Þjóðviljinn - 24.02.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.02.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. febrúar 1976 ÞJÖDVILJINN — SÍÐA 3 V erkfallsbrot á Snæfellsnesi Annað hindrað — hitt fullkomnað Fyrir helgina frömdu sjómenn á tveim bátum á Snæfellsnesi verkfallsbrot, þótt ekki yrði nema annað þeirra fullkomnað. Sigurður Lárusson, formaður verkalýðsfélagsins á Grundar- firði sagði Þjóðviljanum i gær, að skipverjar á Siglunesi hefðu róið aðfaranótt laugardags, en þá var verkfall hafið bæði i landi og á sjó. Báturinn reri með linu sem hann átti fullbeitta 13. febrúar en hann komst ekki út þá til róðra vegna veðurs. Netabátar hefðu ekki heldur komist þá að sækja net sin en fengið til þess undan- þágu. Siglunesi hefði hins vegar verið neitað um hana. Að sögn Sigurðar var i fyrstu álitið að aðeins væru á bátnum stýrimaður og vélstjórar, sem ekki voru i verkfalli, en hann reyndist með fulla skipshöfn er hann kom að á laugardaginn og ætlaði að landa. Af löndun varð þó ekki þar sem 15-20 verkfallsverðir hindruðu slikt, og er fiskurinn, eitthvað á annað tonn, enn i bátnum, en ætl- un skipverja mun hafa verið að setja hann i herslu, þar sem ekkert er unnið i frystihúsinu. Þá hafði Þjóðviljinn samband við Gunnar Kristófersson for- mann Verkalýðsfélagsins Aftur- eldingar á Hellissandi. Hann sagði að þar hefði eitt alvarlegt verkfallsbrot verið framið, sem þeir hefðu orðið of seinir til að koma i veg fyrir. Báturinn Hamrasvanur sem róðið hefði sem landróðrabátur frá Eifi hefði ekki komið inn fyrr en eftir tveggja eða þriggja daga útivist á föstudaginn var, en verkfall hófst á Sandi þann 19. Hefðu skipverjar landað aflanum og flutt hann suður á Hellna, þar sem aðstaða er til að verka hann i salt. Hellnar teljast hins vegar ekki á félags- svæði neins verkalýðsfélags og var þvi litið hægt að gera eftir að fiskurinn var þangað kominn, úr þvi að ekki var tekið fyrir flutning hans þangað, en til þess sagði Gunnar að fregnir hefðu borist of seint. Að öðru leyti sögðu þeir kolleg- ar að allt væri rólegt á Snæefells- nesi það þeir best vissu og ekki aðrar alvarlegar tilraunir til verkfallsbrota. —erl Forsætisráðherrann hefur tvisvar skotið upp kollinum um helgina Myndina tók —gsp á fundi með Tækniskólanemum um helgina. FUNDINN! Okkur er ánægja af þvi að geta birt i blaðinu glænýja mynd af Geir Hallgrimssyni forsætisráðherra. Hann hefur litið sést siðustu vikurnar, dregið sig að þvi er virðist i hlé meðan sviptingar og átök i þjóðfélaginu eru á jafn háu og hættulegu stigi og nú er. Hlédrægni Geirs hefur hins vegar þýtt aukið álag á samráð- herra hans og þá ekki sist dóms- málaráðherrann, sem hefur staðið i ströngu við að réttlæta aðgerðir eða aðgerðaleysi rikis- stjórnarinnar i ýmsum þeim Imálum, sem ofarlega eru á baugi. Já, Geir hefur litið sést og verið afar upptekinn þegar a.m.k. Þjv. hefur reynt að ná tali af honum, vegna eins eða annars. Hins vegar fundum við hann i tvigang um helgina og fengum vissu okkar fyrir þvi að enn væri hann á róli þótt leynt færi. 1 annað skiptið var for- sætisráðherrann á efnahags- málaráðstefnu sjálfstæðis- flokksins, sem haldin var a Loftleiðahótelinu og i hitt skiptið er þessi mynd var tekin, var hann á fundi hjá Tækni- skólanemum!! Sannarlega önn- um kafinn maður a’tarna! — gsp Sjónskifan á Vighól er oft heimsótt af kópavogsbúum, sem nú taka það óstinnt upp, að bæjaryfirvöld skuli hafa úthlutað byggingalóðum undir einbýlishús, sem skyggja munu á hið frábæra útsýni. Mynd: —gsp Kópavogsbúar þinga um „grænu svæðin Kópavogsbúar hafa f mörg horn að líta um þessar mundir hvað snertir náttúruvernd og „græn svæði" í bæjarfélaginu. Áhugi er enda mikill meðal bæjarbúa og um helgina var haldinn almennur b o r g a r a f u n d u r um „Manninn og umhverfi hans". Einkum eru þrjú mál ofarlega á baugi um þessar mundir. Fyrst er þar að telja fyrirhugaða lagningu hraðbrautar i gegnum Fossvogs- dal, en sú ráðagerð mætti þegar i upphafi afar kröftugri mótspyrnu bæjarbúa, sem réðust i blaðaút- gáfu o.m.fl. til þess að túlka sin sjónarmið. Þá lita menn hornauga fyrir- hugaða byggingu Fjölbrautar- eða menntaskóla i kirkjuholtinu auk þess sem þar mun eiga að risa safnaðarheimili vesturb.æ- inga og jafnvel einhver fleiri mannvirki. Kirkjuholtið með öllu sinu grjóti þykir ákaflega fallegt og hefur til þessa verið friðað gegn hvers konar tilfærslum. Mál málanna þessa dagana er þó lóðaúthlutun fyrir tvö einbýlis- hús fyrir fram sjónskifuna á Vig- hól, sem er einn hæstu punktur á Reykjavikursvæðinu. Þaðan er viðsýnt til allra átta og kópavogs- búar flykkjast þangað unnvörp- um til þess að skima yfir ná- grennið. A fundinum um helgina ræddi framsögumaðurinn, Finnur Torfi Hjörleifsson úr náttúruverndar- nefnd bæjarins m.a. um þessa lóðaúthlutun og gat þess að tæp- lega þrjúhundruð kópavogsbúar úr næsta nágrenni Vighóls hefðu skrifað undir mótmælaskjal og krafist þess, að lóöaúthlutunin yrði afturkölluð. Hefur sú málaleitan hins vegar til þessa fengið litinn hljómgrunn meðal bæjarstjórnarfulltrúa meirihlutans, enda hafa fram- sóknar- og sjálfstæðisflokkur (meirihlutinn) skipt lóðunum bróðurlega á milli sin, þ.e. framsókn með aðra og ihaldið hina. —gsp Verkfallsverðir i Keflavik Tóku fyrir bensínafgreiðslu á einkabíla „verndaranna” A laugardaginn fóru verkfalls- verðir úr Keflavik upp á Kefla- vikurflugvöll og iokuðu þar bensinstöð, sem afgreiddi bensin á einkabila hermannanna. Stöð þessi er i eigu Navy Exchange,. sem annast öll viðskipti á vellin- um, hefur á boðstólum Essó- ben'sin á 55 sent gallonið en það er rúmar 20 krónur islenskar. Starfsmenn þar munu vera þrir, þar af tveir islendingar, en verk- fallið hefur ekki verið látið ná til starfsmanna hersins eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum sl. laugar- dag. Logi Þormóðsson i Keflavik var einn af þeim verkfallsvörðum, sem lokaði stöðinni. 1 samtali við Þjóðviljann i gær sagði hann, að á föstudaginn hefði stöðinni verið gefinn frestur til hádegis á laug- ardag til að hætta afgreiðslu. Að honum loknum hefði svo stöðinni verið lokað. Er verkfallsverðir komu svo upp á völl i gærmorgun til að fylgjast með framkvæmd lok- unarinnar voru þar fyrir menn úr öryggislögreglu staðarins og ætl- uðu að láta starfsmenn hefja af- greiðslu undir sinni vernd. Verkfallsverðir komu i veg fyrir slikt og lokuðu stöðinni. Urðu 40—50 bilar frá að hverfa og er stöðin nú undir eftirliti verkfalls- varða. Logi sagði að bilar her- mannanna hefðu verið orðnir mjög áberandi á götum Keflavik- ur, en áttundi hluti bæjarbúa er af þvi sauðarhúsi. Verða þeir nú að deila bensinskortinum með sam- borgurum sinum uns verkfall leysist. Bilar herliðsins sjálfs fá hins vegar bensin úr öðrum geymum, og ættu þvi „varnir” landsins ekki að verða óvirkar vegna bensinleysis láti óvinurinn á sér kræla meðan verkfall stend- ur. —erl. Naumt skammtaö vínið á þremur veitingahúsum Fyrir helgina lögðu eftirlits- menn vinveitingahúsa hald á sjússamæla i þrem veitingahús um i Reykjavik vegna þess að á þá vantaði löggildingarmerki. t gær var athugun og mælingu á mælum frá einu húsanna lokið og reyndust þeir vera 10—12% minni en lög segja fyrir um, eða 2,6—2,7 sentilitrar i stað þriggja. Þetta staðfesti William Th. Möllcr fulltrúi lögregiu- stjóra i gær. Mæla hinna hús anna tveggja kvað hann þó ekki lögiega upp mælda, en þeir munu áþekkir hinum að stærð og gerð. Að sögn Williams var hér ekki um neina allsherjar „rassiu” að ræða, heldur aðeins þátt i venju legu eftirliti eftirlitsmannanna. Voru mælar annarra húsa ekki athugaðiri sama sinn og finnast tæpast ólöglegir mælar þar á næstunni hafi þeir verið viðar notaðir. Til marks um hagnaðinn sem hafa má af vinsölu með notkun mæla sem þeirra er teknir voru má taka, að úr flöskunni fást þá 28—29 sjússar i stað 25. Nokkuð er misjafnt verð á hinum ýmsu vintegundum en ekki ætti að vera fjarri lagi að áætla hagn aðinn 5—600 krónur af hverri flösku. Það ætti að geta orðið dálagleg upphæð á einu kvöldi en rannsókn er ekki hafin á þvi hverjir hana hafa fengið. Það biður sakadóms, en að uppmæl ingu lokinni verður málið sent sakadómi til rannsóknar —erl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.