Þjóðviljinn - 16.01.1976, Page 1
Föstudagur 16. janúar 1976 —41. árg. —12. tbl.
Miklir jarðskjálftar og stanslaus titringur í gær
r
Ottast gos á
Kröflusvæðinu
Milli klukkan 11 og 12 i
gærdag varð vart við
stanslausan jarðtitring við
Kröflu og slikur titringur
er talinn vera undanfari
eldgoss. Þess vegna var
starfsfólki við Kröflu-
virkjun gert að vera í við-
bragðsstöðu til að yfirgefa
staðinn f yrirvara laust.
Síðan gerðist það svo að
mikil jarðskjá Iftahrina
kom um miðjan dag og var
harðasti kippurinn allt að 5
stig á richterkvarða. Að
lokinni þessari hrinu hélt
svo titringurinn áfram.
— Ég var staddur inni stöðvar-
húsinu þegar stóri kippurinn kom
og þótt maður sé orðinn öllu van-
ur i sambandi við þessa jarð-
skjálfta, þá skal ég játa það, að ég
hljóp útúr húsinu, það hreinlega
lék á reiðiskjálfi, sagði Þorgils
Axelsson byggingastjóri við
Kröflu er við ræddum við hann i
gær.
— Það urðu samt engar
skemmdir á húsinu, en það hrikti
all verulega i þvi. Borholurnar
gjósa af feiknar krafti en ég fæ þó
ekki séð að þær hafi neitt breytt
sér við þessa hrinu. Hinsvegar
töldu kunnugir menn sem fóru
uppað Leirhnjúkssvæðinu að það
hefði verið heldur meiri gufa úr
gigunum nú en undanfarna daga,
það er þó ekki öruggt, þar sem
undanfarið hefur verið logn en nú
var sunnan átt og reykurinn berst
viðar og getur sýnst meiri fyrir
bragðið.
— Menn hafa haldið áfram
vinnu sinni hér i dag eins og ekk-
ert hafi i skorist, en eru viðbúnir
að yfirgefa staðinn fyrirvara-
laust. Við erum hér 43 og það er
nægur bilakostur til að komast
burtu i og vegir allir greiðfærir.
Þessi titringur sem verið hefur
hér kemur aðeins fram á mælum,
við finnum hann ekki, en jarð-
skjálftakippirnir þarna um miðj-
an daginn voru bæði margir og
snarpir sumir hverjir. Þeir voru
flestir frá 3 og uppi 4,5 stig utan
þessi snarpasti sem var um 5 stig,
sagði Þorgils.
—S.dór
Luns á fundi með fréttamönnum:
Engir úrslitakostir
frá isl. stjórninni
,,Ég hef það álit að islenska
rikisstjórnin inuni gaumgæfa
viðbrögð breta við þvi niati á á-
standinu, sem ég mun leggja
fyrir þá að lokinni heimsókn
minni hingað. Ég mun ekki hafa
meðferðis frá islandi ncina úr-
slitakosti frá islensku rlkis-
stjórninni, og ég held að það sé
mjög skynsamleg afstaða af
hennar hálfu eins og á stendur.”
Þetta sagði Joseph Luns á
fundi með fréttamönnum á Hót-
el Sögu í gær. Fréttamenn voru
ekki á eitt sáttir um það hvernig
bæri að túlka þessi ummæli, en
sú spurning hlýtur að vakna
hvort með þessum orðum hafi
framkvæmdastjóri NATO verið
að gefa i skyn, að islenska
stjórnin hafi fallist á að lýsa
ekki yfir stjórnmálaslitum við
breta að svo stöddu og ekki sett
Luns og bretum neinn frest til
þess að koma bresku herskipun-
um út úr fiskveiðilögsögunni.
,,Ég er ekki eiginlegur samn-
ingamaður i þessari deilu, held-
ur miklu frekar milligöngumað-
ur. Mér hefur verið falið af
NATÓ-ráðinu að ganga i þessa
deilu, enda er ráð fyrir þvi gert
samkvæmt Ottawa-samkomu-
laginu, að samráð sé milli
NATÓ-rikja um öll þeirra mál,
sem á einhvern hátt geta haft á-
hrif á samstarfið innan Atlants-
hafsbandalagsins. Ég hef ekki
gert isl. rikisstjórninni nein til-
boð, né heldur fer ég héðan með
tilboð frá isl. stjórninni til breta.
Ég mun leggja sjálfstætt mat á
ástandið og moguleika til samn-
inga. Ég tel mig hafa góða vit-
neskju um afstöðu isl. stjórnar-
innar og almenningsálitið á.ls-
landi. Þetta er ekki i fyrsta sinn,
sem ég hef afskipti af fiskveiði-
deilum breta og islendinga og ég
hef rætt hér við rikisstjórnina
alla, forystumenn stjórnarand-
stöðuflokka svo og fulltrúa sjó-
manna og ASI.”
Það var greinilegt af máli
Luns, að hans hlutverk er annað
og meira en aðeins að ná sam-
komulagi um að þresku freigát-
urnar verði á brott úr isl. land-
helginni. Luns lagði áherslu á
það að mjög litill timi væri til
stefnu til þess að koma þvi
hættulega og eldfima ástandi
sem nú rikti á Islandsmiðum i
eðlilegt iiorf, þannig að aðilar
gætu ræðst við. A fundinum
sagðist Luns vera vongóður um
að milliganga hans myndi hafa
einhver áhrif. Fyrsta vanda-
málið sem þyrfti að leysa væri
að fá aðila aftur að samninga-
borðinu, næsta skrefið að finna
Framhald á 10. siðu.
Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra:
Stj ómmálasambandi
slitið næstu daga
Þjóðviljinn sneri sér til Ólafs
Jóha nnessonar dómsmálaráð-
herra i gær og spurði hann hvort
islcnska rikiss tjórnin hefði
vegna áhrifa frá I.uns ákveðið
að fresta slitum stjórnmála-
sambands við breta eins og ut-
anrikismálanefnd alþingis hafði
samþykkt að leggja til.
— Nei, það verður ekki gcrt.
Jósep Luns hefur ekkert sátta
sem jarahlutverk i landhelgis-
deilunni. Hann kom hingað til
þess eins að heyra hversu alvar-
legt ástand hcfði skapast hér á
landi vcgna framkomu bresku
herskipanna. Og hann fer ekki
héðan með neinar orðscndingar
frá okkur til breta, sagði Ólafur
Jóhannesson.
Ólafur sagði að hann myndi i
dag, föstudag, fara á fund utan-
rikismálanefndar alþingis til
þess að fara yfir álit sérfróðra á
niðurstöðum sjódómsins. Hann
sagðist hafa skilið utanrikis-
málanefnd svo að hún vildi hafa
Lögreglan réðist á
íslenskan blaðamann
— sjá 7. síðu blaðsins
Mótmælendur gerðu grin að handapati lögrcglunnar og spurðu hvort
hreinsunardeild borgarstjóra hefði verið send á vettvang til þess að
hreinsa ærlega til. Mynd gsp.
Hús tekið á
Nató-Manga
— Þetta var eiginlega orðið
„maður á mann” þarna uppi á
skrifstofunni þegar við ákváðum
að yfirgefa staðinn án slagsmála
við lögregluna, sagði Garðar
Mýrdal i samtali við Þjóðviljann
en hann var einn þeirra, sem I
gær sóttu Magnús Þórðarson,
starfsmann NATO, heim á skrif-
stofu hans.
Þrjátiu manns lokuðu skrifstof-
unni og hindruðu lögreglu i að
komast inn i húsið og siðan aftur
við að komast inn á skrifstofuna.
Hurðum var læst og braut lög-
reglan þær báðar upp.
Hinir óboðnu gestir á skrifstof-
unni, einkum eða eingöngu ungt
fólk, dreifði út um glugga flugriti
og sögðust vera baráttuhópur
verkafólks og námsmanna. Væru
þau með þessum aðgerðum að
mótmæla innrás breska NATO-
flotans, siendurtekinni ihlutun
NATO i islensk málefni, aðild Is-
lands að NATO, herstöð NATO á
Miðnesheiði og ekki sist þvi að
NATO skuli reka hérlendis áróð-
ursmiðstöð, til hús að Garða-
stræti 42.
Magnús Þórðarson tók heim-
sókninni, sem átti sér stað klukk-
an hálfellefu i gærmorgun, af
stillingu en hringdi tafarlaust á
lögregluna. Er hún kom að læst-
um útidyrum var Hafsteinn Bald-
vinsson, lögmaður, sem aðsetur
hefur innan sömu útidyra, hindr-
aður er hann hugðist opna.
Lögreglan reyndi einnig að
brjóta upp dyrnar að skrifstofu
NATO án þess þó að biðja fólk
innan dyra um að opna. Er fólkið
sá að hverju stefndi opnaði það ó-
beðið og hleypti lögreglunni inn.
Þau tóku það fram að engum
væri þar haldið föngnum,
Magnúsi starfsmanni væri heim-
ilt að yfirgefa herbergið hvenær
sem væri. Þau hygðust hins vegar
hindra hann i starfi fram til
klukkan fjögur.
Eftir rúmlega klukkustundar
langt þref og hótanir lögrglunnar
um að fjarlægja fólkið með of-
beldi, var húsið yfirgefið án þess
að til átaka kæmi. Var það upp úr
hádeginu.
Fjölmennt lögreglulið var þá
komið á staðinn, trúlega um eða
yfir tuttugu manns. Aðgerðirnar
fóru friðsamlega fram af hálfu
unga fólksins og frá einu átökun-
um sem áttu sér stað af þessu til-
efni er sagt á 7. siðu blaðsins.
—gsp
Blaðamannafundur Luns.
þau gögn i höndunum áður en
hún kvæði endanlega upp úr-
skurð sinn og gerði tillögu til
rikisstjórnarinnar um slit
stjórnmálasambands. Ólafur
sagðist gera ráð fyrir þvi að
stjórnmálasambandi við breta
vrði slitið næstu daga en hann
neitaði að timasetja slitin
nánar.