Þjóðviljinn - 06.01.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.01.1976, Blaðsíða 8
Nýtt „Elmarsmár í uppsiglingu í körfuboltanum „Ég tel mig vera með allt á hreinu” segir Símon Ólafsson, sem ÍR-ingar hafa nú kært sem ólöglegan leikmann meö Ármenningum hreinan skjöld. Ég hef jú leikift með 1. flokksliði háskólaliðs i Bandarikjunum, sem er i bandariska körfuboltasam- bandinu, en ekki tekið þátt i neinum mótsleik, lieldur aöeins æfingaleikjum. Kkki hef ég heldur komið nálægt aftalliðinu, slikt fær enginn nemi á fyrsta ári. — Ég hef enda ekki ennþá sótt um keppnisleyfi i USA. Ég fékk öll plöggin rétt fyrir jól og er með þau með mér hér heima á islandi óútfyllt. Ekkert skriflegt er þvi komið cnnþá um körfu- boltaiðkunina úti og á meðan á ég að vera i fullum rétti hér heima. Þess má geta að ÍR-ingar, sem leggja nú fram kæru, hafa oftsinnis sött Þorstein Hallgrimsson frá Danmörku heim I lciki og varð hann m.a. eitt árið bæði islandsmeistari með ÍR og Danmerkurmeistari með liði sinu þar, SISU. KR-ing- ar sóttu gjarnan Hjört Hansson frá Sviþjóð i sina leiki forðum og hefur hvorttveggja verið liðið á- tölulaust til þessa. En vissulega cr mikið i húfi fyrir ÍR; aðstaða Armenninga er geysisterk eftir þennan sigur nema hann verði dæmdur af þeim. Kærur eru orðið daglegt brauð og öllu er fórnað fyrir stigin nú til dags. —gsp Nýtt „Elmarsmál” hefur nú litið dagsins ljós i islensku iþróttalifi og allt bendir til þess að þar verði sist minni hiti i kol- unurn heldur en forðum, þegar Elmar var dæmdur ólöglegur leikmaður með knattspyrnuliði Fram á sinum tima. Að þessu sinni eru það körfu- boltamennirnir sem deila. Að loknum hörkuspennandi leik 1R og Ármanns i 1. deildinni um helgina, sem lauk með eins stigs sigri þeirra siðarnefndu, á- kváðu tR-ingar að kæra leikinn. Forsendur eru þær, að Simon Ólafsson, lykilmaður Ármanns i þessum leik, hefur dvalist i Bandarikjunum við nám i vetur og leikið þar með einu af há- skólaliðunum þar ytra. Segja tR-ingar hann þvi ólöglegan með Ármanni. Kæran var lögð fram i gær, og vinni 1R málið er þessi leikur um leið dæmdur Armenningum tapaður. .Mikið er i húfi. Ármann er eitt liða með fullt hús stiga og 1R i næst- efsta sæti með tveimur stigum minna. — Jú, það er rétt, ég er með kærubréfið i vasanum núna og sendi það frá mér til UMSK í dag, sagði Sigurður Gislason formaður ÍR þegar við hringd- um i hann i gær. — Við erum staftráftnir i þvi að kæra Ár- menninga og þvkjumst hafa skýrt fordæmi fyrir því hvernig á málinu verður tekið. Þetta er mjög hliðstætt Elmarsmálinu og verður trúlega farið með það á svipaðan hátt nema hvaft leik- urinn ætti að dæmast Ármenn- ingum tapaftur. Vift samþykktum þetta strax að leiknum loknum og fyrirlifti okkar, Kristinn Jörundsson, gerði raunar skriflegar athuga- scmdir strax þegar hann skrif- aöi undir leikskýrsluna. — Ég hcyrði þessa kæruhótun fyrir leikinn, sagfti Simon Ólafs- son i samtali vift Þjv. Ég þykist hins vegar vera með algjörlega Simon var tolleraður eftir leikinn gegn ÍR, enda átti hann afbragðsleik. IR-ingar misnotuöu tvö vítaköst á síðustu sekúndunum Þorsteinn Hailgrimsson skorar körfu fyrir ÍR. Hann hefur oftsinnis komið frá Danmörku i einstaka leiki með ÍR og varð eitt árið lands- meistari bæði hér heima og f Danmörku. Nú kæra ÍR-ingar Simon fyrir þaft sama. Mynd: G. Jóh. og Ármann meö Símon Ólafsson í lykilhlutverki en Jimmy Rogers á varamannabekk sigraði í æsispennandi uppgjöri toþpliöanna Armann sigraði ÍR í æsi- spennandi leik í 1. deildinni i körfu um helgina. úrslit- in réðust ekki fyrr en á síð- ustu sekúndum leiksins, þegar Kolbeinn Kristins- son misnotaði tvö vítaköst. Þar fór sigurinn til Ar- manns, en hann var naum- ur, aðeins eitt stig 90—89. Voru Armenningar þar sannarlega heppnir þvi það er ekki á hverjum degi sem Kolbeinn misnotar bæði skotin í víti. Armenningar léku þennan leik án Jimmy Rogers, en hann sat á bekknum og hvatti lið sitt ákaft. Munar þó mikið um að missa Rogers I leikbann i svona mikil- vægum leik. t hans stað lék Simon Ólafsson, sem dvelst við nám i USA, og stóð hann sig mjög vel, skoraði 33 stig og var traustur i vörn og sókn. Jón Sigurðsson fékk á sig fjórar villur I fyrri hálfleik, þannig að ekki var útlitið gott fyr- ir Armenninga, sem léku eftir það með fyrirliða sinn á tæpasta vaði. En Jón lét það ekki á sig fá, sýndi stórleik i seinni hálfleik og var ó- stöðvandi og fékk ekki á sig fleiri villur. Kolbeinn og Kristinn Jör- undsson voru ekki upp á sitt besta i þessum leik, enda var Kristinn með brákað rif og háði það honum nokkuð. tR-ingar hafa nú endurheimt nokkra leikmenn sem ekki hafa verið með upp á siðkastið og eru það þeir Birgir Jakobsson, Agnar Friðriksson og Þorsteinn Hallgrimsson. Stóð hann sig vel i leiknum og er mjög góður i vörn, þjappar hann henni mikið saman og var hún mikið þéttari en i leiknum gegn Val, þar sem hún var eins og gatasigti. Leikurinn var allan timann jafn, en þó voru Ármenningar sex stigum yfir i hálfleik, 45—39. Ar- menningar juku forskotið aðeins, en ÍR-ingar minnkuðu aftur mun- inn, en tókst þó ekki að sigra eins og áður sagði. Ármann sem hefur undanfarin ár verið að reyna að hasla sér völl meðal efstu liðanna i deildinni eru nú orðnir að stórveldi og ætla sér sennilega að vera þar i framtið- inni. Stigin fyrir Armann skoruðu: Simon Ólafsson 33, Jón Sigurðs- son 16, Birgir örn Birgis 15, Jón Björgvinsson 14, Guðsteinn Ingi- marsson 6, Björn Magnússon 4, Guðmundur Sigurðsson 2. Stigin fyrir tR skoruðu: Krist- inn Jör. 29, Jón Jör. 21, Kolbeinn Kristinsson 12, Birgir Jakobsson 10, borsteinn Hallgrimsson 6, Agnar Friðriksson 5, Þorsteinn Guðnason 4 og Erlendur Markús- son 2. G.Jóh. Staðan í körfubolta Staftan i 1. deild körfubolt- Stigahæstir: ans eftir leikina um helgina: Kristinn Jörundsson 1R 152 Jim my Rogers A 135 Ármann 5 5 0 496:415 10 CurtisCarter KR 129 IR 6 4 2 524:471 8 Kolbeinn Kristinsson ÍR 106 KR 4 3 1 373:302 6 Jón Sigurftsson Á 105 ÍS 5 3 2 403:405 6 Bjarni Gunnar ÍS 100 UMFN 5 2 3 405:404 4 Jdn Jörundsson ÍR 99 Fram 4 1 3 295:305 2 Stefán Bjarkason UMFN 97 Valur 5 1 4 308:466 2 Kristján Agústsson Snæfell 92 Snæfell 4 0 4 257:388 0 Itikharftur Hrafnkelsson Val86 Þórður og Ríkharður sigruðu framarana! Valur bar sigur úr býtum i leik sinum við Fram i 1. deildinni i körfu á laugardaginn. Áttu marg- ir von á jöfnum leik en svo varð ekki. Valsarar tóku leikinn strax i sinar hendur og sigruðu örugg- legá 75—59. Munaði þar mest um Þóri Magnússon og Rikharð Hrafnkelsson en þeir voru pottur- inn og pannan i öllu hjá Val, ekki sist i að skora körfur, sem þeir gerðu alls staðar af vellinum. Þorirskoraði 27 stig, en Rikharð- ur 20, þannig að aðrir leikmenn skoruðu aðeins 28 stig samtals. Framarar stóðu sig vægast sagt mjög illa, en að visu má afsaka það, þar sem vantaði þrjá góða menn i liðið. Fyrir utan það, gekk allt á afturfótunum hjá þeim, það var sama hvað þeir ætluðu að gera, það gekk ekkert upp. Ég held varla að lélegri leikur hafi sést i tslandsmótinu i vetur. Þorvaldur Geirsson var bestur i liði Fram jafnframt þvi að vera stigahæstur með 21 stig, Hörður Agústsson skoraði 13 stig, aðrir aðeins minna. G.Jóh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.