Þjóðviljinn - 08.01.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.01.1976, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 af erlendum vettvangi Ósigur verkamanna- flokksins í Astralíu 1 New Statesman 19. desem- ber 1975 birtist grein eftir Alan Ashbolt um ósigur Verka- mannaflokksins i þingkosning- unum i Astraliu 13. desember s.l. Greinin fer hér á eftir, i mjög lauslegri þýðingu, tals- vert stytt. Ósigur Verkamannaflokksins i kosningunum til sambands- þings Ástraliu kom fáum á óvart. Þótt fólk væri sem steini lostið á fyrsta áfanga kosninga- baráttunnar, sótti fljótlega og ó- hugnanlega i sama far sem 1966 Annars vegar var feikilegt kapp og eldmóður flokksmanna og eindreginna stuðningsmanna Verkamannaflokksins, sem þúsundum saman flykkjast á kosningafundi og létu i ljós vandlætingu sina með klappi og uppörvunarköllum, — 1966 vegna ihlutunar Ástraliu i strið- inu i Vietnam, en 1975 vegna storkunar landsstjórans við for- ræði sambandsþingsins. Hins vegar ólu fjölmiðlar á gremju og ótta millistéttarfólks i út- hverfum borganna, 1966 við sókn kommúnista i Asiu suður á bóginn, 1975 við slæleg tök á efnahagsmálum, einkum átu- meini dýrtiðarinnar. Og i landi, þarsem öllum er skylt að kjósa, skyldi ekki vanmeta kjörstyrk, pólitiskan barnaskap og pen- ingalegan sjálfbirgingsskap út- hverfabúa með eiginkonu, hálft þriðja barn og flottan bil, slig- aðra af veðskuldum og öðrum siærum skuldum, sem eru til- kall þeirra til að teljast til bjargálna manna. Verkamannaflokkurinn bar ekkert úr býtum með þvi að harpa sifellt á greiðasemi rikis- stjórnar sinnar við snauða, sjúka, öreiga og olnbogabörn eða jafnvel skólafólk eða hús- mæður, sem vinna úti. Beindust ekki einmitt að þessu fólki dylgjur Malcolm Frazer um „amióða”, þegar hann vék að misnotkun____styrkjagreiðslna? Voru þessar hugmyndir um al- mannaheill ekki einhvern veg- Whitlam inn i ætt við bannsettan sósial- ismann. „Hvers vegna hverfið þiðekki aftur til Peking?” hróp- aði Frazer að þeim, sem gripu fram i fyrir honum á kosninga- fundum, vantrúaðir á heilindin og raunhæfnina að baki boð- skapar hans um félagslegan Darwinisma og sjálfsbjargar- viðleitni. Mikið kann ekki þykja til þessa andsvars hans koma, en áhrif i einni mynd eða ann- arri fara ekki á milli mála. Umbætur Verkamannaflokks- ins, smáar i sniðum og skornar i þröngan stakk, voru útmálaðar sem skref út i niðamyrkur al- ræðisins. Frazer á án efa sigur sinn að þakka áróðurshrið, magnaðri upp af eigendum stórblaðanna, sem ráða lika helstu útvarps- og sjónvarpsstöðvum. i einkaeigu. Þörf var ekki á pólitisku frum- kvæði eða forystu eða jafnvel stefnumörkun af hálfu þessa setta forsætisráðherra. Það, sem honum þóknaðist að kalla stefnuyfirlýsingar, var umlukt hulu undanbragða, málaleng- inga og mótsagna. Ljóst er, að honum er umhugað um athafna- menn, bændur og aukna fjár- festingu stórfyrirtækja, niður- skurð útgjalda rikisins, eflingu tengsla við gömul vinalönd, (en ekki nýknýttra tengsla við lönd þriðja heimsins), vinnusemi og löghlýðni. En hann hélt sig inn- an þessa óskýrt afmarkaða sviðs. Hann setur meira að segja ekki fyrir sig að vikja sér undan beinum spurningum blaðamanna, enda fullviss þess, að vinabönd við stjórnarmenn blaðanna vernduðu hann gegn afflutningi. Stórblöðin veittust að Verka- mannafiokknum af illkvittnis- legri áfergju ekki aðeins i rit- stjórnargreinum heldur lika að öðrum hætti: Með þvi að flytja fáar og stopular fréttir af kosn- ingabaráttu Verkamanna- flokksins og verja til þeirra litlu rúmi og með hlutdrægnislegri uppsetningu fyrirsagna og dag- legra blaðsöluauglýsinga og um- fram allt með þvi að haga svo orðum og áherslu, að á milli lina yrði lesið, að ihaldssömu sam- steypuflokkarnir bæru aðeins þjóðarhag fyrir brjósti. Þessar- ar hlutdrægni gætti þó siður i beinum frásögnum heldur en i baksviðsefni og túlkun frétta. Slikur raddblær var þyrnir i augum blaðamönnum og öðrum þeim, sem að þessum hlutum vinna. Við blað Rupert Murdoch, Australian, kom til eins dags verkfalls, — hins fyrsta sem orðið hefur vegna á- greinings um siðeæði blaðs. Þótt rikisstjórn Verkamanna- flokksins setti upp fremur ó- burðuga stjórnardeild fjölm., voru það meginmistök hennar að láta undir höfuð leggjast að færa út fámennisstjórnir fjöl- miðla og að veita fleirum eigna- aðild að þeim. Satt að segja hef- ur engin breyting orðið á efna- hagslegum grundvelli ástralsks þjóðfélags á stjórnartið Whit- lams. Þess ber þó að gæta að hlutur rikisstjórnar hans sýnd- ist meiri, ef fram hefðu náð að ganga stjórnarfrumvörpin 21, sem öldungadeildin settist á. 1 viðleitni til að skapa gott og á- byrgðarfullt mannlif i frjáls- lyndu kapitalisku þjóðfélagi reyndi rikisstjórn hans að hefja til vegs nýtt félagslegt mat. En rikisstjórn Verkamannaflokks- ins reiknaði ekki með nýrri heimskreppu, sem svifta mundi hulu af óhæfni frjálslegs kapi- talisma til að takast á hendur skipulega og skynsamlega nýt- ingu mannafla og náttúrulegra auðæfa. Að lokum varð henni að fótakefli sá ásetningur ráðandi stéttar, — heiti, sem á ný er orð- ið stjórnmálamönnum tamt, eftir að hafa legið i láginni árum saman, — að koma fulltrúum sinum aftur á valdastólana i Canberra. Þær grunsemdir láta lika á sér bæra. að stofnanir i Banda- rikjunum eða aðilar, sem hags- muna eiga að gæta, kunni að vera ekki alsaklausar af falli rikisstjórnar Verkamanna- flokksins. Bandarisk stjórnvöld hafa ávallt litið hornauga vinstri arm verkalýðshreyfing- Fraser arinnar. að nokkru sakir and- stöðu við innflutning fjármagns og áhrif fjölþjóðlegra risafvrir- tækja og að nokkru sakir and- stöðu hans við heimsvaldastefn- una á alþjóðlegum vettvangí. einkum þó bandariskar her- stöðvar i Ástraliu. Lánahney kslin svonefndu. (sem ekki snefill af misferlí loð- ir við,) voru vandlega sett á svið til að bregða fæti fyrir Caírns. málsvara vinstri armsins á sambandsþinginu. Traustir stuðningsmenn Verkamannaflokksins láta ekki bilbug á sér finna, þótt flokkur- inn tapaði jafn mörgum þing sætum sem raun bar vitni. Hvað sem þvi tapi liður, hlaut flokk urinn 43% greiddra atkvæða. en samsteypa stjórnarflokkanna um 52%. Að sjálfsögðu eru þessi 43% greiddra atkvæða flokkn um breiður grundvöllur. Til samanburðar má taka fram. að 1966 hlaut flokkurinn nær þessa sömu tölu greiddra atkvæða Kosningaskipan, sem leyfir tið ar breytingar á markalinum kjördæma og yfirfæranleg at kvæði. veldur þvi, að þessi 43% greiddra atkvæða veita flokkn um aðeins 25% þingsæta i neðri deildinni. Litil von er til, meðan svo er um hnútana búið. að Verkamannaflokkurinn hljóti meirihluta á sambandsþinginu nema við óvenjulegar aðstæður og tii skammrar og áveðurs samrar setu. —II.J Þjóðartekjur á íbúa Bandaríkin hafa misst forystu meðal iðnríkja Bilið milli ríkra þjóða og snauðra breikkar stöðugt Allt frá þvi byrjað var að reikna út þjóðartekjur rikja og deila þeim niður á ibúana hafa Banda- rikin verið efst á lista og oft lang- efst. Fjórföldun oliuverðs fyrir tveimur árum breytti þó þessari mynd og fyrir hennar tilstilli skutust strjálbýl oliuriki langt fram úr iðnaðarrikjunum. En árið 1974 markaði þau tima- mót i þessum útreikningum að þá misstu Bandarikin forystusæti sitt meðal iðnrikjanna. Það ár tyllti Sviþjóð sér á toppinn með 6.720 dollara þjóðartekjur á ibúa. Næst kom Sviss með 6.650 dollara en Bandarikin urðu að vikja i þriðja sæti með 6.640 dollara. Eins og sjá má er munurinn þó ekki mikill á þessum þremur þjóðum. Af iðnrikjunum komu Kanada, Vestur-Þýskaland og Danmörk næst á listanum. Þessi tekjuhæstu iðnriki voru þó aðeins hálfdrættingar á við Sameinuðu arabisku fursta- dæmin. Þjóðartekjur á hvern ibúa þeirra námu 13.500 dollurum árið 1974 en næst kom Kuwait með 11.640 dollara. Þessar tölur er að finna i árbók Alþjóðabankans fyrir árið 1974. Þar segir ennfremur um auð oliu- rikjanna að ef tekið er mið af gengisbreytingu og verðhækkun- um á oliu árið 1974 hækki tölurnar fyrir oliurikin til muna. Þá verði þjóðartekjur SAF 22.060 dollarar á ibúa og 20.700 dollarar á hvern ibúa Kuwait. Á blaðamannafundi sem Hellis Chenery forseti Alþjóðabankans efndi til vegna útkomu árbókar- innarsagði hann að það sem lesa mætti úr tölum bókarinnar væri það helst að bilið milli rikra þjóða og snauðra færi enn breikkandi. Og hann bætti þvi við að versnandi hagur oliusnauðra þróunarrikja „stafar ekki af verðhækkunum á oliu þótt auðvitað hefðu þær haft sitt að segja.” Chenery vitnaði til bókarinnar máli sinu til stuðnings þar sem segir að brúttóþjóðarframleiðsla 34 fátækustu rikja heims hafi að- eins aukist um 0.08% að meðaltali á ári timabilið 1968-74. — Ég vil ekki á neinn hátt draga úr af- leiðingum oliuverðhækkana, sagði Chenery, en þær voru ekki upphafið á þessari stöðnun. Þær voru bara ein plágan til viðbótar. Þetta álit Chenerys er i algerri andstöðu við fullyrðingar banda- riskra ráðamanna um að „snögg- ar og vanhugsaðar” verðhækkanir sem OPEC-rikin knúðu i gegn hafi valdið þeirri efnahagskreppu, sem heimurinn á nú við að striða. 1 árbókinni er að finna tölur sem sýna ljóslega hve gifurlegur munur er á kjörum ibúa þróaðra og vanþróaðra ríkja. Arið 1974 voru meðaltekjur á hvern ibúa iðnrikjanna um það bil 4.550 dollarar og höfðu aukist um 3% á ari timabilið 1970-1974. Á þessum sama tima varð bein töluleg afturför i mörgum rikja Asiu og Afriku og þar hjarði meir en miljarður járðarbúa á llfidollara þjóðartekjum á ibúa. —ÞH (heimild IHT) Samkvæmt upplýsingum Alþjóðabankans rikir stöðnun eða bcin aftur- för i efnahagsþróun fjölmargra þróunarrikja. Ef svo lieldui áfram verður götumynd sem þessi frá Indlandi algengari og um leið vunlaus- ari. Frá Námsflokkum Hafnarfjarðar Innritun fer fram laugardaginn 10/1 og sunnudaginn 11/1 kl. 3—6 báða dagana i húsi Dvergs, Brekkugötu 2. Simi 53292. Kennsluskrá liggur frammi i bókabúðum bæjarins. Sérstök athygli er vakin á nýju námskeiði i sérréttum og nýjum byrjendaflokki i ensku. Nemendur af haustönn eru minntir á að staðfesta umsóknir sinar á innrit- unartima, Forstööumaður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.