Þjóðviljinn - 16.01.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
314 stýrimannaskólanemar
bjóða sig fram
á varðskip
Skólafélag Stýri-
mannaskólans i Reykja-
vik og Skólafélag Vél-
skóla islands í Reykjavik
hafa sent forsætis- og
dómsmálaráðherra eftir-
farandi bréf:
Vegna aðgerðaleysis
stjórnvalda við verndun
200 mílna f iskveíði lög-
sögu islands, hafa Skóla-
félög Stýrimannaskóians
i Reykjavík og Vélskóla
islands safnað undir-
skriftum nemenda þess
efnis að þeir bjóði fram
aðstoð sína til verndunar
200 mílna fiskveiðilög-
sögunnar gegn yfirgangi
breta.
Fram kom að 314 nem-
endur eru þegar reiðu-
búnir að manna gæslu-
skip í mánaðar tima ef
stjórnvöld sjá sér fært að
útvega skip til slfkra
starfa.
Loðnan komin
í leitirnar
Loðnan er komin í leit-
irnar all miklu seinna en
vant er og á allt öðru haf-
svæði en hún hefur verið á
um þetta leyti árs. Rann-
sóknarmenn á rs. Árna
Friðrikssyni fundu loðn-
una 45-60 milur norður af
Rauðanúp í fyrrinótt og
var hana að finna þar á
töluvert stóru svæði.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiski-
fræðingur, sem er leiðangurs-
48 breskir togarar að
veiðuvn í gœrdag
Herskipin slógu skjaldborg um
þá og fylgdu varðskipunum
eftir hvert sem þau fóru
i gærdag reyndust 48 breskir
landheigisbrjótar vera að veiðum
á islandsmiðum. Þeir héldu sig i
hnapp út af Hvaibak, verndaöir af
herskipaflota NATO, dráttarbát-
um og aöstoðarskipum.
Tvö varðskip voru þarna nærri,
en bresku herskipin eltu þau
hvert sem þau fóru, en án þess þó
að reyna ásiglingar að þessu
sinni. Að sögn Halfdáns Henrýs-
sonar hjá landhelgisgæslunni var
útilokað fyrir varðskipin að kom-
ast að togurunum til klippinga.
Margir hafa látið i ljós kviða
um hvað gerist þegar loðnuveið-
arnar hefjast og islenski loðnu-
skipaflotinn kemur á miðin, en
sem kunnugt er tryllast bretarnir
um leið og dimmir ef eitthvert
skip nálgast eins og sást bæði
þegar Fjallfoss fór um veiðisvæði
bresku togaranna og eins þegar
rannsóknarskipið Arni Friðriks-
son varð fyrir áreitni bresku her-
skipanna. Og nú eftir að loðnu-
gangan er komin af stað austur og
suður með landi gæti allt gerst á
miðunum.
—S.dór
stjóri á Arna Friðrikssyni, sagði
Þjóðv. i gær, að tekið hefði
verið sýni af þeirri loðnu, sem
þeir fengu i flottroll i fyrrinótt.
Um er að ræða kynþroska loðnu
af venjulegri stærð, en ekkert var
um smáloðnu i sýninu.
Hjálmar taldi óliklegtað loðnan
væri komin austar en á móts við
Rauðanúp á Melrakkasléttu, en
hingað til hefur loðnan verið kom-
in amk. austur fyrir Langanes á
þessum árstima. Taldi Hjálmar
að þetta benti til þess, að loðnan
hefði haft það eitthvað lélegra i
sumar en venjulega og þvi væri
ekki óliklegt að hún yrði eitthvað
horaðri en venjulegt væri á þess-
um árstima.
Hjálmar sagði að loðnutorfurn-
ar, sem þeir fundu i nótt, hefðu
verið allra fallegustu torfur, yfir-
leitt á um það bil 50 faðma dýpi.
Þó fundust amk. tvær torfur á 20
metra dýpi.
Hjálmar sagði, að suðaustan
strekkingur væri kominn þar á
miðunum og bjóst ekki við þvi að
veiðiveður yrði um kvöldið.
Einn bátur var kominn á miðin
um miðjan dag i gær. Var það Jón
Finnsson GK.Loðnan stóð djúpt i
gærdag, og ekki til neins að kasta
á hana. Nokkrir bátar voru á leið
norður fyrir land, en þeir höfðu
beðið lags og frétta af loðnunni á
Austfjarðahöfnum. Margir bátar
hér syðra eru tilbúnir til veiða.
Búist er við að fleiri bátar verði á
loðnu i vetur en nokkru sinni fyrr.
—úþ
Fiskvinnsluskólinn
án skólastjórnar
í átta mánuði!
Fiskvinnsluskólinn hefur ver-
iö án skólastjórnar siðan i mai
i vor eða I 8 mán. Þessa dag-
ana er verið að skipa i skóla-
nefndina, en fyrir handvömm
ráðuneytismanna og mennta-
málaráðherra gleymdist það á
sinum tima, og haföi ráðherr-
ann m.a. það á munni er skóla-
nemar ræddu þetta við hann, að
hann minnti að skólastjórnin
skyldi ekki skipuð fyrr en i janú-
ar, þannig að sú skólanefnd,
sem sat til 15. mai i vor hefði
verið skipuð til fjögurra ára og
átta mánaða. Svo var þó ekki
þvi nefndin var skipuð til fjög-
urra ára og hefur þvi engin
skólanefnd verið starfandi við
skólann siðan i vor.
—úþ
Ekki konur!
Um nokkur ár hefur þaö veriö
siður, aö nemendur Fisk-
vinnsluskólans tækju aö sér aö
efnagreina loönumjöl i Sildar-
verksmiðjum Ríkisins.
Nú hafa Rikisverksmiðjurnar
enn óskað eftir þvi við skóla-
stjóra Fiskvinnsluskólans að fá
nemendur skólans til þessa
starfa, en taka jafnframt fram,.
að alls ekki megi senda kvenfólk
það, sem i skólanum stundar
nám, burt séð frá getu þess og
kunnáttu i efna- og eðlisfræði,
en ljóst er þó að nokkur fylgni
ætti að vera milli efnafræði-
kunnáttu manna og hæfni til
efnagreiningar. Og þó svo besti
efnafræðingur skólans væri
kvenmaður skyldi hún alls ekki
fá starf hjá Rikisverksmiðjun-
um. —úþ
Sérfræðingaálitið
lá fyrir í gær
Að beiðni dóms- og kirkju-
málaráöuneytisins skipaði Guö-
mundur Jónsson, borgardóm-
ari, þrja' menn til þess aö segja
álit sitt á niðurstöðum sjópróf-
anna i máli þvi er breska frei-
gátan Leander sigldi á varð-
skipið Þór. Þeir sem til þessa
voru skipaðir voru Jónas Sig-
urðsson, skipstjóri, skólastjóri
Stýrimannaskólans, Andrés
Guðjónsson, vélstjóri, skóla-
stjóri Vélskóla Islands og Arni
Guðjónsson, hrl.
I gærdag unnu þeir þremenn-
ingar að verkefni þessu og
gerðu gott betur, en fara yfir
dómskjöl, þvi þeir fóru inn i
sjónvarpssal til þess að lita á
bresku fréttamyndina af ásigl-
ingunni.
Ætlun þeirra þremenninga
var að skila af sér áliti sinu i
gær. — úþ
Hagkvæm innkaup
Vilt þú
spara?
KJÖT & FISKUR
býöur kostaboö á kjarapöllum,
og sértilboð
1. SÉRTILBOÐ
Ritzkex
115.—
4. SÉRTILBOÐ
1 pk. kaffi
119 kr.
5. SÉRTILBOÐ
Púðursykur 108 kr. pk.
Flórsykur 102. kr. pk.
2. SÉRTILBOÐ
Grænar baunir
l/l dós 145 kr.
Rauðkál
l/l dós 275 kr.
3. SÉRTILBOÐ
Hveiti
Pillsbury’s Best
25 kg. 2900.—
5 Ibs. 278.—
AUKINN
VELTUHRAÐI
LÁGT VÖRUVERÐ'
Hvað getur 5 manna
fjölskylda
sparað á mánuði eða ári?
KJÖT& FISKUR H/F
SELJABRAUT
54
SÍMI 74200 - 74201