Þjóðviljinn - 23.05.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.05.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. mai 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Listin að smíða forsetaefni: Eftir að McGovern beið ósigur fyrir Nixon 1972 var Demókrataf lokkurinn bandaríski sundruð hjörð. En nokkrum dögum síðar var gengið f rá áætlun, sem átti að gera Jimmy Carter, þáverandi ríkisstjóra í Georgiu að sameiningar- tákni og forsetaefni 1976. Hér segir nokkuð frá þvi hvernig þessi sigurför var hönnuð. Carter: Áætlunin tókst aö öllu ööru leyti en þvl, aö enn hefur ekki tekist aö sýna fram á aö Carter hafi „skoöanir”. En þaö gerir vlst ekkisvo mikiö til. Hvernig brosi J. Carters var hleypt af stokkunum Hamilton Jordan og sitt hvorum megin kápur Time og Newsweek: jákvæöar greinar I blööum koma ekki af sjálfum sér, þaö þarf aö sá til þeirra. Sjálfstraust Nokkrar bækur hafa verið sett- ar saman um þaö, hvernig hann- aöar voru þær brautir, sem stjórnmálamenn óku eftir i valdastólana. En þær hafa alltaf verib skrifaðar nokkru eftir eða löngu eftir að aðalpersónan hefur náð takmarki sinu. Mörgum er i fersku minni þegar birt voru handrit að þeim sjónvarpsmynd- um sem komu Nixon i Hvita hús- ið. Þvi má telja það merki um mikla sigurvissu kosningastjóra Jimmy Carters, að þeir leyfa Eleanor Clift, blaðamanni hjá Newsweek, að komast yfir skýrslu um 'áætlanir lútandi að þvi að koma Carter á framfæri sem forsetaefni. Skjalið sem Clift hefur „komist yfir” er um sjötiu siður að lengd og er saman tekið árið 1972. Frá þvi er gengið nokkrum dögum eftir að Richard Nixon hafði sigrað i kosningum og s^st að i Hvita húsinu I annað sinn. Kosningum sem skildu Demókrataflokkinn eftir i sárum og sundraðan eftir mikinn ósigur McGoverns. Aðalhöfundur skjals þessa var Hamilton Jordan, sem þá var pólitiskur ritari Carters, rikis- stjóra I Georgiu, en hann veitir núna forystu kosningabaráttu hans. Siðgæðisþörfin Enda þótt Newsweek kalli áætl- un þessa „spádómlega”, þá eru forsendur hennar þó i mjög rikum mæli bundnar aðstæðum ársins 1972. Þar segir að þegar Vietnam- striðinu ljúki, þá muni áhugi fólksins fyrst og fremst bundinn við innanrikismál. Endurkosning Nixons, segir þar, mun ekki hafa fullnægt þörf bandarikjamanna fyrir „forystu byggða á sterku siðgæði”, heldur magnað hana. Þvi taldi Hamilton Jordan fyrir fjórum árum, að árið 1976 yrðu góðir möguleikar fyrir „mjög happasælan og kappsaman hnetubónda og fyrrum rikisstjóra i Georgiu”. Auglýsingastjórar Carters reiknuðu honum til tekna „kenn- edybros” hans og alþýðlegheit i anda Georges Wallaces (suður- rikjademókrata einnig, sem bauð sig fram óháður 1972 og eyðilagði endanlega möguleika McGov- erns). Alþýðlegheit sem samt væru ekki spillt af kynþáttafor- dómum Wallaces. Af þvi sem nei- kvætt væri þótti þeim verst, að sú mynd sem almenningur hefði af Carter skorti „dýpt”. Með hverju ári sem líður 1 skýrslunni segir m.a.: „Það þarf meira til en að þrýsta hendur manna og segja „Ég skil vanda- mál hins óbreytta manns” til að festa nafn Carters i sessi”. Þess- vegna átti lika að nota árið 1973 til að halda þvi mjög fram, að Cart- er væri sá rikisstjóri „sem hefði mestu hrundið i framkvæmd”. Árið 1974 átti hinsvegar að leggja áherslu á það, að hann væri „leið- andi maður I Demókrataflokkn- um og meðal þeirra sem væru að rétta við flokkinn”. Arið 1975 skyldi Carter haldið fram sem „miklum hugsuð, foringja i þeim flokki, sem hefði myndað sér skoðun á þvi hvernig beri að stjórna landinu”. Og loks átti vig- orðið 1976 blátt áfram að vera: „Carter — forsetaefni”. Hörkuþjálfun Carter átti undireins að fara i hörkuþjálfun. Til dæmis átti hann að lesa á hverjum degi New York Times, Washington Post og Wall Street Journal og helst átti hann að skrifa bók lika, sem mætti vel heita „Hvers vegna ekki hiö besta?”Hann átti einnig að verða sér úti um kennara i utanrikis- pólitik og átti það að vera Dean Rusk, fyrrum utanrikisráðherra, en hann hvarf svo snemma úr dæminu vegna þess, hve mjög hann hafði verið flæktur i Viet- namstriðið. Hamilton Jordan lagði og mikla áherslu á það, að Carter yrði að koma sér upp hópum sérfræðinga og láta þá yfirheyra sig um öll þau vandamál sem upp kynnu að koma i kosningabaráttu. Stu Eizenstadt, sem um þessar mundir ber ábyrgð á „sjónarmið- um” Carters (að svo miklu leyti sem hægt er að henda reiður á þeim), hann segir sem svo i við- tali við Newsweek: „Við fengum okkur diktafón og settum saman punkta um hvert efni frá A til Z. Við fórum alls i gegnum um 40 efni. — A, akstur með skólabörn milli hverfa... F — fóstureyðingar o.s.frv...” Svona er spilaö á blöðin Blöðin skiptu miklu máli: „Það er nauðsynlegt að við byrjum strax á þvi að koma góðum frétt- um og greinum (um Carter) inn i landsblöðin. Greinar verða ekki til af sjálfu sér i New York Times og Washington Post, heldur verð- ur að hanna þær af nákvæmni og „planta” þeim. Þvi bar nauðsyn til þess að Carter kæmi sér upp lista yfir rit- stjóra og fréttaskýrendur bæði I landsblöðum og svæðablöðum, sem gott væri aö þekkja. „Það er alltaf hægt að finna tilefni til að hafa samband við þá — skrifaöu bréf þar sem þú slærð þeim gull- hamra fyrir einhverja grein og biddu þá að lita við þegar þeir eigi leið hjá”. Nefndir voru vissir fréttaskýrendur hjá New York Times og Washington Post, sem Carter átti „að leggja rækt við” og mátti vel spandera á þá af- slöppunarhelgi eða kvöldi. Forkosningar Aform Hamiltons Jordans um herstjórnarlist i kosningabarátt- unni sýnast spámannleg nú. Hann fann það á sér að forkosningar i New Hampshire og Florida gæfu Carter góöa möguleika á þvi að komast i fremstu röö strax. „For- tiö þin sem bóndi, bissnessmaður, herramaður og trúmaður og ihaldssamt umhverfi þitt — allt þetta mun koma þér til góða i New Hampshire”, segir Jordan. Eftir þetta átti Carter að kjósa sér „eitt af hinum stærri iönrikj- um sem styður demókrata að hefð og vera tiltölulega snemma með i forkosningum þar svo að hann geti þar staðið augliti til auglitis við alla andstæðingana og komiö undir sig fótum endanlega sem frambjóöandi i þungavigt”. Jordan taidi að Ohio eða Penn- sylvania gætu vel komið til greina og það var einmitt i Pennsylvaniu aö Carter náöi mjög miklu for- skoti fram yfir keppinauta sina. Hamilton Jordan hélt að Edward Kennedy yrði hættu- legasti keppinautur Carters. Þessvegna ráðlagði hann Carter að eiga sem fyrst viðræður við Kennedy um hans áform. Reynd- ar hafði Carter einmitt rætt við Kennedy sama dag og hann til- kynnti aö hann gæfi kost á sér. Hinsvegar varaöi Hamilton Carter við þvi þegar árið 1972, að hann skyldi ekki fara jákvæðum orum um Henry Jackson. „Mig grunar, að þú sért honum sam- mála um ýmis veigamikil mál. En þú skalt varast að gera nokk- uð, sem gæti hvatt hann til fram- boðs sjálfan, og þú átt aö láta honum skiljast að þú sjálfur ætlir i framboð”. Aö búa til mynd Og umfram allt átti Carter að reyna að hamra inn I almenning jákvæða mynd af sjálfum sér. 1 leiöbeiningum Jordans segir sem svo: „Þú verður aö reyna að komast hjá þvi að menn telji þig til hinna metnaðargjörnu fram- bjóðenda sem vantar hugsjónir, þess i stað skaltu festa þig I sessi sem heilsteyptan mann með á- kveöin viðhorf”. Það má að visu efast um, að þaö sem nú siðast var nefnt hafi tekist. Einn af þeim framámönn- um i Demókrataflokkunum sem mjög er andsnúinn Carter, Frank Church öldungardeildarþingmað- ur, lét svo um mælt að Carter „talaði með svo almennu orða- lagi, aö það virðist útspekúlerað i þeim tilgangi að styggja engan þann sem frambjóðandinn er i raun ósammála”. Þetta er gagn- rýni sem viða hefur verið tekiö undir og fáir munu neita þvi aö hún á mikinn rétt á sér. En jafnvei án þess að tekist hafi að smiöa Carter sem frambjóð- anda með skoðanir, þá verður ekki annað sagt en að hin fjögurra ára gamla áætlun Hamiltons Jordans hafi tekist vel. Sú stað- reynd að skjal þetta kemur fyrir almenningssjónir segir sina sögu um það. (eftir Information). /S3£S FERÐASKRIFSTOFA “ RÍKISIIAS HKINGVEGURINN 8 daga hópferð um hringveginn kringum landið dagana 21. — 28. júní. Ekið í þægilegri langferðabifreið, gist og borðað á hótelum. Fróður leiðsögumaður verður með i ferðinni. Verð kr. 49.150 á mann, alit jnnifalið. Kynnið yður nánar ferðatilhögun á skrifstofu vorri að Reykja- nesbraut 6, símar 1 1 540 og 25855.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.