Þjóðviljinn - 24.02.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.02.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriöjudagur 24. febrúar 1976 UOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. SÖKIN ER EKKI VERKAFÓLKS A miönætti síðast liðna nótt var rétt vika liðin siðan hin almennu verkföll, sem nú standa yfir hófust, en verkföll sjómanna hófust þremur dögum áður og hafa þvi staðið i 10 daga. Það var von flestra i upphafi þessara verkfalla, að þau stæðu aðeins skamma hrið, og margir munu hafa reiknað með þvi að lausn hlyti að finnast i fyrstu vik- unni. — En nú er önnur vikan tekin að liða og enn er ósamið um meginatriði, þótt nokkuð hafi þokast i samkomulagsátt i ýmsum efnum. Standi hin viðtæku verkföll fram yfir miðja þessa viku, svo sem allar horfur virðast á, þá verða tapaðir vinnudagar þar með orðnir fleiri á þessu ári af völdum verkfalla en nokkru sinni fyrr á árabilinu 1960-1975, og gifurleg verðmæti hafa farið forgörðum. Þátttakan i verkfallinu nú er almennari en nokkru sinni fyrr, þvi verða þeir vinnudagar, sem tapast i viku hverri, sem verkfallið stendur i heild fleiri en áð- ur var. Hverjir bera ábyrgð á þessu verkfalli? Eru það pólitiskir æsingamenn, máske hér við Þjóðviljann, eins og áróðurs- stjóri Framsóknarflokksins, heldur fram? Eru það fáeinir ábyrgðarlausir glæfra- menn i forystu verkalýðsfélaganna, eins og Morgunblaðið og talsmenn Sjálfstæðisflokksins vilja vera láta? Er það verkafólkið, sem i nauðvörn gegn grimmdarlegum árásum rikis- stjórnar og þingmeirihluta á lifskjör hinna lakast settu i þjóðfélaginu, hefur nú séð sig tilneytt að beita verkfalls- vopninu, þegar önnur úrræði þraut? Nei, það er enginn þessará aðila, sem á sök á þvi, hvernig komið er. Sem dæmi um, hversu fráleitt það er af hálfu stjórnarflokkanna, að telja einhvers konar ástæðulausa ,,æsingastarfsemi” af hálfu Alþýðubandalagsins eiga sök á verkfallinu, — þá skal hér vitnað i um- mæli — sem einn af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik, en hann er jafnframt varaform. i fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, Verslunar- mannafélagi Reykjavikur, lét falla i blaðaviðtali i siðustu viku: Magnús L. Sveinsson, sagði: ,, ... en þar sem ekki hafa fengist nokkrar minnstu undirtektir fyrir nein- um kjarabótum hjá fólki, sem verður að sætta sig við 55-60 þús. króna mánaðar- laun, eins og stór hópur verslunarfólks verður að gera, og enginn árangur hefur náðst á þessum 2 og 1/2 mánuði (siðan Al- þýðusambandið sendi rikisstjórninni kröf- ur sinar), þá á fólkið einskis annars kost, en knýja fram kjarabætur með verkfalls- vopninu.” Þetta er einmitt hárrétt athugað hjá þessum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, og vonandi að hann og aðrir dragi rétta lærdóma af þeim staðreyndum, sem þarna er vakin athygli á. Það er hvorki verkafólkið, eða pólitiskir æsingamenn, sem bera eiga ábyrgð á þvi, hvernig komið er. Ábyrgðina ber sú rikisstjórn, sem með völd fer á Islandi, og fyrir það skal hún hljóta sinn dóm, — þvi fyrr þeim mun betra. Kjaraskerðingaraðgerðir rikisstjórnar- innar hafa óumdeilanlega leitt til um 25% kaupmáttarrýrnunar hjá fólki sem nú hef- ur um og innan við 60 þús. krónur i dag- vinnutekjur á mánuði. Þetta jafngildir þvi, að t.d. vikukaup, sem fyrir tveimur árum var 12.000,- krón- ur hefði verið lækkað með valdboði niður i 9.000.- krónur, en verðlag hefði staðið i stað. Fjórða hver króna tekin úr launaum- slaginu, en verðlag óbreytt. Það, sem verkalýðshreyfingin berst fyr- ir nú, er að fá einhverja leiðréttingu, vegna þessarar hrikalegu kjaraskerðing- ar. Það eru afkomumöguleikar láglauna- fólksins, fólksins með 50-70.000.- krónur i dagvinnutekjur á mánuði, sem baráttan stendur um. Aldrei fyrr hefur verkalýðshreyfingin reynt af meiri alvöru en einmitt nú, að ná fram markverðum leiðréttingum á lifs- kjörum, með öðrum leiðum, en beinum kauphækkunum eingöngu. Aldrei hefur verkalýðshreyfingin reynt af meiri alvöru en einmitt nú að fá fram viðunandi leiðréttingar án verkfalla. En allt kom fyrir ekki. Þótt Alþýðusam- band íslands sendi rikisstjórninni um mánaðamótin nóvember og desember s.l. kröfur sinar um aðrar kjarabætur en bein- ar kauphækkanir, það er kröfur um póli- tiskar ráðstafanir lágtekjufólki i hag, — þá lét rikisstjórnin, eins og hún hefði ekki heyrt þessar kröfur og þær alvarlegu að- varanir, sem fylgdu. Þvert á móti var þingmeirihlutanum áfram beitt til enn frekari kjaraskerðingar. Vika leið eftir viku, mánuður eftir mánuð, og engin já- kvæð hreyfing komst á, hvorki hjá rikis- stjórn eða atvinnurekendum. Og nú þegar verkföllin miklu hafa staðið á aðra viku, þá hefur verkafólki ekki enn verið boðin nein trygging fyrir þvi, að kjörin versni ekki enn á árinu 1976, hvað þá heldur að boðið hafi verið upp á nokkrar raunverulegar kjarabætur fyrir utan það, sem að lifeyrisþegum snýr. —k. Mikið starf framundan hjá ABR Alþýðubandalagsfélagið i- Reykjavik starfar með tals- verðum krafti þessar vikurnar. 1 haust voru gerðar skipulags- breytingar á félaginu og hafa þær gefið góða raun. Félaginu var skipt i hverfisdeildir, sem kjósa i fulltrúaráð; fulltrúaráð- inu er ætlað að vera stefnumót- andi aðili i starfi Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik um Jeið og það hefur ákveðnu hlutverki að gegna i sambandi við skipan framboðslista á vegum félags- ins. Um siðustu helgi var hald- inn fyrsti fundur fulltrúaráðsins og tókst hann með miklum ágætum, Milli sextiu og sjötiu aðal- og varafulltrúar sóttu fundinn og urðu fjörugar um- ræður um framsöguerindin, er fjölluðu um stjórnmálastöðuna, efnahagsmál, borgarmál og þingmál. M ikilverðasti árangur fulltrúaráðsfundarins var að á honum var lagður grundvöllur að auknu félagsstarfi i Reykja- vik og ákveðið að fram skuli fara viðtæk umræða og stefnu- mótun i nokkrum málaflokkum sem verða munu á dagskrá deilda- og félagsfunda á næst- unni. Það er mjög áriðandi að sem flestir félagar i Alþýðu- bandalaginu i Reykjavik taki virkan þátt i þeirri umræðu, sem lögð hafa verið drög að af fulltrúaráðinu, þannig að stefnumótun félagsins endur- ■ m m spegli vilja sem flestra félags- manna. Fréttir úr borgarstjórn Það er ekki ofsögum sagt að borgarstjórnarmeirihlutinn i .Re.vkjavik hefur sterka áróðursstöðu. Fyrir utan blaða- kost Sjálfstæðisflokksins er meirihlutinn i þeirri aðstöðu að lita allar fréttir af starfi borgar- stjórnar i rikisfjölmiðlum. Sam- þykktir borgarstjórnar eru að sjálfsögðu samþykktir borgar stjórnarmeirihlutans og er þvi greint frá þeim i rikisfjöl- miðlunum sem formlegum ákvörðunum eins og eðlilegt er. Hinsvegar er umfjöllun sjónvarps og útvarps um borgarmál ákaflega yfirborðs- kennd og ekki greint frá þróun mála svo neinu nemi. Nú hefur til dæmis borgarstjórnarmeiri- hlutinn tekið upp á sina arma að einhverju leyti kröfur þær, sem minnihlutaflokkarnir i borgar- stjórn hafa barist fyrir árum saman, um dagvistunarstofn- anir og ibúðir fyrir aldraða. Fyrir nokkrum árum mátti meirihlutinn ekki heyra á þetta minnst. Nú er hinsvegar skýrt frá þessum málum eins og þau hafi verið sérstök baráttumál borgarstjórnarmeirihlutans. — Sannleikurinn er hinsvegar sá að hann hefur verið knúinn til stefnubreytingar af minnihluta- flokkunum og almenningsálit- inu. Annar þátturinn i þessari yfirburðaaðstöðu i áróðri er sú staðreynd að embættismanna- kerfi borgarinnar er allt i flokkslitum Sjálfstæðisflokks- ins. Af 37 „forstjórum” borgar- innar eru aðeins einn eða tveir ekki flokksbundnir Sjálfstæðis- menn. Fyrir kosningar er þess- um embættismönnum uppálagt að ljúka verkefnum og koma með kosningabombur fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og þess á milli ljá þeir pólitiskum hyglunaraðgerðum flokksins við stjórn borgarinnar faglegan svip. Tvö áróðursdœmi Hér skulu aðeins nefnd tvö ákveðin dæmi um áróðursbrögð borgarstjórnarmeirihlutans. 1 sjónvarpsfréttum á laugardag- inn var sagt frá samþykkt til- lögu frá borgarstjórnarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins um aukna varðlæknisþjónustu i Reykjavik. Þess var hinsvegar ekki getið að einnig voru sam- þykktar breytingartillögur frá öddu Báru Sigfúsdóttur og Al- freð Þorsteinssyni og tillagan var siðan samþykkt samhljóða. Þessi ónákvæmni i frétta- flutningi fékkst ekki leiðrétt fyrr en i næsta fréttatima á eftir. Annað dæmi og sýnu alvar- legra er það hvernig stefna ihaldsins ' um óheftan einka- bilisma er sifellt falin i frétta- flutningi af borgarmálum. Þess er aldrei getið beint að einka- bilsminn kosti skattborgarana krónu. Allur kostnaður við þjónustu við einkabilinn er fal- inn undir liðnum viðhald gatna, en hinsvegar er það skilvislega tiundað og á þvi hamrað hvað reykvikingar þurfa að greiða mikið með strætisvögnunum ár- lega. Stefna Alþýðubandalags- ins um stórbætt kerfi al- menningsvagna er kölluð kostnaðarauki. Þvi er hinsvegar ekki hampað að notkun nagla- dekkja þýðir um 40 þús. krónur á ári i auknum viðhaldskostnaði á malbiki á hverja einustu bif- reið. Þannig liðst borgar- stjórnarihaldinu að stýra frétt- um af stjórnvisku sinni ár eftir ár. Þeirra er ábyrgðin Verkfallið hefur nú staðið i viku og almenningur er farinn að finna áþreifanlega fyrir þvi. Á hverjum degi fara gifurlegir fjármunir i súginn vegna stöðvunar atvinnutækja og tapaðra veiðidaga á loðnunni. Þeir eru margir sem skammast út i verkfallið og afleiðingar þess. Stjórnarblöðin reyna með áróðri að ýta undir þessa óánægju og firra sig ábyrgð á ástandinu. Launafólk sjálft má þó ekki eitt augnablik gleyma þvi hverjir bera ábyrgð á þvi að verkalýðshreyfingin hefur neyðst til þess að gripa til sins eina neyðarúrræðis. Það eru at- vinnurekendur, sem hafa haft fullkomlega óraunhæfa afstöðu til samningagerðarinnar, og rikisstjórnin, sem neitaði að ræða við alþýðusamtökin um þær pólitisku aðgerðir, sem hún hafði lagt fram i allmörgum punktum, og Morgunblaðið hafði þó kallað ábyrgan grund- völl, sem stuðlað gæti að lausn kjaradeilunnar. Þeirra er þvi ábyrgðin, og hún er stór. — ekh. SKORIÐ $

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.