Þjóðviljinn - 18.01.1976, Síða 3

Þjóðviljinn - 18.01.1976, Síða 3
Sunnudagur 18. janúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 „Áður þótti hver sá mikill karl er flutti til Parísar.— Nú er þessu snúið við. — Fólki sem þarf að fara burt í atvinnuleit finnst að því hafi verið útskúfað” Bretónskir þjóðernissinnar á kaffihúsi i Parfs Alan Stivell: keltneskt popp Bretónar í baráttuhug Jean-Claude Reboux, mið- skólakennari að atvinnu, er flutt- ur frá Paris til St. Quay-Portrieux, gamaldags smá- borgar á strönd heimahéraðs sins Bretaniu (á frönsku Bretagne, á bretónsku, hinu keltneksa máli landsmanna sjálfra, Breizh). ,,Sú var tiðin að ég skammaðist min fyrir að vera bretóni,” segir hann. ,,Við vorum látnir fá það á tilfinninguna að við værum van- þróaðir, stæðum öðrum að baki, en mér finnst það ekki lengur. Þetta er min þjóð, og hér á ég heima. Og það er ólikt geðslegra að eiga heima hér en i þeim nú- timafrumskógi sem París er.” Jean-Claude Reboux er tuttugu og s jö ára. 1968 var hann stúdent i Nanterre, griðarmiklum háskóla úr gleri og steinsteypu i einni út- borg Parisar. Það var einmitt i Nanterre, þar sem hófst hin mis- heppnaða bylting, sem kennd er við mai það ár. Þáttaskil í þjóðernishreyfingu Ólgan 1968 olli þáttaskilum i sögu þjóðernishreyfingar bretóna og siðan hefur samúðin með þess- ari hreyfingu vaxið jafnt og þétt. Fyrir þann tima var hún talin heldur hægrisinnuð, hvaðgerði að verkum að vinstrisinnaðir bretónar þóttust ekki geta stutt hana, þótt þjóðernissinnaðir væru. Það spillti mjög fyrir hreyfingunni að sumir leiðtoga hennar höfðu lent i þvi að vinna með þjóðverjum á árum heims- styrjaldarinnar siðari. Kommúnistar voru lifið og sálin i andspyrnuhreyfingunni gegn þjóðverjum jafnt i Bretaniu sem annars staðar i Frakklandi, og þeirhöfðu tilhenigingu til að fúlsa við tilraunum bretóna til að vekja athygli á máli sinu og sérstakri menningu. Þessháttar viðleitni var að dómi kommúnista helst til þess fallin að draga athyglina frá stéttabaráttunni. En nú er öldin önnur. Nú þykir það fara ágæta vel saman að vera i senn vinstri- sinnaður og mikill vinur bretónskrar þjóðmenningar. Samt eru ekki allir þeir, sem af fullum krafti starfa fyrir auknu sjálfræði bretóna, vinstrisinnar, og virkir baráttumenn fyrir þeim málstað munu ekki mjög margir, þótt allir séu taldir. Pierre Duclos, blaðamaður, sem hætti störfum í Paris og starfar nú við litið héraðsblað, Quest-France, i St. Brieuc, giskar á að félagar i Front de Libération Breton (Frelsisfylkingu bretóna) séu að- einsum hundrað talsins. Yfirvöld Frakklands ofsækja félagsskap þennan og hafa lýst hann ólögleg- an. Hann svarar fyrir sig með þvi að sprengja hitt og þetta i loft upp annað veifið. Fleiri en bretónar komnir á kreik Bretónar segja stoltir um þenn- an frelsisher sinn að hann hafi aldrei drepið neinn eða sært og ekki heldur stolið nokkurri mann- eskju. „Svoleiðis aðferðir eiga ekki við okkar skap,” segja þeir. Það leynir sér ekki að þessir ólög- legu hundraðmenningar njóta al- mennrar samúðar i heimahéraði sinu. Franska sjónvarpið gerði nýlega út menn til St. Brieuc og spurðu þeir borgarbúa meðal annars hvort þeir myndu fela FLB-menn fyrir lögreglunni, ef þeir færu fram á það. Nærri allir þeir aðspurðu svöruðu játandi. Bretónar, sem búa i Paris og annarsstaðar i Frakklandi, fara ekki heldur i launkofa með samúð sina með þjóðernisbaráttu landa sinna. 1 Paris og viðar um land er orðið algengt að bilar séu merktir einkennisstöfunum BZH i staðinn fyrirF (fyrirFrakkland),en BZH stendur fyrir Breizh. Bretónar eru ekki eini þjóð- ernisminnihlutinn i Frakklandi, sem krefst aukinna réttinda og virðingar fyrir sérstöðu sinni. Elsassbúar, sem tala þýska mál- lýsku, baskar suðvestur frá og korsikumenn, sem tala italska mállýsku, eru farnir að gera slikt hið sama.og ekki allir á jafn blóð- lausan og friðsamlegan hátt og bretónar. Allar þessar þjóðernis- hreyfingar eiga það á hinn bóginn sameiginlegt að þær greinir mjög á innbyrðis um baráttuaðferðir og hversu mikils skuli krafist. Sumir vilja fullt sjálfstæði, en reikna þá með aðöll Evrópa renni saman i sambandsriki. Sumir bretóna vilja að Frakklandi verði skipt i fylki, likt og Bandarikjun- um og Vestur-Þýskalandi. Flestir segjast þó vilja gera sig ánægða með meiri heimastjórn og aukið menningarlegt sjálfræði. Keltneskt popp Bretaniu er nú skipt i fimm hér- uð eða sýslur, og búa þar um 3.3 miljónir manna. Heimamenn segja að „erlendis” búi að minnsta kosti eins margir bretón- ar, og eiga þeir þá jafnt við Frakkland og útlönd. Paris, MontrealogNewYorkeru sagðar þær stórborgir, þar sem bretónar eru flestir. Þjóðernisbaráttan kemur með- al annars fram i dægurlögum og poppi. Einn frægasti poppsöngv- ari Frakklands nú er Alan Stivell, bretóni. Hann kallar söngva sina „keltneskt popp” og hafa sumar plötur hans ekki orðið siður vin- sælar meðal frakka almennt en bretóna. Stivell syngur af mikilli rómantik og söknuði um gamla daga i Bretaniu og undirstrikar að bretónar eigi að vera stoltir af uppruna sinum. Kunnugir segja að tónninn i þessari tónlist sé ekki mjög fjarlægur bandariskri „country” og „western” tónlist, sem raunar er að verulegu leyti keltnesks uppruna lika, runnin undan rifjum irskra, skoskra og velskra landnema vestanhafs. Efnahagslegar ástæður Rétt er að benda á að þjóðemis- hreyfing bretóna og aðrar slikar Sveitarstjóri Búðahreppur óskar að ráða sveitarstjóra frá 1. mai 1976. Upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri i sima 97-5220 og 97- 5221. Umsóknir sendist oddvita Búða- hrepps fyrir 25. janúar n.k. hreyfingar eiga sér fleiri rætur en þjóðemið eitt. Efnahagslegar á- stæður hafa hér einnig mikið að segja. Þeirri tilhneigingu að safna stóriðju og auðmagni sam- an i þéttbýliskjörnum hefur fylgt að dreifbýlli héruð hafa verið sett hjá um fjármagn og atvinnutæki, með þeim afleiðingum að af- komumöguleikar ibúanna þar hafa versnað. Andúð á vélrænu tilbreytingarleysi stórborgarlifs- ins kemur hér einnig fram. Duclos blaðamaður segir að visu að FLB og aðrir virkir bretónskir þjóðernissinnar séu rómantiskir og óraunsæir, en viðurkennir hinsvegar að hann kunni miklu betur við sig i fásinninu i Bretaniu en i argaþrasinu i Paris. „Fyrir aðeins áratug var það svo,” segir hann, að hver sem flutti héðan til Parisar leit á sig sem heljarmikinn karl, hátt yfir sveitunga sina hafinn. Þá var maður talinn stórlax ef hann kom út i Bretaniu með Parisarnúmer á bilnum, jafnvel þótt hann væri ekki annað en veitingaþjónn eða vinnukona. Nú er þessusnúið við. Fólk, sem v.erður að fara héðan i atvinnuleit, finnst eins og þvi hafi verið útskúfað.” 1 Plouha, sveitaþorpi nálægt norðurströnd skagans, hafa tón- listarmenn, sem leika á hljóðpipu og trumbu i þjóðlegum stil bretóna tekið við þvi að sjá um fjörið á sveitaböllunum, en áður höfðu rokkhljómsveitir eða harmónikuleikari og fiðlari það hlutverk þar. Og ballgestir, mest- anpart ungt fólk, stiga bretónska þjóðdansa af miklu fjöri. Hver veit nema galatinn hressist En þjóðernishreyfingin nær einnig til eldra fólks. Alan Guel, sem rekur minjagripaverslun i St. Quay-Portrieux, er dæmi um það. Hann er hálfsextugur, með mikið úfið hár, skrifar smásögur og ljóð, ferðast um og hvetur til samheldni og bræðralags. Hann segir að fjölskylda hans hafi „flutt út” til Champagne þegar hann var þrettán ára. Hann lenti þá i áflogum við skólafélag- ana, sem áreittu hann fyrir að vera „öðruvisi.” Svo komst hann að þvi einn góðan veðurdag við bóklestur að bretónar eiga sér sögu og merka memningu að fomu og nýju, sem aldrei er minnst á i frönskum skólabókum. „Ég gat þá eftir allt saman ver- ið stoltur af uppruna minum,” segir Alan Guel. „Og ég ákvað að snúa aftur til uppruna mins. Ekki svo að skilja að ég geri litið úr franskri menningu, en við viljum fá að hlúa að okkar menningu lika. Við viljum engin illindi við Frakkland. Við erum of tengdir þvi efnahagslega til að geta sagt skilið við þáð. En við viljum lika að tilhlýðileg virðing sé borin fyr- ir okkur.” Eftirtektarvert er að þjóðemis- hreyfing bretóna helst i hendur við hliðstæða hreyfingu frænda þeirra skota og velsmanna i Bret- landi. Skoski þjóðarflokkurinn kom út úr siðustu þingkosningum i Bretlandi sem annar stærsti flokkurinn i Skotlandi, og þjóð- ernisflokkur velsmanna er einnig i sókn. Sú var tiðin að keltar voru drottnandi á meirihluta megin- lands Evrópu og Bretlandseyjum. en i aldanna rás hafa mál þeirra og menning verið á stöðugu und- anhaldi fyrir germönskum og rómönskum málum. Nú eru kelt- nesk mál aðeins töluð á fáeinum skögum og eyjum i norðvestur- jaðri álfunnar. En þjóðernis- hreyfingar kelta siðustu árin benda til þess aðþrátt fyrir allt sé Galatinn deyjandi farinn að hressast. Veizlusalir Hótel Loftleiöa standa öllum opnir HÖTEL LOFTLEIÐIR

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.