Þjóðviljinn - 11.12.1975, Síða 12

Þjóðviljinn - 11.12.1975, Síða 12
Fimmtudagur 11. desember 1975. Skorað á stjórn Hollands AMSTERDAM 10/12 — Forseti útlagastjórnar Suður-Mólukka- eyja, Jóhannes Manusama, hvatti i dag landa sina, sem halda 54 mönnum I gislingu á tveimur stöðum I Hollandi til að sleppa , glsiunum og gefa sig lögreglunni á vald. Manusama sendi út þessa áskorun I Mordrecht, skammt frá Rotterdam, og sagði að skæru- liðarnir, þrettán að tölu. hefðu þegar náð þeim tiigangi að vekja athygli á sjálf stæðisbaráttu Suður-Mólúkkaeyja. Hann sagði einnig að hollenska stjórnin gæti lagt sitt af mörkum með því að gefa skæruliðunum „lágmarks- tryggingu” fyrir þvf aö ekki væri með öllu voniaust að Suður- Mólúkkaeyjar yrðu sjálfstæðar. Skæruliðarnir halda 29 gislum I járnbrautarlest i Beilen i Hollandi norðanverðu og 25 i konsúlati Indónesiu I Amster- dam. Þeir kefjast þess meðal annars að Suharto Indónesiufor- seti hitti Manusama i Genf og ræði við hann sjálfstæðiskröfur suðurmólúkka, en Suður- Mólúkkaeyjar voru innlimaðar I Indónesiu skömmu eftir að hún varð sjálfstæð 1949. Manusama hefur tekið undir þessa kröfu skæruliðanna og sömuleiðis um 200 landar hans i Hollandi. Stjórnir bæði Hollands og Indónesiu hafa neitað að taka kröfur skæruliðanna til greina. Mikill afli hers og lögreglu, þar á meðal sérþjálfaðar sveitir sitja nú bæði um konsúlatið og lestina. Áað leggja hluta flotans? óskar Vigfússon Birgir Vaidimarsson Ólafur Björnsson Jóhann K. Sigurðsson Skiptar skoðanir Skiptar skoðanir eru um þá uppástungu formanns LÍÚ, Kristjáns Ragnarssonar, sem hann varpaði fram á aðalfundi Ltú, sem nú stendur yfir hér i Rvlk, að leggja beri allt að þriðjungi fiskiskipaflotans vegna ástands þorskstofnsins. Þjóðviljinn ræddi við þrjá fulltrúa á LÍÚ-þingi um þessa hugmynd. Jóhanji K. Sigurðsson, út- gerðarstjóri i Neskaupstað, sagði, að ljóst væri, að einhvern veginn yrði að bregðast við minnkandi afla, ef menn vildu trúa þvi, að fiskstofnarnir væru i svo mikilli hættu, sem fiski- fræðingar segðu. Sagði hann að við yrðum að skipuleggja veið- arnar með einhverjum hætti, en hvernig, sagðist hann ekki tilbú- inn að svara nú. Að lokum sagði Jóhann: ,,Ef áframhald verður á samningum við útlendinga verðum við að skammta okkur afla, nema að við ætlum að drepa meira en til er.” Birgir Valdemarsson frá tsa- Rœtt við útgerðarmenn °g sjómann um tillögu formanns LIU firði sagði: „Mér finnst það ekki raunhæft enn þá að binda fiot- ann, svo svartsýnn er ég ekki. Þótt dragi úr þorskveiðum i bili, erekki þar með sagt, að við get- um ekki leitað nýrra verkefna og dregið þannig úr sókninni i þorskstofninn.” ólafur Björnsson, Keflavik, sagði: „Mér finnst alveg sjálf- sagt, og reyndar óumflýjaniegt, að binda hluta fiotans.Við erum með ailt of mörg fiskiskip við að elta þá fáu fiska sem við eigum kost á að fá. Fiskifræðingar eru siðan 1970 margoft búnir að benda á að aukning fiskiskipaflotans muni ekki skila auknum afla. Þar gæti ég talið upp greinar eftir þá Ingvar Hallgrimsson, Sigfús Schopka og Jakob Jakobsson i Þjóðviljanum, svo og leiðara i sama blaði frá 1972. Ef stöðvaður yrði þriðji hver bátur i öllum verstöðvum, og slik stöðvun stæði i þrjú ár, þá hefði hvert fiskiskip stöðvast i eitt ár. En þetta þarf að sjálf- sögðu með einhverjum hætti að gera fjárhagslega kleift. Auk þessa þurfum við að beita þeim hluta fiskiskipaflotans, sem að veiðum væru á hverjum tima, eftir þvi sem mögulegt er, i ann- an fisk en þorsk og ýsu. Ég er löngu orðinn sann- færður um, að framtið fiskveiða hér við land byggist á þvi, að okkur takist að vernda árgang- inn frá 1973 þar til honum hefur lukkast klak a.m.k. einu sinni.” Þá hafði blaðið samband við óskar Vigfússon, form. Sjó- mannafélags Hafnarfjarðar og spurði hann álits á þeirri skoðun að binda þyrfti bátana. Óskar sagði: „Ef sjóðakerf- inu yrði breytt, sem ég er nú ekki of bjartsýnn á, hættu út gerðarmenn að geta gert út á sjóðina, og þá mundi sjálfkrafa faila úr sá hluti flotans, sem rekinn er af mönnum, sem ættu að stunda aðra atvinnu en út- gérð, og þá þyrfti ekki að binda neinn þann bát, sem gerður er út af fyrirhyggju. Þrátt fyrir það, að ekki næðust fram breytingar á sjóða- kerfinu teldi ég mjög óæskilegt, að hluti fiskiskipaflotans yrði bundinn.Ég tel það litinn ávinn- ing fyrir sjómenn ef hluti flotans yrði stöðvaður, og láta þá, sem gert geta út njóta góðs af þvi, sem fer i sjóðina, án þess sjó- menn fái þar nokkurn hlut af, sem þeim þó ber.” —úþ „Getur nokkuð gott komið frá Nasaret?” Kommúnisti borgar stjóri í borg Krists NASARET 10/12. — Kommúnisti var í dag kosinn borgarstjóri i Nasaret i Israel, borg þeirri er af kristnum mönnum er talin ætt- borg Krists. Hinn nýi borgarstjóri er arabi, Tofik Sajjed að nafni og á sæti á þingi israels. Hann fékk 65% atkvæða i kosningunum. í kosningabaráttunni lofaði hann að stjórnmálaflokkur hans, Lýð- ræðisfylkingin, myndi binda endi á opinbera spillingu i borginni, ef hann kæmist til valda, og greiða einungis laun þeim opinberum starfsmönnum, sem eitthvað ynnu. Úrslit kosninganna I Nasaret sem er stærsta arabiska bæjar- félagið i Israel, komu israelskum yfirvöldum ónotalega á óvart og óttast þau að úrslitin kunni að hafa viðtæk pólitisk áhrif íbúar i Nasaret eru um 40.000. Fyrir kosningarnar höfðu israelskir ráðherrar i hótunum um að stöðva éfnahagslega hjálp frá þvi opinbera til Nasaret ef Lýðræðis- fylkingin ynni kosningarnar, en Sajjed benti fyrir sitt leyti á að þessháttar væri ólöglegt. Lýðræðisbandalaginu er i Reuter- frétt lýst sem samtökum kommúnista, menntamanna og kaupsýslumanna 1 kosningabaráttunni lagði Sajjed áherslu á að Nasaret heföi verið sett hjá um framlög til fræðslu-og félagsmála, miðað við sveitarfélög i nágrenninu, þar sem gyðingar búa. ísraelsk yfir völd hafa illan bifur á Sajjed vegna þess að margir stuðnings- manna hafa látið i ljós samúð með PLO, baráttusamtökum palestinumanna, og vegna þess að hann sjálfur er sagður vin- samlegur Sovétrikjunum, sem hann hefur heimsótt nokkrum sinnum. Þá orti Sajjed á sinum tima kvæði til lofs egypska hern- um eftir að honum tókst að kom- ast yfir Súesskurð i október- striðinu 1973. BHM samningar samþykktir með 21 atkvœði gegn 16! Hnefahögg í andlit annars launafólks — segir einn launamálaráðsmanna, Franz Gíslason, um samningana „Ég greiddi atkvæði á móti samþykkt þessa samnings af þvi að ég tel hana ver hnefa- högg i andlit annarra launþega, scm eiga eftir að gera sina kjara- samninga með þvi að þessir samningar hljóta að einhverju leyti að vera stefnumótandi viö væntanlega samningagerð. Þetta er mjög lélegur samningur.” Þannig fórust einum þeirra manna, sem sæti áttu i launa- málaráði Bandalags háskóla- manna, Franz Glslasyni.orð um nýgerða samninga BHM við fjár- málaráðuneytið. Á fundi sem boðað var til i nokkurri skyndingu innan launa- málaráðs um samningana voru þeir samþykktir með 21 atkvæði en 16 greiddu atkvæði gegn þeim. Voru þar á meðal fulltrúar kennarafélaga, fulltrúi náttúru- fræðinga fulltrúi lyfjafræðinga og fulltrúi Fél. isl. fræða. Aðalsamningur sá, sem nú hefur verið gerður er til tveggja ára. Samkvæmt honum eiga félagsmenn i BHM að fá 3% launahækkun þann 1. júii 1976, 5% hækkun 1. des ’76 5% hækkun 1. febrúar 1977 og siðan 4% hækkun 1. júli 1977. Eftir er að gera sérsamninga, sem ljúka skal fyrir 1. júli 1976. Búist er við miklu launaflokka- skriöi, þeas., að menn færist verulega til á milli launaflokka til hækkunar þegar kemur að sér- samningagerðinni, vegna hinna lélegu samninga. —úþ. Carlos Arias. Spœnskir vinstri- menn herða baráttuna MADRIP 10/12—Vinstriöflin á Spáni stóðu fyrir verkföllum i dag til að fylgja eftir kröfum sinum um umbætur I lýðræðisátt. Byggingaverkamenn I Madrid voru fyrstir til að leggja niður vinnu og búist er við að félagar þeirra I Baskalandi og Barcelona muni gera sllkt hið sama á morgun. Allmargir iðnverka- menn I Madrid lögðu einnig niður vinnu I dag og stúdentar mættu ekki i timum. Viða komu fram áskoranir um að herða á kröfun- um á hendur Juan Carlos konungi um að koma á lýðræði. Að verkföllunum standa hópar, sem eru i tengslum við Junta Democratica, flokkasamsteypu sem Kommúnistaflokkur Spánar á aðild að. Lögreglan handtók nokkra unga vinstrimenn, sem stóðu verkfallsvörð hjá ýmsum vinnustöðum. Carlos Arias, for- sætisráðherra, heldur áfram tilraunum til að mynda nýja rikisstjórn. Reynt að umkringja Fretelin DJAKARTA 10/12 — Lið Fretelin hefur hörfað undan til fjallanna i grennd við Diii, höfuðborg Aust- ur-Timor, samkvæmt fréttum frá Djakarta, höfuðborg Indónesiu. Indónesiskar hersveitir, sem gert hafa innrás i Austur-Timor og tekið Dili, reyna nú að umkringja Fretelin-menn með aðstoð liðs frá tveimur öðrum stjórnmálahreyf- ingum þarlendum, sem vilja sameiningu eyjarhelmingsins við Indónesiu. I Darwin i Ástraliu heyrðist i útvarpsstöð Fretelin o^ var þar sagt að hreyíingin hefði enn tvo þriðju hluta Austur-Timor á slnu valdi, en flugher og herskip Indó- nesiu gerðu stöðugar árásir á stöðvar hennar. BLAÐ- BURÐUR Þjóöviljinn óskar eftir blaöberum i eftirtalin hverfi Fossvog Laufásveg Skúlagötu Höfðahverfi Raplaskjól Tómasarhaga Kvisthaga Vinsamlega hafið sam- band viö afgreiðsluna sími 17500.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.