Þjóðviljinn - 02.06.1976, Qupperneq 7
Miðvikudagur 2. júni 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Þorsteinn
Jónsson
skrifar
frá
Japan
Þorskastríð frá
japönskum sjónarhóli
Hjá japönum er fiskur
mikilvægari þáttur fæö-
unnar en hjá flestum öðr-
um þjóðum. Enda eru
þjóðarréttir þeirra fisk-
réttir, t.d. „sushi", sem er
hrísgrjón og ýmsar teg-
undir af hráum fiski vætt-
um í sojasósu. Til að sann-
færast um mikilvægi
sjávardýra fyrir japani er
hægast að líta inn í mat-
vörubúð. Ef hægt er að
velja á milli tíu fiskteg-
unda í íslenskri fiskbúð,
þegar best lætur, þá skipta
tegundir í japönsku fisk-
búðinni hundruðum. Þar
má finna fiska, sem líkjast
islenskri ýsu, silung, lax,
ál, túnfisk, karfa, sardín-
ur, makríl, loðnu, skeldýr,
krabba, þara og óteljandi
kvikindi, sem ég kann ekki
að nefna. Flest af þessu er
svo lítið, að manni finnst
varla taka því að setja það
í pott eða á pönnu. Smæstu
kvikindin eru á stærð við
rækju. Fiskurinn er frem-
ur til bragðbætis en undir-
stöðu.
Fisk sinn veiða japanir aðeins
að hluta á heimamiðum. Stærstur
hluti aflans er veiddur við Kyrra-
hafsströnd Sovétrikjanna. Full-
trúar japana á Hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna eru
þvi ekki liklegir til að styðja kröf-
ur um yfirráð strandríkja yfir
auðlindum innan 200 milna lög-
sögu. Það eru ekki stundarhags-
munir japanskra fyrirtækja i
sjávarútvegi. Ef 200 milna fisk-
veiðilögsaga yrði almennt viður-
kennd þyrftu japanir að semja við
sovétmenn um að fá að veiða
innan sovéskrar landhelgi. Nú
þegar hafa sovétmenn reynt að
takmarka sókn japana á mið sin
til þess að forða ákveðnum fisk-
tegundum frá eyðingu. Vegna
japanska og sovéska landhelgis-
málsins er i Japan vel fylgst með
„þorskastriði” islendinga og
breta.
Oðru hvoru birtast fréttir af
þorskastriðinu i dagblöðum. Þær
erualltafhafðareftir heimildum i
London,en gjarnan hafðar með 1-2
setningar eftir utanrikisráðherra
islendinga, Einari Agústssyni.
Yfirleitt eru þessar fréttir tiltölu-
lega hlutlægar hvað varðar stefnu
og raunverulegiágreiningsmál en
þegar fjallað er um atburði á
miðunum eru lýsingarnar is-
lendingum óhagstæðar, enda eru
„þorskastriðinu” við Island, sem
bretar geta ekki lengur gert sér
vonir um að vinna að áliti
kunnugra,” segir i byrjun fréttar-
innar af þorskastriðinu. Siðan er
sagt frá áhuga utanrikisráðherra
breta og bandarikjamanna,
Crosslands og Kissingers, á að
leysa deiluna — vegna Nató. For-
sætisráðherra breta, Callaghan,
er sagður verða fyrir harðri
gagnrýni næstum allrar bresku
pressunnar sem og stjórnarand-
stöðunnar. Stjórnin sé gagnrýnd
fyrir fálm og flónsku i viðræðun-
Ilúsmæður velja sér fiskbita i soðið.
þær sennilega komnar frá her-
málaráðuneytinu breska.
Þann nitjánda mai birtust t.d.
tvær greinar tengdar fiskvernd-
armálum i tveim dagblöðum, The
Daily Yomuri og Mainichi Daily
News. önnur er frétt frá frétta-
stofu i London af þróun þorsk-
striðsins og i hinni segir maður að
nafni Mitsuo Kono skoðanir sinar
á hagsmunum japana i hafréttar-
málum. Til fróðleiks og
skemmtunar segi ég frá efni
greinanna.
„Bretar vona að á ráðherra-
fundi Nato i Osló i þessari viku
verði fundin sæmandi lausn á
F iskvinnsluskólinn
Umsóknarfrestur um skólavist er til 15.
júni. Inntökuskilyrði eru að nemandi hafi
staðist landspróf eða: gagnfræðapróf.
Ljósrit af prófskirteini fylgi umsóknum,
sem sendist til Fiskvinnsluskólans,
Trönuhrauni 8, Hafnarfirði.
Skólastjóri
Mikiö úrval bóka
Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk-
ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig
nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum,
Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja-
landi.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2.
28035.
hæð. Simi
um i Reykjavík i nóvember
siðastliðnum.og haft er eftir Fin-
ancial Times, „að stjórnin verði
sér að athlægi”, og ihaldsblaðið,
Daily Express, sé sama sinnis.
Bresku blöðin benda á, að deilan
gæti leitt til þess að Nató tapaði
herstöðinni i Keflavik en það sé
tæpast ómaksins vert þvi bretar
séu sjáifir liklegir til að taka sér
200 milna a uðlindalögsögu eins og
Islendingar.
Breska stjórnin er i vandræðum
og býr við stöðugan ótta um að á-
tökin á miðunum leiði til mann-
skaða. Rætt er um ágengni skip-
stjóranna á varðskipunum, sem
hagi sér eins og þeim sýnist i
þeirri vissu að islenska stjórnin
styðji þá á eftir.
Callaghan hefur neyðst til að
senda aukinn flotastyrk, sex frei-
gátur og fjóra dráttarbáta til þess
að vernda uþb. 25 togara. Nefnd-
ar eru tölur um kostnað breta af
striðinu, 1.600.000 pundum hafi
verið varið i leigu á dráttarbátum
frá nóvember og auk þess einni
miljón punda verið varið til við-
gerða á niu freigátum frá þvi að
deilan hófst. Sagt er frá slæmu
hugarástandi bresku togarasjó-
mannanna og kröfugerð togara-
eigenda um aukna herskipa-
vernd.
ísland hefur lýst þvi yfir, að
þeir muni ekki ræða við breta fyrr
en þeir hafi horfið með herskipin
út fyrir 200 milurnar. „Vaxandi
kröfur eru um það hér (i London)
að bretar geri einmitt það og hefji
friðarviðræður, en Callaghan,
leiðtogi minnihlutastjórnar, hikar
við að stiga það skref. Utanrikis-
ráðuneytið litur vonaraugum i
aðra átt — hugsanlega ályktun
frá hinum niu aðildarlöndum
efnahagsbandalagsins um viður-
kenningu á 200 milna lögsögu,
þótt hún hafi enn ekki verið sam-
þykkt á Hafréttarráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna.
En hvað sem öðru liður munu
Bandarikin taka sér 200 milna
auðlindalögsögu i mars 1977, seg-
ir i lok fréttarinnar.
Staða japana
Naín greinarinnar um hafrétt-
armál er „A Hafréttarráð-
stefnunni var ekki niðst á japön-
um.” Höfundur byrjar á þvi að
segja frá þeim hugmyndum, sem
njóta vaxandi fylgis á ráð-
stefnunni, að strandriki eigi að
ákvarða hæfilega sókn á fiskimið
við eigin strendur i þeim tilgangi
að vernda fiskstofna og veita
öðrum þjóðum leyfi. til að veiða
gegn ákveðnum skilyrðum.
Siðan lýsir hann japanska fisk-
iðnaðinum, en i Japan eru veidd
um það bil lOmiljön tonn á ári eöa
14% heildaraflans i öllum heimin-
um. En þessar veiðar byggjast
einmitt á „frelsi á hafinu.” Ef
japanir yrðu útilokaðir frá 200
milna lögsögu annarra rikja,
mundu þeir missa 4,5 miljón tonn
af árlegum afla sinum. Raddir
eru uppi um að fyrrnefndar þjóðir
standi fyrir árás á Japan þvi
japanir myndu missa fjórðung
dýra-eggjahvitu sinnar og tilvist
þjóðarinnar væri ógnað.
En er þetta réttur skilningur á
málinu? spyr höfundur. Er ekki
verið að rugla saman hagsmun-
um japönsku þjóðarinnar og
gróðafýsn japanskra fyrirtækja i
fiskiðnaði? Þegar sovéskir fiski-
menn hafa sést fyrir ströndum
Japan, hefur það vakið andúð
heimamanna. Þannig er hugur
erlendra fiskimanna til japanska
flotansá þeirra miðum. Höfundur
vitnar til sérfræðinga um
þverrandi afla af ýmsum tegund-
um i norðvesturhluta Kyrrahafs.
Laxa- og silungastofnar á þessu
svæði hafa verið varðveittir
einungis vegna takmarkanna,
sem sovétmenn hafa sett japön-
um. Ef japanir hefðu fengið að
veiða óhindrað væru stofnarnir
minni en raun er á. Þannig eiga
japanir það sovétmönnum að
þakka, hvað þeir geta veitt þar af
laxi og silungi i dag.
En jafnvel þótt japönsk út-
gerðarfyrirtæki verði fyrir ein-
hverju tjóni vegna hugsanlegra
breytinga á dlþjóðalöggjöf um
auðlindalögsögu, þýðir það ekki
fæðuskort fyrir japani. 1 lok
greinarinnar bendir höfundur á
hvernig hægt sé að hagnýta fisk-
aflann betur en nú er gert og^
nefnir t.d., að aðeins helmingur
aflans af saruinum og makril sé
notaður til manneldis, hitt fari til
áburðarframleiðslu.
Erfitt er að fullyrða um það,
hversu útbreidd þessi viðhorf eru
i Japan, en hitt er vist að ákveðin
afstaða islendinga i deilunni við
breta vekur aðdáun i Japan. Það
er að höfða til sérstöðu íslands að
þvi leyti að landið sé fátækt af
hráefnum og fiskurinn sé þess
vegna eina auðlind islendinga.
Japanir búa nefnilega við svipaða
aðstöðu. Þeir hafa engin teljandi
hráefni i jörðu, landið er óhentugt
til akuryrkju og þvi er langmest-
ur hluti hráefna til iðnaðar og stór
hluti matvæla fluttur inn. Með þvi
að koma upp iðnaði hefur verið
komið á góðum lifskjörum og
miklum hagvexti i Japan. Reynd-
ar hefur þjóðin orðið að greiða
fyrir það dýru verði i öðrum verð-
mætum — vatnið og loftið er
mengað og dollararnir, sem hafa
fjármagnað iðnaðinn, gera landið
mjög háð Bandarikjunum — en
það er önnur saga.
Osaka, 20/5, 1976
LÖGTÖK
Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald-
heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fó-
getaúrskurði, uppkveðnum 1. þ.m., verða
lögtök látin fara fram fyrir ógoldnum fyr-
irframgreiðslum opinberra gjalda, sem
féllu i gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1.
april, 1. mai og 1. júni 1976.
Lögtök til tryggingar fyrirframgreiðslum
framangreindra gjalda, ásamt dráttar-
vöxtum og kostnaði, verða hafin að 8 dög-
um liðnum frá birtingu þessarar auglýs-
ingar, verði tilskildar greiðslur ekki
inntar af hendi innan þess tima.
Reykjavik, 1. júni 1976
Borgarfógetaembættið.
íbúð í Mosfellssveit
Óskum eftir að taka ibúð á leigu i Mos-
fellssveit nú þegar. Upplýsingar i sima 66-
595 eða i skrifstofu okkar i sima 66-200.
Alafoss h.f.
Auglýsingasíminn er 17500
Þjóðviljinn