Þjóðviljinn - 02.06.1976, Síða 16

Þjóðviljinn - 02.06.1976, Síða 16
DJOÐVIUINN Miðvikudagur 2. júni 1976. Guðmundur heldur strikinu á Kúbu Guömundur Sigurjónsson heldur enn striki sinu á skák- mótinu á Capablanca. 1 gær gerði hann jafntefli við félaga sinn i 2.-3. sæti, sovétmanninn Yuri Razuvaey og eru þeir báðir hálfum vinningi á eftir sovét- manninum Gulko. Fréttaskeyti Reuters af mótinu virðast þó hálf óljós og ekki er annaö að sjá en að fréttir af Guðmundi úr elleftu umferð hafi dottið niður. Gæti hann þvi hugsanlega haft fleiri vinninga en Reuters fréttir gáfu honum i gærkvöldi að lokinni tólftu umferð. Guðmundur hefur þegar setið yfir i þessu móti en við það glatast einn vinningur. Staðan skv. Reuter er núna þessi: 1. Gulko USSR 7.5 vinninga 2-3. Guðmundur og Razuvaey USSR 7 vinninga 4. Peev Búlgariu 6.5 vinninga 5. Beliavski USSR og Anderson Sviþjóð með 6 vinninga. — gsp Yiða auglýst eftir kennara og skólast j óraef num I dagblöðunum má sjá langa lista yfir kennarastöður og skóla- stjórastöður sem lausar eru til umsóknar. I hverju einasta landshorni vantar fdlk til starfa og var af þvi tilefni haft samband við Sigurð Helgason i mennta- málaráðuneytinu, en hann hefur með ráðningar að gera. Sigurður sagði ekki vera um óvenjulegan fjölda af lausum störfum aðræða. Hins vegarværi það athyglisvert hve sóknin væri orðin mikil út á landsbyggðina. I eina tíð hefði dæmið verið öfugt og mikið sdtt i kennarastöður á höfuðborgarsvæðinu en sl. 2 ár hefði mikil breyting orðið á og æ fleiri sæktust eftir störfum „i sveitinni”. Einkum er það ungt fólk sem litur slik störf hýru auga en misjafnt er eftir sveitarfélög- umhvaðiboði er á hverjum stað i sambandi við húsnæði o.fl. þess háttar. Sigurður sagði stöðurnar aug- lýstar óvenjulega snemma að þessu sinni og reiknaði hann með að um 69% þeirra starfa sem laus myndu verða, væru auglýst i þessari yfirlitsauglýsingu. Hann sagði að ávallt hefði tekist að fá mannskap i allar stöður en oft væri ekki gengið frá ráðningum fyrr en jafnvel i októbermánuði. —gsp Söðlasmiðaverkstæði skiptir um eigendur og ungur maður er að hefja nám i þessari elstu iðngrein á íslandi þegar Björn bauðst til að kaupa og reka það áfram, auk þess sem sonur hans vildi hefja nám i iðn- inni, Þetta sagði Þorvaldur að sér hefði þótt gott og ætlaöi hann að vinna á verkstæðinu áfram. Björn og Sigurður sonur hans sögðu að eftirspumin eftir reið- tygjum hefði aukist mjög i seinni tið , enda hestamennska orðin vinsæl iþrótt i Reykjavik og nágrenni. Greinilega hefði stefnt að þvi að þessi iðngrein dæi út og þegar Þorvaldur vildi selja hefðu þeir feðgar ákveðið aö kaupa og Sigurður að læra iðnina. Sögðust þeir vona að þær vinsældir sem hnakkar Þorvaldar hafa notið um langt árabil héldust áfram og að vörur frá verkstæði þeirra yrðu áfram jafn góðar og þær hafa verið frá verkstæði Þorvaldar. —S.dór Allir hestamenn i Reykjavik og nágrenni þekkja eflaust Þorvald Guðjónsson söðlasmið, sem um langt árabil, hefur rekið söðla- smiðaverkstæðið „Þorvaldur og Baldvin” aö Laugavegi 53 i Reykjavik. Nú hefur Þorvaldur selt verkstæöi sitt Birni Sigurðs- syni að Hliðarvegi 21 i Kópavogi, en Þorvaldur mun vinna áfram á verkstæðinu og hefur tekið Sigurð Björnsson i læri i þessari elstu iðngrein á landinu, söðlasmiðinni og mun aöeins einn annar maður vera að læra þessa iðngrein á landúra. Þorvaldur Guðjónsson lauk sveinsprófi i söðlasmiöi 1926. Hann nam vestur i Dölum og tók þar próf og er sveinsbréf hans siöan þá undirskrifað af Þorsteini Þorsteinssyni Dalasýslumanni. Þorvaldur sagðist siðan hafa unnið síðar hjá Baldvin Einars- syni söðlasmiði i Reykjavik en hætti þar svo um tima en byrjaði svo aftur 1955 og keypti þá hluta af verkstæði hans og ráku þeir það siðan i sameiningu. Þorvaldur sagðist vera orðinn gamall ög þreyttur og þvi hefði hann ákveöið að selja verkstæðið Meistarinn og neminn. Þorvaldur Guðjónsson söðlasmiður tii vinstri og Siguröur Björnsson, sem er að hef ja nám i elstu iðngrein á islandi, söðlasmfði Alþýðubandalagið i Reykjavik: Aðalfundur haldinn í fyrrakvöld Aðalfundur Alþýðubandalags- ins i Reykjavík var haldinn i Tjarnarbúð I fyrrakvöld. Á fund- inum fóru fram venjuleg aðal- fundarstörf og umræður um félagsstarfið. Þröstur Ólafsson, hagfræðingur var endurkjörinn formaður félagsins og meðhonum i stjórn þau Adda Bára Sigfúsdóttir, veð- urfræðingur, Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasambands Islands, Guðrún Hallgrimsdóttir, matvælaverk- fræðingur og Sigurjón Pétursson, borgarráösmaöur. Auk þéirra eiga sæti i stjórn Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik, formenn hverfadeilda flokksins i borginni en þær eru sex. 1 varstjórn Al- þýðubandalagsins i Reykjavik voru kjörin á aðalfundinum: 1. Alfheiður Ingadóttir, 2. Sigurður Magnússon, 3. Guðmundur Hilmarsson, 4. Svanur Krisljáns- son, 5. Ragnar Geirdal. Endurskoðendur Alþýðubanda- lagsins I Reykjavik voru kjörnir Björn Svanbergsson og Sigurður Armannsson. A aöalfundinum Þröstur ólafsson var samþykkt ályktun um land- helgismálið, sem birt er á öörum stað i blaöinu. Bilun sím- ans í gær Neyðarástand rikti i gær hjá Talsambandi við útlönd og nær engin simtöl voru afgreidd. Astæðan var sú að sæsima- strengirnir til Færeyja og Kanada voru báðir óvirkir og aðeins ein talsambandslina fyrir strangt útvalin samtöl var i notkun. Einnig tókst að halda opnum nokkrum ritsimalinum. I samtali við Ingvar Einarsson hjá mælaborði landsimans kom fram að strengurinn Icecan, sem liggur til Kanada hefur verið slitinn frá þvi 2. mai og viðgerð hefur ekki farið fram þar sem bilunin liggur undir is. Strengurinn Scottice sem liggur til Færeyja og þaðan áfram tók hins vegar að leka klukkan 15.00 þann 26. mai og var þá strax kallað á viðgerðarskip. Kom það á staðinn kiukkan 7.00 i gær- morgun, rauf kapalinn i sundur og var reiknað með að viðgerð tæki 12-18 klukkustundir. Kapalskipið sem viðgerðina framkvæmir kom frá Græn- landi, en þar hefur þaö legið sl. mánuð og beðið færis á að gera við Icecan - strenginn. Ekki er óalgengt að annar hvor sæsimastrengurinn bili en ávallt má þá gripa til þeirrar varaskeifu að afgreiða simtöl með krókaleiðum I gegnum þann streng sem heill er. I þessu tilfelli hefur Icecan t.d. verið óstarfhæfur i mánuö án þess að nokkur hafi orðið var við svo orð sé á gerandi. Nú biluðu hins vegar báðir i einu og fyrir vikið er Island nánast sambandslaust viö umheiminn. 1 gegnum loftið hefur þá eins og áður segir náðst ein talsam- bandslina til London og nokkrar linur fyrir ritsimann. Geysilega mikil eftirspurn er eftir simtöl- um þessa dagana og er ekki unnt að anna þeim Er ástandið að sögn Ingvars sérlega erfitt vegna viðræðnanna i Osló og allra þeirra simtala sem þær kalla á. —gsp Semjið ekki við breta Aðalfundur Sambands borg- firskra kvenna haldinn 28-29. mai að Hvanneyri skorar á rikisstjórnina að fara að vilja þjóðarinnar og ganga ekki að samningum við breta um nein fiskveiðiréttindi i land- helginni. Fundurinn fordæmdi morðárásir bandalagsþjóöar okkar i Nato og lýsti undrun sinni á afstöðu Bandarikjanna til varnar isl. landheíginni er hún neitaði okkur um skip til gæslustarfa, en um leið hafi islendingum orðið ljóst að varnarlið okkar er skipað islenskum sjómönnum á islenskum varðskipum en er ekki á Miðnesheiði. Lúðvik Jósepsson: Kalla verðurþing tafarlaust saman um lögbrot og jafnvel stjórnarskrárbrot að rœða Blaöið hafði samband við Lúðvik Jóscpsson formann þingflokks Alþýðubandalagsins og leitaði álits hans á sam- komulaginu um iandhelgismái- ið i Osló. Lúðvik sagði: Ég legg áherslu á, að hér get- ur ekki verið um bindandi samning að ræða, heldurer hér um að ræða samkomulag sem tveir Islenskir ráðherrar gera. Þeir hafa ekkert lagalegt um- boð til aö gera bindandi samn- ing sem getur komið til fram- kvæmda strax. Það er Alþingi eitt sem getur gefið slíku sam- komulagi samningsgildi þannig að það sé bindandi. Nú ber auð- vitaðaðkaiia Alþingi tafariaust saman til að fjalla um málið.Ég bendi á það að iandhelgissamn- ingurinn sem gerður var við breta og -vestur-þjóðverja 1961 gengu ekki i gildi fyrr en þeir voru samþykktir af Alþingi. Sama var aösegja um samning- inn við breta 1973. Sama gilti einnig um síðasta samning við vestur—þjóðverja. Þetta er höfuðatriöi. Hér er um lögbrot og jafnvel stjórnarskrárbrot að ræða, aðláta þetta samkomulag koma til framkvæmda nú þegar án þess að Alþingi fái að fjalla um málið. Varðandi efnisatriði málsins þá vek ég athygli á því, að hvergi er að finna i þessu sam- komulagi neitt um það að bretar viðurkenni skýrum orðum 200 mllna landheigina við Island. Það er heldur ekki að finna neina skýlausa yfirlýsingu um að þeir falli frá kröfum sínum um fiskveiðiréttindi hér við land. Það sem I samkomulaginu segir um það atriði, hvað eigi að taka við að samningstima lokn- um er það, að breskit togarar muni þá stunda veiðar á þvi svæöi sern greint er I fslenskri reglugerð er kann aö verða sett af i'slendinga hálfu. Hér er bein- Hnis gefið undir fótinn með það að annað hvort hafi verið um baksamning að ræða eða að bretum hafi verið lofað ein- hverju ákveðnu svæði til að fiska á að samningstima lokn- um. Þá liggur einnig greinilega fyrir og viðurkennt af forsætis- ráðherra, að tvenns konar skýr- ingar eru á hvernig fara muni með bókun sex hjá EBE, að loknu samningsttmabili og vitað er að bretar og efnahagsbanda- lagsmenn telja að bókun sex veröi úr gildi að samningstim- anum loknum. íslenskir ráða- menn eru hins vegar að reyna að halda þvi fram að bókun sex verði áfram I gildi. En auðvitað er þetta fullkomlega á valdi Efnahagsbandalagsins. Það er þvi ætlunin að pressa á islend- inga að loknu samningstimabili varðandi bókun sex og með efnahagslegum ráðstöfunum að knýja það fram sem gefið er undir fótinn með i samningun- um. Þaö er að knýja islendinga til áframhaldandi samninga. Það hættuiega i þessu sam- komulagi er að gefiö er undir fótinn með það að bretar og efnahagsbandaiagslöndin geti veitt hér áfram eftir 1. des. Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.