Þjóðviljinn - 30.11.1975, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 30.11.1975, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 30- nóvember 1975. LÚÐVÍK JÓSEPSSON: Landhelgissamningum, sem skeröa lífsbjargarmöguleika unir þjóðin ekki Kjarni landhelgissamningsins við vestur-þjóöverja er mjög skýr. Hann felur i sér 60 þiisund tonna ársafla þjóðverjum til handa. Fleira siglir i kjölfarið. Samningar við belglumenn eru tilbúnir til undirskriftar og eru um 7 þúsund tonn, allt innan 50 mllna. Samningar við norðmenn eru líka tilbúnir og heimila 3 þús- und tonn á ári. Gerðir verða samningar viö færeyinga um svipað magn og þeir höfðu áður eða 20 þúsund tonn. Þessir samningar nema sam- tals 90 þúsund tonnum á ári. Allir vita um tilboðið til breta um 65 þúsund tonna ársafla. Þannig er óumdeilanlega um að ræöa samninga um veiðar útlend- inga á 155 þús. tonnum á ári , og mikill meirihluti þessa afla yrði veiddur innan 50 milna mark- anna. Þetta er stefna rikisstjórn- arinnar, — þetta eru hennar til- boð og hennar samningar. Enginn getur neitað þessum staöreyndum. Viðvörun fiskifræðinga Það er llka jafneinfalt og skýrt að fiskífræðingar okkar hafa sent frá sér alvarlega viövörun um á- stand fiskistofnanna við landið. Þeir leggja til að fastsettur verði hámarksafli af þorski, ýsu, ufsa og karfasem veiða megi á miðun- um við landið á næsta ári. Þessi hámarksafli er þvl sem næst hinn sami og heildarafli fslendinga af þessum fiskitegundum hefir veriö undanfarin ár. Það fer þvl ekkert á milli mála að annaðhvort veröa útlendingar að hverfa af miðunum eöa að minnka verður afla íslendinga, eigi að fylgja ráðum fiskifræðing- anna. Að sem ja við útlendinga um 155 þúsund tonna aflamagn eða jafn- vel meira við þessar aðstæður Þú færð ekki betra bygginqaplast en f rá Plastprent hf. Við erum óhræddir viö að leggja spilin á borðið. Byggingaplast okkar er unnið frá grunni í verksmiðju okkar. Byggingaplast Plastprents er af nákvæmlega sama gæðaflokki og erlend framleiðsla, sem hér fæst; sama ending, sami styrkleiki. Af hverju átt þú þá að kaupa bygginga- plast Plastprents frekar en annað? Einfaldlega vegna þess, að þú kaupir viðurkennd gæði um leið og þú kaupir íslenzka iðnaðarvöru, — framleiðslu, sem fullnægir ströngustu kröfum neyt- andans um leið og hún sparar þjóðinni gjaldeyri. Byggingaplastið er framleitt í 2, 3, 4 m. breiddum og 5 mismunandi þykktum. Plastprent fyrstir og ennþá fremstir HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SÍMI 85600 hlýtur að leiða yfir okkur hrikaleg vandamál. 2 kostir — stjórnin þegir 1 rauninni eigum við þá aöeins um tvo kosti aö velja: Annar kosturinn er að halda áfram ó- breyttum fiskveiöum okkar frá þvi sem veriö hefir og láta skeika að sköpuðu um það hverjar af- leiðingarnar verða. Fiskifræöing- arnir segja að þá megi telja vlst að hrun verði I fiskveiðunum eftir 2 ár. Hinn kosturinn er að gera öfl- ugar ráöstafanir til aö minnka okkar eigin veiðar sem samsvar- ar veiðiheimildum útlending- anna. Ýmsir opinberir aöilar eru þegar farnir aö tala um þennan kost. Rætt er um að selja fiski- báta úr landi, jafnvel meö vildar- kjörum. Lagt er til að reynt verði að losnaviðþá skipasmiðasamn- inga sem gerðir hafa verið. Og fram eru komnar hugmynd- ir um aö selja eigi aflakvótaá alla útgerðarbæi i landinu og koma þannig á þvinguðum niðurskurði i fiskveiðum okkar. Um þessi risavöxnu vandamál fæst rikisstjórnin ekki til að ræða. Hún fæst ekki til aö svara hvað hún ætli að gera i fiskveiðimálum landsmanna, eftir aö samið hefur verið um 155 þúsund tonna afla- magn til útlendinga. Þetta eru staöreyndir málsins. Framhjá þeim er ekki hægt aö komast meö neinum sjónhverf- ingum. Samningurinn við þjóðverja um 60 þúsund tonna ársafla I næstu tvöár er aöeins fyrsti samningur- innsem nú er lagöur fyrir alþingi. Hinir koma á eftirhver af öörum — samkvæmt stefnu rikisstjórn- arinnar. „Bókun 6” fyrirsláttur Reynt hefur verið á ýmsan hátt aö réttlæta þessa samninga- stefnu. En þær röksemdir og af- sakanir eru flestar haldlausarog sumpart vlsvitandi rangtúlkanir á staðreyndum. En helsta afsökunin fyrir samningum er sú að nauðsynlegt sé að margumtöluö bókun 6 við Efnahagsbandalagiö komi til framkvæmda. Litlar skýringar eru gefnar á þessari dularfullu bókun 6, en hið sanna er að hún geymir ákvæði um mjög óveru- legar tollalækkanir fyrir okkur, ákvæöi sem við eigum samnings- legan rétt á án allra tilslakana I landhelgismálinu. En skilyrðið um bókun 6 er aö- eins fyrirsláttur. 1 samningnum viö þjóðverja var strax fallið frá þessu skilyrði þrátt fyrir marg- falda svardaga einstakra ráð- herra um að frá þessu skilyrði skyldi ekki vikiö. Ljóst er að bók- un 6 kemur ekki til framkvæmda fyrr en samið hefur verið við öll efnahagsbandalagslöndin. Hægt að verjast í ööru lagi er reynt aö réttlæta samninga við útlendinga með þvi að sýnt sé að Islendingar geti ekki varið landhelgina og af þeim á- stæðum sé hægt að ná meiri friö- un á miðunum með samningum en án samninga. Þessi kenning hefir rækilega verið afsönnuö siðustu daga og vikur. Landheigisgæslan hefir sýnt að með þvi að beita klippun- um hefir hún komið i veg fyrir virkar veiöar bresku togaranna. Þeir hafa verið á stanslausum flótta. Sumir hafa gefist upp en aðrir hóta að hætta öllum veiöitil- raunum. Herskipin vilja þeir fá, fyrst og fremst til að knýja á Is- lensk stjórnvöld til undanláts og samninga. Skipstjórarnir bresku hafa flestir lýst þvi að veiöar und- ir herskipavernd séu árangurs- litlar og útilokaöar nema stuttan tima. Átökin viö herskipin er spurn- ing um úthaid og stjórnmálaleg viöbrögð af okkar hálfu. Samningar draga ekki úr veiði Þaö er fölsun á staöreyndum að halda þvi fram aö skýrslur um veiðar útlendinga sýni aö þeir hafi veitt hér meira án samninga en eftir aö samningar voru gerð- ir. Afli þjóöverja var 68 þúsund tonn árið 1974. Af þeim afla veiddu þeir um 30 þúsund tonn á miðum fyrir utan 50 milna mörk- in. ólöglega hafa þeir ekki veitt meir en 35—40 þúsund tonn árið 1974. Og samkvæmt fréttum frá þýskum útgerðarmönnum telja þeir aö heildarveiði þýskra skipa á öllum íslandsmiðum I ár verði ekki yfir 40þúsund tonn. Innan 50 milnanna verður veiðin þá liklega um 20—30 þúsund tonn. Við þetta má svo bæta þvi sem allir vita að þvi fer fjarri að gæsluskipunum hafi veriö beitt af fullum krafti á undanförnum ár- um. Yfirlýsingar liggja fyrir frá þekktustu skipstjórum land- helgisgæslunnar og reyndum fiskiskipstjórnum að þeir telja að með núverandi gæsluskipum og 4—5 stóru skuttogurum til viöbót-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.