Þjóðviljinn - 15.01.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.01.1976, Blaðsíða 7
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. janúar 1976. . ■ i' ■ : ■ : ■ ■•• :V . . Stöðugar jarðhræringar farnar aö hafa veruleg áhrif á sálarástand sumra Engum varð svefnsam á Kópaskeri í nótt Kópasker bar engin ytri einkenni náttúruhamfaranna þegar tlogiö var yfir þorpið. Kópasker tók sig út eins og litið, fallegt og ósköp venjulegt islenskt þorp þegar blm. Þjv. flaug þar yfir í gær. Veðurguðirnir virtust handfjatla þorpið af stakri var- færni og veitti enda ekki af, eftir þær hörmungar sem yfir ibúana höfðu gengið deginum áður. En glaðleg sól á himni og ný- fallinn fannhvitur snjór á jörðu geta oft ruglað mann i riminu og fegrað hluti. Svo var einmitt að þessu sinni. Hún var viða ljót að- koman þegar inn i þorpið var komið og þó einkum ef skyggnst var um innan dyra. Við litum fyrst inn i kaupfélag staðarins. Hillusamstæður höfðu þar hrunið niður og þær hillur, sem höfðu haldið velli voru allar að mestu tómar. Appelsinudjús, rennilásar, vefnaðarstrangar og niðursuðudósir lágu eins og hrá- viði út um allt gólf og svo sannar- lega var aðkoman á þessum fyrsta áfangastað ekki glæsileg. Hún gaf þó aðeins forsmekkinn af þvi sem eftir átti að koma. Við gengum niður á bryggjuna, þar sem Ljósafoss og Þingey lágu hlið við hlið. Fimm sprungur höfðu myndast og lengt bryggjuna um sextiu sentimetra. Skipverji á Ljósafossi sagði okkur að stýri- maðurinn þar hefði farið á nýju hraðameti upp landganginn þeg- ar jarðskjálftinn varð, enda hafði stærsta sprungan myndast beint undir ffitum hans, þar sem hann stóð á bryggjunni i mesta granda- leysi. — Það munaði minnstu að hann færi i sjóinn, sagði skipverj- inn. — Ég hugsa að bryggjan hafi opnað sig á þessum eina stað um meira en hálfan meter áður en hún gekk saman aftur. Nú er sprungan ekki nema svona 15 sm breið. Utan við Ljósafoss liggur bát- urinn Þingey. Hann var i róðri þegar kippurinn snarpi kom og skipstjórinn, Auðunn Benedikts- son, sagði að þeir hefðu meira en litið orðið varir við kippinn, enda voru þeir nánast beint yfir upp- tökustaðnum. Auðunn sagði að þeir hefðu verið að toga þegar þetta gerðist, en mannskapurinn hefði verið niðri i lúkar að snæða hádegisverð. „Okkur fannst allt i einu að bátinn steytti á skeri, tvö mikil högg komu á hann og við þustum allir upp á dekk sam- stundis. Sjórinn var einkennileg- ur þegar við komum upp, það kraumaði i honum eins og graut- arpotti. Enginn áttaði sig á hvað hafði gerst, en við fengum upp- lýsingar i gegnum talstöð um íeið og við vorum beðnir að koma tafarlaust að landi. Skemmdir víða ókannaðar Þótt þegar hafi komið i ljós verulegar skemmdir á veggjum húsa, má telja vist, að mikið eigi enn eftir að sjást til viðbótar. Snjór er viða upp á miðja hús- veggi og i jörðinniliggja sprungur undir mörg húsanna. Þær skemmdir verða ekki kannaðar strax en eru vafalaust töluverðar. Tjónið á húsunum er misjafnt, sum ónýt, önnur nánast ó- skemmd, en þau eru þó fá. En það er innbúið sem fengið hefur verstu útreiðina þegar á er litið i fljótu bragði. 1 sumum húsanna sem litið var inn i stóð ekki neitt á þreytumerki eru orðin greinileg á fólki á jarðskjálftasvæðinu og í kjölfar jarðskjálftans stóra hefur hræðslan aukist mjög sinum stað. Hjónarúm höfðu henst til, ljós brotnað umvörpum, blómsturpottar sömuleiðis, saumavélar o.s.frv. Leirtau fékk sömu útreið og á einum stað voru fjórir bollar það sem eftir stóð Framhald á bls. 18 /' ‘f-. V, 'X- • mSM ^ l """ITfniiÍiii • ■ ***''& mmmtk 1 kaupfélaginu var ljótt um aðlitast, ýmist hrunið úr hillum eða hillusamstæöur hrundar niöur Skipulagið á fólksflutning- unum mjöggott en því má trúlega velta lengi fyrir sér hvort þeir voru bráðnauðsynlegir eður ei Að sögn Guðjóns Petersen, fulltrúa frá Aimannavörnum i Reykjavik, sem staddur er fyrirnorðan, gekk mjög vel að fíytja fólk burt frá Kópaskeri. Þeir fyrstu fóru af stað um tveimur timum eftir skjálft- ann og var fóikið flutt á jeppa- bifrciðum. Guðjón sagði að aðsetur allra væri skráð, hvort sem þeir dveldust á hótelum eða einkaheimilum. Einnig væri fylgst með fcrðalögum fólksins til Reykjavikur eða hvert annað á land scm er. Hinu má trúlega lengi velta fyrir sér hvort þessir fólks- flutningar voru nauðsynlegir. Að sögn Ilagnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings eru litlar likur á öðrum sterkum skjálfta i bráð. Vitað er þó að sum húsanna þola ekki nema litið til viðbótar til þess að eyðileggjast algjörlega en önnur hafa staðið mun betur og e.t.v. var ástæðulaust að flytja fólk úr þeim húsum með svo miklu skyndi. En það er vissulega auðvelt að taka lifinu með ró eftir á og ihuga þá hvort þetta hafi ekki verið fljótræði. Vist er að skjót viðbrögð eru gullvæg í tilvik- um sem þessum. MYKlDIR OG TEXTI: GSP Fimmtudagur 15. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA Helga Björnsdóttir heitir ein þeirra kvenna, sem ekki hafa enn farið frá Kópaskeri. Þær hafa staðið i ströngu sem aðrir og Helga hafði varla vikið úr hótel- eldhúsinu þegar við tókum hana tali. — Ég á ekki til nokkur orð til að lýsa þessu. Ég var stödd i næsta húsi við hliðina á þvi sem ég bý i og á báðum stöðunum er eyði- leggingin algjör, hreinlega ekkert heilt. Bæði húsin eru trúlega ónýt vegna sprungumyndana og mis- gengis i gólfinu. Þetta hafði svo- litinn aðdragana, smákippir og þessi venjulegi þytur sem kemur á undan. Allt i einu kom siðan þessi ægilegi kippur, kommóða hentist til, ljósakrónur brotnuðu og leirtau allt út úr skápum. Sófa- sett hentust eins og fiséttir munir. Ég hentist sjálf yfir myndar- lega kommóðu sem kom i áttina til min og flýtti mér inn i herbergi þar sem litill fimm mánaða snáði var i körfu sinni. Hún var á hjól- um og rúllaði milli veggja nokkr- um sinnum við mikil fagnaðarlæti þess litla. Ég sá sementsryk þar inni og taldi fullvist að húsið væri að hrynja. Ég þreif þvi barnið upp og flýtti mér út. Ætli viðbrögð annarra hafi ekki verið svipuð — þetta var ægileg upplifun og auð- vitað var maður dauðhræddur. — Gastu blundað i nótt? —■ Nei, ekki dúr. Það má ekki koma smákippur, þá stifnar maður upp og heldur að nú sé að koma annar álika og sá stóri. Það er ekki viðlit að reyna að sofna, jarðhræringarnar eru svo stöðug- ar að maður nær þvi aldrei að róa sig almennilega niður. — En þú ert ekki farin af svæð- inu? — Nei, það var talað um það að börn og gamalmenni færu fyrst svo að ég beið róleg. Svo þegar tók áð liða á fannst mér óþarfi að fara að svo stöddu, það verður nú einhver að elda oni kallana og svoleiðis, þeir kunna það ekki sjálfir, a.m.k. ekki opinberlega! ,,Það var ekki fyrr en klukkan hálffimm i morgun að kallarnir gáfust endanlega upp á kaffisullinu og þá var eidaður grautur handa mann- skapnum” sögðu konurnar I eldhúsinu. „Ætli það verði ekki einhver að elda oní blessaða karlgarmana" segir Helga Björnsdóttir sem er ein fimm kvenna, sem eftir urðu á Kópaskeri „Mitt fólk kemur varla innan tveggja mánaða" segir Gunnar Gunnarsson, sem telur hús sitt gjörónýtt og aö hruni komið Sprungan I bryggjunni var allt að hálfum metra á breidd áður en hún gekk saman aftur. Skipverji á Ljósafossi i baksýn. hálfan metra þegar skjálftinn kom. Það ber þess enda greinileg merki. gólfið hefur lvft sér og veggir eru sprungnir þvers og kruss. Nei. ég veit ekkert um tryggingarnar ennþá né heldur nákvæmlega um skemmdir. Ég veit þó að húsið er ekki trvggt fyr- irnáttúruhamförum en það hefur hevrst að Viðlagatrygging Is- lands bæti þetta tjón að verulegu leyti. Maður vonar það að minnsta kosti. 5 'S' ■.'* . •'•■ * já Litli snáðinn sem á þessa körfu var trúlega einn af fáum sem hafði gaman að skjálftunum, þvi karfan hans rann á hjólunum á milli veggj- anna við fagnaðarlæti stráksins. Faðir hans, Gunnar Gunnarsson, er einn þeirra sem stendur uppi með gjörónýtt hús. Þaö var ekki mikið heillegt I húsinu sem Helga Björnsdóttir býr f. Veggirnir voru ekki upp á marga fiska og ekki er talið líklegt að reynt verði að gera húsið ibúðarhæft á ný. — Mér sýnist á öllu að þetta hús sé gjörónýtt og það hrynur að öll- um likindum i næsta skjálfta, sagði Gunnar Gunnarsson. sem býr i einu þeirra húsa sem verst urðu úti. — Ég sendi konu og fjög- ur börn min strax i burtu og eins og málin horfa við núna kalla ég það nokkuð gott ef þau koma hingað aftur innan tveggja mán- aða. Þau flytja a.m.k. ekki inn i þetta hús aftur. Mér er sagt að það hafi lyfst um Eldhúsin voru nær alls staðar jafn illa leikin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.