Þjóðviljinn - 19.05.1976, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. mai 1976 Þ.JÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Ræða Ossurar Skarphéðinssonar, formanns Stúdentaráðs, af þingpöllum
Þingmenn
Þið eruð nú i þann mund að
samþykkja lög um opinbera
námsaðstoð, sem, eins og öllum
er kunnugt, brýtur i bága við
vilja alls þorra námsmanna, og
er i meginatriðum andstæð til-
lögum Kjarabaráttunefndar
okkar. Og ykkur hlýtur að vera
ljóst, að þið hafið nú endanlega
sagt námsmannahreyfingunni
strið á hendur.
Tillögur námsmanna hafa al-
gerlega verið sniðgengnar
1. þrátt fyrir, að þær uppfylltu
öll þau skilyrði sem sett voru
um hlutfall endurgreiðslna af
lánum,—
2. Þrátt fyrir að endur-
skoðunarnefndin hafði sam-
einast i meginatriðum um til-
lögur Kjarabaráttunefndar,—
3. þrátt fyrir gaspur alþingis-
manna um jafnrétti til náms,
mátt menntunar og arðvæn-
lega fjárfestingu þjóðarbús-
ins i námi,—
4. þrátt fyrir allt þetta og öll
bros og kumpánleika Vil-
hjálms frá Brekku á fundum
sinum með námsfólki, þá
gerðist það samt, að málið
var rifið úr höndum endur-
skoðunarnefndarinnar, eftir
Formaður stúdentaráðs flytur tölu sina (Lengst til vinstri á myndinni) og stúdentar verja hann fyrir óeinkennisklæddum lögregluþjón-
um, sem vildu ná i kauða. (Myndir lvar Jónsson)
Eins og hnefi í andlit okkar
hartnær tveggja ára vinnu og
menntamálaráðherra lagði
fram nýtt frumvarp,—
frumvarp er gengur þvert á
tillögur námsmanna,
frumvarp sem gerir ekki ráð
fyrir 100% brúun umfram -
fjárþarfar — i fáum orðum
sagt, frumvarp sem ber öll
þess merki að vera af hinu
vonda.
HVAÐ OLLI — hver tók i
taumana? bvi er hvislað i eyra
okkar námsmanna, að Friherr
ann i Seðlabankanum hafi
neitað að ljá rikissjóði fé til að
lána námsmönnum á þeim kjör-
um sem þá leit út fyrir að yrðu
lögfest. M.ö.o. að bankavaldið
hafi sett löggjafanum stólinn
fyrir dyrnar — hvað er þá orðið
um hina lýðræðislegu starfsað-
ferð?
Þetta minnir mig á, að mæt
kona af fjörðum vestur sat hér
meðalykkarlitlahriðoglét sið-
an þauorðfalla, að hér væri
stærsta leikhús þjóðarinnar. Við
námsmenn viljum breyta þess á
þann veg, að hér er saman
komið fjölskrúðugt safn
strengbrúða- og okkur fýsir að
vita i hverra höndum þræðirnir
leika.
Þið alþingismenn verjið að
visu gjörðir ykkar með þeirri
gullvægu viðbáru, að ,,það eru
erfiðir timar — við verðum öll
að bera byrðarnar jafnt.” En
bökin eru misbreið, og þola mis-
mikið. I öllu þvi geigvænlega
myrkri sem rikir i þessum
salarkynnum, sást ef til vill
týra á skari hjá menntamála-
ráðherra, þegar hann mælti svo
á fundi með námsfólki á Hótel
Sögu i vetur leið „Við vitum að
það er nóg af peningum i þessu
þjóðfélagi — það er bara aö ná
þeim.” Og i þessum orðum birt-
ist dáðleysi ykkar og þjónkun við
auðstéttirnar best. Þvi þið —
kjörnir alþingismenn þjóðar-
innar — hafið vald til að seilast i
þá sjóði sem Vilhjálmur drap á.
En þar brestur ykkur dug. Það
samrýmist ekki hagsmunum
þeirra afla sem þið þjónið vel-
flestir með þvi að velgja hér
hægan sess. Og þegar fjár er
vantog þarf að spara, þá er ekki
fariö i þá vasa sem digrastir
eru, heldur ráðist á garðinn þar
sem hann er lægstur, og niður-
skuður gerður á tilleggi til hópa
á borð við aldraða og náms-
menn.
Alþýöa þessa lands sætir nú
þyngri atlögum en um langt
skeið. Sú kjaraskerðing, sem nú
steðjar að námsfólki, verður
ekki slitin úr samhengi við þær.
Námsmenn hljóta að búast til
varnar og treysta sem best
samstöðu sina innbyrðis og með
þeim öflum sem mögulega geta
veitt þeim stuðning. Og þvi fer
fjarri að lögfesting þess frum-
varps, sem liggur nú fyrir Al-
þingi, marki lyktir i baráttu
okkar gegn þessari ósvinnu
rikisvaldsins.
Við hljótum eftir þetta, að
.skoða baráttuaðferðir okkar i
ljósi þeirra staðreynda sem nú
liggja fyrir. Við höfum farið
með friði, sett fram hógværar
og aðgengilegar kröfur. Aö-
gerðir stjórnvalda koma þvi
einsog hnefi i andlit okkar. Við
minnumst þess hins vegar, að
kjör námsmanna hafa aldrei
batnað jafn mikið og þegar
námsmenn hafa sýnt fulla
hörku i skiptum sinum við rikis-
valdið.
Að endingu vilja námsmenn
skora á Alþingi að
1) Draga þetta frumvarp sem
nú liggur fyrir, tafarlaust til
baka.
2) Afgreiða vixillánin svo
kölluðu á gömlu lögunum.
3) Hefja þegar i stað viðræður
við námsmenn á grundvelli
þeirra tillagna sem Kjara-
baráttunefnd hefur lagt fram.
Ragnhildur Helgadóttir, forseti neðri deildar, horfir áhyggjufuil til
þingpallanna. Þcgar þetta gerðist haföi þingfundi verið slitið.
Hefndarráðstafanir gegn
námsfólki
Sjálfstœðisflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn
á sama báti
Það vakti athygli við lokaaf-
greiöslu frumvarpsins um náms-
lán og námsstyrki i fyrrakvöld að
þingmenn Sjáífstæðisflokksins og
Alþýöuflokksins ákváðu skyndi-
lega að greiða atkvæði gegn 2.
málsgrein 16. greinar, en hún
kveöur á um að námsmenn er-
lendis greiði gjald tii að halda
uppi skrifslofu SINE en á vegum
hennar cr rekin upplýsinga-
þjónusta, atvinnumiðlun, fyrir-
greiðsla i sambandi við feröir o.fl.
Þetta var ákveðið á 5 minútna
þingflokksfundi Sjálfstæðis-
flokksins, rétt áður en til at-
kvæöagreiðslu kom, sem
hefndarráöstöfun gegn hinni ske-
leggu ræöu össurar Skarphéðins-
sonar, formanns Stúdentaráðs
Háskóla islands, sem birterhér i
blaðinu i dag og var flutt á þing-
pöllum að loknum þingfundi i
fyrrakvöld.
Þeir Benedikt Gröndal og Sig-
hvatur Björgvinssontóku svo þátt
i þessum hefndaraðgerðum með
þvi að greiða atkvæöi eins og
Sjálfstæðisflokkurinn.
Við afgreiðslu frumvarpsins
um námslán og námsstyrki i
neöri deild flutti Svava Jakobs-
dóttir o.fl. margar breytingartil-
lögur en þær voru allar felldar.
Svava sagði m.a. i umræðunum:
„Endurgreiðslukjör frum-
varpsins eru með þeim hætti aö
Svava Jakobsdóttir: Námsmenn
komu með ábyrgar og
sanngjarnar tillögur
námsfólki verður eftirleiðis boöin
lán með langtum lakari kjörum
engeristhjábönkum, fjárfesting-
arsjóöum eða yfirleitt nokkurri
annarri innlendri lánastofnun.
Nú er það svo að lán úr lána-
sjóöi hafa fremur verið styrkir en
lán og það hafa allir verið sam-
Benedikt Gröndal tók þátt i
hefndarráðstöfunum ihaldsins
ásamt Sighvati Björgvinssyni.
mála um aö gera yrði ráðstafanir
til þess að sjóöurinn eyddist ekki i
veröbólgubáli. Efling sjóðsins er
nauðsynleg bæði til þess að lána-
kerfið geti náð til fleiri náms-
manna, til þess að umframfjár-
þörf veröi brúuð, til þess að spara
rlkinu þá fjármuni sem lagðir
hafa verið til þessa sjóðs. — En
fyrrmá nú rota en dauðrota. Lán-
in hafa hingað til skilað sér að
verðgildi 7% til baka en nú er
ætlunin að milli 70-90% af lánun-
um skili sér aftur i fullu raungildi.
Þessilán verða svoóhagstæð að
þeir einir sem eiga von i hálauna-
störfum munu treysta sér til að
taka þau, en hundruð náms-
manna, sem eiga eftir aö ganga
inn i störf sem metin eru til
meðaltekna eða lágtekna munu
ekki treysta sér til aö taka þau.
Þessi hópur fólks mun þvi standa
i sömu sporum og námsfólk al-
mennt áður en lánasjóður var
stofnaður. Ef það hreinlega gefst
ekki upp við námið hlýtur það að
tefjast vegna þess að það tekur
frekar þann kost að vinna með
námi en taka óhagstæöustu lán
sem um getur á Islandi.
Hér er um svo' hörmulega
afturför að ræða að þaö er nánast
ótrúlegt. Ef frumvarp þetta
verður aö lögum mun það auka
verulega misrétti i þjóðfélaginu,
og við fjarlægjumst verulega það
mark að skapa jafnrétti til náms.
Ekkert er óeðlilegt við það frá
minu sjónarmiði að hátekjumenn
endurgreiði námslán með verð-
Framhald á bls. 14.