Þjóðviljinn - 19.05.1976, Page 12

Þjóðviljinn - 19.05.1976, Page 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 19. mai 1976 Minning Spurningakeppni um umferðamál í útvarpi Miðvikudaginn 28. apríl s.l. fór fram i útvarpssal siöari hiuti spurningakeppni tólf ára skóla- barna i Reykjavik um umferða- mál. Fyrri hlutinn var skriflegur og fór fram i skólunum sjálfum. Þá urðu hlutskarpastir Mela- skðli og Hvassaleitisskóli. Þessir tveir skólar kepptu til úrslita og sigraði Melaskóli. Verölaun voru bikarar gefnir af Sambandi is- lenskra tryggingarfélaga og viöurkenningarskjöl frá lögreglu- stjóranum i Reykjavik. Fyrir Melaskóla kepptu Agnes Eir Allansdóttir, Finnur Loftsson, Guðmundur Jóhannsson, Karl Gislason, Svandis Svavarsdóttir, ína Hjálmarsdóttir og Torfi Þórhallss. Leiöbeinandi þeirra var Ólafur Einarsson kennari. Fyrir Hvassaleitisskóla kepptu Birna Antonsdóttir, Bjarnsteinn Þórsson, Bryndis Pálsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Svavar Guðmundsson, Sæmundur Andrésson og Jóhannes Jónsson. Leiðbeinandi þeirra var Haukur tsfeld kennari. Dómarar voru Sturla Þórðarson fulltrúi og Ásmundur Matthiasson varðstjóri. Keppninni verður útvarpað i barnatima 27. mai, upp- stigningardag. v; 77 Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 20. mai 1976 kl. 8.30 e.h. i Félagsheimili Kópavogs, niðri. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Um öryggissjóð og sjúkrasjóð 3. önnur mál 4. Erindi: Frásögn af Afirikudvöl Baldur Óskarsson ritstjóri. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Hjúkrunarskóli íslands Nokkrar stöður hjúkrunarkennara eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist Menntamálaráðuneyt- inu og skulu umsækjendur tilgreina menntun og starfsreynslu. Nánari upp- lýsingar veitir skólastjóri. Menntamálaráðuneytið. Fulltrúastaða 1 utanrí kisþ j ónustunni Staða fulltrúa i utanrikisþjónustunni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-' un og fyrri störf sendist utanrikisráðu- néytinu Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyrir 9. júni 1976. Staðan verður veitt frá og með 1. júli 1976. Utanrikisráðuneytið Reykjavik, 17. mai 1976. Isabella Theódórsdóttir Isabella var fædd á Blönduósi 1.9. 1933. Foreldrar hennar eru Stefania Guðmundsdóttir, sem um nokkur ár hefur dvalist á Héraðshælinu á Blönduósi og Theodór Kristjánsson sem látinn er fyrir nokkrum árum. Bæði voru þau húnvetningar að ætt og bjuggu allan sinn búskap á Blönduósi. Bella, en svo var hún kölluð af þeim sem þekktu hana, ólst upp meðal þriggja systkina. Þau eru Guðmundur búsettur á Blönduósi, Alda búsett á Blöndu- ósi og Ragna, sem er yngst, búsett i Reykjavik. A árunum eftir 1942 var Bella hjá okkur hjónum í nokkur sumur við barnagæslu, þá kynntumst við henni vel, betriog elskulegri ung- ling var ekki hægt að hugsa sér. Hún var afar glaðlynd og skemmtileg, vildi allt fyrir alla gera, einstaklega skyldurækin og passasöm með allt sem henni var trúað fyrir, og alla tið sfðan var það eins og sólargeisli, ef við hitt- um Bellu, sem okkur fannst alltaf sami elskulegi unglingurinn, þótt fulloröin væri. Ævi mannsins tifar áfram eins og stundaklukka, börnin verða unglingar og unglingarnir verða fullorðnir. Veturinn 1949—1950 var Bella i Húsmæöraskólanum á Blönduósi, eins og svo margar húsveskar heimasætur hafa ver- ið. Næst liggur leiðin til Reykja- víkur, þar kynntist hún eftirlif- andi manni sinum, Friðgeiri Eirikssyni bifvélavirkja, þau gengu I hjónaband á gamlársdag 1953. Lengst af hafa þau búið i Alftamýri 22, Reykjavik. Þeim varð sex barna auðið. Þau eru Theodór Stefán, Eirikur Ingi, ísa- bella, Bryndis Gréta, Guömann og Ingigerður, sem er yngst, 12 ára. Fœdd 1.9. 1933 - dáinn 6.5. 1976 Það eru eðlileg viðbrögð okkar að trega þá sem frá okkur eru tekin og þurfum við nokkurn tima til aö átta okkur á að vinir okkar séu svo skyndilega á braut. Við hörmum þá þvi meira sem reynsla okkar af þeim hefur veriö betri. Orð mega sin litils við sviplegt fráfall eiginkonu og móður i blóma lifsins. Fyrir hönd fjöl- skyldu okkar færum við Bellu þakkir fyrir samfylgdina og biðjum eiginmanni, börnum og aldraðri móður, blessunar Guðs. Kristin og Sigurgeir. sinar. Björgunarstöðin Gróubúö var einnig til sýnis og I húsi Slysa- varnarfélagsins komu fjölmargir i kaffi. Happdrættismiðar Slysavarnarfélagsins voru til sölu, en dregið verður i happdrættinu 1. júni. Þúsundir manna notuðu tækifærið til þess að kynna sér starfsemi Slysa- varnarfélagsins. Allan daginn var mikil aðsókn barna i að komast i björgunar- stólinn og eins og sést á myndinni þótti börnum það mikið ævintýr. Þó missi ég heyrn og mál ogróm og máttinn ég þverra finni, þá sofna ég hinst við dauöadóm, óDrottinn, gefsálu minni að vakna við söngsins helga hljóm i himneskri kirkju þinni. Ó.A. Við erum stundum minnt óþyrmilega á, að mjótt er bilið milli lífs og dauða og okkur finnst þá stundum, að of snemma sé klippt á ævi vina okkar, sem enn eru á besta skeiði. En við getum ekki deilt við dómarann, þessum dómi verða allir að hlýta. Ganga okkar frá vöggu til grafar er misjafnlega löng fyrir hvern og einn, 43 ár er ekki löng mansævi, ekki sist þegar búið er að skila stóru hlut- verki, og ætla mætti að áfanginn sem eftir væri yrði léttari og áhyggjuminni. Það liggur mikil vinna og erfiði i að koma upp stórum barnahóp og gjarnan mæðir það meira á móðurinni á meðan börnineru ung. Góð móðir hugsar vel um börnin sin og vakir yfir velferð þeirra nótt sem dag. Eins og sjá má af ofanskráðu hefur Bella skilað stóru dags- verki. Að koma upp sex mann- vænlegum börnum er stórátak og vita það þeir einir, sem þaö hafa gert. Hin siðari ár gekk Bella ekki heil til skógar, hún þurfti að dvelja á sjúkrahúsi um tima og gangast undir aðgerðir, vonir stóðu þó til að hún væri i aftur- bata en um s.l. páska versnaði henni skyndilega, sem dró til þess að hún var burt kölluð. Mikill fjöldi reykvlkinga fylgd- ist meö sýningu Slysavarnarfé- lags tslands á sunnudaginn I góöa veörinu. Þaö var björgunarsveit- -in Ingólfur sem kynnti starf Slysavarnarfélagsins meö ýms- um hætti. Sýnd voru ýmis björgunartæki og notkun þeirra. Björgunar- sveitir á höfuðborgarsvæðinu lögðu einnig sinn skerf til sýning- arinnar og félagar úr smábáta- klúbbnum Snarfara sýndu listir Samþykktar þings ályktunartillögur i gær var samþykkt i samein- uðu þingi að visa eftirfarandi þingsályktunartillögum til rik- isstjórnarinnar: Tillaga frá Helga Seljan um að gera úttekt á kostnaði viö sveitavegi á Austurlandi, eink- um með tilliti til mjólkurflutn- inga. Tillaga frá Friðjóni Þórðar- syni um jarðhitaleit á Snæfells- nesi. Tillaga frá Sverri Bergmann og Oddi Ólafssyni um könnun á vissum þáttum heilbrigöisþjón- ustunnar með tiliiti til hugsan- legs sparnaðar og enn betri þjónustu með breyttu starfs- og rekstrarskipulagi. Tillaga frá Oddi ólafssyni um takmörkun þorskvciða svo að ekki verði veiddar meira en 250 þús. lestir á Islandsmiðum árið 1976. Tillaga frá Pálma Jónssyni og Eyjólfi K. Jónssyni um sérstaka athugun á eflingu iönaöar i tengslum við framkvæmdaáætl- un fyrir Noröurlandskjördæmi vestra. Tillaga frá Kristjáni Ár- mannssyni um ráðstafanir til að koma i vcg fyrir atvinnuleysi og búseturöskun I N-Þingeyjar- sýslu. Eftirfarandi þingsályktunar- tillögur voru samhljóða sam- þykktar: Tillaga frá Þorvaldi G. Kristjánssyni o.fl. um rann- sóknir og hagnýtingu á sjávar- gróðrinum við tsland. Tillaga frá Lárusi Jónssyni um athugun á hagkvæmni brú- argeröar yfir Eyjafjaröará ná- lægt Laugalandi. Tillaga frá Steinþóri Gests- syni um rannsóknir og áætlana- gerö um heyverkunaraðferðir. Tillaga frá Vigfúsi Jónssyni og Pálma Jónssyni um að gras- kögglavcrksmiðjur i Flatey, A- Skaftafelissýslu, Ilólminum og Saltvik skuli fullgeröar áriö 1979.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.