Þjóðviljinn - 23.11.1975, Síða 22

Þjóðviljinn - 23.11.1975, Síða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. nóvember 1975. Ballet um ívan grimma Sovéska tónskáldið Sergei Prkoféf gerði á sinum tíma tónlist við hina þekktu kvikmynd Eisensteins um ívan grimma. Nú hefur þessi tónlist verið notuð til að byggja utan um ballett um ívan þennan. Natalja Béssmertnova dansar eitt af helstu kvenhlutverkunum og sést hún hér í hlutverki sínu í Stóra leikhúsinu í Moskvu. Starf fyrri hluta dags Verðlagsstjóri óskar að ráða nú þegar nokkra menn eða konur til verðlagseftir- lits fyrri hluta dags, i einn tii tvo mánuði. Æskilegt er, að umsækjendur hafi versl- unarpróf eða sambærilega þekkingu. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri. Verðlagsstjórinn, Borgartúni 7, Reykjavik. Tilkynning í framhaldi af tilmælum viðskiptaráðu- neytisins þann 19. nóvember s.l. um herta framkvæmd verðstöðvunarlaga, mælir verðlagsstjóri svo fyrir: Samanber 9. og 10. grein laga nr. 54 um verðlagsmál frá 1960, skulu eigendur iðn- fyrirtækja, þjónustufyrirtækja, smásölu- og heildverslana hafa i fyrirtækjum sinum gögn yfir verðlagningu vöru, svo að eftir- litsmenn Verðlagsstjóra geti fyrirvara- laust sannreynt réttmæti verðlagningar. Reykjavik, 20. nóvember 1975. Verðiagsstjórinn. OFNAR Húsbyggjendur, getum nú afgreitt ofna með mjög stuttum fyrirvara. Sérstaklega ódýrt efni fyrir verkstæðishús og bilskúra. Lang lægsta verð. Ofnar, Ármúla 28, simi 37033. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir október mánuð 1975, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eft- ir eindaga uns þau eru orðin 10% en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 20. nóvember 1975. Hiö íslenska náttúrufræöifélag Fyrirlestur i stofu 201 Árnagarði, mánu- daginn 24. nóvember, kl. 20.30. Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur talar um lifnaðarhætti þorskfiskaungviðis i ísa- fjarðardjúpi. Öpera Framhald a{ .3. sI6u. þegar allt kemur til alls. A henni grundvallast öll afkoma þjóðar. Efnahagslegt sjálfstæði jafngildir menningarlegu sjálfstæði. Menning er harpa með mörgum strengjum. íslendingar hafa iöngum leikið á aðeins einn streng bókmenningar. Aðrir strengir hafa verið litt hrærðir, einnig strengir tónmenningar. Grunn- strengur hennar er söngvalöngun þjóðar meðal allra landsins barna. Sé grunntónn sá vakinn til lifs, hljóma með allir aðrir yfir- tónar, en án grunntóns verða þöglir allir yfirtónar. Traust tón- mennt stendur á föstum grunni. Þegará þessaraðstæður er litið verður augljóst, að útgjaldafrek viðbótaryfirbygging án viðhlit- andi undirstöðu er hreint glap- ræði. Við það sem að framan er talið mætti bæta þeirri fásinnu að efna hér annaðhvert ár til alþjóð- legrar tónlistarhátiðar, sem kost- ar skattborgara firnafúlgur i út- gjöldum. Slik sýndarmennsku- látalæti eru viðs fjarri allri nauð- syn fyrir isienskt tónmenntalif og langt utan við fjárhagslega möguleika. Sú staðreynd skýrist best þegar vitað er að ekki fæst fjárveiting til að byggja hús handa tónmenntakennara á Laugarvatni. Afleiðingin er sú að á þeim stað, þar sem allt skóla- kerfið er virkt, frá barnaskóla og upp að háskóla, með alls fimm skólum, þar er engin tilsögn veitt i neinu þvi er að söng, músik og tónmennt lýtur. begar slik hroðaleg auðn blasir við sjónum, þá er viturlegra að stilla i hóf frekari yfirbyggingar- óskum. Fyrst er að leiða söng og tónmennt inn i skóla landsins. Siðan að stunda grundvallarrann- sóknir á háskólastigi — og þá fyrst getur risið upp eðlileg yfir- bygging. Löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi 4- Enska + Rússneska + Þýska Renata Erlendsson, Espigerði 2, Rvík. ; Simar 36717 og 28133. Ragnar Framhald af bls. 7. þýðuflokksins ræðir um stjórn- málaviðhorfin, er honum yfirleitt efst i huga að koma höggi á vinstri stjórnina og þá flokka, sem að henni stóðu. Þvi miður virðist flest benda til þess, að enn hafi forystumenn Alþýðuflokks- ins það takmark helst fyrir aug- um að endurnýja mátt sinn til að geta orðið aftur gjaldgengir i nýrri viðreisnarstjórn. En þar skilja leiðir með Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu. Hægri sveifla forystumanna Framsóknarflokksins kom fáum á óvart, sem til þekktu. Núver- andi forystumenn telja sig miðju menn cg ætla sér það hlutverk, að stjórna til skiptis með hægri eða vinstri öflum, eftir þvi sem vindar blása hverju sinni. Hins vegar er það staðreynd, að veru- legur hluti flokksmanna og stuðn- ingsmanna Framsóknarflokksins er vinstri sinnaður, og meðan flokkurinn er i hægri stjórn, er hann i mikilli hættu að missa fylgi til vinstri. Framsóknarfólk litur yfirleitt i besta falli á núverandi stjórn sem illa nauðsyn, vegna þess að ekki hafi verið þingmeiri- hluti til myndunar vinstri stjórn- ar. Það er pólitisk staðreynd, sem ekki verður sniðgengin, að innan Framsóknarflokksins er stærri hópur hugsanlegra bandamanna Alþýðubandalagsins en i nokkr- um öðrum flokki. Okkur alþýðubandalagsmönn- um er að sjálfsögðu fullljóst, að baráttan innan sala Alþingis er aðeins cinn þátturinn af mörgum i starfi okkar. Viðleitni okkar til að virkja fjöldann til þátttöku i baráttu okkar er það meginatriði, sem allt veltur á. En islenskir sósialistar hafa alla tið verið ófeimnir að taka á sig ábyrgð i borgaralegu þjóðféiagi. Þeir hafa lýst þvi markmiði sinu að koina á islenskum sósialisma, þcgar meiri liluti þjóðarinnar skynjar timans kall. En jafnframt telja þeir sér skylt að vera fullgildir þátttakendur i átökum um ákvarðanir morgundagsins og hafa forystu um vinstri stefnu i þeim málum, sem hæst ber hvcrj'u sinni. Það cr verkefni þeirra að skilgreina valkosti vinstri manna i þjóðfélagi, sem cnn er borgaralegt og verður það áfram um nokkurt skeið. Þeir ieita þvi bandamanna, og sam- fylkja vinstrimönnum um brýn- ustu viðfangsefni sin. <Cr setningarræðu Kagnars Arn- alds á flokksráðsfundi Alþýðu- bandal. 14. nóv. 1975) SKIPA U Tfi £ R 9 RIKISINS m/s Hekla fer frá Reykjavik laugardaginn 29. þ.m. vestur um land i hring- ferð. Vörumóttaka: briðjudaga, miðvikudag og fimmtudag til vestfjarðahafna, Norðurfjarð- ar, Siglufjarðar, ólafsfjarðar, Akureyrar, Húsavikur, Raufar- hafnar, bórshafnar, Bakka- fjarðar, Vopnafjarðar og Borg- arfjarðar eystra. Eruð þér ábyrgur húsráðandi, hafið þér varið heimili yðar með reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi — ef ekki hafið samband við Eiö Pálmason h/f Vesturgötu 3 simi 22235. Við leysum allra vanda i öryggistækjum. ..... ......................... Björn E. Jónsson verkstjóri, Bogahlíð 15 sem lést 13. þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Vilborg ivarsdóttir, Leifur Björnsson, Sigrún Björnsdóttir Hreinn Björnsson. Basar og kökusala Komið að Freyjugötu 14, kl. 2 i dag og gerið góð kaup. Geysimikið úrval af fallegum vörum og kökum. Kvenfélag Karlakórs Reykjavikur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.