Þjóðviljinn - 30.11.1975, Qupperneq 15
Sunnudagur :!0. nóvcinber 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Gunnar Þóröarson:
„GUNNAR
ÞÓRÐARSON”
(Hljómar h/f Hlj. 014)
Nokkrir Islenskir popparar
hafa haldið þvi á lofti að þessi
fyrsta einmenningsplata Gunn-
ars Þórðarsonar sé eitthvert
meistaraverk, sem vart sé likj-
andi við aðra hluti, sem gerðir
hafi verið hér. Persónulega
finnst mér plata Ginnars vera
eðlilegt framhald af hinni mjög
svo góðu plötu Hljóma frá sið-
asta ári, „Hljómar ’74”.
Gunnar og hinir Hljómamir
(allavega Rúnar) virðast vera
mjög hlynntir Beach Boys og
Everly Brothers, og er þar ekki
leiðum að likjast. Þeir hafa
langa lengi haft efni
Everly-bræðranna á dagskrá
sinni eða frá fyrstu breiðskif-
unni („Þii ein”: „Love Hurts”)
ef ekki fyrr, og eru enn að taka
lög þeirra t.d. á „Stuð stuð stuð”
og „Eitthvað sætt”. Efni Beach
Boys hefur reyndar verið enn
meira áberandi á efnisskrá
Hljómanna, eitt fyrsta lagið
sem tók þá föstum tökum var
lagið „Good Vibrations”, en þvi
miður tóku þeir það lag aldrei
upp. Lónli BIU Bojs bættu svo
missinn af Beach Boys lögum á
plötum þeirra og einmitt titil-
lagið á „Stuð stuð stuð” er hið
gamla góða „Fun fun fun”.
Þessi plata Gunnars er hans
meistaraverk liklega (eins og
„Sgt Peppers” Bitlanna,
„Blonde on blonde” Dylans og
„Pet Sounds” Beach Boys).
Platan er ein af þeim sem inni-
heldur eintóm topplög, og gerir
það hana að vissu leyti venju-
lega i fyrstu, en eftir að hafa
hlustað á hana nokkrum sinnum
vel, koma fram lög sem maður
tekur fram yfir önnur, en ég hef
á tilfinningunni að það val eigi
eftir að breytast frá tima til
tima eins og gerist með góðar
plötur. Uppáhaldslögin nú eru
fyrsta lagið „Manitoba”,
„That’s Just The Way It Is” og
„When summers comes along”
á hlið 1 og „When God steps
down” á hlið 2.
Liklega hafa þeir sem lesið
hafa siðuna að staðaldri tekið
eftir þvi, að islenskar plötur
hafa i mjög mörgum tilfellum
fengið mjög góða dóma i ár.
Ástæðan er liklega sú, að fram-
farirhafa orðið svo miklar bæði
hvað gæði innihalds islenskra
hljómplatna áhrærir, svo og
upptökur, sem hefur farið gifur-
lega mikið fram. En það sem
setur þessa plötu Gunnars og
lika plötu Spilverksins i sérflokk
hér, er það að báðar þessar plöt-
ur hafa sprengt hinn islenska
hljómplötu-,,standard”. Þetta
eru fyrsta flokks gæðavara.
Innihaldið á plötu Gunnars er
i heild ljúft og hlýlegt áheyrnar.
Gunnar kemur hér fram sem
mjög góður söngvari og virðist
ekki siðri Carl Wilson i Beach
Boys (og er það mikið hrós, þar
sem ég tel þá bestu hljómsveit
Bandarikjanna i dag). Raddim-
ar eru allar mjög góðar, þó er
liðsauki Hljómanna Rúnars
Júliussonar og Engiberts Jen-
sens bestur i laginu „Thats Just
The Way It Is”, Hljóðfæraleikur
Gunnars er yfirleitt pottþéttur
og Graham Preskett er frábær á
fiðluna i „Manitoba”.
JBwHA
NYJAR
HLJÓM-
PLÖTUR
Inn i þessu lagi er alveg stór-
kostlegt stef leikið á fiðlu, sem
er liklega eftir eitthvert stór-
skáldið, og ég veðja á Dvorák.
„FUNKY LADY” minnir nú
einna helst á þá hluti sem Jó-
hann G. Jóhannsson var að gera
á „Langspilinu”. Helst minnir
söngur Gunnars á Jóhann, en
Gunnar kemur á plötunni út
sem mjög góður söngvari. Þetta
lag finnst mér lang-leiðinlegast
á plötunni, en Gunnar bætir það
upp að nokkru með góðu gitar-
-þemi. Textinn er ekki upp á
marga fiska.
„THATS JUST THE WAY IT
IS” er alveg frábært. Ekta
Beach Boys lag (jafnvel enn
betra!). Raddirnar og söngur
eru alveg frábær, og hljómfagur
gitarleikur Gunnars og góður
trommuleikur Terry Doe og
slagverk, ALLT hjálpast að
gera þetta lag gott. „Lets go
down down” syngja Hijómarnir
i „harmóni” á bak við. Þó
aðeins þetta lag væri gott á plöt-
unni þá mundi ég eigna mér
hana!
„WHEN SUMMER COMES
ALONG” er einmitt rétta lagið
til þess að fylgja á eftir.
Dreymandi iatneskur still sem
Hljómarnir hafa reynt áður með
góðum árangri á „Mandala”
(TR 1) og „Hljómar ’74” (Hlj.
002). Gunnar er örugglega besti
gitaristinn hér á landi. Gott sum
arlag. „RAINBOW” byrjar
eins og Beach Boys lag. Stund-
um heyrast McCartney-söngá-
hrif inn á milli og margt fleira .
En Gunnar er lika búinn að þróa
sina músik sjálfur upp i það sem
hún er nú.
„WHEN GOD STEPS
DOWN” minnir i byrjun á
„Langspil” Jóhanns G„ en svo
kemur kórinn (chorus) sem er
ekkert likur þvi og reisir lagið
hátt, og maður byrjar fljótt að
syngja með. Gunnar leikur vel á
gitara i þessu lagi (eins og öðr-
um), en hann leikur lika vel á
bassa og pianó á plötunni.
„MAGIC MOMENTS” byrjar
á „Philly-sándi”, lagið er svo
fallegt „Gunna-Þórðar-lag” og
jafnvel Philly-sándið fellur
sæmilega inn i (enda temprað).
„FLYN ON THE WINGS” er
likast þvi sem Gunnar hefur
gert áður (allavega röddin).
Fallegt lag með fallegum
spiluðum köflum. Rúnar og
Engilbert syngja milliraddirnar
i þessum þrem siðustu lögum.
„REYKJAVIK” er „instru-
mental”-stemmningarlag.
Gunni leikur á flautuna sina
aftur og gitar, bassa o.s.frv.
..Philly-gitarsándið” leikur
hann svo inni i miðju lagi.
Einn veikur punktur er á
þessari plötu Gunnars: 011 lögin
enda með þvi, að hljóðstyrkur-
inn á upptökunni er lækkaður
niður þangað til hann hverfur.
Endir laga hefur mér alltaf þótt
mikið atriði við áheyrlegar plöt-
ur.
En hvað með það: tvi-
mælalaust frábær plata, þó hún
sé kannski ekki meistaraverk á
heimsmælikvarða.
Jólabækur
Helgafells
1975
Aldrei annað
eins úrval í
stórgjafirnar
//I túninu heima"
nýtt himinfagurt skáldverk
eftir Halidór Laxness. Aðal-
jólabók ársins. Bók alira is-
lendinga.
//Hagleiksverk
Hjálmars i Bólu"
Snilldarverk um manninn og
meistarann Bólu Hjálmar
eftir Kristján Eldjárn. Yfir
40 myndir af hagleiksverk-
um listamannsins.
//Ljóðasafn Magnúsar
Ásgeirssonar "
tvö bindi yfir S00 bls. Ritgerö
um skáldib eftir Kristján
Karlsson, bókmennta-
fræöing. •
Ekki er ofmælt aö Magnús
sé einn af höfuösnillingum
islenskrar tungu, sem liföi og
þjáöist I miöpúnkti heims-
menningar.
//Sagan af Þuríði for-
manni og Kambs-
ráninu "
eftir Brynjólf Jónsson frá
Minna-Núpi. Frábært,
rammislenskt listaverk og
samtimis spennandi leyni-
lögreglusaga. Bók unga
fólksins.
„DYNAMIT
verður
dúndur
grúppa”
segir Herbert
Guðmundsson
um nýstofnaða
hljómsveit sína
í Klásúlum siðasta sunnudag
uppljóstraði ég meðlimaskipan
nýrrar hljómsveitar Herberts
Guðmundssonar. Sú breyting
hefur orðið á að Jóhann Þóris-
son er ekki lengur með og var
reyndar aldrei ákveðinn i að
fara að spila aftur. t hans stað
hefur verið fenginn fyrrverandi
Fjólu-meðlimur, sem hefur ekki
leikið i hljómsveit siðan Fjólan
féll upp fyrir i vor. Sá heitir
Guðjón Þ. Guðjónsson og mun
annast bassaleikinn. Annars
hefur hljómsveitin hlotið hið
dúndrandi nafn DÝNAMIT, en
Herbert er hjátrúarfullur, og
ekki kom til greina annað en sjö
stafa nafn. Pelican, Paradis,
Sheriff, Hljómar, Flowers, Sól-
skin, Tilvera og Brimkló allt eru
þetta sjö stafa nöfn, en ferillinn
hefur nú samt verið misjafn; en
eru popparar almennt hjátrúar-
fullir?
„Eitt-
hvað
sætt”
(Hljómar hf./Hlj.
013)
Vonandi er hulstrið utan um
„Eitthvað sætt” það siðasta
hannað af Þorsteini Eggerts-
syni, það er ferlega ósmekklegt,
allir geta gert betur en þetta!
Platan „Eitthvað sætt” er
með Hljómafjölskyldunni það er
að segja hér eru lög með Mariu
Baldursdóttur, Þóri Baldurs-
syni, Engilbert Jensen, Eilifð-
arbræðrum og Hljómum sjálf-
um auk laganna með Haukum
og Brimkló sem komu út á litl-
um plötum i sumar.
A „Eitthvað sætt” eru bæði
sætir og súrir hlutir. Forgangs-
orð Þorsteins eru fremur þreytt
og tilgangslaus. En texti Þor-
steins i „Sextán týrur” bætir að
smáhluta upp hans hlutverk á
þessari plötu.
Á hlið eitt eru bestu lögin
„Sextán íýrur” er frábært lag
(„Sixteen candles” er á Ameri-
can Graffiti) og Engilbert Jen-
sen er með betri söngvurum og
syngur það vel. Undirleikur er
góðurog Hljómarnir syngja lik-
lega undir. Textinn er ágætlega
þýddur af Þorsteini. Vel gert.
Eilifðarbræður eiga tvö lög á
plötunni, „Hvernig stendur á
þvi” og „Til þin”. Bæði þessi lög
eru eftir Felice og Bourdleux
Bryant en þau sömdu mest fyrir
Everly Brothers á sinum tima,
„Love Hurts” „Take A Message
To Mary” og „Ebony Eyes” eru
einnig eftir þau. Annað eiga lög
þessi sameiginlegt, það er texti
eftir Rúnar Júliusson og rödd
hans og fleiri. Bæði lögin eru vel
flutt og „Til þin” er i skemmti-
legri útsetningu. Maria Bald-
ursdóttir syngur tvö lög á plöt-
unni.Annað er það lag sem lík-
lega verður vinsælast af þessari
plötu. það er hið gamalkunna
lag „Sestu hérna hjá mér” með
texta eftir Jón frá Ljárskógum,
en þetta lag sem virðist upp á
siðkastið ekki hafa heyrst mikið
i útvarpinu, var mjög vinsælt i
mörg herrans ár og er enn i alls
kyns samkvæmum. Maria skil-
ar þvi rétt þokkalega frá sér.
Ifitt lagið sem Maria syngur
erlag Scott McKenzie's ,,,Hey —
syngdu mér söng” sæmilegt.
Þórir Baldursson og Kó eru með
„instrumental” eftir Þóri i
„Philadelphiu-hljómstil” (hér
er um orðskripi að ræða höf.)
sem heitir „Þiinið” (Jónina).
Langt og leiðinlegt lag en
þokkalega spilað, hitt lagið er
svo lag Ringo Starrs „Ú La La”
sem er illa nauðgað og textinn
hennar Mariu heyrist nú bara
alls ekki. Brimkló eru með hið
ágæta „Kysstu kellu að
morgni” og lélega ,,Jón og
Gunna”. Haukareru með „Þrjú
tonn af sandi” sem virðist hafa
fengið betri hljoðblöndun. eða
pressun á þessari plötu, alveg
stórgóð útsetning eins og is-'
lensku rokkkempurnar komu
með hérna i gamla daga. „Lets
Start Again” Kristjáns Guð-
mundssonar hljómborðsleikara
Haukanna hefur batnað mikið i
minum eyrum siðan i sumar.
Lagið „Eitthvað sætt” sem er
eftir átrúnaðargoð islenska
poppheimsins og listamanna-
launþegann Gunnar Þórðarson,
sem hefur sýnt og sannað að
hann verðskuldaði þau laun. þó
ekki væri nema með laginu
„Heim i Búðardal” svo ekki sé
minnst á sóló plötu hans. Lagið
er flutt af Hljómum og eru ró-
legt með miklu pianóspili. Þetta
lag verður liklega ekki sérlega
vinsælt en það er mjög gott. En
þetta er nokkuð örugg söluplata
(bara ef Lónli Blú Bojs platan
spillir ekki).
„Tíminn og vatnið"
Margslungiö listaverk,
dularfull harmsaga eftir
Stein Steinarr, nú fagurlega
myndskreytt af hinum frá- |
bæra listamanni Einari Há- ;
konarsyni.
í
„Maður og kona" 1
ný viöhafnarútgáfa meö .
Jramúrskarandi myndum
eftir Gunnlaug Scheving”. )
Piltur og stúlka, einnig I viö-
hafnarútgáfu og meö glæsi- c
legum mynduin Halldórs í
Péturssonar. <
>;
/,Una saga danska"
Hugnæmt efni úr Landnámu jl
og fleiri islenskum fornrit- '
um. Þaö er istenskur bóndi,
Þórarinn Helgason Þykkva-
bæ i Landbroti, sem færir
söguna i skáldsöguform aö
hætti höfunda fornritanna og
gcrir aö spennandi nútima
sögu.
ódýrasta jólagjöfin nú, dýr- ,
inæt bók frá Iielgafeili.
Geymiö listann ef þér dragiö !
eitthvaö aö kaupa jólagjaf- j
irnar. Blindur er bókarlaus. ,
En skáldin spámenn þjóö- j
anna.
S
Helgafell f
Unuhúsi,
slmi 16837
trMk'.'JS'., t-,