Þjóðviljinn - 30.11.1975, Síða 8

Þjóðviljinn - 30.11.1975, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 39. nóvember 1975. ÁRNI BERGMANN SKRIFAR Stundum eru höfð viðtöl við rit- höfunda þegar þeir eru að gefa út nýjar bækur. Oftar eru skrifaðar umsagnir. I þessu tilviki verður reynt að gera hvorutveggja. Klippa saman viðtal við höfund og vangaveltur um bókhans. Höf- undurinn er Thór Vilhjálmsson. Bókin heitir Fuglaskottis og var að koma út hjá ísafold. Svo að ekkert fari milli mála eru spurn- ingar og svör innan gæsalappa. Annar texti á að heita einskonar umsögn. Leikir og framhjáhald Sp.: „Af hverju heitir bókin Fuglaskottis?” Thór: „Mér fannst þetta skond- ið nafn þegar mér allt i einu kom það I hug, einhver leikur i þvi. Það er kannski ekki dansaður skottis lengur nema i öldunga- deild góðtemplara. En það er svo- litil lyfting i orðinu, mér fannst það eiga vel við ýmsa leiki sem framdir eru i bókinni”. JU,vister brugðið á leiki i þess- ari bók: þar ræður ekki ferðinni venjulegur söguþráður, heldur myndþyrst auga sem kemur viða við og leyfir sér ýmiss konar hlið- arstökk og krákustiga. Við vitum öll að Thór á sér mjög persónu- legan stil, hefur smiðað sér að- ferð sem aðrir gera litt tilkall til hér um slóðir. Og þessi aðferð þessi still, er hans styrkur og veikleiki i senn. Styrkurinn felst i ýmislegum galdri hins óvænta, i miklu frelsi sem veitir svigrúm á- gengu hugarflugi. Veikleikinn felst siðan i þeirri þverstæðu, að þessum frjálslega margbreyti- leika i efniviði og myndbreyting- um hans fylgir ákveðin einhæfni, eins og hringekju... Sp: „Varstu að segja að þessi bók væri einskonar hliðarstökk?” Thor: „Ég tók framhjá bók sem ég var með I smiðum, hún var öðruvlsi en þessi, likari Fuglinum og Ópi bjöllunnar. En ég var allt i einu lentur i þessu efni og hafði svo gaman af þvi að ég mátti til með að sinna þvi og gefa mér þá minni tima i hina bókina.” Sp: „Getum við ekki slegið þvi föstu, að þessi bók sé náskyld Foldu? Hún heldur uppi gamni um islendinga erlendis..” Thor: „Allt gott gaman á sina alvöru, gaman þarf ekki að vera léttúð.” QODDQ [e)®B Marienbad þegar þeir lásu „Fljótt fljótt sagði fuglinn”, og mér dettur i hug farsi, þöglar gamanmyndar, þegar ég blaða- i Fuglaskottis.” (N.B. Thorbýðuribókinni oftar en ekki upp á atvikakeðju sem á vel heima i slapstick: mælskasta persóna bókarinnar, Armann, rekur með sinum fyrirgangi höndina i blikkkönnu, sem hrapar á gólfið hjá stúlkunni Alfeu Magnhildi, kötturinn hrekkur við i gluggakistunni og stekkur Ut og fellir um leið kaktus, potturinn utan af honum brotnar á leiðinni, en kaktusinn lendir i heilu lagi niður i stráhatt lirukassaleikara fyrir neðan, apinn á öxl hans Nei, en i gamla daga var ég alltaf skotinn i kvikmyndinni sem listtæki, átti mér æskudrauma i þá átt. En það er svo erfitt að fá að hreyfa sig eins og manni þókn- ast á þvi sviði. Sé maður hinsveg- ar rithöfundur, þá getur enginn sagt manni fyrir hvað á að skrifa, þá er maður orðinn það sem frakkar kalla „meistari á eftir guði”. Landar á randi Spr.: „Þú hefur hvað eftir ann- að skemmt þér við að sýna islend- inga á fjarlægum slóðum.” Thor: Já, eða uppi á öræfum eins og i Foldu. Ég hefi reyndar Vangaveltur um Fuglaskottís Að loknum sólarhring fyrir sunnan Thor Vilhjálmsson Slapstick Sp.: „Mörgum verður hugsað til kvikmynda þegar þeir lesa eft- ir þig texta, jafnvel til ákveðinna mynda. Menn hugsuðu til þess sem gerðist eða gerðist ekki i verður hræddur og kippir hús- bónda sinum um koll, nunna kem- ur á hjóli og rekst á strekkta keðju sem tengir apa og mann og „féll ofan á lirukassaleikarann á mjög ósiðlegan hátt”. Armann horfir á og segir: „Já það er heitt iþeim blóðið hérna...Hafa þeir engan hemil á lostanum”). Thór: „Ég nýt augna minna svo mikið til að skynja veröldina, að það er mér eðlilegt að skrifa svona, eins og ég væri að filma. Mér finnst þetta ekki skylt nein- um tilteknum kvikmyndum. En kannski gæti einhver tekið sig til og kvikmyndað þetta. Kannski gæti ég gert nokkuð góða kvik- mynd ef ég fengi svosem 20 mil- jónir króna. dálitið gaman af að fylgja þessu fólki suður á bóginn. t fyrri hluta Fuglaskottiss er mikið um það fjallað hvernig þetta fólk orkar hvað á annað, en i seinni hlutan- um er meira um kynni þess af er- lendu fólki og þá langar mig til að vita, hvað getur komið upp i þeim kynnum.” — Fuglaskottís gerist reyndar á ítaliu á einum sólarhring, aðal- persónur eru fjórir islendingar. Það er Armann, sem hefur orðið, a.m.k. framan af, athafnamað- ur á heimspólitiskri kynnisferð. Annar er Bernódus listamaður sem lóðsar hann um um stórborg- ina og tvær stúlkur, Alfeu Magn- hildi og Þjóöbjörgu — Armann er m.a. sendur til að hafa barn Upp rís í veikleika Graham Greene: Mátturinn og dýröin, Sigurður Hjartarson is- lenskaði. A.B. 1975. T.S. Eliot segir i kvæði sinu um flóðhestinn, að okkur sýnist hann traustlegur vel, en i reynd sé hann bara hold og blóð. Og holdið er veikt og verður fyrir tauga- sjokkum segir skáldið — hinsveg- ar getur Sönn Kirkja aldrei brugðist, „þvi hún er byggð á kletti”. Graham Greene fer aðra leið i þessari frægu skáldsögu sinni um prestinn sem árum sam- an fór huldu höfði með sakra- menti sin um hérað eitt i Mexikó þar sem prestahatarar að hug- sjón höfðu ákveðið að útrýma kaþólskri kirkju. Kannski stendur kirkjan fyrst og fremst á þeim sem eiga sér ærna veikleika og viðurkenna þá. Presturinn sem er aðalhetja bókarinnar er maður bersyndugur. Hann er drykk- felldur og hefur gert konu barn. Vonbrigði og efasemdir eru fasta- gestir hjá honum. En á erfiðum timum reynist hann öðrum stað- fastari. Kannski verður hans minnst sem dýrlings. Að minnsta kosti hikaði hann ekki við að halda út i svo gott sem opinn Graham Greene. dauða þegar deyjandi glæpamað- ur bað hann koma að veita sér af- lausn. Það er alltaf góð skemmtun að fylgjast með sérkennilegum og kaþólskum áhuga Grahams Greene á þverstæðum mannlifs. Bæði vegna þess hve góður sögu- maður hann er, og einnig vegna þess að hann er óralangt frá sjálfsánægðum rétttrúnaði. Greene er kaþólskur og vinstri- sinni, og villumaður á báðum vig- stöðvum. Viskipresturinn i „Mátturinn og dýrðin” er einn af drjúgum hópi breyskra og sjálfs- gagnrýninna manna, sem af hálf- gerðri tilviljun er kastað út i hringiðu stórtiðinda, þar sem þeir eru neyddir til mikilla ákvarðana eða hetjuskapar. Þessar persón- ur, þesssar aðstæður, hefur Gra- ham Greene ræktað með ýmsum tilbrigðum allt fram á Heiðurs- konsúlinn sem kom út i hitteð- fyrra. Og lyklar þeir sem ganga að viskiprestinum i „Mátturinn og dýrðin” ganga og að mörgum þeirra. Sigurður Hjartarson hefur þýtt bókina og hefur það að mörgu leyti tekist ágætlega — þótt við skjótan samanburð sýnist sem samtöl séu einum bóklegri en frumtextinn gefur ástæðu til. A.B. Magnhildar heim með sér, en sá erindrekstur skiptir vist ekki neinu höfuðmáli. Textinn er svo með sinum hliðarstökkum og sjónrænum duttlungum smiðaður inn þennan tima, utan um þetta fólk, einkum Armann og Bernód- us. Thor: „Mér er heldur vel til Ár- manns, hann er vel meinandi, at- hafnasamur mjög, en áttar sig ekki alltaf á þvi, hvað er að ger- ast. Það er stundum dálítið ó- heppilegt sem leiðir af hans góð- um meiningum og athafnasemi, en kannski engin stórslys. Stund- um finnur hann á sér réttu mein- inguna.” íslandsbersi Manni finnst Armann einskon- ar islandsbersi, hann er kátur og mælskur og bernskur i miklu sjálfsöryggi sem hann dembir ó- spart yfir umhverfið. Hann fer með allrahanda klisjur um einka- framtak og sósialisma sem hann á hægt með að spyrða saman, um þá auðskiljanlegu gleði og bjartsýni sem hann vill hafa i list- um, um þá nægjusömu gleði sem hann heldur að einkenni suður- landabúa og ofan á þetta hellir hann fornsögum og kappahjali. Hann er týpa sem látin er safna til sin ýmsu dóti sem er á sveimi i borgaraskapnum. En þaöerfarið heldur vel með hann, það er rétt. Spaugið um hann er góöviljað. Syndir hans eru fyrirgefnar. Sp.: „En Bernódus? Hvað um sambúð þeirra Ármanns? Og hvað um ræðuna sem þú leyfir honum að flytja undir lokin?” (Bernódus segir á þá leið, að kannski ættu menn að tala minna og hugsa meira, ekki eyða tima i að daðra við úrkynjunina, enda þótt menn verði að vita hver hún er, menn ættu að tala um það hvernig hægt sé að láta sósial- isma þjóna fólki. „Við ættum að kanna vélar andskotans, og kvömina sem malar og malar og malar okkur til helvitis. En þetta er bara einn dagur... Og það koma aðrir dagar”) Thor: „Bernódus hefur undir niðri dálitið gaman af Armanni og er allt gott um samskipti þeirra i bókinni að segja. Hann lætur stundum uppi meiningu sina með fáum orðum, einhverju stuttu tilsvari, segir stundum móralskar dæmisögur. Hann hef- ur lengi setið á sér, og ég var feg- inn að gefa honum orðið i lok- in”.... Menningarþreyta Bernódus hefur reyndar smám saman verið að taka orðið. Hann hefur margt á hornum sér sem vonlegt er: ádrepa sú sem er i bókinni að finna er mest við hann tengd. Það er til dæmis hægt að visa til sögu hans af morgunverk- um yfirsféttarkerlingar sem sýn- ist náskyld Jackie Onassis og fleiri eitruð dæmi. En vandi Bernódusar er að ýmsu leyti skyldur þvi, sem fram kemur i frásögn griskrar konu, sem hann hittir á þvi' mikla vertshúsi sem er vettvangur seinni hluta bókar- innar. Hún talar um menntaða og efnaða landa sina sem fyrirlitu hershöfðingjana sem rændu völd- um og töluðu um réttlæti og jöfn- uð en gerðu ekki neitt „Það var alið upp við þessa gömlu yfir- þyrmandi menningu sem siast inn i blóðið svo maður veit of margt og skilur svo margt og fær allt án fyrirhafnar, og hugurinn er saddur og skortir kraft”. Manni finnst að það sé eitthvað hliðstætt þessari menningar- þreytu sem háir Bernódusi, þótt hann eigi ekki sjálfur I grlskum vanda. Hann hefur lýst þvi yfir, sem fyrr segir, að hann vilji gjarna taka til hendi eftir þennan dag langra samtala — en það er ekki vfst að við tökum hann trú- anlegan. Okkur grunar, að hann hafi svo gaman af þvi að „kanna vélar andskotans”, að það verði heldur betur bið á þvi, að hann snúi sér að þvi að mölva þær.... Aðrir sálmar . Aður en settur er punktur aftan við þessa samklippingu samtals og umsagnar skal þess getið, að Thor vildi ekki viðurkenna, að þetta væri erfið bók. Hann taldi aö það væri sæmilega greiðfært yfir hana ef menn gæfu sér tima. En það er, sagði hann, svo mis- jafnt hvernig menn lesa. Sumir vilja helst losna við bækurnar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.