Þjóðviljinn - 18.01.1976, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. janúar 1976
DIÚÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSEININGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
FORSÆTISRÁÐHERRA RÆÐST AÐ LANDSMÖNNUM
Nató-herskip hafa hvað eftir annað
valdið stórfelldu tjóni á islenskum varð-
skipum. Iðulega hefur legið við borð að is-
lenskir sjómenn hafi verið i lifsháska
vegna ofbeldisverka herskipanna. Breskir
togarar hafa um margra vikna skeið hald-
ið áfram ólöglegum veiðum innan islensku
landhelginnar i skjóli breskra byssu-
kjafta.
Á sama tima og þetta gerist hefur aðal-
málgagn rikisstjórnarinnar, Morgunblað-
ið, skrifað hvern vegsemdarleiðarann af
öðrum um Atlantshafsbandalagið. Þvi
lengra sem herskip bandalagsins hafa
gengið i grimmdarverkum sinum þeim
mun hærra hefur Morgunblaðið hrópað
um náð Atlantshafsbandalagsins og það
hjálpræði sem i þvi væri falið að vera inn-
an þess.
Eftir að ofbeldisverk bretanna náðu há-
marki hefur þjóðin sýnt hug sinn i verki.
Hver einasti maður i landinu hefur fylgst
af aðdáun með verki varðskipsmannanna
á miðunum og þúsundir og aftur þúsundir
landsmanna hafa efnt til virkrar andstöðu
við framferði Nató-herskipanna. Sjómenn
og útvegsmenn i Keflavik, Grindavik og
Höfn i Bornafirði hafa lokað herstöðvum
bandarikjamanna og flugumsjónarmenn
hafa stöðvað alla þjónustu við æfingar
bandariskra orrustuvéla. Þjóðin hefur
sýnt hug sinn til þessara aðgerða með
hundruðum simskeyta og mótmælaálykt-
ana.
Meðan á þessu stendur er forsætisráð-
herra landsins i felum. Hann neitar að
ræða við f jölmiðla og hann neitar að svara
spurningum innlendra fréttamanna. Þá
fyrst lætur hann á sér kræla þegar aðalrit-
ari Nató kemur hingað til lands. Þá sér
þjóðin loksins til forsætisráðherrans á ný
þar sem hann bugtar sig og beygir skæl-
brosandi frammi fyrir þessum yfirfor-
ingja herskipa Atlantshafsbandalagsins.
En Geir Hallgrimsson lét ekki sitja við
hneigingarnar einar þegar Jósep Luns
hafði setið með honum i veislum og á rik-
isstjórnarfundi, sem fram fór á ensku, i
tvo sólarhringa. Rétt i þann mund sem
Jósep Luns leggur af stað til Bretlands
burtu frá nistingsköldu andrúmslofti is-
lensks vetrar og islenskrar andúðar held-
ur Geir Hallgrimsson blaðamannafund.
Þar lýsir hann þvi yfir að rikisstjórnin ætli
ekki að láta koma til framkvæmda slit
stjórnmálasambandsins, sem utanrikis-
málanefnd alþingis hafði þó gert ráð fyrir
samhljóða, að koma skyldi til fram-
kvæmda nú um helgina. Og hann lætur þar
ekki staðar numið þvi að nú hafði ráðherr-
anum eflst kjarkur við að ræða við Luns:
Forsætisráðherra landsins lýsti þvi yfir að
aðgerðir grindvikinga, kefivikinga, horn-
firðinga, flugumsjónarmanna og allra
þeirra, sem hefðu lýst samstöðu með þeim
þjónuðu ekki islenskum hagsmunum, slik-
ar aðgerðir bæri að „harma”. Þanng leyf-
ir forsætisráðherra landsins sér það að
ráðast á fólkið i landinu, sá hinn sami ráð-
herra og hefur þakkað Nató ofbeldisverk-
in á fiskimiðunum daglega i blaði sinu.
Þessi dæmalausa framkoma forsætisráð-
herra Islands er algerlega einstæð. Sú
framkoma þjónar ekki islenskum hags-
mun heldur hagsmunum Atlantshafs-
bandalagsins og breta.
Þjóðviljinn fullyrðir að aldrei hafi verið
til á íslandi óvinsælli forsætisráðherra en
Geir Hallgrimsson er meðal landsmanna i
dag. Hann hefur ráðist að sinni eigin þjóð
á svo dæmalaust ósvifinn hátt að niu af
hver jum tiu islendingum eiga þá ósk heit-
asta i dag að hann segi af sér sem for-
sætisráðherra íslands. Þvi þess skulu
menn minnast að það voru allra flokka
menn sem siðustu dagana beittu sér fyrir
virkum aðgerðum gegn undansláttar-
stefnu rikisstjórnarinnar i landhelgismál-
inu, og raunar voru flokksmenn i Sjálf-
stæðisflokknum þar einna fremst i flokki,
en þeim sviður eðlilega sárast lydduháttur
stjórnarvalda i framkomu þeirra við á-
rásarrikið Bretland og árásarbandalagið
Nató.
—s.
Ráöist á skóla og
og læknavísindi sem
kirkjur nútímans
VÍSINDI OG
SAMFÉLAG
Ivan Illich heitir þjóðfélags-
rýnir sem mikla athygli hefur
vakið á undanförnum árum.
Einkum hafa menn verið iðnir að
þýða á hverja tunguna af annarri
bækur hans um læknaþjónustu og
skóla samtiðarinnar.
Sú var tið að kirkjan (hin
kaþólska) gerði tilkall til einok-
unar á trúarbrögöum. Mönnum
leyfðist ekki að vera trúaðir upp á
eigin spýtur. Siðbótin var
uppreisn gegn þessari einokun
sem ekki er séð fyrir endan á enn
þann dag i dag. Ivan Illich telur,
að nú um stundir séu risnar tvær
nýjar kirkjur, sem gera sama til-
kall til alræðisvalds og hin gamla.
Þær heita skólinn og heilbrigðis
þjónustan, sem hafa breyst i
voldugar stofnanir, sem lúta eigin
vaxtarlögmálum og f jarlægjast æ
meir raunverulegar þarfir
manna.
Þessar nýju kirkjur eru þeim
mun hættulegri segir I. Illich,
sem enginn þorir að efast um
gildi þeirra — allir telja menntun
og heilsugæslu sjálfsögð gæði.
Illich neitar þvi ekki að hvort-
tveggja hafi margt sér til ágætis,
en hann telur að þróun þessara
„kirkna” hafi farið mjög úr-
skeiðis og mælir með róttækri
endurskoðun á hinum nýju
„kirkjum”, nýrri „siðbót”.
Gera okkur
ómyndug
Ivan Illich færir að þvi mörg
rök og dæmi hvernig skóli og
læknavisindi geri manninn
ómyndugan, svipti hann mörgum
þeim möguleikum sem með hon-
um búa til að rækta jafnt huga
sem likama á eigin forsendum.
Þegar i skólanum segir hann,
verður maður að óvirkum neyt-
anda (hann tekur aðeins við, hann
er ekki með i að skapa þekkingu
sina sjálfur). Þetta setur Illich i
samband við það neytendasam-
félag sem við höfum skapað okk-
ur. Og sjúklingurinn þróast I
sömu átt. Hann lærir að neyta
heilsugæslu. Hann flytur
ábyrgðina á heilsu sinni yfir á
lækninn. Læknirinn er hetja vorra
tima — og fær i samræmi við það
hærri laun og nýtur meira álits en
flestir aðrir menn.
Það áhrifavald sem samfélagið
hefur afhent læknum og kennur-
um skapar þá hugmynd að heilsu-
vernd sé aðeins að finna hjá
læknum og menntun aðeins I skól-
um og háskólum (rétt eins og
áður var gert tilkall til þess að trú
fýndist aðeins i kirkjunni). Með
þvi að fá læknum i hendur alls-
herjarábyrgð á heilsu manna er
brotin niður geta sjúklinganna til
að glima sjálfir við heilsubresti
og sársauka. Mennirnir eru
vandir af þvi að bera ábyrgð á
eigin sjúkdómum.
Vilja láta ljúga að sér
Ivan Ilich heldur uppi harðri
skothrið á trú manna á þvi valdi,
sem læknar hafi á sjúkdómum.
Hann bendir á það að meirihluti
sjúkdóma læknist af sjálfu sér.
Sjúkdómar eru eðlileg ferli og
mannfólkið hefur komið sér upp
vitneskju um það, hvernig beri að
bregðast við þeim, sem gengið
hefur frá kynslóð til kynslóðar.
Bætt umhverfi hefur miklu meiri
þýðingu fyrir heilbrigðisástand
almennings en nokkur læknis-
þjónusta. Hin skaðlegu aukaáhrif
læknavisindanna — allir þeir
sjúkdómar sem læknar koma af
stað —eru að dómi Illich faraldur
sem breiðist örar út en nokkur
önnur pest. En þessum skaðlegu
fylgjum læknisfræðinnar veita
menn litla sem enga athygli,
vegna þess aö læknar hafa
smiðað sér sterk samtök sem
gera tilkall til að ákvarða hvaðsé
heilsa og hvað það geti kostað að
verja þessa heilsu.
Það er eitthvað djöfullegt við.
kraftaverk nútima læknisfræði.
Læknarnir gerast ekki
aðeins herrar sjúkdómanna
heldur og þeirra heilbrigðu, og
við erum öll gerð að sjúklingum
upp á lifstið með lækna að for-
ráðamönnum okkar.” Æ fleiri,
segir Illich, vita það með sjálfum
sér, að þeir eru þreyttir og leiðir i
starfi sinu og sinni fristunda-
deyfð, en þeir vilja að það sé logið
að þeim. Þeir vilja frétta það að
likamlegur sjúkdómur sé á
ferðinni og losi þá undan félags-
legri og pólitiskri ábyrgð á eigin
ásigkomulagi. Þeir vilja að
læknir þeirra taki að sér að vera
bæði lögfræðingur þeirra og
prestur”.
Skipting læknaþjónustu i æ
fleiri sérgreinar eykir hættuna á
skaðlegum áhrifum hennar. Auk
þess leiðir þessi skipting til til-
rauna með rándýrar og mikið
auglýstar aðgerðir eins og hjarta-
flutninga dr. Barnards, sem
aldrei munu koma að gagni
öðrum en litlum forréttindahópi.
Menn þekkja goðsögnina um
Prómeþeif. Honum var refsað
fyrir að stela eldinum frá guðun-
um með þvi að hann var
hlekkjaður við klett og sleit þar
gammur lifur hans. A næturna
gáfu guðirnir honum nýja lifur til
að kvalir hans gætu haldið áfram
án enda. Læknarnir eru, segir
myndbrjóturinn Illich, að
breytast í slíka guði og
björgunaraðgerðir þeirra verða
að eilífu straffi.
Ivan Illich: slátrar heilögum
kúm.
Viðbrögð
Það sem hér fer á undan er
endursögn á allangri grein sem
Olof Lagercrantz skrifaði I DN
um sænskar þýðingar á tveim
bókum Ivans Illich, „Samfélag án
skóla” og „Læknaþjónustan
háskalega”. „Greinarhöfundur
getur og um þau viðbrögð sem
síðarnefnda bókin hafi hlotið i
Sviþjóð, en ýmsir læknar
farið mjög háðulegum orðum um
þennan „innflutta kleppsmat”.
LagercranU telur sjálfur, að
styrkur Ivans Illich liggi I þvi,
hve vel hann kunni að ydda gagn-
rýni slna. Jákvæðar tillögur hans,
þ.e.a.s. hugmyndir um það sem
gæti komið i staðinn fyrir alveldi
hinna tveggja „kirkna”, séu hins-
vegar miklu óljósari, i lausu lofti,
enda þótt margt gott megi um
þær segja. En gagnrýnin er sem-
sagt boðin velkomin og talin mjög
nauðsynleg, enda sé hún borin
fram af virkum kærleika til
manna, en ekki af þvi að Illich
ætli sér á nokkurn hátt að búa til
röksemdir fyrir allskonar
Glistrupa, sem ætla að verða sér
úti um pólit. vinsældir með þvi
að heimta niðurskurð á fé til skóla
og sjúkrahúsa. Illich ætlar ekki
að hafa af fólki skóla eða
heilbrigðisþjónustu heldur leggja
drög að öðruvisi sambandi al-
mennings við þessar „kirkjur”
samtiðarinnar.
(áb endursagði)