Þjóðviljinn - 02.06.1976, Qupperneq 1
ÞEIR SÖMDU VIÐ BRETA
• 24 togarar verða dag hvern að
veiðum í 6 mánuði —
Um 70.000 tonn á ársgrundvelli
• Svo er greinilega reiknað
með framlengingu
Eftir hádegið I gær skiptust
utanrikisráðherrar islands og
Bretlands á orðsendingum úti i
Osló. Þar með hefur verið samið
við breta og þeim veittur réttur
til að stunda veiðar i islenskri
fiskveiðilandhelgi án truflana frá
islenskum varðskipum.
Þessi samningur, sem ráðherr-
arnir Einar Agústsson og Matt-
hias Bjarnason gerðu, hefur þó
samkvæmt stjómarskrá íslands
ekkert gildi fyrr en Alþingi
islendinga hefur samþykkt hann.
Þaðerkrafa Alþýðubandaiagsins
og annarra stjórnarandstöðu-
flokka, að Alþingi verði kallað
saman þegar til að fjalla um
málið.
1 þeim samningi, sem gerður
var I Osló, eru ákvæði yfirleitt
með sama hætti og áður hefur
verið greint frá.
Gert er ráð fyrir að 24 togarar
verði hér að daglegum veiðum, en
alls' eru það 93 skip, sem hér fá
rétt til að stunda veiðar. Heimilt
veröur að veiða upp að 20 milum
frá ströndinni, en á nokkrum
stöðum þó aðeins upp að 30
milum. Bretar skuldbinda sig til
að virða þau friðunarsvæði, sem
Islendingum er ætlað að virða.
Samið er til sex mánaða, þ.e. til
1. des. n.k., en um hvað þá taki
við er flest óljóst. Um þetta segir
svo i aðalsamningnum: „Eftir að
samningurinn fellur úr gildi
munu bresk skip aðeins stunda
veiðar á þvi svæöi, sem greint er
I hinni fclensku reglugerð frá 15.
júll 1975 I samræmi við það sem
samþykkt kann að verða af Is-
lands hálfu.”
Hér er greinilega ráð fyrir þvi
gert, að bretum verði áfram
veittar heimildir til veiða hér við
land að 6 mánuðum liðnum. Trú-
legt er að bretar telji sig nú
þegar hafa tryggingar fyrir
þessu, enda þótt það komi ekki
fram í opinberum gögnum.
Athyglisverter I þessu sambandi,
að í viðtali við Einar Agústsson,
utanrikisráöherra, sem flutt var i
fréttatima útvarpsins I gærkvöld
kom fram, að ráðherrann virtist
gera ráð fyrir áframhaldandi
veiðum breta hér eftir 1. des. en
hann komst svo að orði: „Það
sem við kann að taka eru þá
gagnkvæmar fiskveiðar þeirra
hjá okkur og okkar hjá þeim.”
Bókun Croslands
1 fréttum ntb fréttastofunnar
kemur einnig fram að I viðauka
við samninginn hefur breski
utanrikisráðherrann látið bóka,
„að telji bretar ekki liggja fyrir
viðunandi samkomulag milli rikj-
anna þann 1. des. um áfram-
haldandi veiöar breta eftir þann
tima, þá muni breska rikisstjórn-
in krefjast þess hjá Efnahags-
bandalaginu að tollaþvinganir
þess gagnvart islendingum verði
teknar upp á ný.”Sem sagt hótun
um Damoklesarsverð.
1 þessari frétt ntb. er einnig
haft eftir breskum talsmönnum,
að bretar muni nú þegar leggja
kapp á, að Efnahagsbandalagið
taki strax upp viöræður við ís-
lendinga um veiöiréttindi breta
og fleiri þjóða hér eftir 1. des.
Þá segir einnig sama frétta-
stofa, að á utanrlkisráðherra-
fundi Efnahagsbandalagsins,
sem haldinn var i Brussel I gær
hafi aðstoðarutanrikisráðherra
Vestur-Þýskalands hvatt ein-
dregið til þess, að Efnahags-
bandalagið hefji strax viðræður
við islendinga um veiðar hér inn-
an 200 milna eftir 1. des.
Alþingi komi saman
1 útvarpsviðtali við Geir Hall-
grimsson, forsætisráðherra i
gærkvöld staðfesti hann, að skiln-
ingur bresku og islensku rikis-
Framhald á bls. 14.
Mótmælum uppgjöf í unnu stríöi — fjölmennum á fundinn
ÚTIFUNDUR Á LÆKJARTORGI
KL.6
jr
I
DAG
Guðmundur J. Guðmundsson Ingólfur Ingóifsson
Alþýðusamband Islands
Sjómannasamband Islands
Verkamannasamband íslands
Farmanna- og Fiskimannasamband Islands
1 dag klukkan 6 efnir Samstarfsnefndin til verndar íand-
helginni til útifundar á Lækjartorgi um landhelgismálið i þvi
skyni að mótmæla þeim samningum, sem nú hafa verið gerð-
ir við breta, en Alþingi islendinga hefur þó enn ekki staðfest.
Þeir aðilar, sem að samstarfsnefndinni standa og til
fundarins boða eru: Alþýðusamband íslands, Sjómanna-
samband íslands, Verkamannasamband Islands, Far-
manna- og Fiskimannasamband Islands, Félag áhugamanna
um sjávarútvegsmál, Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn
og Samtök frjálslyndra.
Ræðumenn á fundinum verða: Guðmundur J. Guðmunds-
Sigurður Guðjónsson
Bjöcn Jónsson
Félag áhugamanna um sjávarútvegsmál
A Iþýðu bandalagið
Alþýðuflokkurinn
Samtök frjálslyndra
son, formaður Verkamannasambands Islands, Ingólfur
Ingólfsson, formaður Vélstjórafélags íslands og Sigurður
Guðjónsson, skipstjóri. Fundarstjóri verður Björn Jónsson,
forseti Alþýðusambands Islands.
0 Mótmælum uppgjöf i unnu striði!
• Gegn óhæfusamningum!
• Fyrir islenskum sigri!
• Fjölmennum á útifundinn klukkan 6 i dag!