Þjóðviljinn - 18.01.1976, Síða 1
uúÐvium
Sunnudagur 18. janúar 1976—41. árg. —14. tbl.
SUNNU-
DAGUR
SÍÐUR
Anna Sigríöur Björnsdóttir
Anna Sigriður Björnsdóttir
stundaði nám við Myndlistar-
skólann við Freyjugötu i
teikningu og málaralist. Lærði
slðan grafik i Myndlista- og
handiðaskólanum. Hefur haldið
tvær sjálfstæðar sýningar i
Reykjavik, aðra málverka-
sýningu en hina málverka- og
graflksýningu. Hefur tekið þátt I
samsýningum austan hafs og
vestan.
Sjónvarpsmyndin Fiskur
undir steini, segir Anna Sig-
riður, vakti áhuga minn á að
halda grafiksýningar i dreif-
býlinu. Hafa sýningar verið
haldnar á eftirtöldum stöðum á
sl. ári: Keflavik, Akranesi,
Grindavik, Selfossi, Þingeyri,
ísafirði, Bolungarvik, Súganda
firði, Flateyri, Tálknafirði,
Bildudal, Akureyri, Grenivik,»
Grimsey, Húsavik. Aðsókn
hefur yfirleitt verið mjög góð,
fjöldi sýningargesta er kominn
yfir 2000. A mörgum smærri
stöðum höfðu listsýningar ekki
verið haldnar áður. I nokkrum
tilvikum fór ég með sýningunni
og útskýrði myndirnar og helstu
aðferðir grafiklistar, en i öðrum
hafa áhugamenn fengið
lánaðar myndirnar endurgjalds
laust og hafa þeir séð um
sýninguna hver á sinum stað.
Með þessum undirtektum
hefur fengist svar við spurningu
sjónvarpsmyndarinnar: Að ef
að andleg verðmæti eru i boði,
þá skortir ekki áhugann fyrir
þeim. Og einkum á þetta við um
smærri staðina þar sem dæmi
eru um að menn tóku sér fri frá
vinnu i frystihúsi til að sjá hvað
i boði var.