Þjóðviljinn - 16.01.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.01.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 LISTA- SKÁLDIN VONDU: Átta ung skáld, sem tekiö hafa sérsamheitið Listaskáldin vondu, halda skáldavöku i Háskólabiói laugardaginn 17. jan. n.k., þaö er að segja á morgun. Hefst skálda- vakan klukkan 2 eftir hádegi og stendur yfir i tvo tfma. Skáldin sem hér eiga hlut að máli eru Þórarinn Eldjárn, Megas, Sig- urður Pálsson, Guðbergur Bergs- son, Hrafn Gunnlaugsson, Stein- unn Sigurðardóttir, Birgir Svan og Pétur Gunnarsson. Hafa þau um fimmtán minútur hvert til flutnings og flytja mestmegnis verk, sem ekki hafa birst áður. Skáldin lesa öll upp ljóð sin og önnur verk, sem flutt verða, nema hvað Megas syngur og leik- ur sjálfur undir. Á blaðamannafundi, sem Lista- skáldin vondu héldu á Mimisbar i gær, tóku þau fram að þessi nafn- gift og samvinna um flutning þýddi ekki að þau litu á sig sem neina sérstaka heild, og ættu þau, þessi átta, raunar varla annað sameiginlegt en að öll stunduðu þau yrkingar og skrifuðu. Heitið, sem hópurinn hefur tekið sér i til- efni skáldavökunnar, kváðu þau stafa af þvi, að góðir menn hefðu bent þeim á að titillinn Lista- „Listaskáldin vondu” á fundi með biaðamönnum i gær. Frá vinstri Megas, Steinunn Sigurðardóttir, Sigurður Pálsson, Birgir Svan, Þórar- inn Eidjárn, Pétur Gunnarsson og Guðbergur Bergsson. SKÁLDAVAKA í Háskólabíói á morgun skáldin góðu væri aðeins notaður um skáld þegar þau væru dáin. Megas tók fram að þarna yrðu flutt bæði ljóð og prósatextar, og ef skáldin fengju köllun á vök- unni,væri ekkert þvi til fyrirstöðu að þau segðu þá það, sem andinn inn gæfi þeim, þótt það væri ekki komið á blað. „Jesús hafði Fjall- ræðuna ekki skrifaða, ef ég hef' . skilið rétt,” sagði Megas. Mein- ingin væri að allir, sem staddir yrðu i Háskólabiói á skáldavök- unni, jafnt áheyrendur sem skáldin, yrðu ein heilbrigð sál i hraustum likama. Barnagæsla verður i anddyri fyrir þá sem þess óska og hafa skáldin fengið þaulvanar barna- piur til þess starfa. Verðinu á að- göngumiðum er „stillt i óhóflegt hóf”, þeir kosta 250 krónur. Salan á aðgöngumiðum hófst i Háskóla- biói þegar á mánudag. Ellilifeyr- isþegar og börn innan tólf ára fá ókeypis aðgang. Skáldin sögðust hafa tekið þá ákvörðun að veita ellilifeyrisþegum ókeypis aðgang eftir að það upplýstist i fjölmiðl- um að þeim væri ætlað að lifa af kr. 30.000 á mánuði. Af þvi, sem flutt verður, er það frekar að segja að Guðbergur Bergsson mun lesa ljóð er hann færði Frey að fórn, og tók hann fram að samband þeirra guðsins væri hið besta. Birgir Svan, sem á siðastliðnu ári gaf út ljóðabókina Hraðfryst ljóð, kvaðst að þessu sinni ætla að flytja nætursöltuð ljóð. Birgir kvaðst einnig vilja nota tækifærið til að leiðrétta þann misskilning, sem komið hefði fram hjá bókmenntagagn- rýnanda eins dagblaðanna að bókin Hraðfryst ljóð fengist hvergi. Það væri lygimál, þvi að bókin væri til sölu bæði hjá Máli Framhald á bls. 10. Nýr kafli í framkomu réttvísinnar við starfandi fréttamann ■■ * ■- ■ ■ .■ Atburðarásin: Lögregiumenn brjóta upp útidyrnar... ...og siðan upp á efri hæðina, myndin er tekin um ieið og blm. var fjarlægður með valdi niður á næstu hæð... ...þar i næstneðstu tröppu var honum haidið föngnum er lög- fræðingurinn heimtaði hann út úr húsinu og sagði allt húsið vaðandi i helvitis kommúnist- um... ...ljósmyndataskan fékkst ekki út fyrr cn eftir mikið þref... ...og það næsta sem blm. sá var rúmri klukkustund siðar, er lög- reglumenn og mótmælendur yfirgáfu staðinn. — Mvndir: gsp. Lögreglan fleygöi blaöamanni út Sá einstæði atburður átti sér stað innan dyra að Garðastræti 42 i gær, að lögreglan I Reykja- vik fjarlægði af staðnum starf- andi fréttamann án þess að nokkur skýring varðstjóra væri gefin á athæfinu. Fyrir barðinu á þessari nýstárlegu meðferð réttvfsinnar varð undirritaður blaðamaður Þjóðviljans, er hann hugðist fylgjast með mót- mælum í skrifstofu NATO, sem sagt er frá annars staðar á siðunni. I samþjöppuðu máli varð að- dragandi þessa atburðar sá, að blaðamaður mætti á staðinn um leið og fyrstu tveir lögreglu- þjónarnir. Var það u.þ.b. tiu minútum eftir að mót- mælahóðurinn hafði gengið inn i húsið og upp á efri hæðina, þar sem áðurnefnd skrifstofa er staðsett. Er að útidyrunum kom, kom i ljós að þær voru læstar og brutu lögreglumennirnir þær upp. Ekki voru það þó hinir tveir fyrstu, sem þar voru einir að verki, heldur höfðu aðrir þrir eða fjórir bæst við. Þeirra á meðal var Magnús Einarsson varðstjóri sem fyrirskipaði skömmu siðar valdbeitinguna. Lögreglumennirnir brutu úti- dyrnar upp og gengu inn. Blm. hélt i humátt á eftir og var ekki gerð athugasemd við það, enda eru fjölmargar skrifstofur i húsinu, sem almenningi er vel- komið að sækja heim að vild. Hafandi kaílað til aukalið héldu lögreglumennirnir upp á efri hæðina og hugðust freista þess að komast inn á NATO- skrifstofuna. Var hún þá læst og myndaði undirritaður lögreglu- mennina er þeir reyndu árangurslaust að brjóta hurðina upp með fótaspörkum. Var hon- um enda uppálagt af yfirmönn- um sinum að fylgjast af fremsta megni með atburðarásinni án þess þö að brjóta af sér eða sýna hug sinn til aðgerðanna á nokkurn hátt. Varðstjóri Magnús snerist hvatlega á hæli er leifturlampi undirritaðs fór af stað og spurði hver þessi maður væri. Kváðust lögreglumenn ekkert um það vita en blaðamaður kynnti sig hátt og snjallt, ságðist heita Gunnar Steinn og vera blaða- maður Þjóðviljans. (Segir Magnús eftir á að hann hafi ekki heyrt þá kynningu og hafi látið fleygja manninum út án þess að hafa haft hugmynd um hver þetta væri.) Þau tiðindi, að þarna væri blm. Þjv. á ferð, einn á ganginum ásamt lögreglumönnum, fengu litinn hljómgrunn. Varðstjóri skipaði að ég yrði fjarlægður niður á næstu hæð og mér meinað að fylgjast með atburðarásinni. Eðlilega bað ég um skýringu á ákvörðuninni, enda aldrei kynnst þessu áður. Tveir óbreyttir sögðu mér að ég gæti spurt varðstjórann að þvi siðar, en það sagði ég koma að litlu haldi þvi ég væri á launum fyrir að fylgjast með þvi sem þarna l'æri fram en ekki að biða niðri. Þeir sögðu sig það einu gilda og með ofbeldi var ég fjariægður af 2. niður á þá fyrstu, — og fylgdist varðstjóri að einhverju leyti með stympingunum. Þar niðri var mér haldið uns aðvifandi kom Hafsteinn Bald- vinsson hæstaréttarlögmaður með meiru. Hann spurði lögregluna hver ég væri, sem þarna stóð fanginn, og önsuðu þeir þvi engu. Ég kynnti mig þá aftur, sem blm. Þjv. og sagðist heita Gunnar Steinn, Fékk það ennþá minni hljómgrunn en hjá varðstjóra og grenjaði Hafsteinn á lögguna að láta mig umsvifalaust vaða alla leiðina út á tröppur. Nóg væri af þessu grefilsins kommadóti innan dyra fyrir. Mér fór ekki að standa á sama og mótmælti kröftuglega. Krafðist ég þess að fá samband við varðstjóra á staðnum og dró i efa að lögmaður þessi hefði heimild til svona fyrirskipana. Ég benti lögreglumönnunum tveimur, sem stóðu ráðvilltir með mig á milli sin á að ég hefði ekkert til saka unnið. Væri þarna sem fréttamaður og hefði ekki kynnst þvi áður að vera hrindraður svo gróflega við skyldustörf. En varðstjóri var ekki til viðtals um málið frekar. Hann var upptekinn við áhlaup á hurðina uppi og gerði ekki við það neinar athugasemdir að mér væri hent út i nafni laganna með valdbeitingu frá lögreglu- þjónum. Þar með var blað brotið i samskiptum réttvisinnar og blaðamanna. Þau hafa yfirleitt verið vinsamleg til þessa en skjótt skipast veður á lofti svo ekki sé meira sagt. Undir- ritaðurber enga áverka eftir út- burðinn, en greinilega eru lag- anna verðir þó vel á sig komnir likamlega. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.