega búin að ganga i gegnum margt, að þvi er virðist. ÍCg er nú búinn að hafa prufucin- tak í fórum minum siðan i september og þar af leiðandi bú- inn að kynnast innihaldi hennar nokkuð náið. Hvort það sé betra til þess að dæma vil ég ekki segja, en hún hefur allavega unnið mikið á. I fyrstu þótti mér hún nokkuð þurr og melankólsk. En jazz- sveiflan sem er nokkuð einkenn- andi breytti þessu með timanum, og hlusta ég á hana með jafnaðar- geði og ánægju, og syng með „Lazy Daisy”, „Icelandic Cow- boy”, „Sex Pence Only” og „Plant No Trees”. Vitaskuld er þetta besta plata ársins (af islenskum plötum), en þó held ég persónulega að Spil- verkið geti gert enn betri plötu. Platan er að mestu órafmögn- uð, og hin ýmsu tónlistarlegu áhrif koma fram. Þeim sem skot- ið hefur upp i huga minn i þvi sambandi eru t.d. Stackridge, David Ackles, 10 cc ög fleiri hljómsveitir sem byggja upp á eldri tónlist og jazz-stefnum. Og Pétri og úlfinum skaut lika upp i huga mér. En hvað um allt það, i heild sinni er tónlist þeirra þeirra eigin. „MUSE” er gott jazzlag, hljóð- færin eru aðallega kontrabassi, flauta og klarinett. Egill syngur lagið. „PLANT NO TREES” frábært „sveiflu” lag. Egill er enn i aðal- hlutverkum, kontrabassi, slag- verk og kassagitar sjá um ritm- ann, og munnharpa er leikin und- ir. Það er mikil og góð rödd sem Egill hefur, og hann nýtur sin vel hér. Eitt af góðu lögunum. „LAZY DAISY”. Ég hef áður lýst yfir hrifningu minni á þessu lagi. Þetta er eitt af allra bestu lögum sem samin hafa verið hérna. Textinn er góður og falleg- ur (mér finnst hann ekki væm- inn.) Sigurður Bjóla á heiðurinn af þessu lagi og söngnuin lika. „LAGIÐ SEM HEFÐI ÁTT AÐ VERA LEIKIÐ...”: Pétur og úlfurinn. „OF MY LIFE”. Textinn er einn af þessum, sem eru samdir með það i huga að vera ljóð eða eitthvað svoleiðis. Egill syngur þetta melankólska lag af snilli og það venst. vantar t.d. textann af „Going Home” og hluta af öðrum textum, orð og stafi. „THE LEMON SONG” er lagið sem minnti mig á Stackridge. Þetta er létt jazz-eimað iag eftir Bjóluna. Hann syngur lika lagið. Textinn er góður. Diddú syngur eins og engill. Vel á minnst aftur, Diddú (Sig- rún Hjálmtýsdóttir) var reyndar ekki orðin meðlimur i Spilverkinu er platan var tekin upp, og þar af leiðandi ekki eins áberandi. En þar sem hún kemur inn i leikinn hér á plötunni er hún góð. „SNOWMAN”. Egill syngur þetta melankólska lag (mér finnst Egill voðalega melan- kólskur) af góðri snilld. Týpiskt vögguljóð. Eins og allir vita slitnaði upp úr Pelican-samstarfinu sem stofnað var til i vor með Herberti Guðmundssyni. Pelican mun halda áfram sem kvartett, og Jón og Ómar mun annast sönginn. Byrjuðu þcir að spila nú fyrir helgi. Platan „Aðeins eina nótt" kemui' að öllum likindum ekki fyrr en eftir jólabransann, enda „ICELANDIC COWBOY” er eitt frábærasta lag sem ég hef heyrt hér, og textinn er perla. Hann er i sama klassa og „Söngur Dýranna i Týrol”. Valgeir, lifleg- asti og eðlilegasti söngvarinn þeirra, syngur þetta lag. Munn- harpan i byrjun er góð. Perla. „L’éscalier” minnir á hluti sem Pete Sinfield gerði á plötu sinni „Still”. 1 stil við þjóðvisuna i lok „Sumars á Sýrlandi”. „SIX PENCE ONLY”, létt lag Bjólunnar, þetta væri þung plata ef hann væri ekki. Textinn er lik- lega um feita gráðuga gúrúinn sem margir bandarikjamenn svo og islendingar dýrka. Textinn er sá besti. „MUSE”... aftur. „OLD MAN” Gunni Þórðarson samdi betra lag sem hét lika „Old Man”, og Neil Young lika. Svæfandi endir. Diddú syngur vcrður slagurinn liklega frekar um stórar plötur en smáar. Herbert aftur á móti hefur stofnað nýja hljómsv., sem enn hefur ekki hlotið nafn. 1 þessari hljómsveit verða fimm ungir og efnilegir hljóðfæraleikarar, þeir Nikulás Róbertsson, sem mun leika á pianó, moog og klarinett: orðlausar raddir á bak við, frá- bær söngkona. Það sem vantar i þessa plötu Spilverksins er meiri fjölbreytni, enginn neitar að hún sé góð, t.d. hefði verið gaman að hafa fleiri lög sem Valgeir syngi. Hann er miðpunktur þeirra á sviði, en hér er hlutverk hans að minu mati vægast sagt litið. i Spilverkinu eru þrir ólikir pólar að þvi er virðist. Sigurður Bjóla semur lög eins og „Lazy Daisy”, einföld fal- leg popplög með einföldum og góðum textum. Egill er hinn melankólski hugsandi póll. lika góður. En Valgeir ey bestur i gríninu og galsanum. Lög eins og „Icelandic Cowboy” fara honum vel. Þau lög sem ég hef heyrt ný frá þeim eftir að þessi plata var tekin upp lofa góðu. en þó er ekkert enn komið á borð við „Cowboyinn”. Rúnar Þórisson leikur i gitar. Jóhann Þórisson leikur á bassa- gitar: Sigurður Long Jakobsson leikur á saxafón og Svavar Ellertsson á trommur. Nikulás. Rúnar og Jóhann voru i Dögg. sem nú hefur verið stokkuð upp. Svavar var i Laufinu og Sigurður Long var einu sinni i Fjólunni m.a. Hljómsveit Herberts Guöm. Pelican með Herbert Guömundssyni KOBBI OG CO. VINNA BREIÐSKÍFU „GOING HOME”. Þetta lag er jazz-jam með River Band. Tom Drown leikur gegnumgangandi á saxafón og aðrir fá sin tækifæri lika; nokkuð skemmtilegt. Vel á minnst, það fylgir bók með plötunni, þar sem i eru text- ar, myndir og upplýsingar um meðspilara. Þar er nefndur bassaleikari River Bands, Steve, en gleymst hefur að afla upp- lýsinga um seinna nafnið, en það er Humphries. Steve Humphries leikur nú i hljómsveitinni Mc- Smith ásamt öðrum úr River- Bandinu, Sam Mitchell. Einnig eru nokkrir gallar i textum. Það Jakob Magnússon og hljóm- sveit hans White Bachman Trio eru búnir að vera hérna siðustu daga eftir að hafa tekið ppp 6 lög i New York. Jakob er annars á leiðinni til Kaupmannahafnar að taka þátt i einhverju festivali, og hinir, Preston Ross Heyman, Alan Murphey og John Gibling halda til Englands, en Jakob mun halda þangað eftir festivalið. Þar ætla þeir að ljúka breiðskifu sinni. Platan sem ég minntist á i siðustu Klásúlum „Moving On” og „Where Were You?” verður ekki gefin út. en lögin veröa á „Hrif 2” sem A Á hljómplötur hyggjast gefa út fyrir jólin. Það annað er að frétta af Jakobi óbeint, að Stuðmenn munu taka upp plötu i Hljóðriti um leið og nýja 24-rása kerfið verður tekið i gagniö.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.