Þjóðviljinn - 30.11.1975, Page 7
Sunnudagur 30. nóvember 1975. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 7
ar sé fullkomlega hægt aö verja
landhelgina.
Þaö er broslegt aö heyra for-
sætisráöherra og aðra framá-
menn i Sjálfstæöisflokknum sem
mest hafa gumaö af útfærslunni i
200 milur halda þvi fram aö við
getum ekki variö landhelgina og
þvi sé best aö semja.
Hvers vegna völdu þeir ekki
strax samningaleiöina eins og
bretar og þjóöverjar hafa alltaf
prédikaö — fyrst þeir vissu aö
einhliða útfærsla okkar var
gagnslausog geta okkar til vörslu
engin? Meintu þeir kannski aldrei
neitt meö öllu 200 milna talinu?
Svo viröist sannarlega af mál-
flutningi þeirra og framkvæmd-
um þvi nú semja þeir viö þjóö-
verja um frjálsar veiöar á öllu
svæöinu á milli 50 og 200 milna, á
öllu þvi hafsvæöi sem þjóöverjar
hafa veitt á áöur og óskuöu eftir
aö semja um.
Þorskurinn
Þá er þvi nú mjög haldiö á lofti
til aö réttlæta samninginn viö
vestur-þjóðverja að þeir lofi að
veiða ekki nema 5 þúsund tonn af
þorski. En samkvæmt skýrslum
veiddu þjóöverjar aöeins 5,5 þús-
und tonn af þorski árið 1974 og
sennilega mun minna á þessu ári.
Þaö þurfti ekki aö semja um 60
þásund tonna aflamagn i 2 ár til
aö ná þvi sem áöur var náð.
Erfiðari stjórnun
Ein afsökunin fyrir samninga-
geröinni er aö með samningum sé
betra að ná stjórn á fiskveiöunum
við landiö. — t samningnum viö
þjóöverja segir að tilkynna veröi
til sambandsstjórnarinnar i Bonn
um allar friöunarráöstafanir og
friöunarsvæöi sem islendingar á-
kveöa. Þetta þýöir aö allar
skyndifriöanir, t.d. til aö koma i
veg fyrir smáfiskadráp, geta ekki
náð til þjóðverja.
Enn fremur er reynslan sú aö
mjög er erfitt aö koma viö nokk-
urri sterkri stjórn á veiöunum á
meöan fjöldi útlendra skipa er
hér á fiskimiðunum. Allt tal um
að semja hafi þurft til þess aö ná
stjórn á veiöunum er þvi út I hött.
Ryður bretum
braut
Þá er nýjasta röksemdin fyrir
nauösyn samninga viö þjóöverja
sú aö eftir aö slikir samningar séu
geröir, geti landhelgisgæ.slan
snúið sér af fullum krafti að
bresku togurunum og þá geti Is-
lendingar einbeitt sér i átökunum
viö breta.
Hér er um augljós falsrök að
ræða þvi eitt atr. i samningnum
viö þjóöverja er aö hann eigi aö
falla úr framkvæmd eftir 5 mán-
uöi ef bókun 6 hafi þá ekki komi til
framkvæmda. Viðurkennt er af
utanrikisráöherra að vitanlega
veröi aö nota þessa 5 mánuöi til
aö ná samningum viö breta —
annars sé þýski samningurinn til-
gangslaus.
Samningurinn viö þjóöverja
veröur þvi ekki til þess aö tekin
veröi upp haröari afstaða gagn-
vart bretum, heldur þvert á möti
til að ryðja brautina fyrir samn-
ingagerð við breta.
Villandi
samanburður
við fortíðina
Það er gersamlega þýöingar-
laust fyrir talsmenn rikisstjórn-
arinnar i landhelgismálinu aö
reyna að drepa á dreif meginatr,-
um hins alvarlega máls hvernig
staöið er aö samningum við aörar
þjóöir um veiöiheimildir innan
landhelginnar. Bæði Geir
Hallgrimsson og Einar Agústs-
son, aö ógleymdum Gunnari
Thoroddsen, hafa reynt aö beita
útúrsnúningum og blekkingum
um liðinn tima i umræöu um mál-
ið á alþ.undanfarna daga. Af þvi
tagi hefur verið aö bera saman
aflamagn sem nú er .verið aö
semja um og það aflamagn sem
til greina kom aö semja um
fyrir 2—3 árum. Hvers vegna
skyldi rikisstjórnin nú
bjóða bretum 65 þúsund
tonna afla I staö 130 þúsund tonna
afla fyrir tveim árum? Auövitað
vegna þess aö i fyrra skiptiö var
OLAFUR
HAUKUR SÍMONARSON
SKRIFAR_______
FRELSIÐ Á
HJÓLUM
Undir flaggi einstaklings-
frelsis leyfist mönnum beint og
óbeint aö stýra lifstilnum I þjóö-
félaginu, sérstaklega hluta-
sókninni. Fólki sést alltof oft
yfir þá hættu sem i þvi er fólgin
fyrir frelsi heildarinnar þegar
einstaklíngar fá óáreittir og at-
hugasemdalaust aö mynda goö-
sagnir um einhvem hlut, hefja
hann útúr raunverulegu sam-
hengi notagildis og gera úr
honum trúarlegt eöa hugsjóna-
legt tákn. Og þvi miður er goö-
sögusmiöunum gefinn alltof
laus taumurinn, þolendurnir
átta sig venjulega ekki fyrren
goösagan hrynur i hausinn á
þeim i formi kaupskeröingar,
umhverfisspjalla, ónýtra lik-
amshluta, o.s.frv.
Af einum heilaböggli
Bifreiöin er á vesturlöndum ,
dæmi um aö hlutur hefur öðlast
táknrænt gildi sem kemur i veg .
fyrir raunsætt mat á notagildi
gripsins. Bifreiöin er fyrir innri
sjónum fjöldans málmgerfð
mynd einstaklingsfrelsis og
kynorku. Þessi málmdós nýtur
hrikalegrar virðlngar i tali
manna, og það er langt i land
með almenna viöurkenningu á
þvi að bifreiöin er vandræöa-
gripur sem ætti fyrir löngu aö
vera gengin fyrir ætternisstapa
tækninnar. Og vitum við þó vel
ef viö hrærum uppi heilanum
augnablik að bifreiöin er einn
þeirra samvirkandi þátta sem
eru að gera þéttbýlissamfélagiö
að óskapnaði.
Það er ekki ófróðlegt að rifja
aggalitiö upp söguna um bilinn.
Muna menn stóru öfundaraugun
sem alþýöan leit þessi leikföng
auöstéttarinnar, þegar þau
fyrst hjökkuöu meö freti um
götur? t framhaldi af þeirri
minningu, hversvegna skildi al-
þýöan ávallt öfunda auðmenn-
ina af hégómanum, I staö þess
að koma sér upp sjálfstæðu
gildismati, vera á undan en ekki
á eftir. Jú, alla dreymdi um aö
eignast bifreiö til aö monta sig
á, ekki til aö sækja vinnu eöa
geysa i ofurverslanir, einsog
siöar geröist, heldur tilað aka
montaralega uppi sveit meö
kaldan svinsbóg og rauðvin á
flösku. Og þá voru sveitavegirn-
ir mjóir og nettir, enginn hasar
á hraöbrautum meö keöju-slys-
um, engir sportvagnar vaföir
utan um tré ! eöa kilómetra-
steina. Landiö var fritt eins og
meyjarrass.
Svo setti Herra Ford sinn
svarta fingur I spiliö og hóf aö
fjöldaframleiöa bifreiöar. Þar
meö neyddust veslings auð-
mennirnir tilaö hleypa milli-
stéttunum i bilagamniö.
Aöuren menn gátu deplaö
augum var blllinn orðin nauö-
syn. Borgirnar voru aðlagaöar
bilum og uröu bilaborgir. Og
færiböndin snerust hraöar ár
frá ári. Loks rak að þvi aö jafn-
vel verkalýðnum stóð til boða aö
deyja fyrir þessa dásemd. Vel
aö merkja aöeins i sóunarheim-
inum, þvi I þróunarheiminum
gengu menn auðvitaö á tveimur
eftir sem áöur og dóu úr húngri.
En hinir vesturheimsku menn
höfðu létta þánka. Fullir bjart-
sýniboöuðu þeir aö allir gætu nú
eignast bil. Allir vildu eignast
bfl, og þeir sem ekki vildu eign-
ast bil voru bara einfaldlega
neyddir til þess. Bifreiöin heltók
menn, ættfræði bifreiöarinnar,
læknisfræöi bifreiöarinnar, æxl-
un bifreiöarinnar — þetta var
uppistaöa i brennandi umræðu.
Og i bjartsýnishitasótt óku
menn snarlega framhjá öllum
hugsanlegum afleiðingum bil-
væðingarinnar.
Eöa kannski réttara sagt: það
var stúngiö uppi túlann á fugl-
um sem vildu af hreinskilni
ræöa afleiöingarnar af öllum
þessum milljónum járndósa á
hjólum. Sá sem leyföi sér aö
tala niðrandi um bifreið-
ar var talinn 1) ekki með öllum
mjalla 2) óvinur framsækinnar
tækni og vlsinda 3) andskoti
verkalýösins að vilja ekki sjá
hann frjálsan á hjólum. Hópar
talsmanna, leiötoga, forystu-
manna, málpipa, málsvara,
formanna og brauöryðjendá
stukku fram og sögöu: Bifreiðin
er óvéfengjanleg staðreynd i
lifi nútimamannsins, það er
réttur almennlngs aö fá að
deyja i umferöaslysi. Og verk-
lýösleiötogarnir hrukku upp úr
móki sinu og tóku undir þaö aö
verkalýðurinn biöi spenntur
þeirra timamóta þegar hann
fengi aö þeysa á 120 kilómetra
hraða i álverið sitt.
Er leikfang auðmanns-
ins heppilegt sam-
göngutæki?
Það var dýrt spaug að mis-
gripa sig á bilnum. Þaö er aö
renna upp fyrir mönnum smátt
og smátt i gegnum mistur goö-
sagnarinnar. Bifreiöin er oröin
einn af skæðustu fjéndum
mannkindarinnar, uppspretta
stórpólitiskra vandamála.
Lúxusdósin sem var upp-
runalega smiðuð handa lúxus-
fólki er orðin hræðileg mara.
Auðvitað hlaut bifreiðin að
fæðast, en hún hefði lika átt
að þróast. Það hefur hún þvi
miður ekki gert. Þessi tækni-
lega eftirlegukind er nú um
það bil að gera borgirnar ó-
byggilegar, hún þekur óhemju-
leg landsvæöi og gerir ennú
stærri svæöi hættuleg. Sálrænar
og hagrænar afleiöingar bila-
menningarinnar eru ómældar,
hún hefur hneppt hluta verk-
lýösstéttarinnar i óþarfan þræl-
dóm, og stuggaö fólki oni fúla
gánga neöanjaröarlestanna.
Eigindi þessarar dósar hafa
orsakaö stórkostlegar breyting-
ar á lifsmynstri manna — eðli-
legt borgarlif er úr sögunni þvi
borgir eru nú hannaðar fyrir
bifreiðarnar fyrst og fremst,
ekki fyrir fólk. Eldri borgar-
hverfi eru miskunnarlaust rifin
niöur tilað rýma fyrir bilnum.
Hvarvetna rugla menn saman
þörfum bilsins og bilstjórans.
Dvalarstaðir manna eru nú óra-
vegu frá vinnustöðum. í mestu
bilalöndunum geturðu átt á
hættu húngurdauða ef bifreiö
þin klikkar, þú kemst ekki i
ofurmarkaöinn og heldur ekki
til vinnu. I sumum borgum
hefur einkabifreiöin hreinlega
þurrkað út almenningssam-
göngutækin. Eiginleikar bif-
reiöarinnar eru orsök þess að
hraðbrautirnar svokölluðu um-
lykja og kæfa engi, mýrar,
skóga, graslendi og vötn.
Þaö hlálegasta viö bifreiða-
dýrkunina, en kannski þaö
dæmigerðasta fyrir mann-
skepnuna: tækiö sem hún skóp
tilað auka á hreyfanleika sinn er
nú orðið fángelsi hennar. Menn
sitja þrútnir af árásarhvötinni I
bilum sinum fastir i umferðar-
stöppu. Og fleiri menn eru
drepnir árlega i umferöaslysum
en styrjaldir og pestir lögöu að
velli á þeim timum sem bláeyg-
ir menntaskólakennarar lýsa
með hryllingi sem „hinum
myrku miðöldum”.
Þróunarstig bifreiöarinnar er
ennþá hið sama og þegar Ford
gamli setti fyrsta færibandið af
staö. I félagslegu samhengi
hefur bifreiðin breyst úr lúxus i
nauðsyn og þá i möru.
Helsieða frelsi?
Þaö er heimskulegt og hættu-
legt fyrir alþýöumenr. aö éta
upp lifstil og hugsjónir auð-
manna. í besta falli þýöir þaö
lifstiðar afborgunargaleiðu
fyrir alþýðuna. Frelsi al-
mennings i þröngri og svelt-
andi veröld getur ekki grund-
vallast á hugtakinu einstak-
lingsfrelsi, þarsem túlkun
hugtaksins rekst á frelsi og
heill heildarinnar. Bilamar-
trööin er bara eitt af mörgum
dæmum um þaö, að almenning-
ur gin alltof auðveldlega við á-
róöri braskaranna. Hvað þýðir
þaö fyrir afstöðu vinnandi fólks
til sinna félaga og til annarra fé-
lagslegra valkosta, að það lætur
ánetjast gildismati neyslusam-
félagsins? Hvaö þýöir það fyrir
alþýöufólk að draumur þess er
Arnarnessvilla og Mestmegnis-
bens? Það þýöir andlegt ekki
siöur en likamlegt þrælahald.
Þaö er ekki bara slælegur
rekstur stéttarfélaganna sem
hefur rofið samstöðu launa-
fólks, heldur eru þaö lika hinar
gylltu gulrætur sem braskar-
arnir halda fyrir augum fólks á
meöan þeir flengriöa þvi.
Þegar lénskipulagið hrundi
fengu bændur jarðnæði. Þeir
hófust I flokk frjálsra manna af
byltingum sem höfðu á oddinum
einstaklingsbundna frelsis-
hugsjón risandi borgarastéttar.
Á þvi stigi framleiöslutækninn-
ar hentaði hið taumlausa ein-
staklingsfrelsi ágætlega. 1 dag
er öldin önnur, rikisvaldið hefur
fengið annað inntak. Engum
dettur heldur i hug að hver og
einn verkamaður geti eignast
sina verksmiðju og með þeim
hætti orðið frjáls og óháður.
Einstaklingsbundið eignarhald
og einstaklingsbundið frelsi til-
aö festa fé sem yfirleitt er dreg-
iö beint úr opinberum hirslum,
er mjög á undanhaldi. Það frelsi
sem aö vinnandi fólk hlýtur að
taka sér hvaö úr hverju er sam-
eignarfrelsið, þ.e. frelsi til
handa þeim sem vinna að fram-
leiöslunni i hverri einingu henn-
ar tilað stýra fjármagninu með
þarfir heildarinnár i huga.
A sama hátt og framleiðslan,
skipulag hennar og stjórnun
hlýtur aö eiga aö grundvallast á
sameiginlegum þörfum manna,
en ekki á sérþörfum eða dutt-
lúngum þeirra sem hafa aðstöðu
tilaö útvega sér fjármagn, þá
hljóta samgöngutækin I heimin-
um aö vera til þess smiðuð,
keypt og starfrækt og fullnægja
raunverulegum þörfum fyrir
flutninga á fólki og varningi.
A Islandi munu nú vera um
70.000 bifreiöar. Það gefur auga
leiö aö þessi tala er i engu sam-
ræmi viö mannfjöldann i land-
inu. Bilaflotinn er illa nýttur,
einsog sést best á þvi að þótt is-
lendingar settust ailir inni
vagnana samstundis, þá yrðu
tvö sæti laus i hverjum vagni.
Þjóöin hefur ekkert að gera við
allan þennan bilaflota. Hann er
til bölvunar og miska, hann
eyðileggur þéttbýlismyndunina,
hann er botnlaus eyösluhit.
Þaö þarf aö finna nýjar leiðir
til lausnar á þeim vanda sem
einkabilafarganiö er orðið. Það
er bæöi erfitt og erfitt ekki —
hér er fyrst og siðast um að
ræöa hugarfarsleg atriöi, af-
stööu manna til sameignar og
félagslegrar notkunar. Skipu-
lagslega væri hreint ekki erfitt
aö búa til ódýrara, hættuminna
og hentugra flutningakerfi, sem
grundvallaöist á samvinnu og
sameign á þessum tækjum.
Grundvallarforsendan er i
hausnum á fólki: menn verða aö
gera sér ljósa þá staðreynd að
um er aö ræöa aö komast á við-
unandi tima og með öruggum
hætti milli staða, en ekki spurn-
Inguna um frelsi — frelsi til aö
eiga einn og sér ákveöið magn
af málmi, gleri og gúmii.
Ég mun i siðari grein taka til
umræðu nokkrar hugmyndir
sem aö gagni mættu koma hér i
Reykjavik viö að aflétta bíla-
mörunni og gera samgöngur, ó-
dýrari, auöveldari og umfram
aílt skemmtilegri.
inn umþóttunaitlma að ræða.Sá
umþóttunartimi er nú liöinn. Og
tilboöið nú er þvi til viðbótar sem
veita átti. Fyrri tilboð til þjóð-
verja voru auk þess háö margvis-
legum aukaskllyröum um lokun
veiöisvæöa og mjög takmarkaöan
tima — enda neituöu þjóöverjar
þeim þá.Nú eru öll skilyröi gjör-
breytt.
200 mílur voru
vinstri stjórnar mál
Gunnar Thoroddsen hefur á al-
þingi fjasaö um það að Sjálf-
stæöisflokkurinn hafi fundiö upp
200 milurnar og einn barist fyrir
þeim gegn mér og ýmsum öðrum
mönnum. Slikar fullyrðingar
breyta ekki þeirri staðreynd að
vinstri stjórnin hafði lýst yfir
stuðningi viö 200 milna auðlinda-
lögsögu áður en Sjálfstæðisflokk-
urinn fór að kvaka um þaö mál
hérheima. Og það breytir heldur
ekki þeirri staöreynd að ég flutti á
vegum vinstri stjórnarinnar þaö
frumvarp um heimild til 200
milna útfærslu sem samþykkt var
á alþingi i mai 1974 og sem 200
milna útfærslan siöan var byggö
á.
Allir vita aö viö alþýðubanda-
lagsinenn vorum efnisiega á móti
samningunum viö breta 13.
nóvember 1973. en við stóðum
frammi fyrir þvi. að við gátum
ekki komið i veg fyrir þá vegna
þess að Sjálfstæöisflokkurinn
bauö Framsókn aö tryggja fram-
gang þeirra samninga á alþingi.
Marklausar
200 mílur?
Kjarni þeirra mála sem nú eru i
sviösljósinu er þessi: Samkvæmt
fyrirliggjandi samningi eiga
þýskir togarar að fá að veiða allt
árið um kring upp að 23 sjómilum
frá landi á viðkvæmustu fiskimiö-
um austfiröinga viö Suð-Austur-
land.
Það er sú staðreynd aö á fiski-
miðunum út af Reykjanesi fá
þýskir togarar leyfi til að veiða á
öllum þeim miðum sem þeir hafa
sótt fastast eftir, allt áriö, i næstu
tvö ár. Þar eiga þeir að veiða inn-
anum islenska báta og islenska
togara.
Það er sú staðreynd að þýsku
togararnir eiga aö fá að veiða i
sérstöku hólfi út af Breiðafirði
allt árið og hálft árib á miðum
Vestfjarðabáta og bestu togara-
miöum islendinga.
Og þaö er sú há-alvarlega stað-
Framhald af bls. 2 2.