Þjóðviljinn - 30.11.1975, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. nóvember 1975.
U«sjén: Vilborg Haröardóttir.
Úr viðtali
við frú D.
í Berlín
Hvað vitum við um
konur A-Evrópu?
Hvaö vitum viö í raun um lif
kvenna i Austur-Evrópu? Okkur
er sagt sitthvað af opinberri
hálfu og yfirleitt að allt sé svo
ljómandi gott þar eystra, þar
riki jafnrétti kynjanna og eng-
inn munur sé geröur á uppeldi,
menntun né atvinnuiífi. Per-
sónuleg kynni læöa þó fljótt aö
okkur grun um, aö amk. að
þessu leyti sé ekki allt með
felldu i framkvæmd sósialism-
ans. Eða hvað kemur fram þeg-
ar grannt er skoðað um riki sem
telja sig hafa sósialiskt skipu-
lag?
Vissulega ýmsar umbætur,
sem sannarlega skulu ekki van-
þakaöar eða vanmetnar, einsog
félagsleg þjónusta á háu stigi,
barnaheimili, skóladagheimili,
mötuneyti á vinnustöðum, stór-
aukin menntun kvenna i reynd
og þarmeð þátttaka i atvinnulif-
inu, bæði almennt og i efri stöð-
um, og sitthvað fleira mætti
telja. En sé iitiö til æöstu stofn
ana þcssara landa, þinga þeirra
og rikisstjórna, sjást harla fáar
konur. Og sé litið inná heimilin
keniur skýringin i ljós: Þar eru
það konurnar, ekki siður en
annarsstaðar, sem vinna verk-
in. Það hefur ekki breyst með
breyttu þjóðskipulagi.
Otkoman er þvi meira vinnu-
álag kvenna, — aö visu ekki tvö-
falt vinnuálag eins og meðal úti-
vinnandi mæðra hér, þar hjálp-
a þjónustustofnanirnar þeim —
en miklu meiri vinna en hjá
körlum með þeim afleiðingum,
aö konur skirrast við að taka á
sig aukna ábyrgð og koma þar
með siður til greina i ráðandi
stöður þjóðfélagsins en karlarn-
ir. Fjölskylduhefðin og binding
kvennanna við heimili sin og sitt
liffræöilega hlutvcrk hefur ekki
breyst. Það er að visu vel búið
að konu varðandi barneignir og
áframhaidandi starf, en það er
eftir sem áður litið á börnin
fyrst og fremst sem hennar og
enn talað um þjónustu við konur
i þvi sambandi, en ekki um
þjónustu við foreldra eða börn.
Umræður meðal kommúnista
um breytt fjölskylduform áttu
sér staö fyrir og kringutn bylt-
inguna i Rússiandi og á fyrstu
árum Sovétríkjanna, en siðan
ekki söguna meir. Hagstjórn-
endur ákváðu, að það
borgaði sig að láta konuna
vinna verkin eftir sem áður þeg-
ar hún væri búin að skila bylt-
ingarhlutverki sinuogiallar frek
ari umræöur um róttækar
breytingar að þessu leyti voru
kveðnar niður. Álika fór um
sjálfræði um barneignir, —
getnaðarvarnir og fóstureyð-
ingar hafa ýmist verið leyfðar
eða bannaðar, allt eftir hag-
stjórnarstefnu hvers tima.
Siðustu árin hefur bó orðið
vaxandi umræða bæði i Sovét og
öörum löndum Austur-Evrópu
um stöðu kvenna og ma. hafa
hjúskapar- og skilnaðarlögin
verið lagfærðallmikið. í Austur-
Þýskalandi hafa málin verið
rædd i verklýðshreyfingunni og
gerðar sérstakar ráðstafanir af
félagseiningum hennar á vinnu-
stöðunum til framdráttar kon-
um. Þar hefur umræöan einnig
verið dregin fram i leikritum,
kvikmyndum og sjónvarpsdag-
skrám og það cr einmitt i ieik-
skrá eins leikhússins I Berlin,
sem viðtalið hér á síðunni er sótt
‘ —vh.
Þegar hún fór að læra
M.
1.3.
1.4.
1.5.
2.0.
c ‘umw-: ^clidircktoren vraotlt 'ocncrn SCMmt
SPCZÍfísch C FctHnrr
»sss-~*. - 0..„„
'ungslcitcr-Sofce/~f • Kudcrrcscrvcn r
y°m H'crdn, i ■
dcr fatcnschulc m n* Cndc Aprii 197, .
2.1.
dcn 0 Koll
^íuUircíu s'oWicti'l *■«•■** „„ ffod . ,
-iítote Éfe ‘‘^Scschlosscncn Kad ° K°"t!7in-
rcalisicrcn. errescrvcvcrtragc sou,c dcr ^
„Aætlun til framdráttar konunum” er nú I öllum samningum milli
sósialiskra iðnfyrirtækja og verklýðsfélaga þeirra i DDR. Gerðar eru
ákveðnar timasettar áætlanir um fjöigun faglærðra kvenna og konun-
um við fyrirtækið gefið tækifæri til námsins. Þetta sýnishorn af slfkri á-
ætlun frá Otto-Budwitz verksmiðjunni I Dresden.
Eftirfarandi viötalskaflí
bírtíst í leikskrá Maxim-
Gorki leikhússins í Berlin
með leikritinu „Regína B.
Dagur i lífi hennar".
Frú D. gift, móöir tveggja
barna, 15 og 7 ára, starfs-
maöur i stóru fyrirtæki i
Berlin (DDR), er við nám á
3ja ári i hagræðingarfræði i
sérstökum bekk fyrir konur.
— Hvers vegna ertu við nám?
— Það er von að spurt sé. Ein
ástæðan — hversu einkennilega
sem það kann nú að hljóma — er
samningur verkalýðsfélagsins
okkar i fyrirtækinu. Ég las hann
og sá þá þetta um undirbúnings-
námskeið fyrir konur með börn
og aðeins grunnskólamenntun.
Þú gætir kannski haft gagn af
þessu, sagði ég við sjálfa mig.
JSldri stráknum gengur ekki svo
vel i skólanum, hér færðu tæki-
faprið. Sjálf gekk ég i skóla á
striðsárunum og þekking min var
vægast sagt gloppótt.
Svotalaði ég við manninn minn.
Hann málaði strax skrattann á
veginn: Maturinn verður ekki
eldaður almennilega og svo
þarftu að læra heima, —nei, þetta
kemur ekki til mála. Nú er þetta
svolitið að breytast, en margir
karlmenn eru samt ógurlega sér-
hlifnir og gefnir fyrir þægindin.
Þegar hann kemur heim — eigin-
maðurinn — á að vera búið að
verma inniskóna hans við ofninn,
maturinn á að standa á borðinu
og eiginkonan á að vera ánægð og
heilsa með brosi á vör. Þegar
hann dottar fyrir framan sjón-
varpið á að láta hann i friði og
þegar hann vaknar og langar i
eitthvað á konan lika að ná i það.
Þetta er óskahjónabandið i aug-
um allra karlmanna. Og minn
maður, hann er sannarlega engin
undantekning, það má nú seeia.
Nú. Það var mjög erfitt að fá
hann til að samþykkja, að ég færi
i skóla. Það var eiginlega vinur
okkar, gullfiskasafnari, sem tók
ákvörðunina. Við vorum boðin
þangað heim i kaffi, þarsem þau
hjónin ætluðu i ferðalag til Ung-
verjalands og við áttum að lita
eftir fiskunum þeirra á meðan.
Ég hugsaði: Nú eða aldrei. Og svo
sagði ég uppúr þurru, mitt i sam-
talinu:
— Það tekur nú útyfir allt, að
karlmenn skuli geta farið og gert
allt sem þeir vilja, en sem konu er
manni haldið niðri, og fær ekki
einu sinni að ganga i skóla.
Maðurinn minn leit á mig og
svo hélt hann áfram að tala um
fiska. Vinur hans leit lika á mig
og sagði svo við hann:
— Þessu hefði ég ekki trúað á
þig. Ef hana langar svona til þess,
þvi þá ekki að láta hana gera það.
Maðurinn minn fór i hálfgerða
fýlu.
— Heyrðu, sagði hann svo
seinna um kvöldið. Ef þú endilega
vilt, blessuð farðu þá min vegna.
En ég vil fá mat og það mega ekki
verða nein vandræði með heimil-
ið! Ég veit lika, að þú gerir þetta
fyrir strákinn. En eftir 10. bekk er
það búið. Þá hættum við þessari
vitleysu.
Ég fór til forstjórans. Hann hélt
yfir mér smáfyrirlestur. Ef ég
gerði þetta, yrði ég að halda á-
fram i iðnskólanum á eftir, svo að
timanum væri ekki kastað á glæ.
Jú, jú, hugsaði ég, maður sér nú
hvað setur....
Við vorum 27 sem byrjuðum: 10
tóku prófið og 5 voru valdar til á-
framhaldsnáms i iðnskólanum.
— Hefur afstaða eiginmanns-
ins til náms þins breyst?
— Já. Nú er hann orðinn reglu-
lega stoltur af mér og ef ég leyfi
mér að slá slöku við eitthvert
verkefnið, þá skammar hann
mig. Það gerir hann. Stundum
langar mig mest til að fleygja öllu
frá mér, sérstaklega rétt fyrir
vorprófin, — þetta er svo mikið
sem þarf að skrifa og svo þarf að
fylgjast með heimaverkefnum
barnanna, búa til matinn og vera
glaður og góður heima og skila
verki sinu sómasamlega á vinnu-
staðnum.... Já, það er ekki alltaf
auðvelt að klára þetta allt. Ég er
oft þreytt og uppgefin og reyni
samt að láta ekki á þvi bera. Það
er það sem er svo erfitt. Og þegar
það verður einsog ég sagði, þann-
ig, að mig langar bara að kasta
öllu frá mér einstaka sinnum, þá
segirhann: Nú verðurðu að halda
út og þangað til þessu er lokið.
— Hjáipar eiginmaðurinn til á
heimilinu?
— Til allrar hamingju höfum
við ömmu, móður mina. Annars
væri þetta enn erfiðara. En hann
hjálpar til við uppvaskið og við
helgarhreingerninguna. Þegar
hann ætlar út til að fá sér ölglas
með kunningjunum á sunnudags-
morgnana, get ég sagt ósköp eðli-
lega: Ertu búinn að taka til i her-
bergjunum? Við skiptum ibúðinni
á milli okkar, hann tekur stofuna
og svefnherbergið og ég afgang-
inn, — baðið, eldhúsið, ganginn,
skápana og hitt og þetta annað og
oftast er eitthvað eftir i barnaher-
berginu. Nú, og svo þarf að elda
matinn og versla. En hann hjálp-
ar til.
— Og hvaö með börnin?
— Ef maður er „iendurhæfingu”
(skásta þýðingin sem fannst á þvi
sem austurþjóðverjar kalla „sich
zu qualifizieren” — þýð.), einsog
það heitir svo fallega, verður að
sjá til þess að börnin fari einskis á
misog einhver timi verði afgangs
fyrir þau. 6 ár eru langur timi.
Það er timabil i lifi barnanna sem
hefur djúpstæð áhrif og maður
verður að varast að taka of mik-
inn tima fyrir sjálfan sig og
kannski vanrækja börnin. Það
væru óbætanleg mistök.
— Hversvegna vinnurðu úti?
— Ég get ekki hugsað mér að
hanga heima. Ég ætla að vinna
úti þangað til ég næ eftirlauna-
aldri af þvi að mér finnst gaman
að vinna. Án vinnunnar mundi
mér finnast lifið kalt og inni-
haldslaust. Ég var heima eitt ár
þegar sá litli fæddist. Þegar mað-
urinn minn kom heim á kvöldin
var hann þreyttur og vildi fá að
vera i friði. En ég var úthvild og
upplögð. Ég fór að verða geðill og
uppstökk. Þegar við nú vinnum
bæði úti erum við oft útkeyrð þeg-
ar við komum heim. En við get-
um talað saman. Maðurinn minn
hefur lika vandamál sem við töl-
um um. Ég spyr hann kannski:
Hvernig var i vinnunni i dag. Og
hann spyr mig: Hvernig var hjá
þér? og það er allt annað um-
talsefni en mataruppskriftir,
tiskan og krakkar nágrannanna.
— Hvað um vinnufélagana?
— Okkar félagseining
(kollektiv) á vinnustaðnum er
mjög góð. Vinnufélagar minir
hjálpa mér talsvert. En það er
lika til fólk sem hefur mjög gam-
aldags skoðanir og viðhorf, sem
ekki ættu að vera til nú á timum.
En enn i dag heyrir maður setn-
ingar einsog: Endurhæfing er
einkamál. Og oft er talað um okk-
ur einsog við værum einhverjir
veðhlaupahestar: Skyldi hún nú
hafa það eða ekki? — Þetta fær
maður að heyra, lika á vinnu-
staðnum. Kannski ætti bara að
setja þetta á prent og neyða fólk
til að sjá sig i spegli....
‘i
cr-
Skopteikning frá Austur-Þýskalandi, sem sýnir möguleika kvenna til
endurhæfingar (Qualifiziering). Fyrstur I mark er karlmaöurinn, sem
ekki þarf að burðast með öil hefðbundnu kvennaverkin með sér.