Þjóðviljinn - 30.11.1975, Side 24
DWÐVIUINN
Sunnudagur 30. nóvember 1975.
Þeir Guðmundur Sigur-
jónsson og Friðrik Ólafs-
son eru ávallí mikið í frétt-
um þegar þeir taka þátt í
skákmótum hér og þar í
heiminum. Báðir hafa þeir
enda náð stórmeistaratitli
og eru nú starfandi at-
vinnumenn í skák. Frami
þeirra hefur verið mikill,
— þess gengur enginn dul-
inn.
En hvaö skyldi atvinnu-
maður i skák gera? Hvern-
ig tekjur hefur hann og
hvernig er hægt að eyða
heilu dögunum ár eftir ár i
hugleiðingar um skák ein-
göngu? Þessar spurningar
og margar fleiri brunnu á
vörum okkar þegar Guð-
mundur Sigurjónsson var
sóttur heim í vikunni. Guð-
mundur bauð þá inn í
vinnuherbergi sitt, allt var
fullt af skákbókum og
blöðum upp um alla veggi
og á skrifborðinu stóð tafl-
ið með ,,tveimur rússum
á'' eins og Guðmundur orð-
aði það, en hann var þar
að rýna i gamla skák
tveggja þarlendra snill-
inga. Inn af herberginu er
litil stofa og viti menn —
skákbækur þar í stórum
bókahillum. og var greini-
legt að nokkur ár þurfti til
þess að komast í gegnum
þetta safn.
Botnlaus vinna
á unglingsárunum
— En hvað þarf unglingur að
gera til þess að verða góður skák-
maður?
— Hann þarf vitanlega að fá
bakterfuna ansi illkynjaða. Árin á
milli 15 og 20 ára verða að fara i
skákina að meira eða minna íeyti
og upp úr þvi getur hann farið að
vinna meira innan „skynsam-
legra takmarka”. Ég var með
skák i höfðinu dag og nótt öll min
menntaskólaár og er ekki í vafa
um að það var það, sem lagði
grunninn.
— Hefurðu komið auga á
marga efnilega unga skákmenn?
— Vissulega eru þeir margir
til. Fæstir held ég þó að gefi sér
mjög mikinn tima til þess að iðka
þetta áhugamál sitt og svo sann-
arlega get ég vel skilið það. Það
er ekki eftir miklu að sækjast
hvað snertir mikilvægi þess að
koma sér á fastan fót i lifsbarátt-
unni. Slíkt fæst ekki með yfir-
burðahæfileikum og ; eðlilega
skammta menn sér þvi takmark-
aðan tima frá dagsins önn.
Atvinnumennskan þarf
að vinnast kerfisbundið
— Nú hefur þú verið atvinnu-
maður í meira en tvö ár. Hvað
getur atvinnuskákmaður eigin-
lega gert alla daga?
— Það er endalaust hægt að
finna sér verkefni af hinu og
þessu tagi. 1 þessu starfi þarf þó
að vinna eftir ákveðnum kerfum,
skipuleggja fram i timann og út-
leggja mikla áherslu á likams-
rækt, skokka, hlaupa, synda,
boxa og gera yfir höfuð alla skap
aða hluti til þess að halda sér i
þjálfun. Þreyta i likamanum þýð-
ir sama og dauðadæmd frammi-
staða i höfðinu.maður verður allt-
af að vera vel fyrir kallaður ef vel
á að vera.
„Enginn
veröur
miljónamæringur á atvinnu-
mennsku í skák hér á landi”
segir
Guömundur
Sigurjónsson,
sem nú hefur helgað
sig skákinni í meira en 2 ár
Dagur atvinnumannsins fer nú
lika að mestu leyti i að lesa um
skák, sagði Guðmundur þegar
bókasafnið hans komst á dag-
skrá. — Þó er ég ekki með nema
örlitið brot alls þess, sem skrifað
hefur verið og gefið út um skák-
listina. En ég fæ send hingað
timarit, vikublöð og fleira frá
mörgum löndum, Rússlandi,
Ameriku og öllu þar á milli. 1
Rússlandi eru t.d. gefin út viku-
blöð um þetta efni eingöngu og
mér skilst að um skákina hafi
miklu meira verið skrifað en um
allar aðrar iþróttagreinar
samanlagt.
— Hvenær byrjaðir þú að tefla?
— Ég hef verið svona sjö eða
átta ára gamall þegar ég byrjaði.
Fyrstu mótin voru skólamót i
Garðahreppi þegar ég var að
ljúka barnaskóla og upp úr þvi fór
ég að gefa mig meira að þessu. t
Taflfélag Reykjavikur gekk ég á
gagnfræðaskólaárunum og hef
siðan verið heltekinn ef svo má
segja.
— En þú slepptir ekki námi?
— Nei, ég lauk minu námi i
mennfaskóla og siðan lögfræði-
prófi árið 1973. Þá gerðist ég um
leið atvinnumaður i skákinni eftir
nokkrar vangaveltur. Ég held að
ég hafi að lokum vitað svona
nokkurn veginn að hverju ég
gekk. Tekjunar eru aðeins þær,
sem koma inn fyrir mótin og þess
vegna neyðist maður til þess að
taka jafnvel þátt i fleirum en
æskilegt er. t fyrra var ég til
dæmis erlendis i meira en sex
mánuði ársins.
Það er svo um marga fleiri,
sem hafa farið út á þá braut að
gerast atvinnumenn. Anderson
hefur t.d. teflt geysilega mikið,
hreinlega til þess að fá peninga,
en nú virðist sem nokkuð sé úr að
rætast hjá honum. Honum var
boðin kennarastaða i skák á
Kúbu, sem e.t.v. má kalla að
hann sé „keyptur” eins og þeir
segja á fótboltamáli. Sviarnir
munu hins vegar ekki vera á þvi
að sleppa honum svo glatt og lik-
ur eru þvi til þess, að hann komist
þar að einhverju leyti á laun eða
opinberan styrk.
Atvinnumennska
hlýtur að koma hér
— Er þetta það sem koma skal
hérlendis?
— Mér finnst a.m.k. ekkert ó-
eðlilegt að reynt sé að hlúa meira
að skákinni en gert er. Þessi i-
þrótt er geysivinsæl hér á landi,
sumir tefla mikið, aðrir fylgjast
með af kappi og ég held að það sé
hægt að búa til góða skákmenn úr
þeim strákum, sem nú eru að
mótast. En það þarf vissulega að
gera fyrir þá meira en til þessa.
Það er i rauninni svo margt
sem kemur i veg fyrir það, að
ungir menn helgi sig skákinni.
Foreldrar þeirra eru oft á móti
þvi, fjárhagslegur ávinningur er
enginn og það þarf að taka skák
það föstum tökum, að nær óhjá-
kvæmilegt er að láta það að ein-
hverju leyti bitna á námi eða
vinnu, þ.e.a.s., ef menn ætla sér
að ná mjög langt.
ísland á vist að heita menning-
arþjóðfélag i dag og mér sýnist
ekki ósanngjarnt að veita styrki
til skákmanna eins og t.d. lista
manna á hinum ýmsu sviðum. Ég
hef enda þá trú, að margt muni
breytast til batnaðar i þessum
málum á næstu árum.
hluta sér hæfilegum vinnudegi.
Að honum loknum er um að gera
að slaka á, snúa sér að einhverj-
um áhugamálum, sem ekki tengj-
ast vinnunni um of. Eða þá hrein-
lega að gera ekki neitt, — um-
fram allt að vera ekki með skák-
ina á heilanum i svefni og vöku.
Sjálfur byrja ég daginn yfirleitt
uppúr klukkan niu á morgnana.
Fram eftir degi reyni ég að lesa
sem allra mest og það er i raun-
inni meginhluti starfsins. Miklu
minni timi fer i að. tefla, nánast
ekki neinn. Hins vegar skoðar
maður lika gjarnan skákir ann-
arra manna, gamlar og nýjar,
það má læra mikið af þvi.
— Hvernær lýkur vinnudegi
hjá þér?
— Ég tek mér yfirleitt góðan
matartima, klukkutima eða einn
og hálfan. Siðan er byrjað aftur
og ég er oftast að til klukkan sex á
kvöldin. Oft vinn ég þó skemur en
það bætist þá upp með einhvers-
konar starfi á kvöldin, sem er eini
timinn sem hægt er að ræða við
aðra skákmenn, hitta þá og þá
e.t.v. taka eina eða tvær skákir.
Oðru hvoru tefli ég svo fjöltefli i
skólum og annars staðar.
— Hafa islenskir skákmenn
mikið samband?
— Það er þá mest i gegnum
taflfélögin. Við Friðrik tölum þó
oft saman og reynum að vinna
saman eftir þvi sem kostur er. En
eins og ég segi, — þetta er fyrst
og fremst heimavinna, lestur og
skoðun annarra skáka.
— Hvað um heilsuræktina?
— Þaðsegir sig vitanlega sjálft
að þegar langar skákir eru tefld-
ar, e.t.v. allt upp i niu tima langar
ef biðskákin er erfið, er afar mik-
ilvægt að vera vel á sig kominn
likamlega. Allir toppskákmenn
Fischer og aðrir slikir eru lika i
geysilega góðu formi. Stundum
finnst mér að ég sé frekar að fara
i boxkeppni eða eitthvað þess
háttar þegar ég tek mér sæti fyrir
framan andstæðing; þeir eru
sumir svo stæltir.
Þiggur flest
boö um þátttöku
— Er nóg að gera fyrir þig sem
atvinnumann?
— Það væri að sjálfsögðu nóg
að gera ef maður hefði tök á þvi
að vinna eins og sannur atvinnu-
maður. Það þykir nefnilega hæfi-
legt að taka þátt i fjórum mótum
á hverju ári. Þess i milli á ein-
göngu að lesa um skák og „stúd-
era”. Það er þó með mig eins og
svo marga aðra að maður neyðist
til þess að þiggja nánast hvert
einasta þátttökuboð. Maður fær
ókeypis ferðir, húsnæði og uppi-
hald meðan á mótum stendur auk
vasapeninga og verðlauna ef vel
gengur. Þótt tekjurnar séu ekki
miklar af hverju móti sér maður
ekki annan kost en að vera alltaf
með og þannig er um marga at-
vinnumenn vestrænu rikjanna, en
þeir eru ekki nærri allir rikis-
styrktir.
Verðlaun og greiðslur eru mest
i vesturlöndunum. Þar er gjarnan
gefin þóknun fyrir hvert unnið
stig og smám saman er hægt að
nurla saman aurum þegar manni
tekst vel upp. Skákmótin i aust-
antjaldslöndunum eru aftur á
móti ekki góð tekjulind, en þau
eruoftsterk og maður lærir alltaf
á þvi að vera með. auk þess sem
vel er tekið á móti manni.
Mér finnst þó að ég hafi ekki
nóg að gera, úr þvi að ég hef tekið
Framhald á '22. siðu.