Þjóðviljinn - 16.01.1976, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 16.01.1976, Qupperneq 5
Föstudagur 16. janúar 1976. þjóDVILJINN — SÍÐA S Ingi M Fœddur 11. mars 1 stóra verkfallinu 1955 bar fundum okkar Inga saman i fyrsta sinn. Ég var um það leyti önnum kafinn við að koma þaki yfir fjölskyldu mina. Einn morg- un hafði ég skotist inn i hús til að vinna. Eigi hafði ég verið þar nema skamma stund þegar drep- ið var á útidyrnar og þær siðan opnaðar. Veit ég ekki fyrr en þar stendur maður sem spyr að bragði hvort hér sé verið að vinna?Heldurgerði ég litið úr þvi. Mikið eða litið? í verkfalli á ekki að vinna, þó hjá sjálfum sér sé. Þannig hljóðaði dómurinn og hon- um varð ekki áfrýjað. Ari seinna bar fundum okkar Inga saman öðru sinni, var það á fundi hjá Málarafélagi Reykjavikur. Upp úr þvi urðum við Ingi kunningjar og unnum saman að ýmsum málum fyrir félagið. 1 þessu samstarfi kynntist ég Inga og þeim eðliskostum sem ein- kenndu hann. 1 starfi var hann duglegur og útsjónarsamur og ávallt hress og skemmtilegur. 1 leik var hann allra manna kátast- ur og átti þá til að kasta fram visu. 1 skoðunum var hann ein- arður og sagði hug sinn hver sem i hlut átti. Þeir sem litið þekktu til hefðu getað haldið að þar færi maður heilsugóður, en þvi var ekki svo farið. Allt frá þvi ég kynntist hon- um átti hann við vanheilsu að striða, sem leiddi til þess að hann varð að hætta að mála. Eftir að Ingi skipti um starf bar fundum okkar sjaldnar saman. Ég vissi þó að heilsu hans hrakaði og ýmsir aðrir erfiðleikar steðj- uðu að. En með karlmennsku bar hann það þar til yfir lauk. Megi minning hans hjálpa Báru og hans nánustu yfir erfiðasta hjall- ann. Magnús H. Stephensen. • Það gerist skammt stórra högga á milli i röðum stéttarfé- laga minna. Er ég hafði nýlokið við að fylgja samstarfsmanni minum til graf- ar barst mér fregn um að annar sem jafnframt var einn af minum traustustu vinum væri allur. Ég kynntist Inga Magnússyni fyrstárið 1955 þá hafði hann ný- lokið námi og gerst félagi i Mál- arafélaginu og þegar á fyrsta ári var hann kosinn i trúnaðarráð fé- lagsins og i varastjórn átti hann sæti samfellt I sjö ár og þar lágu leiðir okkar saman jafnframt þvi að við vorum um tima vinnufé- lagar. Tókst fljótt með okkur góð vinátta sem hefur haldist siðan. Ingi var félagshyggjumaður en honum var litið gefið um titla og nafnbætur og á þeim tima sem hann var skráður varamaður i stjórn Málarafélagsins mun hann hafa setið fleiri stjórnarfundi en margir sem þar voru aðalmenn, Tónleikar húsinu í kvöld ManuelaWiesler, flautuleikari og Snorri Sigfús Birgisson, pianóleikari halda tónieika I Norræna húsinu i dag, föstudag kl. 20:30. A efnisskránni eru verk, sem Manuela og Snorri hafa æft til flutnings á kammermúsikhátið, sem haldin verður i Helsinki af NOMUS i lok þessa mánaðar. öll verkin, er flutt verða i kvöld eru samin á 20. öld, og tvö ný islensk verk verða frumflutt: „Xanties” („Næturfiðrildi”) eftir Atla Heimi Sveinsson og „Per Voi” („Fyrir ykkur”) eft- ir Leif Þórarinsson. Atli og Leifur sömdu þessi verk á siðast liðnu ári með Manuelu og Snorra i huga. Aö auki eru á efnisskránni verk eftir Niels Viggó Bentzon og S. Prokofiev. • Magnússon 1929 — Dáinn 6. janúar 1976 þvi alltaf var hann tilbúinn ef á þurfti að halda. Hins vegar væri honum Iftill greiði gerður með þvi að ég færi að tiunda félagsstörf hans, slikt væri ekki að hans skapi, en það er þó vist að honum voru falin ýmis störf fyrir Mál- arafélagið og var það almennt á- lit að þau væru vel af hendi leyst. . 1 fari Inga mátti finna fjöl- breytilega kosti. Hann var glað- sinna og spaugsamur og var gjarnt að varpa fram tviræðum setningum og skeytti engu hverjir á hlýddu og fáa hef ég þekkt svo snjalla við að flétta saman gaman og alvöru að almenna athygli vekti og stundum hneykslan þeirra er þekktu hann litið enda mun sá hafa verið tilgangurinn. En þrátt fyrir þessa græskulausu kerskni átti Ingi auðvelt með að eignast traust og virðingu sam- ferðarmanna sinna jafnvel þótt þeir hefðu andstæðar lifsskoðan- ir. Um hann lék ferskur andblær sem lokkaði til náinna kynna, og vinátta hans brást engum. Hann var fjölhæfur starfsmað- ur og átti auðvelt með að skipu- leggja störf sín. Hann var fljótur að aðlagast breyttum staðháttum og nýju umhverfi og sá eiginleiki kom sér vel við þau fjölbreytilegu störf er hann vann eftir að hann varð að leggja frá sér málara- verkfærin vegna veikinda i baki. Fyrst sem afgreiðslumaður i málningarverslun, siðan starfs- maður i kaupfélagi úti á landi og svo kaupmaður i eigin verslun. Allir voru á einu máli um að hann leysti þessi störf af hendi af alúð og kostgæfni, hvort heldur hann vann fyrir aðra eða sjálfan sig. Ingi hafði fastmótaðar lifsskoð- anir og sterka þjóðerniskennd. Hann gerðist jafnan málsvari þeirra er minna máttu og var ó- væginn i dómum sinum um þá er hann taldi að gengju á rétt þeirra. Hann tileinkaði sér þjóðlegan fróðleik og þó einkum i bundnu máli, enda sjálfur vel hagmæltur og var fljótur að kasta fram vis- um ef hann var staddur i vinahóp. 1 þessum skáldskap, sem jafnan var helgaður vinum og sam- starfsmönnum, kom fram hvað hann var gæddur næmri kimni- gáfu og átti auðvelt með að lýsa athöfnum sinum og annarra með skoplegum hætti og orðaforða skorti ekki. Ingi undi hag sinum vel i sveit- inni fyrir vestan og þangað lá leið þeirra hjónaoft eftimi gafsttil og þótt sú dvöl væri alla jafna ekki löng þá komu þau alltaf hress og glöð til baka og andi Inga var endurnærður og frjór og þá var gaman að koma i heimsókn. Hans gamansama frásögn vitnaði um traust og virðingu fyrir fólkinu i sveitinni og störfum þess. Ingi átti miklu láni að fagna i sinu hjónabandi og samrýndari hjón hef ég ekki þekkt, enda kom það sér vel þar sem bæði áttu við í Norrœna Manucla Wiesler, flautuleikari og Snorri Sigfús Birgisson, pianó leikari. að striða langvarandi vanheilsu. Þessu mótlæti mættu þau án þess að kvarta og það var alltaf bjart yfir heimilislifinu. Þegar ég minnist samskipta minna og vináttu við þau hjónin Inga og Báru þá kemur þriðja fjölskyldan jafnan inn i þá mynd en það eru hjónin Katrin Kristjánsdóttir og Árni Guðmundsson málari. Við þri- menningarnir áttum margt sam- eiginlegt fleira en að tilheyra sömu starfsgrein og það sama má raunar segja um okkar eiginkon- ur og með fjölskyldum okkar hafa skapast traust tengsl. Og nú við þetta tækifæri þegar sá er setti hvað sterkast svipmót á okkar samskipti er svo skyndilega horf- inn af sjónarsviðinu, þá hljótum við sem eftir stöndum að bera fram sa meigimlegt þakklæti fyrir þær ótöldu ánægjustundir er við höfum átt sameiginlega og ó- gjarnan munu gleymast. Og þér, Bára min, færum við hugheilar samúðarkveðjur og vonum að samskiptin millum okkar megi haldast áfram i sama glaðværa andanum, annað væri þinum kæra eiginmanni og okkar góða vin ekki að skapi. Einnig sendum við börnum ykkar og barnabörnum bestu kveðjur sem og öðrum nánum ættingjum. Hjálmar Jónsson Mitt verk er þá ég fell og fer, eitt fræ mitt land I duft þitt grafið. E.Ben. 1 dag verður til moldar borinn minn ágæti vinur og mágur, Ingi M. Magnússon. Ingi fæddist að Kinnastöðum i Reykhólasveit 11. mars 1929. For- eldrar hans voru hjónin Magnús Sigurðsson, ættaður úr Gufudais- sveit, og Ingibjörg Pálsdóttir, ættuð úr Bitru i Strandasýslu. Ingi var elstur 8 systkina og nú, að honum gengnum, eru fimm eftir af þeim friða hópi. Þau eru: Anna, búsett á Patreksfirði, Ingi- björg, búsett i Mosfellssveit, Kristján, bóndi i Gautsdal, Stein- unn, búsett i Reykjavik og Hjört- ur, einnig i Reykjavik. Ingi ólst upp að Hólum i Reyk- hólasveit til fullorðinsára. Tuttugu og eins árs að aldri giftist hann eftirlifandi konu sinni, Báru Eyfjörð, átján ára glæsilegri stúlku frá Dalvik við Eyjafjörð. Þau Ingi og Bára eignuðust fimm börn, næst elsta barn sitt, Hörö Baldvin, misstu þau á sviplegan hátt fyrir fimm árum. Þau sem lifa eru: Ingibjörg, býr að Byggðaenda við ölfusá, Ómar, búsettur á Akranesi, Magnús, búsettur i Reykjavik og Sævar i foreldrahúsum. Ingi var málari að iðn, hand- laginn smekkmaður svo af bar. Agæti vinur, ég er þungum harmi lostinn yfir svo ótimabær- um dauða. Á þeim 25 árum sem liðin eru, siðan við hittumst i fyrsta sinn, hefurðu oft gert mig orðlausan, svo oft, að þar fæ ég engri tölu við komið. Hér sit ég þvi enn einu sinni orðvana, og get þessvegna bara sagt: Góða ferð félagi og hjartans þökk fyrir samveruna. Kæra vinkona, Bára Eyfjörð. Ég er ekki huggari, þvi er nú verr og miður, en Reykhólasveitin, þar sem hann fæddist og ólst upp er enn á sinum stað. Hún mun biða þin næsta sumar meðbaðm sinn og blóm, þennan dýra lifs- safa, sem brann svo rikulega i blóði hans og taugum. Þar vona ég, aö trú þin á lifið blómgist og dafni, þvi það var einmitt hún, sem hann bar, stoltur og hug- rakkur til hinstu stundar. Samúðarkveðjur, Maggi SENDIBILASTÖÐIN Hf GREIÐENDUR vinsamlega veitið ef tirfarandi erindi athygli: Frestur til aö skila launamiöum rennur út þann 19. janúar. Þaö eru tilmæli embættisins til yðar, aó þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miöana og vandið frágang þeirra. Með þvi stuðlið þér að hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.