Þjóðviljinn - 15.01.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.01.1976, Blaðsíða 10
10. SSÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. janúar 1976. Athugasemd; Um þrengingar á vegum ritaðs máls Þótt afrek prentvillupúkans geti verið leiðigjörn og þreyt- andi, þa eru þau oftast svo litil- fjörleg að sæmilega greindir lesendur vita hvað er átt við — enda er til litils stundum að leið- rétta gamlar greinar, nema þá helst ef einhver safnar þeim saman og vill hafa allt á hreinu. t sunnudagsblaði Þjóðviljans, 11. jan. misritaðist örnefnið Flengingarbrekka, einnig nafn málarans Andrews Wyeth, og sýningar í Rvík voru allt i einu orðnar þúsund! i stað þess að vera eitt hundrað. Öllu lakara var þó að nöfn tveggja mynd- listarmanna gleymdust i upp- talningunni, Sigurjóns Jóhanns- sonar ljósmyndara, sem sýndi á Mokka i janúar 1975, og Agústs Petersen sem sýndi á Tröð 1. desember; er beðist afsökunar á þessum mistökum. En úr þvi að minnst er á mistök o.þ.h. þá held ég að fáir islendingar hafi lent i jafnmiklum þrengingum og ég á vegum hins ritaða máls, finnst mér tilvalið að reifa þá sögu, um leið og ég hreinsa dá- litið mannorð mitt: I byrjun ársins 1975 skrifaði ég þrjár greinar um myndlist fyrir Lesbók Morgunblaðsins og skilaði þeim öllum i einu. Sú fyrsta átti að fjalla almennt um list i einangrun, en svo slysa- lega vildi til að grein um hreyf- ingu og sjónertandi áhrif mynd- listar birtist i stað hennar en með myndum fyrstu greinar! Þegar ég fór að rannsaka málið voru hinar tvær greinarnar týndar og umsjónarmaður Les- bókar farinn til annars lands! Samt sem áður kom grein nr. 3 á prent án þess að nokkur vissi! Málið var rannsakað þegar umsjm. Lsb. kom til baka, en þá var búið að filma „fyrstu” greinina og hún var á leið i prentun, — með fortölum var hægt að skipta um fáeinar myndir til samræmis við efnið. Siðan þetta var hef ég ekki skrifað stafkrók án þess að taka afrit! Niels Hafstein. Alþýðubandalagið: Akurnesingar Alþýðubandalagið á Akranesi heldur fund i Reyn mánudaginn 19. jan kl. 21. Dagskrá: 1. Bæjarmál, 2. Inntaka nýrra félaga, 3. önnur mál. BæjarmálaráO AlþýOubandalags Akraness. Arshátið Alþýðubandalagsins á Akureyri. Arshátið Alþýðubandalagsfélaga Akureyrar verður i Alþýðuhúsinu, Akureyri, laugardaginn 17. janúar, og hefst með borðhaldi kl. 20. Fé- lagar sjá um fjölbreytta skemmtidagskrá. Dansað til kl. 2. Tilkynnið þátttökuá skrifstofu AB-blaðsins. Simar 21875 og 21164. Al- þýðubandalagsfólk i Norðurlandskjördæmi eystra, fjölmennið á árshá- tiðina og takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin. AFL FRAM- FARA MANNHEIM Félag pípulagninga- meistara og Iðnþró- unarstofnun Islands hafa ákveðið að efna til námskeiða fyrir pipulagningamenn og byggingafulltrúa til kynninga á islenzkum staðli um notkun plastefna i frárennslislagnir. Námskeiðin verða haldin á timabilinu 26. janúar til 7. febrúar n.k. og verða ýmist hálfsdags- eða kvöldnámskeið, sem hér segir. 26. jan.-31. jan. 1976, 2 timar á kvöldi og 1/2 laugardagur 2. febr.-7. febr. 1976,2 timar á kvöldiog 1/2 laugardagur 28. jan.-31. jan. 1976, hálfsdagsnámskeið 2. febr.-4. febr. 1976, hálfsdagsnámskeið Frekari upplýsingar er að fá hjá Iðnþró- unarstofnun íslands, Skipholti 37, simi 8-15-33. Móöir mln Friðbjörg Gisladóttir Sogavegi 156 Reykjavík andaöist 13. janúar. Lilja JúIIusdóttir. Otför eiginmanns mlns Inga Magnússonar, málara fer fram föstudaginn 16. jan kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Bára Eyfjörö *^^^mmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmm^ Hvorugur veit af hinum „Þetta er ekkert annað en það sem alltaf er að gerast þegar flugvélar eru að sveima á sama svæði án þess að vita hver af ann- arri,” sagði Hálfdán Henrýsson,. hjá Landhelgisgæslunni þegar Þjóðviljinn bar undir hann Reutersfréttina um að TF-Sýr hefði flogið hættulega nærri her- þýrlu frá freigátunni Leander um 35 sjómilur austur af Hvalbak i gær. ,,Okkar menn hafa ekki einu sinni séð ástæðu til þess að gefa skýrslu um atburðinn.” Uli Schetzer, fréttamaður Reuters um borð i Leander, „dramatiserar” atburðinn að venju. Hann hefur eftir þyrluflug- manninum, lautinant Michael Mullane, að vélarnar hafi flogið hvor mót annarri i mismunandi hæð, en skyndilega hafi Sýr lækk- að sig um 100 metra og snúið nef- inu til vinstri beint i áttina að þyrlunni. Hann hefði orðið að lækka flugið niður i 25 metra, en Sýr hafi flogið aðeins 35 m fyrir ofan sig. „Þetta er feykilegur glannaskapur. Hvað hefði t.d. gerst ef ég hefði verið að horfa i átt til skipanna?” spyr Mullane. Frétt Reuters er öll i miklum hneykslunartón, en gæslan telur semsagt að hér sé um hversdags- legan atburð að ræða. Portúgalskir herforingjar vilja halda œðstu völdum LISSABON 14/1 — Talið er að ráðamenn portúgalska hersins hafi fallist á þær kröfur Sósial- istaflokksins, alþýðudemókrata og fleiri stjórnmálaflokka um að forseti landsins skuli eftirieiðis verða þjóðkjörinn, en ekki valinn af fulltrúum frá hernum og stjórnmálaflokkunum, eins og RflHÐJflH SÍmh19294 RflfTDRG Sl'flli: 26G6D gert er samkvæmt rikjandi reglu- gerð. I þessu felst að herforingj- arnir sleppa nokkru af valdi sinu til stjórnmálaflokkanna, en talið er að þeir ætli engu að siður að halda nokkru af valdi sinu og vilji að byltingarráð hersins verði áfram æðsta valdastofnun lands- ins. — Sagt er ennfremur að þing- kosningar muni fara fram i Portúgal 25. april nk. Tollverðir fundu 27 smálestir af marijuana WASHINGTON 14/1 - Banda- riskir tollverðir náðu um og fyrir siðustu helgi yfir 27 smálestum af marijuana, sem verið var að smygla inn i landið, og mun þetta einn mesti fundur af þessu tagi, sem tollverðir hafa nokkru sinni gert I heiminum. Mestur hluti fengsins, eða um 20 smálestir, var tekinn I togara úti fyrir strönd Norður-Karólinu og um sex smá- lestir i seglbát fyrir utan Miami i Flórida. BEIROT 12/1 — Barist er i Beirút enn sem fyrr og hafa vinstrisinn- aðir múhameðingar nú nærri þvi einangrað þá borgarhluta, er kristnir menn búa I. Hafa vinstri- sinnar náð á vald sitt flestum leiöanna norður úr borginni eöa þá að þeir hafa þær I skotmáli. Falangistar gerðu I dag hörð áhlaup til að reyna að ná vegun- um á sitt vald, en tókst það ekki. ÞJOÐLEIKHUSIÐ SPORVAGNINN GIRND fimmtud. kl. 20. CARMEN föstudag kl. 20. sunnudag kl. 20. GÓÐA SALIN 1 SEStJAN laugardag kl. 20 Litla sviðið INUK fimmtud. kl. 20.30. Miðasala 13,15-20. Simi 1-1200. IEIKFÉIA6 ^ YKJAVÍKUg EQUUS i kvöld kl. 20.30. 6. sýn. Gul kort gilda. SKJALDHAMRAR föstudag kl. 20,30. EQUUS laugardag kl. 20,30. 7. sýn. Græn kort gilda. SAUMASTOFAN sunnudag kl. 20,30. SKJALDHAMRAR þriðjudag kl. 20,30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-55-20. Kópasker Framhald af bls. 7. heillegt af brothættum eldhús- áhöldum. Engum varð svefnsamt A Kópaskeri varð engum svefn- samt aðfararnótt gærdagsins. Menn höfðu reynt að halla sér eitthvað en jarðhræringar og hugaruppnám leyfðu engan svefn. Menn voru þreytulegir i gær, það var i mörgu að snúast fyrir utan fólksflutningana, sem enn stóðu yfir. Fólk af nærliggj- andi bæjum bað um aðstoð við að komast af svæðinu, og þeir sem fluttir höfðu verið i Leirhöfn héldu áfram i gær til Raufarhafn- ar eða Húsavikur. Þaðan héldu margir áfram ferð sinni. Sumir suður til Reykjavik- ur, aðrir til vina eða skyldmenna á norðurlandi. Það mátti heyra það á fólkinu að margir eru orðnir afar þreyttir á þessum stöðugu jarðhræring- um, skjálftum og þeim þyt, sem tilheyrir. Óvissan um hvenær sá næsti kemur, hvað hann verður stór og hvaða afleiðingar hann hefur er taugatrekkjandi til lengdar og þessi snarpi kippur, sem skaðanum olli, hefur enn magnað hræðsluna. Fólk i Kelduhverfi er t.d. að sögn orðið æði þreytt enda hefur það ekki fengið rólegan og snurðulausan svefn I langan tima. Ólafur Framhald af bls. 1 Kjerstin Ekman, Blávalen, smá- sögur eftir sviann Werner Aspen- ström, Fortællinger om friheteft- ir norðmanninn BjörgVik, Puste- övelse, ljóð eftir porðmanninn Rolf ' Jacobsen, Del- fincn.ljóð eftir danann Thorkild Björnvig, Dinosaurusens sene eftermiddag, eftir danann Peter Seeberg, Dyre prins skáldsaga eftir finnann Christer Kihlman og Hemlandet skáldsaga eftir finn- ann Alpo Ruuth. dþ. & SKIPAUTGtRB RIKISINS M.s. Esja fer frá Reykjavík mið- vikudaginn 21. þ.m. vestur um land í hrinq- ferð. Vörumóttaka: föstudag og mánudag til Vest- fjarðahafna, Norður- fjarðar, Sigluf jarðar, Ólafsf jarðar, Akureyr- ar, Húsavíkur, Raufar- hafnar, Þórshafnar, Vopnafjarðar og Borg- arfjarðar eystra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.