Þjóðviljinn - 30.11.1975, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 30.11.1975, Qupperneq 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. nóvember 1975. Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Kaupið ekki dökkt undirlag undir Ijóst teppi G.S. hringdi og vildi vara fólk við þvi að kaupa dökkt undirlag, t.d. svamp, undir ljós teppi. Hann var sjálfur með Ijóst ryateppi i svefnherbergi, en á þvi var áfastur dökkur svamp- botn. Þegar svo helltist úr vatnsglasi i teppið, kom i ljós að dökki botninn litaði heldur bet- ur, og eftir er stór grár blettur i teppinu. Ómögulegt virðist að ná honum úr, þvi um leið og teppið blotnar hið minnsta kemur dökkur blettur. Við höfum heyrt fleiri svipaðar kvartanir, einnig vegna teppa sem ekki eru rya. Það er að sjálfsögðu óskiljan- legt, að svona vara skuli yfir- leitt komast á markaðinn, þar sem gera má ráð fyrir að fyrr eða siðar eyðileggist öll slik teppi vegna þess, þvi hver treystir sér til þess að ganga svo um að aldrei komi vökvi á gólf- ið? Þar að auki er útilokað að þvo bletti úr slikum teppum, vegna þess að þau þola ekki vatnið. Hvaö er á vaxtasaf i ? Við sögðum frá þvi um daginn, hversu mikili verðmunur er á hinum ýmsu tegundum af „ávaxtasafa” i nokkrum verslun- um, en nú setjum við orðið „ávaxtasafi” i gæsaiappir, þvi við höfum fengið I hendurnar niðurstöður rannsókna á annars vegar Tropicana, ávaxtasafa sem tilbúinn er til neyslu, og hins veg- ar niðurstöður rannsóknar á inni- haldi drykkjar sem réttara væri liklega að nefna „litað sykurvatn meö kjörnum”, en fjöldamargar tegundir af slikum drykkjum eru hér á markaðinum, bæði innlend- ar og erlendar. Er skemmst frá þvi að segja að þessir drykkir, sem á eftir að blanda vatni, eru búnir til úr gerviefnum og þvi i raun og veru ekki ávaxtasafni. Samanburður á C-vitamíninni- haldi t.d. Svala og hliðstæðs drykkjar frá efnagerðinni Val h.f. annars vegar og hins vegar Tropicana er verulegur. Og vænt- anlega tilheyra flestar tegundir af óblönduðum hliðstæðum drykk sama hópi og fyrrnefndu drykk- irnir, nema C-vitamini sé sér- staklega bætt út i i einhverju magni. I 100 ml af Svala eða drykknum frá Val er C-vitamin- innihaldið eftir viðeigandi þynn- ingu um 2 mg á móti 41-44 mg i 100 ml af Tropicana. Þess má geta'að dagsþörfin af C-vitamini er talin vera allt frá 35-70 mg eftir aldri einstaklingsins. Það er þvi ekki liklegt að C-vitaminleysið yfir veturinn minnki verulega þótt við neytum þessara fyrrnefndu Rætt við Guðlaug Hannesson gerlafræðing um gerla- rannsóknir á íslenskum „ávaxtasafa” drykkja sem gerðir eru úr gervi- efnum. Við ræddum við Guðlaug Hannesson, gerlafræðing, en hann annaðisti sumar rannsóknir á gerlainnihaldi ýmissa tegunda ,,ávaxta”-drykkja, ínnlendra og erlendra hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Sagði hann að gerlainnihald bæði Tropicana og „litaða sykurvatnsins” hefði yfir- leitt verið eðlilegt, þótt óneitan- lega væri meiri hætta á gerla- gróðri iTropicana, vegna þess að hann er gerður úr raunverulegum appelsinum og engum rotvarnar- efnum bætt út i. Væri fylgst vel með þvi, að gerlainnihaldið færi ekki yfir ákveðið magn, og við geymsluþolsprófun á Tropicana fernunum kom i ljós, að engin C vítamíninni- hald óblandaös (t.d. Svali o.fl.) er 2mg. í 100 ml. á móti 41-44 mg. í Tropicana ' ' V*'v H ” c 1 S(t^ír 1 iS^SAf/ breyting varð á gerlainnihaldinu, þótt fernurnar væru geymdar (lokaðar) i 3 vikur i kæliskáp. Um gerlainnihald i hinum óblönduðu drykkjum kom i ljós, að það var einnig eðlilegt, bæði i þeim inn- lendu og erlendu (sem voru þó að- eins 3) utan hvað i einni tegund- inni (isl.) var of mikið af gerlum, en mun hafa verið leiðrétt strax og stafað af handvömm. Sá gerlagróður sem verður i þessum drykkjum eru aðallega gersveppir sem eru ekki hættu- legir, en gefa vökvanum súr- bragð. Sérstaklega er þó vert að hafa i huga þegar blandaður safi er geymdur i opnum ilátum i isskáp, að gerlamyndunin verður að sjálfsögðu i samræmi við þá gerla sem finnast i Iskápnum, sagði Guðlaugur. Við spurðum hann einnig hvort ekki væri ástæða til að merkja betur þetta „litaða sykurvatn” t.d. efnainnihald og magn, og sagði Guðlaugur að það væri að sjálfsögðu nauðsynlegt og kæmist væntanlega i framkvæmd um leið og reglugerð um iblöndunarefni i matvæli, sem nú væri i undirbún- ingi i heilbrigðisráðuneytinu, yrði lögiest. Er þá gert ráð fyrir að öll aukaefni, sem sett eru i matvæli, t.d. rotvarnarefni, séu tilgreind á umbúðunum. Hvað snertir C- vitamininnihaldið i Tropicana, sagði Guðlaugur að það færi ekki milli mála, að það væri beint úr appelsinunum sjálfum, en ekki bætt i á eftir. ,,! raun og veru ætti ekki að leyfa að myndir af appelsinum séu á umbúðum á gervidrykkjun- um, og ég efast um að slikt yrði leyft t.d. i Bandarikjunum og V- Þýskalandi, heldur teldist slikt falla undir vörusvik, þar sem drykkirnir eru i raun og veru alls ekki úr appelsinum,” sagði Gunn- laugur ennfremur. Sparnaðarhornið bendir á, að nýir ávextir lækkuðu i verði fyrir skömmu og nú má t.d. fá tvo banana fyrir 60 krónur. Kilóið af banönum er nú á 154 kr., appelsinum 183 krónur og grænum eplum 141 krónur. Það er þvi tilvalið fyrir þá sem sjóða niður ávexti að nota nú timann á meðan þeir eru ódýrir, og ekki siður ástæða fyrir þá, sem eru með smábörn at nota sér þessa verðlækkun og búa til barna- 650 krónur til skreytinga „Nú er mér nóg boðið”, sagði kunningi minn, sem hafði labb- að inn i matvöruverslun og rek- istá svofellda auglýsingu i borði i versluninni: „Grasker — 650 krónur borðist ekki — aðeins til skreytinga.” Við nánari eftir- grennslan kom i ljós að gripur- inn, sem er kúlulaga grænmeti eða ávöxtur, er eitraður. Er ekki alltaf verið að tala um gjaldeyrisvandræði?”. bætti vinurinn við. „Hvaða vit er nú i þessu? Skreyting (reyndar fannst honum þetta forljótt!) á borð fyrir 650 krónur! Nei, mætti ég þá heldur fá mér einn islenskan blómvönd og nota þann erlenda gjaldeyri sem fer i þessi kaup heldu I eitthvað gáfulegra.” Handbrúöur úrsokk vettlingum um og Handbrúður eru vinsæl leik- föng hjá börnum, en handbrúð- ur úrgömlum sokkaplöggum og vettlingum er bæði einfalt og fljótlegt að útbúa. Má þá nota belgvettlinga, fingravettlinga og jafnvel götótta eða stoppaða ullarsokka. Ullin er mjúk og hreyfir sig eðiiiega með hönd- unum. A sokkinn eða vettlinginn má sauma t.d. augu, tennur, tungu, nef eyru, augnahár, augabrúnir, hár, hatt, húfu, hálstau, föt eða hvað sem manni dettur i hug. Oft eru handbrúð- urnar skemmtilegastar með sem minnstu ásaumuðu. Yfir- ieitt er dregið inn i sokkinn eða vettlinginn þar sem munnurinn á að vera og neðri vörin mynduð (og stjórnað ) með þumalfingri, en efri vörin með visifingri. Þannig er hægt að láta brúðuna hreyfa munninn og tala. Or fingravettlingum má einnig gera ýmiss konar dýr eða figrúrurog nota þá t.d. fingurna fyrir eyru eða lamb. Litið brúðuleikhús má gera úr pappa- kassa eða strekkja teppi i dyra- gættina, eins og sést á mynd- inni. Ef einhver skyldi ætla að búa til jólagjafir i ár, er tilvaiið að leita i gömlu sokkunum að efni i handbrúður og eyða eins og einni kvöldstund i að útbúa brúðurnar. mauk. Látið frá ykkur heyra Við viljum hvetja lesendur til þess að skrifa okkur eða hringja ef þeir hafa hug- myndir i sparnaðarhornið, geta t.d. bent á skemmtilega heimatilbúna hluti, ödýra vöru o.s.frv. og einnig ef þeir vilja kvarta undan einhverju (t.d. verðlagi, þjónustu, vöru) og komum við þvi þá á fram- færi i „gæti verið betra”.Látið heyra frá ykkur, siminn er 73586 og ef þið skrifið þá merkið bréfin „Til hnifs og skeiðar”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.