Þjóðviljinn - 16.01.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.01.1976, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. janúar 1976. Afgerandi forysta hjá Val — eftir 21:15 sigur yfir Fram — aðeins FH getur nú veitt Val keppni um íslandsmeistaratitilinn Valsmenn tóku stórt skref áleiðis að Islandsmeistara- titlinum í fyrrakvöld er þeir sigruðu Fram 21:15 og hafa nú hreina 3ja stiga forystu í deildinni að loknum 8 leikj- um. Og nú er svo komið, að einungis FH getur veitt Val einhverja keppni um íslandsmeistaratitilinn og þó því aðeinsað FH tapi ekki leik það sem eftir er. Valur var án eins síns besta manns í fyrrakvöld, Jóns Karlssonar landsliðsmanns, en það virtist ekki koma svo mjög að sök, svo jafnt er liðið orðið. Fram veitti Val ekki keppni nema rétt í byrjun leiksins, síðan náði Valur afgerandi forystu og hélt henni út leikinn. Framhaid á io. siöu Komu beint frá Danmörku í leikinn — en Vals-stúlkurnar sigruðu samt og fengu 10 þús. kr. frá Tobba í Val að launum 1 fyrrakvöld fór fram einn þýð- ingarmesti leikurinn i 1. deild kvenna þegar við áttust Valur og Fram. Vals-stúlurnar hafa verið veðurtepptar út i Kaupmanna- höfn siðan um siðustu helgi og komu til landsins i gær, svo að segja beint i þennan leik. Það var þvi varla búist við sigri þeirra gegn Fram, en svo fór nú samt að Valur sigraði 11:10 eftir að Fram hafði haft yfir i leikhléi 6:4. Leikurinn var, eins og lokatöl- urnar gefa til kynna mjög jafn. Valur hafði yfir i siðari hálfl. 9:7 en Fram jafnaði 9:9 og komst yfir 10:9 en Valur jafnaði og Sigrún Guðmundsdóttir skoraði sigur- mark Vals úr vitakasti þegar inn- an við ein minúta var til leiks- loka.. Þorbjörn Aðalbjörnsson (Tobbi i Val) hinn eldheiti Valsmaður kom aðvifandi eftir leikinn og færði fyrirliða Vals-liðsins 10 þús. kr. að gjöf fyrir sigurinn, — ég var bara ekki með meira á mér, sagði þessi káti sjómaður þegar hann fagnaði stúlkunum sinum. —S.dór íslenskum knattspyrnu- liðum boðin þátttaka í mörgum mótum erlendis Stjórn Knattspyrnusambands tslands hafa borist boð um þátt- töku íslenskra flokka i mótum er- lendis. Þetta hefur verið tilkynnt sambandsaðilum, en áhugi þeirra virðist ekki vera umtalsverður, og þvi er ekki búist við mikilli þátttöku fsienskra flokka erlendis á árinu. Samkvæmt lögum KSÍeiga þau Norðmenn sigruðu júgóslava Norðmenn sigruðu júgóslava i handknattleiks- landsleik í fyrra kvöld með tuttugu mörkum gegn átján. Þeir höfðu allan timann yfir- höndina og staðan i leikhléi var 9—8. Leikurinn fór fram i Osló og var liður f Polar-keppni. Norð- menn sigruðu þar og hlutu sex stig, júgóslavar 4, Búlgaría 2 og Frakkland ekkert. félög, sem hyggjast taka þátt i mótum erlendis, eða taka á móti flokkum til keppni hérlendis, að tilkynna það til stjórnar KSl. Hér á eftir er getið þeirra boða, sem KSl hefur borist að undan- förnu: Frá Flagg, Malmö. Þar er keppni fyrir 15—16 ára drengi og vcrður hún frá 28. júni til 4. júli. Þessi ferð ætti að geta orðið ódýr. Frá Luxemborg. Þaðan hefur borist boð frá Wiltz, sem er skammt frá höfuðborginni. Sú keppni er fyrir drengi, sem eru fæddir 1957 eða siðar og stendur frá 18.—19. aprfl ( um páskana). Frá Danmörku. A Fjóni verður i sumar keppni fyrir marga aldursflok ka, Dania Cup 1976 Júli. Frá Sviþjóð. Þar verður einnig fjölmennt mót fyrir ýmsa aldurs- flokka, Gothia Cup. Þetta verð^ 20.—25. júli, — i Gautaborg. Frá Skotlandi. Þar verður keppni fyrir aldursflokka frá 15—18 ára, European Youth Cup, 16.—19. april. Búast má við, að þegar sé orðið of seint að tilkynna þátttöku i sum þessara móta, en allar upp- lýsingar hér að lútandi eru gefnar á skrifstofu KSi daglega frá kl. 13—15 i sima 84444. Magnús Sigurðsson fyrrum Vikingur lék sinn fyrsta leik með Fram, hér skorar hann sitt fyrsta mark fyrir félagið (Ljósm. S.dór) Fallið blasir nú við Gróttu-liðinu eftir 18:20 tap fyrir Ármanni sem hefur 3 stig yfir Gróttu Hætt er við að tap Gróttu fyrir Ármanni hafi verið farseðill liðs- ins niður í 2. deild í ár. — Ég skal að visu ckkcrt um það segja en hitt er ljóst að þetta verður mjög crfitt hjá okkur það sem eftir er, sagði Þórarinn Ragnarsson þjálf- ari Gróttu eftir leikinn og vissu- lega eru þetta orð að sönnu. Ar- mann hefur nú hlotið 7 stig úr 8 lcikjum en Grótta aðeins 4. Að visu hefur Grótta oft komið á ó- vart i leikjum sinum og gæti þvi allt eins náð sér i stig i þeim 6 leikjum sem liðiö á eftir en það er Armanns-liðið likiegt til að gera lika, þannig að miklar likur eru á falli Grottu. Leikurinn varð aldrei tvisýnn, til þess voru yfirburðir Armanns of mikiir. Armann náði þegar for- ystu og hélt henni út allan leikinn. Að visu munaði stundum ekki nema 2 mörkum en mestur varð munurinn 4 mörk Armanni i vil. t leikhléi var staðan 11:8 Ármanni i vil. Það sem gerði útslagið i þess- um leik var frábær markvarsla Ragnars Gunnarsson i marki Ar- mannsliðsin, hann varði m.a. 3 vitaköst og svo stjörnuleikur Harðar Harðarsonar, sem þrátt fyrir stranga gæslu var maður liðsins i sókinni. Þá áttu þeir Pét- ur Ingólfss. og hinn ungi og efrii- legi Friðrik Jóhannsson mjög góðan leik. Hörður Kristinsson var sem fyrrklettur i vörninni og honum ekki langt að baki kom Stefán Hafstein, sem vex sem varnarleikmaður með hverjum leik. Hjá Gróttu bar mest á þeim Halldóri B. Kristjánssyni, Arna Indriðasyni og Breiðabliksmann- inum Herði Má, sem er nýbyrjað- ur að leika með Gróttu. Björn Pétursson hefur oftast leikið bet- ur svo og Magnús Sigurðsson. Mörk Ármanns: Pétur 6, Hörð- ur H. 5, Friðrik 4, Hörður K. 2, Björn 2, Jón 1 og Jens 1. Mörk Gróttu: Arni 6, Hörður Már 4, Halldór 3, Magnús 2, Björn, Axel og Georg 1 mark hver. —S.dór STAÐAN Staöan eftir lcikina — Valur — Fram 21:15 og Ármann — Grótta 20:18 i 1. deild er þessi: Valur 8 6 1 1 157:118 13 FH 8 5 0 3 174:156 10 Iiaukar 9 4 2 3 168:156 9 Víkingur 8 4 0 4 165:166 8 Fram 9 3 2 4 141:146 8 Þróttur 9 3 2 4 167:177 8 Armann 9 3 1 5 151:188 7 Grótta 8 2 0 6 139:154 4 Markahæstu menn: Friðrik Friðriksson Þrótti 55 Páli Björgvinsson Vikingi 52 Hörður Sigmarss. Haukum 47 Pálmi Pálmason Fram 46

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.