Þjóðviljinn - 02.06.1976, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 02.06.1976, Qupperneq 4
'4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. júni 1976. UODVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgcfandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Hitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson (Jmsjón meö sunnudagsblaði: AJrni Bergmann Rltstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Þrentun: Blaöaprent h.f. MÓTMÆLUM 1 DAG Þegar þetta er ritað er ekki enn ljóst hvað kemur út úr viðræðunum i Osló, en margt bendir til þess, að samningar séu á næsta leiti, samkvæmt þvi sem haft er eftir breskum og islenskum ráðamönnum i Osló. Efnisatriði hins breska tilboðs Anthonys Croslands eru þó þekkt i meginatriðum: 1. Þar er gert ráð fyrir 24 togurum að veiðum á dag að jafnaði og þeir veiða á sex mánuðum 35—40 þúsund tonn, 6.000 tonn á mánuði að jafnaði, eða mun meira en bretar fengu hér siðustu mánuði skv. eigin tölum, en þá fengu þeir að jafnaði 5.500 tonr. á mánuði. Það eru aðeins svivirðilegar falsanir þegar Morgunblaðið hefur staðhæft að samningstilboð Croslands þýði afla- minnkun breta um 40 þúsund tonn. Þá sleppir Morgunblaðið landhelgisgæsl- unni eins og hún sé alveg gagnslaus við að halda breskum veiðiþjófum í skefj- um. 2. í breska tilboðinu er gert ráð fyrir því, að framhald málsins að samningstima loknum verði i höndum Efnahags- bandalagsins, og bretar hafa ekki feng- ist til þess að afsala sér þvi að heimta veiðar hér við íslandsstrendur eftir að samningurinn rennur út. Þetta þýðir, að til viðbótar við ránsskapinn sem bretar með þvi að neita að viðurkenna land- helgina i rauninni hóta að framkvæma hér, bætist hættan á viðskiptaþvingun- um allra rikja Efnahagsbandalagsins. Samningurinn myndi þvi þannig úr garði gerður bæta nýju vopni i vopnabúr breska útgerðarauðvaldsins gegn is- lendingum. Með þvi að samþykkja slikan samning væru islendingar að taka á sig áhættuna af viðskiptaþvingun — og hver trúir þvi að núverandi rikis- stjórn á íslandi hafi burði til þess að standast slikt? Eftir að þessi efnisatriði spurðust út hefur ekki linnt ályktunum og samþykkt- um frá fjölmörgum félagasamtökum i landinu þar sem samningsuppkastinu er harðlega mótmælt. Þessi mótmæli munu ná hámarki sinu til þessa i dag, en þá hefur samstarfsnefndin til verndar land- helginni boðað til útifundar i Reykjavik kl. 6 i kvöld. Þar þarf fjöldinn að sýna andúð sina við samkomulagsdrögin sem islensku ráðherrarnir hafa verið að makka um úti i Oskú Þeir sem boða fund þennan eru stærstu samtök landsins og áhrifamestu: Alþýðu- samband Islands, Sjómannasamband fs- lands, Farmanna- og fiskimannasamband Islands og Verkamannasamband Islands auk félags áhugamanna um sjávarútvegs- mál og allir stjórnarandstöðuflokkarnir. Þjóðviljinn er þess fullviss að afstaða for- ustumanna þessara samtaka til undan- halds i landhelgismálinu endurspeglar viðhorf meginhluta þjóðarinnar. Andspænis þessari þjóðareiningu standa nokkrir einstaklingar sem af tryggð við Atlantshafsbandalagið vilja allt til vinna til þess að semja af okkur sigurinn i landhelgismálinu. Þessir örfáu einstaklingar eru vargar i véum þjóðar- einingarinnar, þeir eru reiðubúnir til þess að fórna íslenskum sigri fyrir orð hús- bænda þess hernaðarbandalags sem hefur borið ábyrgð á ægilegum ofbeldisverkum og hótunum um loftárásir — morð — á ís- landsmiðum siðustu mánuði. Ef þjóðarviljinn fær að ráða yrði ekki samið við breta — nema um uppgjöf þeirra, sem þegar er fyrirsjáanleg. Við þurfum nú aðeins að halda út i fáeina mánuði, þá er sigurinn okkar, sigurinn unninn yfir breska heimsveldinu og stuðningsöflum þess. Stjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á samningamakkinu i Osló hafa til þessa verið svo hræddir við þjóðarviljann að þeir hafa ekki þorað að keyra i gegn samninga. Mótmælafundurinn á Lækjar- torgi i dag þarf að verða svo öflugur að stjórnarherrarnir hiki við gerræðisverk sín — að þeir hiki við að afhenda bretum þann sigur sem ella er okkar. Þjóðviljinn skorar á alla andstæðinga réttindaafsals sem þvi geta við komið, að fylkja sér á útifundinn á Lækjartorgi kl. 6 i dag. Þeir sem ekki komast til útifundar- ins geta látið afstöðu sina i ljósi með margvislegum hætti, skeytum og áskorúnum. Mótmælum strax i dag! Mótmælum öll! Fyrir sigri islensks málstaðar — gegn undanhaldsmönnunum i stjórnarráðinu! —s Heldur langt er nú seiist í rök til að réttlæta þá litilmannlegu samninga sem veriö er aö gera i Osló. Eins og kunnugt er geröi Ölafur Jóhannesson óvinsælan samning viö Heath forsætis- ráðherrá breta áriö 1973. Litið var á hann sem umþóttunar- tima handa bretum til að koma sérútfyrir 50milna mörkin sem þá giltu. I leiöara Timans i gær segir Þórarinn Þórarinsson: ,,Þá bjóöast bretar til aö viröa þau friðunarsvæöi, sem ákveðin veröa, og aö veiöa ekki upp aö nema 20 milum, þar sem þeir veiddu áöur samkvæmt samningnum frá 1973 upp að 12 milum, og ekki nema upp aö 30 milum, þar sem þeir máttu áöur veiöa upp að 20 milum.” Þetta er víst það sem er kallaö undan- hald samkvæmt áætlun. Bretar fá aöeins að veiöa upp aö 20 mil- um. Þá eru ekki nema 180 mflur út að mörkum hinnar Islensku fiskveiðilögsögu. Sums staöar fáþeirm.a.sekkiaðveiöa nema upp aö 30 mllunum og hafa þá aöeins 170 milur til afnota fyrir sjálfa sig. Og til að kóróna ágæti þessa samnings segir Þórarinn að bretar bjóöist til aö viröa þau friðunarsvæði, sem ákveðin veröa. Hvilik rausn! Er þaö von aö almenningur spyrji hvað liggi hér að baki. Spyr sá sem ekki veit. Gömlu rökin um aö samningurinn frá 1973 væri um- þóttunartimi eru aö sjálfsögöu týnd og tröllum gefin. „Enga uppgjöf ’ Engum kemur á óvart þó aö framsóknarmenn séu eins og vindhanar eöa skoppara- Ekki nema upp að 20 mílum sráðherran ronnmgen í gærkvöldi. Brezkir þingmenn gefa Crosland viðvörun: London 31. maf — AP ÞINGMENN úr brezku fisk- naðarii&jijAMnum vöruðu WMÉBBBfelAP'-fkisráiV sex mánaða samningstfmabili væru „áhyggjuefni“. thaldsþing- maðurinn Michael Brotherton fri Louth varaði Croslands við éð tonna afiamagni fyrir B grundvelli jafns^tfl Bretar vejfölféEv I gær. Af forsiöu Morgunblaðsins kringlur, en segja má aö þá fyrst kasti nú tólfunum þegar Morgunblaðið keppist við aö túlka sjónarmið breskra togaraútgeröarmanna til aö réttlæta samninga um rányrkju þeirra á islensku yfirráðasvæöi. J gær gaf að lita þriggja dálka fyrirsögn á forsiöu Morgun - blaösins svohljóöandi: ,,Enga uppgjöf”. Viö fyrstu sýn heföi mátt ætla að hér væri verið aö segja frá hinum fjölmörgu mót- mælaályktunum sem nú drifur aö á ritstjórnarskrifstofur dag- blaðanna gegn svikasamningum I Osló. Nei, svo er nú aldeilis ekki. Þeirra sér reyndar alls ekki staö á siöum stærsta dag- blaösins. Þarna er verið aö túlka sjónarmiö breska út- geröarauövaldsins: „Enga upp- gjöf”. Þaö eru islendingar sem eiga að gefast upp. Svona er málflutningur Morgunblaðsins núdag eftir dag. Þaö á aö hræöa og villa islendinga til ömurlegs undanhalds þegar stærsti at- vinnuvegur okkar hangir á blá- þræði. Og hverju sætir þetta? Spyr sá sem ekki veit. Kannski að Nató sé einhversstaöar meö I spilinu. Mótmœladrifan Eins og áöur sagöi drifur nú aö mótmæli gegn samninga- makkinu viö breta frá öllum landshornum. Á aöalfundi Kaupfélags a-skaftfellinga var eftirfarandi ályktun samþykkt meö öllum greiddum atkvæöum: „Aöalfundur Kaupfélags a-skaftfellinga, haldinn 29. mai 1976, telur aö foröast beri alla samninga viö breta um afnota- rétt af IsJenskri fiskveiðiland- helgi vegna þess aö nú á næst- unni veröa aö öllum likindum samþykkt alþjóöalög sem styöja hagsmuni islendinga i þessum efnum. Þá vill fundur- inn benda á aö ástand fiski- stofna á islandsmiöum er þaö alvarlegt að ekki kemur til greina að deila þeim meö öörum þjóðum” betra sé aö láta veiöiþjófana halda áfram aö stela aflanum heldur en aö semja viö þá um hve miklu megi stela. Þá segir einnig aö varðskipsmenn okkar hafi þegar unniö þorskastriöiö bæöi á miöunum og gagnvart al- menningsálitinu I heiminum og því megi rikisstjórnin ekki glopra þessum sigri út úr hönd- unum á okkur. Sigurpáll Einarsson einn af forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins i Grindavik, segist ekki vita um einn einasta mann þar syöra sem vilji semja viö breta á grundvelli þeirra draga sem nú liggja fyrir. Þannig ris mótmælaaldan um allt land, en rikisstjórnin ypptir bara öxlum eins og henni komi þetta ekki við. Kannski kemur henni þaö ekki viö? —GFr 1 ályktun frá Verkalýösfélagi Vestmannaeyja segir m.a. aö Þórarinn: Bretar fá ekki að veiða nema upp að 20 mílum og bjóðast til að virða friðunarsvæðin

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.