Þjóðviljinn - 18.01.1976, Page 5
Sunnudagur 18. janúar 1976 bJÓÐVILJINN — SIÐA 5
ÁRNI BERGMANN
SKRIFAR
QflDuQ
Þorsteinn Valdimarsson: Yrkjur.
Heimskringla 1975, 126 bls.
1 hátiðarkvæði frá 1965 leggur
Þorsteinn Valdimarsson Fjall-
konunni I munn þessar hending-
ar:
Ó, ljóð mitt, söngur draums,
musteri draumsins i blænum;
dags önn er grunnur þess
og hvolf þess.bæn á náttarþeli
um kórinn rennur lind, —
og arfar lánds mins og tungu
lúta þar höfði andartak...
Þessar linur verða i reynd
nokkuð góð heimild um Þorstein
og skáldskap hans. Af þessum
toga eru myndir hans, i þessum
lotningartóni er túlkun hans á
náttúru, minningum og hugsjón-
um. Hann sækist eftir upphöfnu,
einatt iburðarmiklu máli, til að
tjá með rómantiska náttúrudýrk-
un sina og þjóðernishyggju. Hug-
tökogmyndir úr heimi kristni og
þjóðtrúar eru honum kærkom-
inn efniviður, hvort heldur hann
skoðar sögu lands og lýðs eða
náttúru og samtið i ljósi
auðmjúkrar dulhyggju eða i þágu
friðarhvatningar. f kvæðum hans
flytja brim og björg boðorðin
„vertu frjáls” og „stattu fast”.
Skáld úr Ynglingasögu, „eld-
stólpinn” Jón forseti og Frans frá
Assisi eru kallaðir til vitnis um
friö og þjóðlega reisn. Þeim sem
vilja eignast „skýrri sjón að baki
Lindir
af
bergi drauma
Þorsteinn Valdimarsson
Hann kann ljómandi vel á and-
blæ hinna ýmsu skáldskaparteg-
unda — eða hver mundi ekki
leggja blessun sina yfir þuluna
þar sem kveðið er á um að þokan
hneppi væng við hamraskor
hefti fót við stigið spor
- láti sjálft hið lygna fljót
leita sjávar upp i mót....
Hver mun kunna betur að gefa
nafn kennileitum á ferðalagi
imyndunar — i kvæðinu Nætur-
flug heita skýjalönd bernskunnar
t.d.:
Ullarhnjúkur, Fifudyngja
Kembutögl og Flókahliðar
Skúmdalir, Mánaborgir....
luktum brám” er bent á. að næra
augu sin fegurð,
lauga þau við lindir
af bergi drauma.
t Yrkjum er Þorsteinn Valdi-
marsson kominn langt frá
gamansemi og nálarstungum
limrubóka sinna tveggja sem
næst fóru á undan. Hann ber á
borð fyrir okkur náttúrulýrik,
heimspekikvæði, hvatningarorð,
kveðjur til góðra manna, lífs og
liðinna. Lesandinn hlýtur fýrst af
öllu að nema það, hýe vel Þor-
steinn er að sér um islenska hefð
kveðskapar. Þessi kunnátta er að
visu ekki eintóm guðsblessun.
Það kemur oftar en ekki fyrir i
þessari bók, aðhefðbundið mynd-
mál, sem helst i hendur við vana-
bundna hugsun taki völdin af per-
sónulegri viðleitni. Kvæðið verð-
ur þá mælskulegt og eins og sjálf-
virkt í öllum sinum hagleik. Ég
nefni hreinræktuð tækifæriskvæði
eins og „Kópavogsbær” þar sem
hiö hátiðlega og rómantiska mál-
far rekst ansi harkalega á veru-
leikann, tilefni kvæðisins. Eða
kvæði eins og „Teigsbörn”, þar
sem rimþrautin bindur hendur
skáldsins. Eða ballöðu eins og
„Þyrnirós,” sem kannski verður
ekki fundin missmiði á, en sýnist
engu bæta við þessa ágætu sögu.
Sama má og segja um jólasálm-
ana þrjá.
En miklu oftar er það, að
kunnáttan, hagleikurinn, verður
kvæðunum til prýði. Þorsteinn
kann að smiða mjög hefðbundnar
vísur af stórri iþrótt:
Þoka fyllir dali djúpa
dularhúmi og kynjaþögn
Skuggabjörg til bæna krjúpa
bljúg sem tröll i helgisögn.
Og þótt hvergi verði skapljónin,
hefðir í efnismeðferð frekari en I
vinaminnum og ættjarðarkvæð-
um (og það sannast enn i þessari
bók) þá ræður Þorsteinn Valdi-
marsson eigi að siður yfir þeim
smekk og þvi málfari, sem fær
okkur til að trúa þvi, að fáum
verði betur trúað fyrir þvi að
yrkja slik kvæðiog hafi allir sóma
af. Þessu til sönnunar mætti
nefna „Fylgistef með skeifu” (til
Þórarins Guðnasonar) og svo
minningar sem þessar um gaml-
an vin, Bjarna frá Hofteigi:
og I sofanda ró
hálfvaknar hálfgleymt
hreimfall kvæða
er eitt sinn áttu
okkar ungu hjörtu
eldfim að eldsneyti
á undurslóðum
haustmorgna
hátt yfir byggð.
Bók þessi er glima við hefðina
og veitir ýmsum betur. Mest kæt-
istáhorfandinn að sjálfsögðu þeg-
ar skáldið sækir á, tuskar kellu til
auðsveipni undir eigin reynslu og
vilja. Það gerist I kvæðum af
ýmsum toga. 1 kvæðinu Við
Mekongósa, sem mér sýnist
sterkastaf þeim sem eru i bálkin-
um „Friður og strið”: Vietnami
ris upp af risekru þar sem hann
hefur andað i gegnum reyrstaf
meðan sprengjuregn dundi — og
hefur sár á siðu. Skýr útmálun
samtiðarviðburða kallast á við
Kristminni. 1 bernskuminning-
unni Næturflug finnum við m.a.
finlegar og þó sterkar tengingar
sem þessa:
Æ, ilmi þessa liðna dags
andar úr tæmdri berjakrukku
1 upphafserindi kvæði sem
heitir Tregier margt sagt i stuttu
máli:
Vængbreið þögn
hringi hnitar
i hverjum staf,
sem þú ritar.
Og að lokum skal minnt á
upphafsljóð bókarinnar, Nykur-
lilja.Þar er látinn i ljós mikill og
einlægur náttúrufögnuður, sem er
i sjálfu sér ekki nýmæli — en hann
er allur músikalskur og þvi fersk-
ur — ekki man ég til þess i svipinn
að skáld hafi áður orðið „allur ein
hlust” i þeim mæli sem hér, á
göngu þar sem augað ræður oft-
ast mestu:
Hvað buldrar hinn holi
brekkulúður
I skugga slnum?
Skyldi nokkur
vera að leika hér á sytru
undir söng fugla?
á svarðpipu
fyrir geisladansi
á dropaspil...
— A.B.
(Jr Góðu sálinni I Þjóðleikhúsi
Ekki er Brecht karlinn dauður
úr öllum æðum fyrst hann getur
vakið upp miklar ástríður i blöð-
um þjóðar, sem margir telja að
hafi skaplyndi er helst megi likja
við hið kalda blóð þorskfiska.
Sverrir Hólmarsson taldi það
i leikdómi i' meira lagi hæpið, að
Brecht kæmist til skila I Þjóðleik-
húsinu, það væri svo skratti borg-
aralegt, list þess mest höfð „til
afþreyingar taugatrekktum borg-
urum.”
Þessu reiddust menn eins og
búast mátti við. Og vist er veru-
leikinn flóknari en þetta. Starf
leikhúsmanna að þessari sýningu
alvarlegra og samviskusamlegra
en svo að það verði afgreitt á
þennan hátt.
En þar með er ekki tekin af
dagskrá sú spurning, hvort
kennsluleikrit eins og „Góða sálin
frá Sesúan” geti komist alla leiö
til þess fólks sem sækir leikhús
hér og nú. Brecht er, sem og i
mörgum öðrum verkum, að út-
lista hvernig lögmál, maskina
arðránsfélags, fara með
manneskjuna. Jafnvel þá bestu
manneskju, kljúfa þau i herðar
niður. En vettvangurinn, sem
leikurinn geristá, er reyndar öra-
langt frá hinum islenska meðal-
jóni. Þriðji heimurinn, upphaf
iðnvæðingar, örbirgðarstig. Við
skulum viðurkenna, að það er
ekki auðvelt að koma þvi áleiöis,
að sömu lögmál handtéri sálirnar
i svipaða átt nú og hér — i söddu
velferðarfélagi. Það er allt að þvi
lygilega erfitt. Það erekki mitt að
fjalla um það, að hve miklu leyti
þetta kemst til skila i sýningu
Þjóðleikhússins. Við skulum samt
leyfa okkur að slá þvi föstu, að
nógu margt sé vel, skynsamlega
unnið i sýningunni til að réttlæta
tilraunina. Og sjálfsagt að hvetja
hvern og einn til að prófa hana á
sjálfum sér.
En vikjum nú að herópinu:
niður með borgaraskapinn, sem
heyra mátti óm af i upphafi
Sesúankappræðunnar. Aður en
lengra er haldið skulum við
minna á, að sú ósáttfýsi sem þessi
afstaða lýsir hefur i ýmsum til-
vikum leitt til merkra hluta.
Reynst i listum aflvaki nýjum
leikhúsum eða rithöfundasam-
tökum á hugsjónagrundvelli. An
slikrar „ósanngirni” urðu ekki til
leikhús Piscators eða Brechts,
svo dæmi séu nefnd. Né heldur
„Rauðir pennar” her heima.
Þessi afneitunarafstaða getur
semsagt leitt til nýsköpunar. En
það gerist heldur ekki nema
menn hafi vilja eða mátt til að
bjóða upp á valkosti. Annars er
eins vist að allt fari i kerfi.
Það hendir á vinstrislóðum i
samfélaginu, að menn taka að
rökleiða á brott svotil alla list,
vegna þess að hún sé i þeirri að-
stöðu að hún hljótiað.hafa hæpin
áhrif eða engin. Ég hef lesið
lærðar og greindarlegar rit-
smiðar, þar sem nútimabók-
menntir, einkum skaldsagan, eru
taldar borgaralegt fyrirbæri að
eðli og uppruna og notkun. Þeim
mun frekar sem skáldsagan sé
læst inni i kerfi sem heitir „borg-
araleg bókmenntastofpun”. Þar i
felst, að hún sé varla undir mark-
aðslögmálum, meðhöndluð sem
stöðutákn, fái auk þess
hefðbundna og þrengjandi með-
ferð i gagnrýni og skólum. Allt
þetta kerfi er til orðið á borgara-
legum forsendum og svo gagnsýrt
af þeim t.d. skáldsagan geti ekki
lengur haft önnur áhrif en þau, að
festa þjóðfélagið I sessi. „Þetta
gerist hvað sem liður áformum
hvers einstaks höfundar, hans
góðum eða illum vilja” (Peer E.
Sörensen. Elementær literatur-
sociologi).
Ég segi fyrir sjálfan mig: Það
er viss freisting i þvi að hugsa
svona. Kasta sér út i svall kata
strófalismans. Þessi freisting er
liklega fyrst og fremst tengd
óvissu og miklum efasemdum um
áhrifamátt lista og bókmennta
yfir höfuð i samfélagi sem á sér
eitt höfuðeinkenni i vitundariðn-
aði.d vitundariðnaði eru listir og
bókmenntir i venjulegum skiln-
ingi vikjandi þáttur — vikjandi
fyrir fjölmiðlainnrætingu, færi-
bandaframleiðslu á afþreyingu
o.s.frv.). Þetta er freistandi, og
efasemdir um áhrifamátt og gildi
leikhúss eða skáldsögu eiga mik-
inn rétt á sér, maður guðs. En
freistingin er einnig háskasam
leg. Ef menn fylgja henni út i æs-
ar, þá er sjálfgert að byltingar-
mennirnir reyna alls ekki að
spjara sig á hinum „borgara-
lega” vettvangi (skáldsögunnar
til dæmis). Þeir afhenda hann
fyrirfram þeim sem sannarlega
vilja ekkert annað en dyggð hins
óbreytta ástands i hverri grein.
Þeir muna þá heldur ekki eftir þvi
að ekkerter i föstum skorðum —
ekki heldur „stofnanir” borgara-
legra lista og mennta. Hið nýja
fæðist innan ramma hins gamla,
segir sú gamla tik, dialektikin,
sem margir vilja að sér hæna.
Og i þriðja lagi: Þegar menn
hafa rökleitt. á burt obbann af list-
rænni framleiðslu með skemmtan
og firverkeri — kynnu menn ekki
að vakna upp við þann höfuðverk,
að nú væri orðið sýnu leiðinlegra
að lifa en áður?
Arni Bergmann