Þjóðviljinn - 30.11.1975, Side 10

Þjóðviljinn - 30.11.1975, Side 10
10 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. nóvember 1975. fyrirsér þeim þáttum myndlistar sem siðan voru nefndir abstrakt. Eftir 1950 voru menn i tveim heimsálfum, án þess að vita hver um annan, að forma Concret- stefnuna, myndljóðið. Og einstök atvik gerast viðsvegar um heim- inn, byggð á sameiginlegri hugs- un. Arið 1969 varð fjaðrafok i list- heimi Reykjavikur þegar SOM hélt aðra samsýningu sina — sökudólgurinn var litil heysáta. Stuttu siðar varð önnur heysáta fræg, i New York! Þessi hugmyndatengsl má sjálfsagt skýra með likindareikn- ingi, en samstiga tilviljanir eru þó örugglega ekki alltaf hallar undir stærðfræði, getur verið um að ræða mun á markvissri út- færslu hugmyndar og á eðlislæg- um „klaufaskap” (sjá myndir). Stöðvun áhrifa Mismunandi er hversu mikil áhrif listamaðurinn tekur til sin, leiftursnögg skynjun eins manns getur orsakað stilbreytingu, kannski stórkostlega framþróun i myndlist alls heimsins. Annar listamaður er mörg ár að viða að sér áhrifum til endurnýjunar myndlistinni, hann rannsakar hina óliklegustu hluti og gerir til- raunir. Hinn þriðji geysist ört á- fram, staldrar ekki við og hugsar, list hans getur verið slæm jafnt sem góð, en persónulegur blær hans hlýtur að verða útundan i útfærslunni, i besta falli verður list hans sýnishorn af þvi sem hægt væri að gera. I mörgum tilvikum er stöðvun áhrifa alger, listamaðurinn hefur fengið nóg, hugur hans tekur ekki við meiru i bili. Listamaðurinn hefst nú handa og vinsar úr það sem ekki skiptir máli, hinum já- kvæðu áhrifum vinnur hann svo úr á sinn persónulega máta, og útfærslan verður i náinni framtið sjálfstæð og óháð aðfengnum áhrifum. Hér er rétt að nefna dæmi um vinnubrögð myndlistarmanns, manns sem gæddur var litlu i- myndunarafli hvað myndefni snerti. Edouard Manet (1832—1883) er frábært dæmi um það hvernig myndlistarmaður vinnur úr á- hrifum; hann leitaði uppi fyrir- myndir hjá öðrum snillingum og notaði sem grunn i verk sin, en persónulegt handbragð hans gerði likinguna að aukaatriði. — Og til marks um frjálsa hugsun hans má nefna það að hann slóst i hóp framúrstefnumanna þess tima, Impressionistanna, þá orð- inn roskinn og viðurkenndur list- málari. Stæling Persónulegur still tiltekins listamanns getur haft svo sterk áhrif á annan listamann að hann gagntakist af þeim. Ahrifin verða honum um megn, hann gefst upp og ánetjast stilsmáta hins, gerist aðdáandi hans og lærisveinn. 1 mörgum listaskólum er þaö liður i náminu að kryfja myndstil ákveðinna listamanna, kallast það myndgreining. Nemarnir velja sér verkefni (málverk), teikna það nákvæmlega upp (eftir myndvörpu eða á rúðustrikaðan pappir) og velja liti, — og svo mála þeir þangað til nákvæm eft- irliking er fengin. En þessi aðferð er ekki eingöngu haldgóð viö krufningu á stil, hún er tæki til lækningar. Með nákvæmri rann- sókn á tækni, myndmáli, útfærslu o.fl. á verkum átrúnaðargoðsins getur hinn ánetjaði listamaður unnið sig frá áhrifunum, — ekki ósvipað og maður sem stamar fær þær ráðleggingar hjá sálfræð- ingi sinum að stama vitandi vits þar til staminn hættir! (FRAMHALD SIÐAR) NÍELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST LIST OG ÁHRIF FYRRI HLUTI Inngangur 1 umræðum manna um mynd- list almennt eru nokkrir þættir oftar á dagskrá en aðrir, menn tala um ljótt og fagurt listaverk, form og linu, stil og liti. Hið fag- urfræðilega inntak er krufið til mergjar. Hitt er svo sjaldnar sem talað er um myndhugsun og hvaða áhrif myndin á að hafa. Það gleymist að huga að forsend- um verksins, þvi fólki er tamara að blina á þær hliðar málsins er samsamast þess eigin skoðunum og eru persónulegar, áróðursgild- ið verður lika oft áleitið i umræð- unum og mótar þá niðurstöðurn- ar. En öllu þessu fylgir þó sam- eiginlega árátta i eðli viðmælend anna, menn gripa til samlikingar og finna orðum sinum stað með klausum um áhrif, þeir merkja sýnileg áhrif i verkum einhvers tiltekins manns og bendla hann við stælingu, gott ef ekki hug- myndastuld. Nú hafa menn auð- vitað stundum rétt fyrir sér i þessu, en áhrif einhvers á annan geta verið á mismunandi stigum. Varasamt er að dæma menn end- anlega eftir áhrifunum einum saman, án þess að gera sér ljóst á hvern hátt þau eru til komin, og á hvaða stigi þau eru i listþróun viðkomandi manns. Hér á eftir verður stiklað á stóru um áhrif almennt, meðvituð og ómeðvituð áhrif, áhrif úr fortiö og nútið, stöðvun áhrifa og úr- vinnslu þeirra, útilokun og vana, endurtekningu og hringferil áhrifa, einangrun og úrkynjun, og siðast verður rætt nokkuö um áhrif gagnrýni til góðs og ills. Þótt ljóst sé að þáttur sálar- fræðinnar sé hér mikili, og að hin fjölbreyttu áhrif sem mannshug- urinn tekur við verði ekki skýrö til fulls nema með aöferöum hennar, þá eru ýmiss orsaka- tengsl svo auðséð að leikmanni nægir til nokkurrar glöggvunar. Áhrif almennt Fátt lætur listamanninnósnort inn. Fjölbreytni árstiðanna birtist honum á nærgöngulli hátt en öðr- um mönnum, honum er gefin sú tilfinning að skynja með næmum huga og hefja það i æðra veldi. Smávægilegt atvik eða örlitiö brot af einhverju getur t.d. haft meiri áhrif heldur en miklar hræringar, slys eða hamfarir. Ef hann er náttúruunnandi verða form og litir hennar honum sifrjó uppspretta sem sköpunarmáttur hans og imyndun eflir uppá nýtt, verk hans verða þá endurómur upphaflegrar skynjunar, nýr veruleikur. Leitandi listamaður endurnýj- ar forða sin, stundum er um að ræða kerfisbundna rannsókn á til teknum atriðum, og þau talin gild sem hugsanlega geta komið að gagni, i annan stað siast ómeðvit- uð áhrif inn i vitundina hvort sem þau hafa þýðingu eða ekki. Áróður listamanns eða lista- hóps fyrir listmati sinu og úr- vinnsluháttum hlýtur einnig að vera athyglisverður þáttur i upp- eldi og lærdómi þeirra sem fyrir honum verða, afstaðan til áróö- ursins verður annað hvort jákvæð eða neikvæð, en i báðum tilfellum felast nokkur áhrif sem setja mark sitt á þolanda. Aróðurinn getur snúið listamanninum til þeirra sem honum beita, en getur lika gert hann að hatrömmum andstæðingi. Jákvæö áhrif Ferill myndlistarmanns skipt- ist oftast niður i timabil, þar sem þróun listar hans kemur skýrt i ljós, og þar sem rekja má hin ó- likustu áhrif sem hafa valdiö stefnubreytingum eða hliðarspor- um i persónulegri tjáningu hans og myndhugsun. Frámsækinn, en ómótaður listamaður seilist i margar áttir eftir áhrifum og leitar þau uppi fremur en að biða þeirra von úr viti, hann gerir sér ljóst að enginn verður sérstæður, eitthvað sem gildi hefur i sögu myndlistarinn- ar, nema hann bergi af brunni reynslunnar, enginn kemur fram með nýjungar i myndlist án þess aðstanda á grundvelli þekkingar. Ahrif núliðinnar tiðar eru oftast nærtækust og sterkust, en mynd- listarmenn sækja ekki siður ti) fjarlægra timaskeiða sögunnar, þeir finna þar ósjaldan sitthvað sem þeim hentar, — jafnvel geta þeir byggt upp nýstárlega list af þeim áhrifum og fundið þar anga myndhugsunar sem tengist þjóð- félagsmynstri samtimans. I lið- inni tið búa oft gildi sem hafa orðið útundan hjá þeirra tima mönnum, en eru nú uppvakin og notuð i nútimalistum. I þriðja lagi eru það svo áhrif „frumstæðra” manna, menningarsamfélaga sem staðið hafa utan við hraðþró- un og endurmat vestrænna þjóöa, áhrif frá verkum notagildis og táknrænnar athafnar eins og i trú og siöum. Þessi „frumstæðu” Konumynd — morris Maður i spegli — Rene Margritte Þótt augljós liking sé meö myndunum, þá er útfærsia þeirra byggð á mismunandi forsendum. önnur er hugvitssamlega máluð (Magritte) og útreiknuð stemming, hin er aftur á móti gerð meö sakleysislegu hugarfari listamanns sem ekki hefur á valdi sfnu þróaöa teiknitækni. verk eru enn fersk og ómenguð, — reyndar er það fróðlegt ihugunar- efni hvernig þau hafa staðist timans tönn án þess að úrkynjast, þótt viða megi sjá endurtekningu frá verki til verks. I þennan myndsjóð fóru tveir af snillingum 20. aldarinnar og sóttu þau áhrif sem urðu þeim hvati til nýsköp- unar, Modigliani og Picasso. Modigliani vann skúlptúra sina og andlitsform málverkanna i mikilii likingu við grimur Afriku- negra (enda sá maður sem „upp- götvaði” þær), og Picasso (ásamt Braque) grundvallaði Kúbism- ann undir áhrifum þeirra. Óafvitandi líking milli myndlistar- manna Stundum (sjálfsagt oftar en margur hyggur) gerist það að fram koma tveir eða fleiri lista- menn með sömu hugmynd, þeir eru þá á svipuðum slóðum i rann- sóknum sinum, eða þá að þjóðfé- lagsaðstæður (o.fl.) hafa skapað það ástand sem leiðir til likrar niöurstöðu. 1 upphafi aldarinnar voru menn af misjöfnu sauðarhúsi að vella

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.