Þjóðviljinn - 18.01.1976, Síða 7

Þjóðviljinn - 18.01.1976, Síða 7
Sunnudagur 18. janúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 hins vegar herskipainnrásin sem er á ábyrgð Nató og Nató ber skyida til þess að skipa herskip- um breta út fyrir landhelg- ismörkin. En i stað þess að krefj- ast þess einarðlega að svo verði gert aðhefst rlkisstjórnin ekkert annað en að lofa og prísa banda- lagið og ástarjátningarnar eru eftir þvi ákafari sem bretar ganga lengra I ofbeldisverkunum. Það er þvl engu likara en að ihaldið á íslandi vilji notfæra sér herskipainnrás breta til þess að koma landhelgismálinu á dag- skrá hjá hernaðarbandalaginu. Ihaldið rekur leynt og ljóst þá stefnu að blanda þessum málum saman, annars vegar innrásinni og hins vegar ólöglegum veiðum breta innan iandhelginnar, og þessi málatilbúnaður er i þágu Atlantshafsbandalagsins. Þjóð- viljinn fordæmir þennan málatil- búnað og leggur enn og aftur áherslu á brýna nauðsyri þess að halda Atlantshafsbandalaginu eins langt fyrir utan landhelgis- málið og frekast er unnt. Her- skipin eru mál þess, ekkert annað. Þessi upprifjun hér á undan er dregin fram i tilefni þeirra at- burða sem nú eru að gerast, og samandregið má orða hlutina á þessa leið: — 1958 var landhelgin færð út i 12sjómilur vegna þess að Alþýðu- bandalagið var I stjórninni og þvi tókst að hindra að Nató skipti sér af málinu þá. — 1961 var gerður „óuppsegj- anlegur” nauðungarsa mningur um landhelgismálið og þar með var útlcndingum falin forsjá þess máls. Þessi samningur var gerð- ur af Nató og á vegum þægra handbenda þess hér á landi, við- reisnarstjórninni. — 1972 var landhelgin færð út i 50 sjómilur þegar þjóðin hafði hafnað þeirri stefnu viðreisnar- flokkanna að ekkert mætti gera i landhelgismálinu. Þá var At- lantshafsbandalaginu haldið frá landhelgismálinu vegna þess að Alþýðubandalagið var i rikis- stjórn. Samningurinn við breta haustið 1973 var að visu gerður af hálfu Ólafs Jóhannessonar með hliðsjón af Nató, en I honum fólst hvergi réttindaskcrðing og I hon- um fólst viðurkenning breta á yfirráðarétti okkar yfir landhelg- inni. — 1975 var landhelgin færð út i 200 milur eins og vinstristjórnin hafði ákveðið að gera bæri. Nú er hins vegar við völd hægristjórn, hundflöt fyrir Nató. Forvigis- menn stjórnarinnar gera allt sem þeir geta til þess aö ofurselja landhelgismálið I hendur Atlants- hafsbandalagsins. Þessi grein er til þess að vara þjóðina við sliku. Nú er Alþýðubandalagið ekki I rlkisstjórn til þess að hindra óhæfuverkin. Þess vegna verður fólkið i landinu að ganga feti framar en nú ella væri til varnar sæmd þjóðarinnar og sjálfstæði. Rikisstjórninni treystir enginn til ess að standast kröfur Nató- úlfanna, sem einu sinni voru i Boulogne-skógi en nú I Brússel. Á fleygri Jón Þórðarson frá Borgarholti. Á fleygri stund. Ljóð. Fjölvaútgáf- an. Það ber ekki mikið á litlu ljóða- kveri innan um alla þá skáldlegu stórviði, er rekur á fjörur okkar I jólakauptiðinni. Litið ljóðakver getur þó búið yfir þeim yndisleik, er kallar fram i hugann dul og rómantik löngu liðinna daga. Dregur loku frá þeim tima þegar óskin var sú ein að sameinast fegurðinni i ein- hverskonar — nirvana — leysast upp og sameinast dýrð blámjúkr- ar sumarnætur og hvitri daggar- móðu sólmorguns. Enginn draumur um alvæpni og hólm- göngu við timann og tlðina heldur aðeins að fá að hverfa inn I feg- urðina: Frá einsemd, þröng og þysi hve þráði ég okkar fund, — I faðmi þinna fjalla að felast litla stund °g: — Hér kýs sér kyrrð og næði eitt korn af þinni mold. Svo sannarlega skilar Jón þessu gamla viðhorfi heilu i höfn: Ég vakna I vitund þinni þú vorsins djúpa sál, sem Ijóð I dagsins draumi, sem dropi I blómsins skál, Orösending til lesenda Vegna óviðráðanlegra pappirsvandræða þurfti á sið- ustu stundu að færa fjórar siður meö fastaefni sunnu- dagsblaðsins yfir i laugar- dagsblaðið. Þessar siður eru ,,af erlendum vettvangi”, Klásúlur, neytendasiðan Til hnifs og skeiðar og myndlist- arþáttur Nielsar Hafstein. Við biðjum velvirðingar á þessum ruglingi. SENDlBÍLASTÖÐfN Hf stund Jón Þórðarson. er árdagsbjarminn breiðist um bláa himinlind og sólariokkar leika um Ljósufjalla tind. Jón er heimamaður á okkar gömlu -stuðla- stöðum. Hann leikur sér að rimnaháttum margskonar og gætir þess vel, að hvergi sé hnökri á hætti eða máli. Þá unir hann sér best þegar byggð er að baki og hann vaknar einn i morgunsárið og nýtur dýrð- ar komandi dags: Lýsir dagur logafagur lönd og höf, hrynja lætur heiðrar nætur húmblá tröf. Arið 1938 kom út eftir Jón ljóða- bókin, Undir heiðum himni. Or þeirri bók hefir Jón tekið nokkur kvæði i þessa nýju bók. Það ku vera mikil iþrótt að teikna bókarkápur svo vel fari. Mérþykir kápumynd Megasar vera trú höfundi og innihaldi bók- arinnar. Þar er allt æskuum- hverfi Jóns, eldrautt sólarlag við hvitan jökul yfir grösugri byggð og biáum sæ. Er nema von að höf- undinn dreymi um sameiningu við slikt umhverfi? Þakka þér fyrir kverið Jón. Þar er margt, sem ég á eftir að tuldra fyrir sjálfum mér, þegar færi gefst i þessari vitlausu veröld, þar sem: Vélar glymja amboð ymja iðjuheims, Pétur Sumarliðason. ÁRNI BJÖRNSSON SKRIFAR: Sjálfskipaðir menningarvitar Rétt eina ferðina hafa orðið landskjálftar og fjöll tekið jóð- sótt útaf listviðburði og umsögn að honum litandi. Að þessu sinni hér I Þjóðviljanum. Fyrst skrif- ar Sverrir Hólmarsson stutt- orða leikrýni um Góðu sálina i Sesúan og tekur eitthvað ógæti- lega uppi sig. Þá ritar annar þýðandi verksins heilsiðugrein móti gagnrýni Sverris og Olafs Jónssonar. Siðan birtist sam- þykkt leikarafélags Þjóðleik- hússins með spurningum og svörum um afstöðu ritstjórnar Þjóðviljans i þessu máli. Og loks reynir Flosi Ólafsson einu sinni enn að gera grin að svo- nefndum gagnrýnendum. Núkunna allir þessir aðilar að hafa mikið til sins máls varð- andi umrædda leiksýningu, og tek ég af eðlilegum sökum ekki afstöðu til þess. En það sem lengi hefur vakið undrun mina er þessi óskaplega hvumpni lisamanna i öllum greinum gagnvart svokallaðri listrýni. Þessir veslings gagnrýnendur eru orðnir einsog hundeltur lýð- ur og lítt skiljanlegt, hvernig þeir haldast við þessa hötuðu iðju sina. Lengi hefur helsta skammaryrðið um þá verið „sjálfskipaðir menningarvit- ar”. En mérer vel kunnugt um, að þetta er argasta lygimál. Það er gengið á eftir mönnum með grasið i skónum að fá þá til að skrifa um listir og önnur menn- ingarmál i blöðin. Og vei þeim sem lætur undan. Sálarháski Ég get gilt úr flokki talað, þvi að fyrir fáum árum hafði ein- hverjum dottið i hug i vandræð- um sinum að biðja mig að skrifa um leikhús i þetta blað. Og það m.a.s. eftir ábendingu eins eða fleiri leikara Þjóðleikhússins. Ég afakkaði þann heiður að verða „sjálfskipaður menn- ingarviti”. I fyrsta lagi fann ég sárt til fáfræði minnar, og I öðru lagi var það óbærileg tilhugsun að eiga að standa i eilifu og ekki indælu striði við suma bestu kunningja sina. Ég hafði nefni- lega skrifað sjónvarpsrýni heil- an vetur og ekki af þvi mig lang- aði I eitthvert menningarvita- starf, þá frekar en nú, heldur fyrir þrábeiðni ritstjóra. En þá sjaldan islenzk leikrit voru i sjónvarpinu og ég álpaðist til að skrifa eitthvað, sem mér fannst, þá hafði ég ævinlega verið að hengja bakara fyrir smið að dómi aðstandenda. En mig langaði hvorki til að hengja bakara né smið. Enda var Ásgeir Hjartarson orðinn svo heilapindur eftir ald- arfjórðungs leikhúsumsagnir, að hann var hættur að vilja segja nokkuð, sem hugsanlega gæti styggt einhvern góðvin hans i leikhúsmannastétt. Ef nokkrum er um að kenna, að þessi óvinsæla gagnrýni skuli höfð I frammi, þá eru það rit- stjórnir blaðanna, sem endilega vilja hafa einhvern i þessum gapastokk. Og svo listamenn- irnir sjálfir, sem ætla vitlausir að verða, ef blöðin birta ekki reglulega gagnrýni. Manni getur nú sárnað Nú er það vel skiljanlegt, að mönnum sárni, sem lagt hafa langa, mikla og einlæga vinnu i eitthvert verk. Siðan kemur ein- hver maður utan úr bæ, horfir einu sinni á verkið og skrifar svo neikvæða umsögn i víðlesið málgagn. En mér er mjög til efs, að til sé nokkurs staðar sú gagnrýni, sem aðstandendur listaverks sætti sig við, sé hún ekki jákvæði. Hvaða leikhús varðar og raunar fleiri list- greinar þyrfti gagnrýnandinn helst að fylgjast með tilurð verksins stig af stigi til að skilja, hverju verið er að reyna að ná fram. En hitt sjónarmiðið er ekki siður réttlætanlegt, að umsögn i dagblaði eigi einmitt að koma frá einhverjum i hópi hinna ó- breyttu áhorfenda og sýni ein- faldlega viðbrögð þess einstakl- ings þessa stuttu stund. En þá væri lika eðlilegast, að sami maður skrifaði ekki um nema eina sýningu. Ofmat og vanmat En hversvegna bregðast lista- menn svona illa við neikvæðum umsögnum? Það virðist ærið út- breidd skoðun meðal þeirra, að umsagnir blaöa hafi afgerandi áhrif varðandi sókn á sýningar eða kaup á bókum. Þetta mun vera reginmisskilningur. Margt fólk les að visu umsagnir blaða að gamni sinu, en fæst af þvi lætur þær ráða vali sinu. Það les ekki sist um sýningu eða bók, sem það hefur hvorteðer valið sér, til að bera sina eigin skoðun saman við umsögnina. En ein- róma lof gagnrýnenda bjargar hvorki bók né sýningu. Sömu- leiðis getur bók selst upp og sýn- ing gengið mánuðum og jafnvel árum saman, þótt gagnrýnend- ur hafi dæmt hana nauðaó- merka i einum sextett. Það sem mestu skiptir hér i landi fá- mennisins og kunningsksparins eruumsagnir fyrstu lesenda og sýningargesta i sinn hóp. Það er áhrifarikari f jölmiðill en öll blöð og útvarp samanlagt og meira mark á honum tekið, enda eru blöð og útvarp einmitt talin hafa á sinum snærum þessa sjálf- skipuðu menningarvita, sem misjafnlega góðir en jafnmóðg- aðir listamenn hafa sannfært þjóðina um, að séu flestum öðr- um ómarktækari. Helst er þó, að þeir'hafi einhver jákvæð á- hrif á aðsókn, ef þeim tekst að reita nógu marga til reiði. Ekkert má maður gera Hvernig á gagnrýni þá að vera? Heiðarleg, umfram allt heiðarleg, segja listamenn. En hvað er nú það? Skyldu t.d. Matthias Johannessen og Þor- steinn Þorsteinsson ævinlega verða sammála um það? 1 skóla lærði maður, að Matthias gamli Jochumsson hefði verið svo jákvæður, að hann hældi öllum skáldskap, sem hann skrifaði um. Og það var heldur gert litið úr gamla manninum fyrir bragðið. Jakob Smári hafði það vist fyrir reglu að skrifa aldrei um neitt skáld- verk, nema hann gæti sagt eitt- hvað gott um það. Hitt leiddi hann hjá sér, og var auðvitað fólgin i þvi afstaða fyrir þá sem vissu. En vart mundi slik regla verða neitt fagnaðarefhi hjá listamönnum, sem rjúka upp með andfælum, ef einhver gagnrýnandi veikist og ekki er séð um að skrifa dóm i tæka tið. Þegar Atli Heimir segir manni frá tónleikum og tónlist- armönnum,áhanntilaðtæta þá sundur og skopast að þeim á stórskemmtilegan hátt. En þeg- ar umsögn hans birtist á prenti, er hún ekkertnema mildin sjálf. Annaðhvort hefur þá góð- mennskan náð yfirhöndinni eða samliðanin með öðrum lista- mönnum. Kannski þetta sé lausnin. Leiö oss úr villu Nú blifur þetta: Listamenn vilja ólmir hafa gagnrýni i blöð- unum. Blöðin eiga örðugt með að finna alvitra skribenta, jafn- vel ekki algóða. Sem betur fer eru þeir heldur ekki almáttugir. Almenningur kærir sig upp til hópa kollóttan, hvort gagnrýni er i blöðum eður ei, hvað þá hann taki mark á henni. Gætu nú ekki listamenn hugsaðsér að taka i alvöru jafnlitið mark á gagnrýnendum og þeir sjálfir og almenningur? Það virðast nefnilega ekki vera neinir sjálfskipaðir menn- ingarvitar á landi hér nema listamenn sjálfir. Þeir einir telja sig hafa meira vit á eigin verkum en aðrir. GLENS Maður nokkur i bænum Clare kom fyrir rétt, og var kærður fyr- ir að hafa stolið hrífu. Honum var sagt að stefnandi gæti komið með tvö vitni, sem hefðu séð hann stela grip þessum. — Já, en ég gæti komiö með tólf vitni sem ekki sáu mig gera það. — Ertu kvæntur, frændi? — Nei. — Hvemig veistu þá hvað þú átt aö gera? Rakaraneminn kom of seint i vinnuna og meistarinn lét hann fá það óþvegið. — Ég biðst afsökunar, meist- ari, sagði neminn, — en veistu bara hvað? Ég var að raka mig fyrir framan spegilinn heima, og áður en ég vissi, hafði ég prangað inn á sjálfan mig klippingu og hárþvotti. Fangi nokkur fyrir rétti i Dýflini: — Ég var nógu algáður til að vita að ég var fullur. írskur betlari: — Viljið þér ekki sjá af einum skildingi handa mér. Ég stend andspænis galtómum maga.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.