Þjóðviljinn - 08.01.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.01.1976, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. janúar 1976. Mönnum hefur orðið tiðrætt undanfarið um úrskurð um langt gæsluvarðhald fjögurra ungra manna. grunaðra um að vera valdir að mannshvarfi. Einn fjörmenninganna var úr- skuröaður i niutiu daga gæslu- varðhald, tveir i 45 daga og sá fjörði eitthvað minna. En hvað skyldi vera heimild fyrir löngu gæsluvarðhaldi, hver úrskurðar menn i slíka fangelsisvist og hvaða bætur eru greiddar mönnum, sem eru e.t.v. að ó- sekju meðhöndlaðir þannig af réttvisinni? I lögum um gæsiuvarðhald segir að dómarar einir geti úr- skurðað mann til innisetu um stundarsakir, en þó aldrei án þess að unnið sé að máli hans með eðlilegum hraða á meðan. Engin fyrirmæli eru um lengd gæsluvarðhalds i stjórnarskrá og fer það því eftir ákvörðun dómara hverju sinni. Siðan má Hegningarhúsið við Skólavörðustig. Þar eru flestir, sem I gæslu- framlengja gæsluvarðhaldsúr- varðhald eru dæmdir, hafðir i haldi. Engin lög eru til um hámarkslengd gæsluvaröhalds en skaöabótamálaferli nánast engin vegna varðhaldsúrskurðar skurði aftur og aftur ef ástæða þykir til. Menn eru einkum dæmdir i gæsluvarðhald af tveimur á- stæðum. Annars vegar ef ætla má að sökunautur muni á ein- hvern hátt torvelda rannsókn einstakra mála, s.s. með þvi að koma undan gögnum, afmá verksummerki o.s.frv. Hins vegar ef um er að ræða sibrota- mann, sem telja má vist að muni halda áfram að brjóta af sér á meðan mál hans eru i rannsókn. Ekki má dæma al- þingismenn i gæsluvarðhald, né sjúklinga, vanfærar konur eða konur með barn á brjósti. Eftir læknisráði má þó úrskurða slikt fólk „til geymslu á spitala eða öðrum viðeigandi stað”. f samtali við Birgi bormar, fulltrúa sakadómara, kom fram að mjög sjaldgæft væri að menn krefðust bóta fyrir gæsluvarð- haldsvist. Rökstuddur grunur yrði ávalltað vera fyrir hendi ef úrskurða ætti mann i' slikt varð- hald og „gæsluvarðhald að ó- sekju” væri þvi nær óþekkt fyr- irbæri. Til eru þó ákvæði um bætur vegna gæsluvarðhalds og ættu menn rétt á sliku skv. lög- um. fengju þeir það greitt án málaferla ef þeir á annað borð færu fram á það. Birgir sagði að þvi væri ekki að neita, að rannsókn mála gengi mishratt fyrirsig. bó væri ávallt keyrt á fullu i þeim mái- um, sem leitt hefðu til gæslu- varðhalds einseða fleirimanna. Mál sibrotamanna eru þó rek- in með nokkuð öðrum hætti. beir játa oftast afbrot si'n og sitja i gæsluvarðhaldi uns dóm- ur fellur og lita á þá fangelsis- vist sem „fyrirframúttekt”. Gæsluvarðhaldsfangar dveljast næreingönguá tveimur stöðum, Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustig og i húsakynnum lög- reglunnar i Siðumúla. —gsp Halldór Gunnarsson: Um sjálfgagnrýnis- skort gagnrýnenda Sjaldan hefur fyrirsögn i dag- blaði vakið mér jafnmikla for- vitni og sú, er á poppsiðu bjóð- viljans tjáði lesendum blaðsins, að bokkabót væri uppleyst og hætt störfum. bar sem mér er málið skylt vissi ég fyrir að starf- semi þessa áhugamannahóps lá niðri. vegna prófanna megin- þorra meðlima. bað vaknaði sumsé hjá mér löngun til að fræð- ast um, hvað ylli þessum enda- lokum á tómstundagamni okkar. Og sjá hvar skrifað stendur: „bokkabót er hætt ef marka má orð Steinars Bergs útgefenda þeirra. Sagði Steinar að þeir hefðu gjörsamlega brotnað niður vegna gagnrýni minnar á hljóm- leikahaldi i Háskólabiói i des. sem er miður.” Tilvitnun lýkur. Viti menn. Við lestur greinarinn- ar kemur i Ijós, að máttugt stil- vopn greinarhöfundar hefur sall- að niður allt sjálfstraust vort, og milli lina má lesa, að við félagar liggjum i taugahrúgu og sleikjum sár vor eftir skothrið þessarar ör- lagavigvélar. Engum blööum skyldi um það flett, að náttúruöfl- unum hafði bæst liðsauki. Eftir að Steinar hafði tjáð okkur að rang- lega væri eftir sér haft, gerðist á- sækin sú spurning, hvaðan bless- uðum ma'nninum væri komin þessi ofurtrú á örlagamætti sin- um. Finnst manninum ef til vill ekkert athugavert við skrif sin yfirleitt?! Skrif, sem minna meir á lipurlega samdar gagnfræða- skólaritgerðir en skrif manns, sem gerir sér ljósa. ábyrgð þess að vera gagnrýnandi, og það á sviði listar, sem berst fyrir til- verurétti meðal hinna hefð- bundnu listgreina. Áður en lengra er haldið vil ég ræða gagnrýni hans á breiðskifum okkar tveim. I grein um Hljómaútgáfuna segir hann fyrri plötuna svo góða að það þurfi ekki að ræða um hanaU Mjög elskulegt, en litt sannfærandi. Um seinni plötuna fer hann hlýlegum orðum, þannig að út frá augiýsinga- og sölu- sjónarmiði megum við vel við una, en litil er ánægjan þegar gagnrýnandi gerir sig beran að vankunnáttu um hljómeðli al- gengra hljóðfæra, ruglar t.d. saman pianói og vibrafóni. Hlutverk gagnrýnanda á ekki að vera að hlaða viðfangsefnið lofi eða lasti og þröngva þeim til- finningaáhrifum, sem hann verður fyrir á lesendur sina. Allra sist þegar meginþorri lesenda er áviðkvæmu mótunarskeiði. Hann á að rannsaka innviði verksins, uppbyggingu og samræmi, ásamt afstöðu þess til annarra verka sömu bylgjulengdar, til að auka skilning hins almenna neytanda á hlutnum. Skilning sem dýpkar þær jákvæðu eða neikvæðu til- finningar, sem fyrir hendi eru. bvi er ljóst að einhverjar lág- markskröfur verður að gera til kunnáttu i þessum efnum. Að sjálfsögðu hlýtur mannleg tilfinn- ingaafstaða að stjónia gerðum gagnrýnanda, sem og annarra, en sé hann sér meðvitandi um hlut- verk sitt, heldur hann henni i skefjum. Hjá gagnrýnanda hljóma orð eins og „frábært”, „ömurlegt” o.s.frv., sem óábyrg rökleysa. Að Lokum vil ég taka það skýrt fram að þessi sleggjudómakritik tröllriður velflestum poppsiðum dagblaðanna, en enn sem komið er gerir maður meiri kröfur til bjóðviljans en annarra blaða, ekki sist i menningarlegu tilliti. Ilalldór Gunnarsson. Auðugir þingmenn Af 100 bandarískum öldungadeildar- mönnum eru 22 miljóna- mæringar — á bandaríska vísu bvi hefur oft verið haldið fram að eina leiðin til að öðlast pólitisk- an frama i bandariskum stjórn- málum sé að kaupa hann, þe. þeir einir eiga von á frama sem hafa nóg fé til að yfirgnæfa aðra fram- bjóðendur með áróðri og aug- lýsingaskrumi um eigið ágæti. bessi lullyrðing var nýlega sönnuð i rannsókn sem New York Times gerði á eignum þingmanna i bandarisku öldungadeildinni. Ekki reyndist auðvelt að afla haldgóðra upplýsinga um eignir þingmannanna þvi i riki einka- eignaréttarins liggja slikar upp- lýsingar ekki á lausu. Útsendarar blaðsins urðu þvi að reiða sig á framburð ráðgjafa þingmann- anna og annarra nákominna. En heildarniðurstaða rann- sóknarinnar var sú að mikill meirihluli þingmanna á eignir sem metnar eru á 250 þúsund dollara eða meira og 22 af hundrað öldungadeildarmönn- um eru miljónamæringar á bandariska visu (einn banda- riskur miljónamæringur jafn- gildir 160 islenskum miljóna- mæringum ). Er þá átt við saman- lagðar eignir þingmanna og eiginkvenna þeirra. Svipuð könnun var einnig gerð fyrir74 árum eða árið 1902 og við samanburð kom i ljós að hlutfall miljónamæringa hafði haldist óbreytt. bá voru i öldungadeild- inni 19 miljónamæringar en þing- menn voru þá 10 færri en nú eða 90. Að sögn blaðsins bendir flest til þess að Edward Kennedy sé rikasti þingmaðurinn en engar Edward Kennedv er senniiega rikasti þinginaður Bandarikj- anna að sögn New York Times. tölur eru nefndar um auð hans sem að mestu leyti áskotnaðist honum sem arfur. í miljóna- mæringahópnum eru ýmist rikir erfingjar eða menn sem af eigin rammleik hafa komist yfir mikl- ar eignir. Beinar tekjur öldungadeildar- manna eru nú 44.625 dollarar á ári. En þar með er ekki hálf sagan sögð þvi þeir hafa ýmiss konar aukaþóknanir sem renna eiga til starfsmannahalds, skrif- stofukostnaðar, íerða- og simakostnaðar osfrv. bessar aukaþóknanir eru miklar að vöxt- um og i ágúst sl. voru birtir út- reikningar sem sýndu að þing- menn hafa alls 38 sjóði að leita til og úr þeim gramsa þeir 488.505 dollara á ári. bar eins og hér hafa ýmsir orðið til að kvarta undan þvi hve þingmenn eru vellaunaðir. bing- menn hafa svarað þvi til að þessi góðu laun sporni gegn þvi að ein- ungis rikisbubbar sitji á þingi. En könnun NYT bendir ekki til þess að sá rökstuðningur sé mark- tækur. —ÞH (hcimild IHT) AFERLENDUM BÓKAMARKAÐI The Adventurer Paul Zweig. Dent & Sons 1974 Að tefla á tvær hættur, leggja eitthvað undir, jafnvel lifið sjálft, leita rauða steinsins og kanna ó- kunna stigu, þetta er kölluð ævin- týramennska og er nú orðið talið fremur neikvætt. Höfundurinn rekur frásagnir af ævintýra- mönnum fyrri tiða, sem lögðu af stað upp á eigin spýtur allt til þeirra fáu nútimamanna, sem fetað hafa sömu slóð. Odysseifur, Robinson Crusoe, Casanova o.fl. koma hér við sögu og siðar Niet- zsche, Poe og Lawrence, sem leita ævintýra inn á við. Höfundur fjallar um orsakirnar, sem hann telur vera fyrir ævintýraleitinni og þeirri umbreytingu sem varð að þvi er hann teiur með de Sace, sem myndbreytti ævintýraleit- inni i byltinguna. Höfundur kem- ur viða við og fer stundum full- mikið út i alhæfingar og dregur ályktanir af hæpnum forsendum. Bókin er ef til vill viss ævintýra- leit höfundar sjálfs. bótt margt sé hæpið sem hann fullyrðir þá er bókin skemmtileg og vel þess virði að vera lesin. Social Sciences as Sorcery Stanislav Andreski. Penguin Books 1974. llöfundurinn er pólskur, hefur starfað viða um heim sem há- skólakennari og skrifað bækur um alþjóðamál og stjórnmál. I þessari bók sýnir hann félags- fræðinga i nokkuð svo sérstæðu Ijósi, svo og fræði þeirra sem inn- antómt blaður og merkingarlaust en drýldið fjas um sjálfsagða hluti. Höfundur dregur fram gróðasjónarmiðið bak við sa mfélagsþjónustu félags- fræðinga og einkum þeirra sem setja saman innantómar langlok- ur með prósentutöflum og statistik um félagsleg vandamál þróaðra samfélaga. Höf. telur að stór hluti viðurkenndra félags- fræðinga sé beinlinis á snærum þeirra sem lita á samfélögin sem mjólkurkýr og hinar svonefndu visindalegu niðurstöður þeirra séu ákveðnar fyrirlram af kostn- aðarmönnum þessara sérhæfðu starfskrafta. Bók þessi er mjög skemmtileg og ágæt lýsing á humbukkinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.