Þjóðviljinn - 18.12.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Allt að tíu ára fangelsis-
vist vegna fíkniefnasmygls
Skv. nýrri hegningarlagagrein.
Unnið að rannsókn Sitrónsmyglsins
Niðurstöður Ur efnagreiningu á
svörtu plötunni torkennilegu, sem
var á meðal þess sem fannst i
Sitrónbifreiðinni sem skipað var
hór á landi fyrir skömmu, liggja
enn ekki fyrir. Sagði Asgeir Frið-
jónsson, hjá flniefnadómstólnum,
að ekkert nýtt væri að frétta af
rannsókn málsins, unnið væri að
þvi að samræma framburð vitna.
Asgeir sagði aðspurður að tvö
mál væru einkum i gangi fyrir
dómstólnum nú. Væri það annars
vegar þetta siöasta og svo hitt,
þegar 2 kg. af hassi fundust á
Keflavikurflugvelli fyrir nokkru.
Asgeir sagði að tvenns konar
lög væru i gildi varðandi meðferð
finiefnamála. Væru það annars
vegar minni háttar brot og hins
vegar meiriháttar brot, sem
dæmt væri þá eftir skv. nýrri
grein i hegningarlögunum. Gerir
hún ráð fyrir allt að 10 ára fang-
elsisvist, auksektargreiðslu. Enn
hefur ekki verið dæmt eftir þeirri
reglugerð hér á landi, en sama
kerfi við meðferð fikniefnamála
er á hinum Norðurlöndunum.
Minniháttar brot fá meðferð,
sem venjulega byggist upp á
sektargreiðslum og allt að
tveggja ára fangelsi, og hefur
verið dæmt þannig i flestum eða
öllum fikniefnamálum hérlendis
til þessa. Nú á hins vegar að
herða tökin verulega’
, —gsp
Vinnufatabúðin
Laugavegi 76 Hverfisgötu 26
sími 15425 sími 28550
Sigrún skreytir sýningarsalinn með m.a. sænskum kirkjubekk og
sáluhliði, sem hér sést. Þarna sýnir hún eingöngu „ósvikna batik en
ekki neitt gervidót”.
Sigrún Jónsdóttir opnar sýningu
í nýjum sal að Kirkjustrœti 10
„Stofan var
í eina tíð
hin fínasta
stássstofa”
Sigrún Jónsdóttir, sem getið
hefur sér mikla frægð fyrir
batiklistaverk sin hefur nú opn-
að sýningu á nokkrum verka
sinna I Kirkjustræti 10, þar sem
hún á neðri hæðinni rekur versl-
unina Kirkjumunir.
Sigrún kallar sýningarað-
stöðu sina einfaldl. „Stofuna”
og ekki að ástæðulausu. Var
þarna i eina tið einhver ann-
álaðasta stássstofa borgarinn-
ar, þótt ekki væri hún stór.
t framtiðinni hyggst Sigrún
hafa Stofuna opna öðrum þeim
listamönnum, sem áhuga hafa á
aírsýna þarna verk sln og reikn-
ar hún ekki með að taka leigu
fyrir húsnæðið, sem hefur sömu
inngöngudyr og Kirkjumunir.
Sýning Sigrúnar hefur að
geyma margt fleira en batik-
myndir hennar eingöngu. Hún
hefur fengið senda muni frá
Norðurlöndunum, þar sem hún
hefur dvalist lengi og kennir
ýmissa grasa á þessari opn-
unarsýningu I „Stofunni”. Opið
verður a.m.k. á verslunartima
og jafnvel á kvöldin einnig.
Yegna ofbeldis
NATO-þióðar
okkar
garð
krefjumst við stjórnmálaslita
tafarlaust — segir í kröfugerðinni
sem ráðherra fékk frá ungpólitísk-
um samtökum
Eins og komið hefur
fram i fréttum afhentu
fulltrúar nokkurra stjórn-
málasamtaka forsætisráð-
herra kröfugerð i land-
helgismálinu/ þar sem far-
ið var fram á róttækar að-
gerðir vegna útfærslunnar
i 200 mílur og þorskastríðs-
ins í framhaldi af því.
Kröfugerðin er
svohljóðandi:
Undirrituð féiagasamtök hafa
komið sér saman um að beina
eftirfarandi kröfum til rikis-
stjórnarinnar vegna landhelgis-
málsins:
Gegn rányrkju
á Islandsmiðum.
A siðustu árum hefur um allan
heim orðið vart minnkandi fisk-
afla, þrátt fyrir aukinn fiski-
skipaflota og aukna sókn. Með
nútima veiðitækni og ofveiði á
borð við þá, sem tiðkast hefur, er
viðhaldi fiskistofnanna ógnað, og
skapar það hættu á algeru hruni
margra þeirra, eins og sifjölgandi
áþreifanleg dæmin sanna.
Þessar staðreyndir hafa aukið
mjög meðvitund almennings um
nauðsyn þess, að vernda fiski-
stofnana og skipuleggja nýtingu
þeirra, og nýtilkomnar skýrslur
um ástand fiskistofna á tslands-
miðum, sem eru sannkallað
hættumerki, hafa enn itrekað þá
nauðsyn.
Það er ljóst, að útfærsla
islensku landhelginnar i 200 mil-
ur, ein sér, tryggir ekki verndun
fiskistofnanna umhverfis landið
og skipulega nýtingu þeirra. Þvi
krefjumst við þess, að islensk
stjórnvöld fyigi nú útfærslunni
cftir með frekari aðgerðum, svo
sem friðun ókynþroska fisks,
heildarstjórnun á veiðum ein-
stakra stofna við landið, og hertu
eftirliti með þvi að settar regur
verði haldnar.
Ofveiði er ekki aðeins ógnun við
eina mestu eggjahvituuppsprettu
norðurhvelsins I sveltandi heimi,
heldur ógnar hún einnig afkomu-
möguleikum þess fólks, sem legg-
ur stund á þessa atvinnugrein.
Þvi er ljóst, eins og verkalýðs-
samtökin hafa réttilega bent á, að
verði ekki gripið til róttækra að-
gerða nú þegar, má búast við að
áframhaldandi ofveiði og afla-
hrun leiði til stórfellds atvinnu-
leysis og versnandi hags almenn-
ings.
Tafarlaus stjórnmálaslit
við Stóra-Bretland.
Þegar eftir útfærslu íslensku
landhelginnar i 200 milur hófu
breskir togarar veiðar innan
hennar, og fljótlega komu
dráttarbátar og seinna herskip,
þeim til aðstoðar við lögbrot
þeirra og rányrkju. •
Breskar fréttastofnanir hafa
stöðugt haldið uppi fölsunum um
starfsemi islensku landhelgis-
gæslunnar og er allt þetta
framferði grófleg árás á sjálf-
ráðarétt islensku þjóðarinnar og
framtiðarlifsafkomu.
Fyrst tók þó steininn úr, þegar
dráttarbátarnir sigldu á islenskt
varðskip innan 4. milna
viðurkenndrar lögsögu íslands.
Hér er um að ræða tvimælalausa
árás á landið, og svo alvarlegt
mál, að stjórnmálasamskipti við
rikisstjórn Bretlands eru óverj-
andi með öllu.
1 ljósi þess, að mótmæli, sem
borin hafa verið fram gegn
framferði Breta, hafa alls engan
árangur borið, og að yfirgangur
þeirra og litilsvirðing gagnvart
lögmætum aðgerðum tslendinga
fer vaxandi, krefjumst við þess,
að islensk stjórnvöid siiti nú
þegar stjórnmálasambandi viö
Breta, og kalli sendiherra sinn i
Lundúnum heim.
Endurskoöun á
aðild islands að
Atlantshafsbandalaginu.
Lögð hefur verið á það áhersla,
af núverandi stjórnarflokkum, aö
Atlantshafsbandalagið væri
varnarbandalag, sem tryggði
hverju aðildarriki fyrir sig varn-
ir, ef á það yrði ráðist. Gegn þess-
um fullyrðingum stangast siðustu
atburðir á Islandsmiðum, sem
sýna annað. Sérstaklega er alvar-
leg aðförin að islensku varðskipi
innan 4 milna viðurkenndrar lög-
sögu Islands, sem jafngildir árás
á landið.
Við krefjumst þess, að islensk
stjórnvöld beiti sér tafariaust
fyrir endurskoðun á aðild islands
að Atiantshafsbandalaginu, m.a.
i Ijósi ofbeldis annarrar banda-
lagsþjóðar i garð okkar.
Auk framanritaðs, hvetja
undirrituð félagasamtök
stjórnvöld til þess að
greiða nú þegar fyrir bein-
um f réttaf lutningi af
miðunum.
Félag ungra framsóknarmanna
RVK:
Félag ungra jafnaðarmanna
RVK:
Reykjavikurdeiid EIK (m.l.):
Reykjavikurdeild KSML:
Æskulýðsnefnd ABR:
Æskulýðsnefnd SFV:
íslenskar amerískar
kuldaúlpur
SÍ!? W ^
ÍS'í?'*' í.'
V ■»''?' ■<