Þjóðviljinn - 16.01.1976, Blaðsíða 4
4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. janúar 1976.
DWOVIUINN
MALÓAGN SÖSlALISMA.
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
ÍJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréjttastjóri; EJjnar Karl Háraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Slmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
HYAR ERU VL-INGAR?
Bresk Nató-herskip halda uppi árásum
á islenska landhelgi, islensk varðskip,
islenska sjómenn. Hvað eftir annað hefur
legið við að stórslys yrðu um borð i varð-
skipum okkar vegna ásiglinganna.
Sjónvarpsfilman i fyrrakvöld frá breskum
sjónvarpsmanni sýndi svo vel sem verða
má i hvilikri hættu islensku varðskipin eru
andspænis ofbeldisverkum bretanna.
Þegar slikir atburðir gerast stendur
þjóðin saman sem einn maður, þó að
Morgunblaðið á hverjum einasta degi
blessi Nató þvi ákafar sem ofbeldisverkin
eru grimmari og andúðin á Nató ein-
dregnari af hálfu islendinga. Meginhluti
þjóðarinnar telur nú að islendingum beri
að lýsa þvi yfir að ísland segi skilið við allt
samstarf innan Nató ef herskipin hypja
sig ekki tafarlaust i burtu. í þessu and-
rúmslofti er staddur hér á landi aðalritari
Nato, nistingskalt viðmót þjóðarinnar
mætir honum hvar sem hann fer — nema i
boðum ráðherranna.
Þegar 9 af hverjum tiu islendingum
hugsa á þessa leið er ekki nema von að
hugur þeirra hverfi eins og tvö ár aftur i
timann, þegar hér var rekin umfangs-
mesta undirskriftasöfnun sem hefur átt
sér stað á íslandi. Forvigismenn undir-
skriftasöfnunarinnar voru þeirrar
skoðunar, að svo mikil blessun fylgdi
aðildinni að Nató og herstöð bandarikja-
manna á íslandi að ekkert mætti gera til
þess að hrófla við þvi. Þeir kölluðu undir-
skriftasöfnun sina „Varið land,” og æ
siðan ganga þeir undir nafninu VL-menn
meðal islendinga, rétt eins og hver önnur
farartæki bandariska setuliðsins. Þeim
tókst með aðstoð Morgunblaðsins og skrif-
stofu Nató á íslandi að efla mikinn fjölda-
stuðning við þessa undirskriftasöfnun og
er yfir lauk voru yfir 50 þúsund nöfn undir
áskoruninni.
Siðan þessi undirskriftasöfnun átti sér
stað hefur margt gerst sem hefur haft
áhrif á hugi þeirra sem skrifuðu undir
plaggið i þeirri trú að hér væri raunveru-
lega um það að ræða, að hernum og aðild-
inni að Nató væri ætlað það að verja
islendinga. Meðal annars hafa stanslaus-
ar réttarofsóknir VL-inga gegn islenskum
blaðamönnum og rithöfundum vakið
óánægju og kurr meðal þess fólks sem léði
nafn sitt undir plaggið forðum. En fleira
kemur þar til og þá fremst atburðir
siðustu mánaða. Vegna ofbeldisverka
breta spretta upp mótmæli hvarvetna i
landinu: bandarisku herstöðvunum i
Grindavik, Höfn og Keflavik er lokað og
islenskir flugumferðarstjórar neita að af-
greiða herflugvélar. Þeir sem vaSklegast
ganga fram i þessum aðgerðum eru oft á
tiðum sömu menn og áður skrifuðu undir
plagg Varins lands. Þetta fólk telur að það
hafi verið blekkt til fylgilags við undir-
skrifendur: það telur að reynslan hafi sýnt
að bandariski herinn hér sé einskis nýtur
þegar á okkur er ráðist og það telur að
• aðildin að Nató hafi á engan hátt orðið
islendingum til hjálpar i landhelgis-
deilunni andspænis ofbeldisskipum breta.
Það er þvi von að þetta fólk spyrji ein-
mitt nú: Hvar eru þeir VL-ingar sem forð-
um óðu um allt land og inn i hvert hús eins
og grenjandi ljón til þess að fá undir-
skriftirnar? Þessir VL-menn hafa haft
hljótt um sig að undanförnu, enda vex nú
skömm þeirra i réttu hlutfalli við
aukningu ofbeldisverka breta hér innan
islenskrar fiskveiðilandhelgi. Þau of-
beldisverk jafngilda árás á ísland og það
hefur komið i hlut allra islendinga og þó
fremst varðskipsmanna okkar að verja
landið fyrir þeirri árás. Þeir islensku
varnarliðsmenn sem lokuðu herstöðvun-
um þremur um siðustu helgi hafa tekið
þátt i þvi að verja landið og sæmd þjóðar-
innar gegn ofbeldisöflunum.
Skömm aðstandenda VL er mikil frá
upphafi, en i dag eru viðhorf þeirra og
rikisstjórnarinnar blettur á þjóðinni. Það
er kannski best þá að þeir hafi hljótt um
sig. —s.
ÓLAFUR JÓHANN
Ólafur Jóhann Sigurðsson hefur hlotið
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
fyrstur islenskra rithöfunda. Verðlaunin
hlaut hann fyrir ljóð, en hann hefur verið
þekktari hér á landi til þessa fyrir skáld-
sögur sinar, smásögur og barnasögur.
Ólafur Jóhann Sigurðsson hefur næman
skilning á lifinu og fegurð þess og and-
stæðumhvortsemþað er landið sjálft, dýr-
in eða fólkið og dagleg vandamál þess.
Hann hefur jafnan gert sér ljósa grein
fyrir andstæðum þjóðfélagsins og það er
táknrænt fyrir Ólaf Jóhann,er hann svarar
fréttamönnum, eftir að hafa fengið bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs: ,,Ég
var að hugsa um landhelgismálið og
framtið þjóðar okkar.”
íslendingum öllum er mikill heiður
sýndur með verðlaunum Ólafs Jóhanns
Sigurðssonar og islendingar standa i
þakkarskuld við rithöfundinn fyrir verk
hans öll og framlag hans til þess að dýpka
og stækka skilninginn á mannlifinu. Þvi
miður hafa islensk stjórnarvöld ekki séð
sóma sinn i þvi að meta ólaf Jóhann svo
sem vert er: oft verður listrænt mat
þeirra að liða fyrir flokkspólitiska þröng-
sýni. En þröngsýni og ofstæki breyta ekki
þvi að allir unnendur bókmennta óska
Ólafi Jóhanni Sigurðssyni til hamingju
með verðlaun bókmenntanefndar Norður-
landaráðs.
—s.
Skrítin svör um
kjarnorkuna
Timinn tekur i dag undir kröf-
ur Þióðviljans um að kannað
verði til hlitar hvort kjarnorku-
vopn séu geymd á Keflavikur-
flugvelli. A.Þ. skrifar og segir
svör Harold G. Rich, flota-,
foringja, og Páls Ásgeirs
Tryggvasonar deildarstjóra
varnarmáladeildar, allsendis
ófullnægjandi.
A.þ. segir: ,,En þegar flota-
foringi Bandarikjanna á Kefla-
víkurflugvelli segist i blaða-
viðtali hvorki geta staðfest né
neitað að kjarnorkuvopn séu
geymd einhvers staðar á Kefla-
vikurflugvelli, hljóta að vakna
efasemdir. Þvi var
spurningunni ekki svarað af-
dráttarlaust neitandi?
Og engu eru menn nær eftir að
hafa hlustað á þær skýringar
deildarstjóra varnarmála-
deildar, Páls Ásgeirs Tryggva-
sonar, að hann trúi þvi ekki, að
Bandarikjamenn séu þeir
ódrengir að fela kjarnorkuvopn
hér.'Það kemur málinu ekkert
við hverju deildarstjóri varnar-
máladeildar trúir, Varnarmála-
deild hlýtur að hafa meiri skyld-
ur en þær að hlusta einungis á
fullyrðingar varnarliðsins. Hún
hlýtur að gera sjálf sinar athug-
anir.”
Þvi ber að fagna að ekki eru
allir jafn trúgjarnir og Páll As-
geir. Og þess er kannski að
vænta að utanrikisráðherra tjái
sig um málið hvað liöur, þegar
flokksblaðið krefst svara svo
eindregið.
Annars eru svörin við þeim
spurningum,,sem greinin i
Þjóðviljanum vakti, næsta
kostuleg. Páll Ásgeir segir i
viðtali við Dagblaðið að þegar
eftir hafi verið leitað hjá setu-
liðinu hafi það alltaf neitað þvi
afdráttarlaust að kjarnorku-
vopn væru á Keflavikurflug-
velli. Aðmirállinn sjálfur segir
að Bandarikjaher hafi það fyrir
reglu að gefa aldrei neitt upp
um hvar kjarnorkuvopn eru
geymd. Hann getur hvorki játað
né neitað. Og loks segir Páll As-
geir við Þjóðviljann, að islensk
stjórnvöld fylgist ekki með þró-
un vopna- og tæknibúnaðar á
Vellinum. Þetta minnir helst á
þuluna hans Jóns Hreggviðs-
sonar um það hvenær maður
drepur mann og hvenær ekki.
NATÓ eða
þorskurinn
Það stoöar ekki þótt Visir og
Morgunblaðið mali um nyt-
semina af aðild Islands að
NATÓ og „varnarsamningn-
um” við Bandarikin. Al-
menningur i landinu hefur sett
stórt spurningarmerki við þenn-
an hefðbundna NATÓ-áróður
ihaldspressunnar. Sjómenn i
Grindavik, Keflavik og Höfn i
Hornarfirði lokuðu hliðum
NATÓ stöðva og nú hafa
islenskir flugumsjónarmenn
stöðvað æfingaflug Bandarikja-
manna á Vellinum. Ætla Banda-
rikjamenn og NATÓ ekkert að
leggja að mörkum til þess að
verja okkur, spyr fólk, sem
hefur i einlægni trúað NATÓ-
áróðrinum?
Ef Morgunblaðið væri eitt um
fréttaflutning af atburðum hefði
harla litið orðið vart við þessar
aögerðir. Reynt er að fela þá á
siðum blaðsins, en i stað þess er
slegiö upp tilvitnun i viðtal við
Þröst Sigtryggson, skipherra á
Æi, þar sem hann segir að her-
skipin bresku hafi ekki gert til-
raunir til þess að sigla á sitt
skip.
Hvað á þetta að sanna? Að
engar ásiglingartilraunir hafi
verið gerðar af hálfu breta?
Svona vinnubrögð á Morgun-
blaðinu á hápunkti þorska-
striðsins bera óneitanlega keim
af fimmtu herdeildariðju. Það
er vissulega kominn timi til þess
að spyrja Morgunblaðið hvort
sé mikilvægara að mati þess
NATÓ eða „siðasti þorskur-
inn”.
Varnarlaust
hafa eins og kunnugt er tekið að
sér flugumferðarstjórn fyrir
Bandarikjaher að öllu leyti i
samræmi við þá stefnu að is-
lendingar taki yfir sem flest
störf á Vellinum. Sýnt er að þeir
hafa i hendi sér að stöðva allt
reglulegt flug Bandarikjahers á
Keflavikurflugvelli.
Það er ástæða til þess að efast
um varnargildi hersins þegar
hann getur ekki einu sinni varið
sig gegn isl. flugumsjónar-
mönnum. Og það eru fleiri en
Þjóðviljamenn sem farnir eru
að efast um varnargildi her-
stöðvarinnar fyrir islendinga.
Það gerir nú þorri almennings
og svo Geir Hallgrimsson, for-
sætisráðherra. Hann hélt þvi
fram að Bandarikjaher hér á
landi hefði hvorki þau tæki né
vopnabúnað, sem þyrfti til þess
að bregðast skjótt við herskipa-
innrás breta i islenska land-
helgi.
Hvað þarf þá Bandarikjaher
langan tima til þess að bregöast
við árás sovétmanna, sem ætið
er yfirvofandi að þvi er NATÓ-
menn segja. Aðmiráll Rich lum-
ar kannski á kjarnorkuvopnum i
Orion-vélunum sinum. Hugsan-
legt er lika að hann hafi hrifist
af hugmynd Glistrups hins
danska um að koma upp i stað
danska hersins, sjálfvirkum
simsvara: sem svarar i sifellu á
rússnesku: Við gefumst upp.
NATÓ-
átapparinn
Upplýsingaskrifstofa NATÓ
að Garðarstræti 42 fékk
heimsókn i gær. Þar ræður hús-
um maður sem skreyttur hefur
verið ýmsum nafnbótum i Þjóð-
viljanum: NATÓ-Mangi, eini
launaði starfsmaður NATÓ,
utan Brussel, upplýsingafulltrúi
NATÓ á tslandi, starfsmaður
NATÓ os.frv.
Indriði G. Þorsteinsson segir i
smásögu i Visi I fyrradag frá
einu af fjölmörgum vinarboðum
til höfuðstöðva NATÓ, Þar
greindi frá viðskiptum hans við
NATÓ-átappara, sem tappa á
islendinga i svona ferðum
utanaðlærðum NATÓ-visdómi,
aðallega um sovétmenn, auk
veiga i fljótandi formi.
Þarna er i hnotskurn komin
lýsingin á iðju Magnúsar
Þórðarsonar hér á landi. Hann
er NATÓ-átappari á launum. Og
svo eru náttúrlega margir sem
vilja tappa NATÓ-visdómi á
islendinga af hreinni hugsjóna-
mennsku, eins og t.d. VL-ingar.
— ekh.
*
9?
varnarlið
nn
Islenskir flugumsjónarmenn
j - 'i'f'ýf.'fó':''
i ípjfí.
■Mh