Þjóðviljinn - 23.11.1975, Side 17
Sunnudagur 23. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17
Kviölingur til Vöku
64-36
í bláu túni þjóðsögunnar
nagar sigðin viðhorfin i rót.
Hamarinn syngur
um sólina vatnið vindinn
Mjallhvít kastar krúnunni
og snýr aftur í skóginn ilmandi
án tillits
til reynslu Solzhenitsyns,
auglýsingar Laxness eftir þjóðfélagi
sem tapaðist
á leiðinni úr túninu heima
að járningaskúr undir jökli.
EYVINDUR:
Gættu aö I
Morgunblaðið er eitur!
Rétt er að hafa eftirfarandi meginatriði í huga:
1. í morgunblaðinu er mjög áhrif amikið eitur, sem heitir
fasismi. Við lestur fer hann um sjóntaugarnar til heil-
ans og berst þar út til allra heilastöðva. Sá, sem les
morgunblaðið að staðaldri, hef ur eitrið stöðugt í hugs-
anakerfi sínu.
2. Þegar áróður morgunblaðsins er meðtekinn myndast
efni, sem getur valdið ofstæki. Stórhættuleg fáfræði
og magnað pólitískt ofstæki er ellefu sinnum algeng-
ara meðal morgunblaðslesenda en þeirra, sem ekki
lesa morgunblaðið. Útbreiðsla morgunblaðsins hefur
stöðugt farið í vöxt á undanförnum áratugum, og póli-
tísk heimska og ofstæki fer stöðugt í vöxt. Þröngsýni,
tiliitsleysi og fyrirlitning á lýðræði er líka algengara
meðal lesenda morgunblaðsins en annarra.
3. Morgunblaðslestur leiðir smám saman til skilnings-
skorts, ósanngirni, skertrar tilfinninganæmi, lélegs
smekks, lágkúru, dindilmennsku og skriðdýrsháttar.
Miklu f leiri morgunblaðslesendur verða að bráð styrj-
aldardýrkun, kynþáttahatri og föðurlandssvikum en
menn sem ekki lesa morgunblaðið.
4. Morgunblaðslestur er hættulegastur börnum og ung-
lingum. Ýmislegt þykir benda til þess, að börn og ung-
lingar, sem lesa morgunblaðið, þroskist seinna bæði
andlega og siðferðilega.
5. Morgunblaðslestur er mikill sóðaskapur. Allur þessi
pappír mengar, og lesturinn sjálfur spillir gjörvöllu
þjóðlíf inu og andíegri líðan bæði lesendanna sjálf ra og
annarra.
Skemmtiferö
á vígvöllinn
Eftir Birgi Svan
Umboðsmenn sólarinnar
eru með fullbókað
i næstu hópferðir
þeir vita sem er
að fólk lokar eyrunum
fyrir þvi sem það
vill ekki sjá
Umboðsmenn sólarinnar
eru með fullbókað
í næstu hópferðir
þeir vita sem er
að dauðadæmd angistaróp
munu ekki heyrast á baðströndunum
að skothvellir munu ekki
halda vöku fyrir hótelgestunum.
(Birgir Svan)
Anton Helgi Jónsson:
Einn borgaralegur
sameiningarsálmur
(Fyrir bandvanan meirihluta)
Allir út að ýta
allir út að ýta stétt með stétt
Allir út að ýta
nema Geiri hann stýrir
Allir út að ýta
nema Ragga hún er pilsklædd
Allir út að ýta
nema Berti hann á pening
Allir út að ýta
nama Páll hann ýtti síðast
Pétur út að ýta
Pétur út að ýta stétt með stétt.
(Anton Helgi Jónsson)
Nýtt hús-
dýr —
blending-
ur af kú
og vísundi
VOLOGDA (APN) Kvikfjár-
ræktarsérfræðingar i Vologda i
norðanverðu Rússneska sam-
bandslýðveldinu, sem er miðstöð
stórs héraðs sem er þekkt fyrir
mjólkurkúakyn sitt, vinna nú að
athy glisverðum tilraunum.
Reyna þeir að rækta kynblend-
inga undan venjulegri kú og vis-
undi, sem eiga að erfa bestu
eiginleika þeirra beggja:
Mjólkurhæfni kúakynsins og hóp-
hyggju, og hörku, þolni, skjótan
og mikinn vöxt hins vilta visund-
ar.
Þegar hefur fengist nokkur
reynsla af þessum fyrstu tilraun-
um. Kynblendingurinn Fevronia
er t.d. i senn bæði lik og ólik
venjulegri kú. Hún er stærri, með
blásvartog dúnmjúkt þel. Herða-
kryppan sést varla, fæturnir eru
hvitir og hún hefur bein, hvöss
horn.
En tilrauninni er ekki lokið.
Fevronia, sem er fyrsti kynblend-
ingurinn, og fleiri sem á eftir
komu, eiga að bera i haust, og
menn vona að það takist að rækta
heilan hóp. Árangurinn til þessa
gefur góðar vonir. Sem dæmi má
nefna, að kynblendingar, sem
ekki eru teknir frá móður sinni tiu
fyrstu dagana, þroskast betur en
aðrir kálfar, og siðar dafna þeir
betur á venjulegu gróffóðri
heldur en dýr sem hafa mun betra
fóður.
Kynblendiskálfarnir virðast
ekki næmir fyrir kulda. Nálega
strax eftir fæðingu geta þeir
drukkið isvatn, en það myndi
drepa venjulega kálfa.
Enn er of snemmt að segja að
nokkuð um mjólkurhæfni kyn-
blendinganna. Það hefur nefni-
lega enginn þeirra enn mjólkað,
en af nokkrum mjólkurdropum,
sem fengist hafa. má ráða, að
fituinnihald mjólkurinnar sé um 6
prósent. En að loknum burðinum
i haust verður hægt að segja til
um það, hve gott mjólkurkyn
þetta verður.
Ný bók
eftir Ólaf
Tryggvason
Á jörðu hér nefnist bók eftir
Ólal' Tryggvason, sem komin er
út hjá Skuggsjá. Þetta er sjöunda
og siðasta bók ólafs Tryggvason-
ar. Hann lést á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri 27. febrúar
1975. Kristján Frá Djúpalæk
minnist vinar sins i formála
bókarinnar. Ólafur fjallar eins og
i fyrri bókum sinum um dulræna
reynslu sina og huglækningar.
auk þess sem hann reifar lifs-
skoðanir sinarog minnist atburða
á lifsleiðinni. Bókin er 216 siður.
prentuð hjá Skuggsjá og bundin
af Bókbindaranum.
AFERLENDUM
|BÓKAMARKADÍ
Prospero's Cell
A guide to the landscape and
manners of the island of Corcyra.
Lawrence Durrell. New Edition.
Faber and Faber 1975.
Corcyra er Corfu og Prosperos
Cell var fyrsta bók Durrells um
eyjar i Miðjarðarhafi, sem nú er
hér endurprentuð. Höfundurinn
skrifaði þessa bók i Alexandriu
eftir fall Grikklands, þá virtist
allt vera tapað, þjóðverjar óðu
yfir Evrópu og svo virtist sem
ekkert gæti stöðvað þá hvað þá að
nokkur von væri um að okinu létti
i næstu framtið. Durrell tók þá að
skrifa um eyna, um veru sina þar
og minningar sinar og sögu eyjar-
innar samtvinnaðar. Þetta er ein-
kennileg bók, full af skáldskap og
mettuð andrúmslofti fornra tiða.
Orlando Furioso
A Roinantic Epic by Ludovico
Ariosto. Part One. Translated
with an introduction by Barbara
Reynolds. Penguin Classics. Pen-
guin Books 1975.
Ariosto setti saman þetta
langa, skemmtilega og fræga
kvæði eða bálk um það leyti sem
tyrkir ógnuðu Evropu hvað mest.
Hér greinir frá ævintýrum Ro-
land þ.e. Orlando baráttu hans
við serki og karlamagnúsi. Þetta
erákaflega langur bálkur, i þessu
fyrra bindi er bálkurinn sjálfur
rúmar 600 blaðsiður. Þetta er eitt
frægasta verk endurreisnarlima-
bilsins og var geysivinsælt. Bar-
bara Reynolds hefur þýtt þennan
fyrri hluta og vinnur að þýðingu
siðari hlutans.
Eduard Mörike:
Sömtliche Gedichte
Ubersetzungcn, ilcrausgegehen
von Ilerbert G. Göpfert. Nacli-
wort von Georg Britting.
Deutscher Taschenbuch Yerlag
1975.
Mörike hafði aldrei hátt.
styrkur hans er hrynjandin og
fingerð lyrik og birta ljósaskipt-
anna. Þessi látlausa og smekk-
lega útgála minnir á Insel útgáf-
urnar gömlu, en þar reis þýzk
bókagerðarlist hæst á þessari öld.
dtv forlagið gefur nú út heildarút-
gáfur margra þýskra skálda og
eru bestu útgáfurnar valdar til
endurútgáfu.
Luther.
Sein Leben und seine Zeit.
Richard Fricdenthal. Deutscher
Tasehenbuch Verlag 1974.
Höfundurinn hefur skrifað ævi-
sögu Goethes. sem hiaut góða
dóma. Bók hans um Luther er
ekki siðri. Frásögnin lifandi og
hröð. þekking höfundar á timabil-
inu er af skemmtilegu tagi, hann
kryddar frásögnina marg-
vislegum samtima anektótum.
Teiknimyndir eru i texta.
Höfundurinn skrifar hér fyrst og
fremst persónusögu. fjöldi manna
kemur hér við sögu og ekki
sparað að lýsa þeim. ef tækifæri
veitist til að segja sögu um leiö.