Þjóðviljinn - 23.11.1975, Page 20
20 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 23. nóvember 1975.
„Ég er heili ykkar”
Bandarikin hafa ávallt verið
mikil gróðrarstia allrahanda trú-
arbragða og afbrigða af þeim, og
aldrei fremur en i dag. Meðan
Vietnamstriðið stóð sem hæst,
upphófst gegn þvi mikil pólitisk
og róttæk baráttualda, sem
námsmenn báru einkum uppi.
Valdatöku Nixons fylgdi hægri-
sveifla, sem hafði smám saman i
för með sér að mjög dró úr póli-
tiskum baráttumóði ungs fólks og
róttæks, sem margt var úr efn-
aðri og skólaðri stéttunum. í stað-
inn gætti i vaxandi mæli uppgjaf-
ar- og vonbrigðatilfinningar, sem
hefur meðal annars lcitt til þess
að þetta unga fólk leitar í striðum
straumum hælis hjá allra handa
trúar- og dultrúarsamtökum, sem
lofa fullkominni frelsun frá
vandamálum þessa heims og
annars. Þetta er á margan hátt
skiljanlegur flótti frá að þvi er
mörgum virðist óviðráðanlegum
vandamálum samfélags, sem
þrúgað er af ihaldssömu stjórn-
málakerfi, auðvaldi, kreppu,
mengun, glæpum og taugaveikl-
un.
Einn sá mannkynsfrelsari, sem
hvað mest ber á i Bandarikjunum
um þessar mundirer kóreumaður
að nafni Sun Myung Mooon. Hann
telur trúflokk sinn, sem nefnist
Unification Church, kristinn, en
inn í kenninguna er blandað dul-
trú ýmisskonar og tvihyggju.
Sjálfur er Moon, sem er hálfsex-
tugur að aldri, ekkert að fara i
launkofa með þá verðleika, sem
hann telur sig hafa. „Ég mun
sigra heiminn og leggja hann
undir mig,” segir hann. „Ég er
heili ykkar.” Og allmargir ungir
bandarikjamenn eru þegar farnir
að trúa honum fyrir þvi að hugsa
fyrir sig. Þeir telja hann Krist
endurborinn, enda hefur leiðtog-
inn margsinnis látið liggja að þvi,
þótt enn sem komið er hafi hann
ekki tekið það fram skýrum orð-
um opinberlega. Þeir selja sæl-
gæti og blóm til að afla fjár fyrir
hreyfinguna og neyta sér sjálfir
um allt nema brýnustu lifsnauð-
synjar. Moon er hinsvegar ekki
svo hógvær, þvi að hann býr i
tuttugu og fimm herbergja stór-
hýsi i Westchester-sýslu i New
York-riki.
Guölega
meginreglan
Sagt er að þeir sem trúa á Moon
i Bandarikjunum séu nú um
30.000 talsins, og af þeim lifa um
7000 i sérstökum samfélögum trú-
flokksins. Allir trúa þeir þvi að
Drottinn annarrar komunnar,
eins og þeir kalla lausnara sinn,
muni frelsa mannkynið frá dauða
og djöfli meö þvi að geta af sér
fullkomna niðja. Þeir vitna af
kappi i bibliu Moons, sem hefur
titilinn Guðlega meginreglan
(The Divine Principle).
En þótt tilbiðjendur Moons séu
ánægðir með að hafa hann fyrir
heila sinn, eru allir aðrir ekki
jafnsannfærðir um ágæti hans.
Trúflokkurinn er kominn i þvarg
við skattayfirvöldin út af miklum
fasteignakaupum og á i basli við
að fá kristnar kirkjur landsins til
að viðurkenna hann sem grein á
sinum meiði. Aðalandstaðan gegn
Moon kemur þó til af þvi, að
mörgum þykir sem kenning hans
hafi miður góð áhrif á ungmenni
þau, sem flykkjast undir merki
hans. Albert Rosenblatt, opinber
lögmaður i Duchess-sýslu i New
York-riki, hefur nú til athugunar
kvartanir foreldra, sem halda þvi
fram að Moon-sinnar hafi heila-
þvegið börn þeirra i æfingastöð
sinni i Barrytown. Við rannsóknir
þessar hefur komið i ljós að furðu
margir ungir Moon-sinnar lenda
á gjörgæsludeildum sjúkrahús-
anna.
Foreldrar hræddir
Hundruð foreldra hingað og
þangað um landið eru dauðskefld
út af undarlegri hegðun barna
sinna, sem tekið hafa trúna á
Moon. Foreldrarnir eru farnir að
höfða mál gegn Moonsinnum fyr-
irheilaþvott og hafa stofnað sam-
tök gegn þeim. Maður að nafni
Ted Patrick hefur meira að segja
tekið að sér að gagnheilaþvo ung-
menni, sem foreldrarnir hafa náð
aftur úr klóm hins kóreanska
lausnara — að sjálfsögðu gegn
greiðslu.
Tryggingamaður i New Jersey,
James Sheeran að nafni, er einn
þeirra sem verst þykist hafa orð-
iðúti af völdum Moonsinna. Þrjár
dætur hans á aldrinum 21—25 ára
hafa tekið Moon-trú, og Sheeran
varð alvarlega skelkaður i ágúst
siðastliðnum þegar yngsta dóttir-
in, Josette, sem áður var einstak-
lega góðhjörtuð og viðkvæm
stúlka, sýndi enga samúð þegar
hún frétti að amma hennar væri á
sjúkrahúsi. Shéeran krefst laga
til þess að vernda fólk frá þvi að
„likamir þeirra, sálir og hugir
séu veiddir i grimmúðlegar og
framandlegar gildrur.” Hann,
kona hans og sonur óku til Moon-
skóla þar i nágrenninu i leit að Jo-
sette. Fimmtán Moon-sinnar
komu til móts við þau við skólann.
Úr þvi urðu ryskingar, og sakar
hvor aðilinn um sig hinn um að
hafa átt upptökin.
Uppgefnir sálar-
og tilfinningalega
Hörðustu andstæðingar Moons
eru þeir, sem fallið hafa frá
trúnni á hann. Þrir þeirra hafa
nýlega stofnað samtök, sem heita
þvi ábúðarmikla nafni Alþjóðleg
stofnun einstakiingsfrelsis
(International Foundation for
Individual Freedom). Þessi
stofnun ræðst ekki einungis gegn
Moonsinnum, heldur og fleiri ný-
tilkomnum trúflokkum eins og
Guðsbörnum, Trúboði guðlegs
ljóss (Divine Light Mission) og
Hare Krishna. Einn stofnend-
anna, tvitug stúlka að nafni
Denise Peskin, var i hálfa ni-
undu viku i þjálfun hjá Moon og
lenti siðan til Teds Patrick, sem
gagnheilaþvoði hana. Hún segir
svo frá að hún hafi upphaflega
gengið Moon á hönd i þeirri trú að
hreyfing hans væri veraldleg og
berðist fyrir félagslegum umbót-
um. Hún komst ekki að þvi að hún
væri komin inn i trúflokk fyrr en
hún var send á æfingastöð trú-
flokksins, New Ideal City Ranch,
Sun Myung Moon talar til tilbiðj-
enda sinna.
norður af San Fransiskó. Þar var
trúarkenning um Moon-sinna
troðið i hana, i bókstaflegri merk-
ingu þess orðs. Nemarnir máttu
þola af hálfu uppfræðaranna óp
og öskur og jafnvel likamlegt of-
beldi, og fengu nauman tima til
svefns. Sérstaklega hart var
gengið að þeim, sem vildu hætta
við allt saman. John Clark jr„
geðlæknir við Harvard-háskóla,
sem rannsakað hefur nokkra
fyrrverandi Moon-sinna, segir að
þeir séu uppgefnir á sál og tilfinn-
ingum.
Vöntun á
víljastyrk?
Moon sjálfur hefur ekki svarað
árásunum á trúflokkinn, en einn
af þjálfurum hans, Joe Tully, seg-
ir hinsvegar að þeir, sem hætta i
trúílokknum, þjáist af vöntun á
viljastyrk og reyni að réttlæta sig
með þvi að fordæma hreyfinguna.
Hann viðurkennir að þeir, sem
gerast Moon-sinnar, verði að
gegnumganga gagngerða breyt-
ingu á sjálfum sér, en neitar þvi
að notaðar séu i þeim tilgangi
nokkrar fúlmennskulegar aðferð-
ir.
Þeir, sem laðast að Moon-
hreyfingunni, eru einkum ungt
fólk af efnuðu foreldri. Flest af
þessu fólki hafði áður litinn áhuga
á trúarbrögðum, og sumir halda
þvi fram að það sé að leita að ein-
hverjum traustum, andlegum
grundvelli, þegar það gengur til
liðs við Moon-flokkinn. Ógeð á
‘vaxandi siðferðislegri upplausn
virðist valda þvi að sumir leita á
vit trúflokks, sem lýtur ströngum
siðferðisreglum. Hvað sem þvi
liður, telja andstæðingar hreyf-
ingarinnar hana „stórhættulega”
og halda þvi fram að hún geti haft
skelfilegar afleiðingar i för með
sér, ef hún heldur áfram að
magnast.
IGNIS
frystikistur
BflHÐJflH
sími: 19294
RflUDBG
sími: 26GB0
Og þegar búið er að pakka
flöskunum inn, skuluð þ'ð tvö
með þær i búðirnar.... en þaðrr
getur orðið mikið þras! Nú
vantar bara stóran og
sterkan búrðárkarl!
‘ ''ovésen:
ijáiý*** 1