Þjóðviljinn - 18.01.1976, Síða 9

Þjóðviljinn - 18.01.1976, Síða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. janúar 1976 Drifting .Continejits Dakar. Atlantic Ocean GHANA - /SíoUm VENEZUELA Salvaáöfj BRAZIL Aöb of rock wmples 1 shows thot motching bounriory conrinuos tn Brazíl- AMERICA COLOMBIA TlMtAtap{?y k. M. Oiapíiyj# Sunnudagur 18. janúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA .9 Það verður mikið að gera Náttúruhamfarirnar í Þingeyjarsýslu sem nú hafa lagthluta Kópaskers i rúst virðast aetla að drag- astnokkuðá langinn. Þessi hrina hefur staðið siðan nokkrum dögum fyrir jól er Leirhnúkur tók að gjósa en jarðhræringar höfðu reyndar gert vart við sig öðru hvoru frá því í haust. Jarðfræðingar hafa af skiljanlegum ástæðum fylgst grannt með gangi mála fyrir norðan. Ham- farirnar hafa komið af stað miklum umræðum um ýmsar kenningar í þeirri fræðigrein. Ein slik er þó vafalaust vinsælasta um- ræðuefnið: landrekskenn- ingin. Við tókum Svein- bjöm Björnsson jarðeðlis- fræðing tali og báðum hann að segja okkur hvern- ig þessar hamfarir koma heim og saman við vísind- in. — Það hefur lengi verið rætt um gliðnun íslands meðal jarð- fræðinga. Landið er hluti Atlants- hafshryggsins og á honum hefur verið spáð gliðnun þótt ekki hafi enn tekist að staðfesta hana. Menn hafa talið að hún gerðist samfellt og hafa lengi reynt að mæla hana. Þjóðverjar hófu mæl- ingar i Gjástykki fyrir norðan Kröflu árið 1938 og komu þá fyrir nokkrum mælipunktum. Striðið kom i veg fyrir frekari mælingar og bretarnir voru mjög tor- tryggnir i garð þjóðverjanna, héldu að þeir væru að njósna og fjarlægðu eitthvað af punktunum. Eftir strið komu þjóðverjarnir aftur og mældu reglulega i nokk- ur ár. Þótt þeir kæmu þá með ná- kvæmari mælitæki tókst þeim aldrei að finna neina sannfærandi hreyfingu. Hún varð aldrei meiri en sem nam ónákvæmni tækj- anna. Þeir bjuggust við að finna þarna rök fyrir landrekskenning- unni en varð ekki að ósk sinni. Skyndilegar stórbreyting- ar einu sinni á öld? Nú gerist það hins vegar að þarna verður feiknamikil hreyf- ing. Ekki er séð fyrir endann á henni og biða menn spenntir eftir að sjá hve mikil hún verður, e.t.v. verður hún 1 metri en um það er erfitt að segja núna, bæði er hrin- unni ekki lokið og svo er ekki auð- veltað mæla hreyfingarnar þegar allt er á kafi i snjó. En þessar hræringar hafa leitt til þess að við höfum leitað að hliðstæðum i sögunni og erum farnir að lita sumt sem þar er að finna i öðru ljósi en áður. Til dæmis urðu ýmsir atburðir þarna á svipuðum slóðum seinnihluta siðustu aldar. Þeir hófust með jarðskjálftanum mikla á Húsavik árið 1872. t kjölfarið fylgdi skjálftavirkni i Mývatnssveit sið- ast á árinu 1874 og i ársbyrjun 1875 hefst gos i öskju og stuttu siðar i Sveinagjá. Siðan verður öðru hvoru vart við skjálfta á þessum slóðum fram til ársins 1885 þegar mikill skjálfti varð i Kelduhverfi. Hingað til hefur verið iitið á þessa atburði einangraða en nú veltum við þvi fyrir okkur hvort lita beri á árin 1872—85 sem eitt timabil og að atburðir þeir sem þá gerðust séu innbyrðis tengdir. Ef við litum lengra aftur sjáum við Mývatnselda árin 1724—29 og árið 1618 varð nokkuð löng jarð- skjálftahrina á sömu slóðum. Þarna virðist þvi vera um nokkuð reglulegar hreyfingar að ræða sem gerast einu sinni á rúmri öld. Suöurland hreyfist líka Á þennan hátt höfum við farið að velta þeim möguleika fyrir okkur að gliðnunin gerist ekki með samfelldu skriði heldur i stökkum. Það hefur verið rætt um að gliðnun hryggsins sé um 1 sentimetri á ári en hún getur allt eins verið einn metri á öld i einu stökki. Svo getur lika verið að '.‘T '-lífCfL • w~ wK j , 0 ,,, , * • L-' ■ r- Á þessu linuriti sést hvernig hálfur sólarhringur leit út á jarðskjálftamælinum í Reynihlíð 30. desember sl. bergið undir niðri hreyfist hægt og sigandi en að skorpan brotni i stökkum. Þær spr'ingur sem nú hafa myndast virðast aliar verða til i gömlum örum. Ég hef ekki heyrt að heil berg hafi neins staðar klofnað. Einnig virðist hreyfingin verða mest i stærstu sprungunum sem kyngu þá að hafa hreyfst i öllum hrinunum. Ef nýjar sprungur opnast er þess helst að vænta i stórum skjálftum eins og þeim sem varð á þriðjudaginn. En þessar hreyfingar hafa ekki alltaf verið á sama stykkinu. Núna gerist þetta á svæðinu frá Mývatni norður i öxarfjörð. A siðustu öld var sprungan austar eða frá öskju og náði norður fyrir Jökulsá á Fjöllum rétt fyrir sunn- an Dettifoss. En ef kenningin um gliðnun landsins reynist rétt ætti hennar einnig að verða vart á gosbeltun- um á Suðurlandi. Þar mætti þó búast við að hún væri minni hverju sinni þvi þar eru gosbeltin tvöeneitt fyrir norðan. Við vitum miklu minna um hreyfingar á Suðurlandi, einmitt vegna þess að við vissurri ekki hvernig svona- lagað gerðist fyrr en núna. En landmælingamenn hafa gert sér ákveðna mælingalinu sem liggur frá Hvalfirði austur i Eldgjá. Þessi lina hefur verið mæld öðru hvoru siðustu árin og einu sinni mældist marktæk breyting. Þá virðist hafa orðið gliðnun á sprungu sem íiggur til norðurs frá Heklu. Þessi hreyfing mældist stuttu eftir gosið sem varð i Heklu árið 1970 og er sennilega i tengsl- um við það. Stórskjálftar ekki á gos- beltunum — En hvað með þessa stóru skjálfta eins og þann á Kópa- skeri, þeir virðast fylgja þessu? — Já, en þeir verða ekki á sjálfum gosbeltunum heldur i út- jaðri þeirra fyrir norðan og á milli þeirra sunnanlands. Þessi skjálfti á þriðjudaginn virðist hafa orðið i norðurenda sprungunnar. Sama gildir um skjálftann mikla, sem varð árið 1885, hann átti upptök sin á mjög svipuðum slóðum en vestan til i öxarfirðinum. Ef við athugum þá skjálfta sem orðið hafa og mælast meira en 6 stig á Richterkvarða sjáum við að þeir verða ekki á gosbeltunum að Reykjanesskaga undanteknum. Hér á Suðurlandi hafa þeir átt upptök sin á milli beltanna, þ.e. á svæðinu frá Reykjanesbeltinu austur i Rangárvallasýslu. Fyrir norðan verða þeir einkum úti i hafinu, frá Skaga austur i öxar- fjörð. Þess vegna búumst við ekki við stórskjálfta á Kröflusvæðinu núna. — Það biður jarðfræðinga mik- ið verkefni að vinna úr þeim upp- lýsingum sem nú fást. — Já, það verður feiknamikil vinna. Eins og er höfum við varla undan að staðsetja skjálftana um leið og þeir verða. Við reynum að sinna okkar almannavarnahlut- verki eftir bestu getu, og þá verður litill timi aflögu fyrir al- menna visindastarfsemi. Reynd- ar gerir veðrið okkur einnig erfitt fyrir og litið hægt að athafna sig fyrirnorðan vegna snjóa. Við hér á Raunvisindastofnun höfum samvinnu við Veðurstofuna og Orkustofnun og reynum að hafa einn mann alltaf fyrir norðan. Núna er Ragnar Stefánsáon jarð- skjálftafræðingur þar, en um helgina fer einn af okkar mönn- um, Egill Hauksson, þangað. Hér fyrir sunnan er svo reiknað. Við vinnum úr þeim upplýsingum J Af spjöldum sögunnar Þegar blaöamaður ræddi viö Sveinbjörn um hamfarirnar fyrir norðan benti hann á að um fyrri atburði á þessum slóðum mætti fá góðar upplýsingar i bók Þorvalds Thoroddsen, Landskjálftar á ís- landi,sem kom fyrst út árið 1899 en 2. útgáfa árið 1905. Við fórum að ráðum Svein- bjarnar og þóttumst fljótlega skilja hvað jarðfræðingar sjá sameiginlegt með atburðunum 1618, 1724—29 Og 1872—85 Og þeim sem nú gerast. Sumar atvikalýs- ingar eru keimlikar þeim sem verið hafa i blöðunum undanfar- ið, hafðar eftir ibúum skjálfta- svæðanna. Litum til dæmis á það sem Þor- valdur hefur eftir Birni á Skarðsá um skjálftana 1618: „Gengu jarð- skjálftar alltiðum bæði nótt og dag um haustið og fram að jólum, hröpuðu i einum þeirra 4 bæir norður i Þingeyjarþingi, þar sprakk og jörð sundur, svo varla varð yfir komist.” Atburðirnir 1724—29 hafa verið tiundaðir hér i blaöinu fyrir stuttu en við skulum gripa niður i ein- staka lýsingar. „1724. Byrjuðu mikil eldgos við Mývatn og héldust þau þangað til 1730; á þeim árum voru jarð- skjálftahreyfingar mjög tiðar i nágrenninu..... Þá mynduðust viða sprungur og gjár og margar breytingar urðu á jarðvegi, ám, lækjum og vötnum.” „1725. Hinn 11. janúar gaus Leirhnúkur i fyrsta sinn og fylgdu gosinu jarðskjálftakippir alltið- ir.. Hinn 19. april s.á. byrjuðu gos i Bjarnarflagi 'og gengu miklir jarðskjálftar á undan og jafnhliða gosunum og voru hreyf- ingarnar harðastar hinn 8. sept- ember. Þá mynduðust laugar, gjár og sprungur, og sagt er, að jarðspildur hafi sigið og hafist.” //Gekk hún öll í smáöld- um" Um upphaf atburðanna 1872—85 segir svo: „1872. Aðfaranóttina hins 18. aprilmánaðar kl. 11 um kvöldið kom á Húsavik jarðskjálfti svo mikill, að mönnum leist ekki ugg- laust að vera inni i húsum, ef ann- ar kæmi jafnsnarpur, en litlu á eftir komu kippirnir svo titt, að ekki liðu nema 4—8 minútur milli þeirra. Engir voru þeir mjög stórkostlegir, fyr en kl. 4 um nótt- ina, þá kom einn svo harður, að húsin léku til og frá, teygðust sundur og saman, og mikið af þvi, sem rótast gat, gekk úr skorðum. Bæirnir kringum kaupstaðinn urðu þá strax fyrir svo miklum skemdum, aö fólk flúði úr sumum þeirra til hinna bæjanna, er minna hafði sakað..... Að afliðn- um þessum jarðskjálfta kom um nokkurn tima enginn hættulegur, þó altaf væru smáskjálftar með litlu millibili þangað til kl. 10 dag- inn eftir.” Kl. 10 varð svo mikill skjálfti og vitnar Þorvaldur i frásögn L.J. Finnbogasonar af honum. Hann segir m.a.: „Ég hefi enn þá slept þvi að minnast þess, hvernig jörðin varð i þessum miklu um- byltingum. Fyrst og fremst, með- an á mestu hræringunum stóð, gekk hún öll i smáöldum, siðan rifnaði hún þvert og endilangt. Sumstaðar voru rifurnar svo breiðar, að þær álitust vera full- komin 2 kvartil á breidd og ein þeirra, er iiggur ofan frá svo- nefndu Húsavikurfjalli og ofan allan Laugardal, skamt fyrir norðan Húsavik, var i fyrstu 1 1/2 alin á breidd, þar sem hún var breiðust, og viða kvað hafa legið heil jarðarstykki, sem kastað hef- ir upp úr jarðrifunni; ein liggur lika að norðanverðu i Höfðanum skamt fyrir utan og neðan Húsa- vik, sem svo mikill hiti er i, að það rauk upp úr henni stöðugt i 4 sólarhringa.... Enn þá (i mai) ganga hér jarðskjálftar, þó ekki svo mikilfenglegir að þeir olli skemdum. Við þetta ógurlega til- felli hafa 104 manns orðið hús- næðislausir....” Gos i öskju Eftir þetta fara ekki miklar sögur af skjálftum þar til árið 1874. „Rúmri viku fyrir jól fór að bera á jarðskjálftum i Mývatns- sveit; fóru þeir smávaxandi og milli jóla og nýárs komu kippir á hverjum degi. Ekki voru kippirn- ir langir og harðir, en stundum svo tiðir, að ekki varð tölu á kom- ið.... Hinn 2. janúar og næturnar fyrir og eftir voru nærri sifeldar hræringar i Mývatnssveit.... Hinn 3. janúar byrjuðu Dyngjufjöll að gjósa. Jarðskjálftakippir þessir héldust langt fram á vetur, en fóru heldur minkandi og urðu strjálari eftir þvi sem nær dró 29. marz, er Dyngjufjöll gusu i annað sinn og þeyttu vikurösku yfir alt Austurland. Þá voru einnig fyrir nokkru (18. febrúar) byrjuð gos á Mývatnsöræfum og héldust þau fram undir haust, en ekki er þess getið að þeim hafi verið samfara neinir miklir jarðskjálftar, aðeins smátitringur við og við.” Gosin sem hér er átt við voru i Oskju og Sveinagjá. Jarðskjálfta varð einnig vart i október-nóvember 1880 og á sama árstima 1882, og urðu þeir harð- sem fást á skjálftamælana fyrir norðan. Það eru einir sex mælar á þessu svæði: á Húsavik og Skinnastað, i Reynihlið, Kröflu og Gæsadal — þessir þrir eru stað- settir i þrihyrning og lesið af þeim á einum stað, i Reynihlið — og loks er einn á Grimsstöðum á Fjöllum. Orkustofnun hefur mik- inn áhuga á þessum fjórum sið- astnefndum þvi þeir mæla hræringar sem verða i nágrenni Kröfluvirkjunar og við Dettifoss þar sem rætt hefur verið um að reisa virkjun. Þeir velta þvi fyrir sér hvenær ráðlegt sé að halda á- fram með Kröfluvirkjun og einnig hvort ráðlegt sé að reisa stöðvar- hús væntanlegrar Dettifossvirkj- unar á fyrirhuguðum stað. en hann er nálægt þar sem Sveina- gjá liggur yfir Jökulsá. En fyrst við erum komnir inn á þetta svið má benda á að Kisiliðjan er á mun hættulegra svæði en Kröflu- virkjun þvi i nágrenni hennar eru miklar sprungur sem hafa hreyfst i þessari hrinu. Komið í skólabækur eftir örfá ár — Eru þessar hamfarir ekki jarðfræðileg stórtiðindi á heims- mælikvarða? — Jú, Island er einn af fáum stöðum i heiminum þar sem út- hafshryggur er á þurru og hér hefur lengi verið spáð gliðnun. Nú eru ekki allir jarðfræðingar sáttir við landrekskenninguna og þvi er það stóra spurningin varðandi þessar hafmfarir hvort hér er um hreina gliðnun að ræða eða gliðn- un sem stafar af láréttu vixl- gengi. Einhver gliðnun hefur ó- neitanl. átt sér stað. Við megum búast við þjóðverjunum aftur sem sjá nú loks hreyfingu eftir tæpl. 40 ára rannsóknir og eflaust verður urmull af jarðfræðileið- öngrum hér á ferðinni i sumar. Það tekur okkur eflaust 1-2 ár að vinna upp góða lýsingu á þvi sem nú er að gerast en þegar henni er lokið ætti hún að renna beint inn i skólabækurnar. Það verður þvi mikið að gera hjá jarðfræðingum næstu ár. astir i Þistilfirði. 2. nóvember 1884 urðu menn varir við all- snarpan skjálfta á Húsavik, i Kelduhverfi og Þistilfirði (Þistil- fjörður er i svo til beinu fram- haldi af sprungustefnunni frá öskju). 50—60 faðma sandstólpar 25. janúar 1885 reka svo mátt- arvöldin endahnútinn á þessa löngu hrinu með miklum skjálfta i Kelduhverfi. „Landskjálfti þessi kom kl. 10.50 f.h. og stóð yfir i 2—3 minútur; jörðin sprakk viða i sundur og gekk i öldum; upp um sprungurnar gaus viða mórautt vatn, eins og háir hverir, marga faðma i loft upp.... Isinn á Vik- ingavatni var 1/2—3/4 alin á þykt; hann brotnaði allur og hrúgaðist saman i garða; austurhluti vatns- ins varð alrauður og israstirnar gengu i vestur, jakarnir reistust alla vega á rönd og hrúguðust hver ofan á annan; viða voru star- kólfar neðan i jökunum; þar sem vatnið var grynst, reif isinn gróð- urinn burt úr botninum. Sumstað- ar braut upp bakkana og frosnar torfur stóðu upp á rönd; það er jafnvel sagt, að hólmar i vatninu hafi færst úr stað, mjakast dálitið frá austri til vesturs. Norðvestan við Vikingavatn eru sléttir sand- ar; upp um þá gaus stórkostlega á þrem stöðum; voru gosstólparnir svartir á lit og 50—60 faðma háir; komu gosin i hvert sinn fyrst að austan og færðust svo i vestur....” Þorvaldur segir einnig að á þess- um slóðum hafi viða orðið jarðsig sem nam 3 álnum og mynduðust Flett í bók Þorvalds Thoroddsen um jarðskjálfta á Islandi — Fróðlegur samanburður stórir gigar, sá stærsti 60—70 faðmar ummáls, sem fylltust af vatni. Jörð var viða sprungin sem mest umhverfis bæinn á Grásiðu. Grjóthrun mikið varð á austan- verðu Tjörnesi, við bæinn Sultir vestan við Vikingavatn og viðar. Einnig getur Þorvaldur þess að tærar bergvatnsár hafi flóð yfir bakka sina og orðið hvitmórauðar á lit. I þvi sambandi má benda á að vatnið i uppsprettulindinni á Skógum sem óx mjög nú á dögun- um varð eitt sinn alhvitt á lit mönnum til mikillar undrunar. Ljúkum við þá tilvitnunum i bók Þorvalds en þær eru teknar af bls. 213—31. ..1 ■ ■.: ■ 111111 |Í

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.