Þjóðviljinn - 08.01.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.01.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. janúar 1!I7(>. Veröur 01- leikunum í Montreal frestaö? „Erfitt að komast hjá því” segja Kanadamenn. „Kemur ekki til greina” segir alþjóðanefndin. Undanfarnar vikur hafa þær raddir orðiB æ háværari, sem hallasthafa aðþvi, aðekki verði hjá þvi komist að fresta Olympiuleikunum i Montreal næsta sumar. Þeir eiga skv. áætluninni að hefjast 17. júli en verkföll, verðhækkanir o.m.fl. hefur tafið framkvæmdir veru- lega. Framkvæmdanefnd leikanna hefur þó til þessa ekki ljáð máls á þvi, að hugsanlega þyrfti að fresta leikunum. Það var ekki fyrr en i gær að formaður framkvæmdanefndarinnar, Goldbloom, lýsti þvi yfir, að hann gæti ekki ábyrgst að þessi griðarlegu mannvirki yrðu til- búin i tæka tið. Ummæli hans þykja fyrsta visbending þess, að kanadamenn muni á næstunni sækja um frestun leikanna i ein- hvern tima. Goldbloom lagði á það áherslu að allar ákvarðanir um frestun eða annað þess hátt- ar yrði Alþjóða Ólympiunefndin að taka. Frá henni barst yfirlýsing þess efnis, að kanadamenn hefðu enga beiðni sent um frest- un enn og að Alþjóðanefndin hefði ekki heyrt neitt á slikt minnst. Varaformaður nefndar- innar lýsti þvi yfir að slikt kæmi llún er eKki smá i sniðum mannvirkjagerftin i Montreal og kostnaftur hefur rokift upp úr öllu valdi miöaö vift þaft, scm i upphafi var áætlaft. enda ekki til nokkurra mála, væri „einfaldlega óhugsandi”. „Við getum það eins og mexicanar”. Goldblomm ræddi einnig við fréttamenn um tilboð mexicana þess efnis, að þeir vildu halda Olympiuleikana i október og yrðu þá tilbúnir með öll mann- virki, sem þeir eiga raunar til frá þvi þeir héldu leikana árið 1968. „Ef þeir geta hugsanlega hlaupið i skarðið fyrir okkur og fengið að halda leikana i októ- ber sé ég ekki neina ástæðu til þess að ég geti það ekki lika”, sagði Goldbloom. Við eigum að hafa algjöran forgang að þvi að halda þessa Olympiuleika og ég trúi ekki öðru en fullt tillit verði tekið til þeirrar vinnu, sem þegar hefur átt sér stað. En ennþá er ég þó sannfærður um að okkur takist þetta; við mun- um fórna öllu til þess að stand- ast timaáætlunina”. Kostnaður hefur fjórfaldast Kostnaður við mannvirkja- gerðina hefur.svo sannarlega farið fram úr áætlun. Upphaf- lega átti að setja i þetta 250 miljónir Kanadadollara en nú er ljóst að þeir verða ekki undir eittþúsund miljónum og jafnvel rúmlega það. Aætlaðar beinar tekjur vegna leikanna eru 400 miljónir dollara og litlar likur til þess að sú tala fjórfaldist. Eftir standa siðan mikil verðmæti i mannvirkjum, ekki sist sjálfu Oly mpiuþorpinu, sem selt verður til ibúðarhúsnæðis að leikunum loknum. Borgarsjóður Montrealborgar var upphaflega ábyrgur fyrir framkvæmdunum. en nú hefur stjórn Quebec-fylkis tekið við yfirumsjón og ábyrgð verksins. Var það ekki sist vegna óánægju og ótta borgarbúa Montreal um að borgin yrði hreinlega gjald- þrota vegna hins gifurlega kostnaðar. —gsp Þorsteinn aldrei kallaður fyrir 2 1. deildarliö slegin út í enska bikarnum Vegna ummæla á iþróttasiðu Þjóðviljans sl. þriðjudag þess efnis að ÍR hafi oftsinnis kallað Þorstein Hallgrimsson heim frá Danmörku til að leika með iiðinu, meðan hann dvaldist ytra, hafði Þorsteinn samband við blaðið og bað um að þetta væri leiðrétt. Sagðist hann aldrei hafa verið kallaður heim til að leika með ÍR. Hitt væri aftur á móti rétt að fyrri hluta vetrar hafi hann leikið með Sisu, en lokið siðan skólanámi og flutt heim og tekið að leika með ÍR eftir það; en að hann hafi verið kallaðurheim fyrir einstaka leiki væri rangt. Þetta leiðréttist hér með og biðjum við Þorstein velvirðingar á mistökunum. —S.dór. Þau óvæntu úrslit urftu i ensku bikarkeppninni i fyrrakvöld, aft tvö 1. deildarlift voru slegin út, þegar sex leikir voru endurteknir i :!. umferft. Middlesbrough tapafti fyrir Bury úr :f. deild og Birmingham fyrir neösta liftinu i 2. deild. úrslit leikja urftu þessi: Birmingham- Portsmouth 0:1 Bolton-Brentford 2:0 Bury-Middlesbrough 3:2 Plymouth-Hull 1:4 Rochdale-Norwich 0:0 Tooting-Swindon 2.1 Þar vantaði rökin Örfá orð vegna ásakana landsliðsfyrirliðans Ólafs H. Jónssonar, í garð íþróttafréttamanna Ef grannt er skoöaö Mönnum hefur orftið tíðrætt um þær hörftu ásakanir sem fyrirlifti landsliðsins f handknattieik ólafur II. Jóns- son bar á islenska iþróttafrétta- menn fyrir niöurrifsstarfsemi i sjónvarpinu sl. laugardag og siftan itrekun þessara ásakana i vifttali, eöa réttarasagt eintali hans i Mbl. sl. þriftjudag. Og þar sem allir iþróttafréttamenn eru þarna dregnir undir einn hatt tel ég mig eiga hluta af kökunni og vildi gjarnan fara örfáum orft- um um þessi ummæli Ólafs vinar mins orðhvata, sem þvi miftur eru sögð af meiri hita en viti; það skorti nefnilega öll rök i þessi ummæli hans. Og snúum okkur þá beint að þvi sem hann sagði. Ólafur sagði að strax i fyrra hefði niðurrifsstarfsemi iþrótta- fréttamanna byrjað, þegar reynt var að BYGGJA UPP LANDSLIÐ eins og hann orðaði það. öllu má nafn gefa, og ef gagnrýni skal ævinlega kölluð niðurrifsstarfsemi, þá það, en þaö er rétt aft iþróttafrétta- mcnn, ekki allir að visu, þar vantaði einn, gagnrýndu nokkuft vinnubrögðin i sambandi við landsliðið þá, en þó ekki fyrr en sýnt var að um fálm frekar en uppbyggingu landsliðs var að ræða. Ólafur sagði i ásökunum sin- um aft landsliðskjarni væri nauðsynlegur og nefndi 7—9 menn. En i fyrravetur voru reyndir 27 menn i landsliði. Þar sem nú landslift f handknattleik er skipaft 12 mönnum hverju sinni, þá cr hér um rúmlega tvö lið að ræða og það verður tæp- lega kölluð uppbygging 12 manna liös að rcyna 27 menn i örfáum leikjum á einum vetri. Þetta var gagnrynt, ásamt f sumum tilfellum val liðsins. Og Ólafur hélt áfram og sagði að i haust og vetur hefði niður- rifsstarfsem i iþróttafrétta- manna haldiö áfram og að allir eigi þar sök. Það er rétt að tvennt hefur verið gagnrýnt I sambandi við landsliðið i haust af öllum fþróttafréttamönnum nema einum. I fyrsta lagi undir- búningurlandsliðsinsogi annan stað val liðsins. t sambandi vift gagnrynína a undirbúning liðsins hafa þó allir fréttamennirnir sýnt skilning á þeirrierfiðu aðstöðu sem HSt er i vegna fjárskorts og sér i lagi vegna húsnæðisleysis, þannig að þar hefur fremur verið um að ræða umræðu en gagnrýni. En i hinu tilfellinu hefur verið um allnokkra gagnrýni að ræða. Nær öll blöftin hafa gagn- rýnt það að þeir Jón II jaltalin og þó alveg sérstaklega Bjarni Jónsson skyldu ekki vera valdir i landsliðift og Morgunblaðið minnist á Steindór Gunnarsson i þessu sambandi.ef ég man rétt. Nú, þessir þrir menn voru ekki i liftinu gegn pólverjum og töpuðust báðir leikirnir, ekki gegn norðmönnum og töpuðust báftir leikirnir, ekki gegn júgóslövum og töpuöust báðir leikirnir, ekki gegn dönum og töpuftust allir leikirnir, en sfðan komu tveir af þeim inn gegn rússum, Bjarni og Steindór, og þá allt í einu næst jafntefli við „besta lið heims” eins og rúss- arnir voru kallaftir i sumum blöftum. Þaft skyldu þó aldrci vera óli minn aft vift asnarnir sem aldrei höfum leikið handknattleik og höfum þvi ekkert vit á honum eins og þú sagðir af litillæti þinu i sjónvarpinu á dögun- um höfum haft rétt fyrir okkur? Og nokkrir landsliðsmenn sem ég ræddi við eftir siðari leikinn sögðu skarft Bjarna i vörninni i honum hafa verift of stórt, þess vegna hefði hann tapast meft 4 mörkum. Hitt er svo annaft mál, að ég cinn gagnrýndi valið á Björgvin Björgvinssyni I liðið gegn Lúxembúrg, eftir að hann hafði verið frá handknattleik i nærri heilt ár austur á Egilsstöftum.og við þá gagnrýni stcnd ég enn. En eftir að Björgvin var kominn hingaft suður og búinn að æfa daglega i nær 3 vikur var ekkert sjálfsagðara en að hann væri valinn i liðið. Hann hafði nóg þrek, hann vantafti bolta-æfing- una og slikur snillingur sem Björgvin er þarf ekki nema 3—4 vikur til að ná henni að fullu, þótt aðrir leiki það kannski ekki eftir. Mér finnst það i hæsta máta rakaleysi i ásökunum Ólafs aft þegar loks er tekift mark á gagnrýni fréttamanna og þeir menn sem þeir vildu inni liftift eru komnir þangaft, þá næst besti árangur vetrarins. Ef þetta er ekki að fara f hring og rassskella sjálfan sig þá veit ég ekki hvað það er. ólafur talar Ifka um að við höfum aðeins horft á dökku hliðarnar og útmálað þær. Þvi miður vegna okkar allra sem gaman höfum af handknattleik, þær hafa verið fáar og litlar ljósu hliðarnar hjá landsliðinu i haust. Liðið hefur leikið 12 leiki, 10 hafa tapast, þar af 7 á heima- velli, eitt jafntefli og einn sigur, en þvi miður gegn hinu slaka liði Lúxembúrg. Ef þú sérð bjarta hlift á þessari útkomu,óli minn, þá höfum við ólikt mat á þessum málum. Ég sé bjarta hlið ef leikur ekki tapast, ég óska aldrei eftir öðru en sigri til handa isl. landsliðinu i hvaða grcin sem er. En ef landsliðs- fyrirliðinn í handknattleik sér bjarta hlið á 10 tapleikjum af 12, á tæpum 3 mánuftum, þá finnst mér það ekki nógu gott, vegna þess að ég hélt að keppnismenn og alveg sérstaklega fyrirliðar vildu ekki annað en sigur. S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.