Þjóðviljinn - 16.06.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.06.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 16. júni 1976 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ótgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Kari Haraldsson úmsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Slmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. KJÓSANDINN MUN DÆMA UM „SIGURINN” Nú veiða bretar i stórum flokkum við- kvæma fiskistofnana við landið, ekki, eins og áður, með herskipaútgerð og kostnaðarsömum vigdrekum sinum, held- ur samkvæmt samningi sem islenska rikisstjórnin gerði þvert á mótmæli meginþorra landsmanna. Samningar þeir sem rikisstjórnin gerði við breta fólu i sér að þeim var afhentur á silfurdiski sá sigur sem islensku varðskipsmennirnir og ein- hugur þjóðarinnar hafði þegar unnið. Með samningunum voru störf varðskipsmanna smáð; til hvers vorum við að berjast allan þennan kalda vetur ef þetta átti svo að gerast, spurðu varðskipsmennirnir þegar Oslóarsamningurinn var undirritaður. Það að samningurinn i Osló skuli hafa tekið gildi þegar er auk þess stjórnar- skrárbrot eins og rækilega hefur verið sýnt fram á hér i blaðinu. Þannig ber allt að sama brunni, og þó að forsætisráð- herra landsins geri viðreist nú til þess að sannfæra þjóðina um hið gagnstæða breytir sú för engu um þá staðreynd að samningarnir eru hveyksli, — það á eftir að sjást enn betur um næstu áramót ef að likum lætur. í landhelgisdeilunni við breta virtist vera nokkur munur á stjórnarflokkunum i túlkun þeirra, og margir voru svo barna- legir að láta sér koma til hugar að Fram- sóknarflokkurinn myndi stöðva glap- ræðissamninga við breta. Þá töldu ýmsir að innan Sjálfstæðisflokksins, i forustulið- inu, væru nokkrir einstaklingar, sem myndu beita sér gegn samningum á þeim grundvelli sem gengið var frá i Osló. Það var einkum túlkun Dagblaðsins á land- helgismálinu sem hafði það i för með sér að margur maðurinn bjóst við þvi að innan Sjálfstæðisflokksins væri jafnvel að vænta sjálfstæðrar afstöðu gegn Nató- dýrkun forustunnar. En þegar á átti að herða kom það auð- vitað i ljós sem glöggir menn máttu vita; hvorki i Framsóknarflokknum né Sjálf- stæðisflokknum varð nokkur fyrirstaða að marki. Sá siðarnefndi samþykkti Oslóar- samninginn umyrðalaust og i Fram- sóknarflokknum voru samningarnir einnig samþykktir. Dagblaðið sem lagst hafði gegn samningum snerist með samn- ingum á úrslitastundu — og framsóknar- forustan tók að hef ja áróður i blaði sinu um hinn mikla sigur sem unnist hefur i landhelgismálinu. Þannig varð það ljóst við frágang Oslóarsamkomulagsins, að andstaðan og fyrirstaðan i stjórnarflokkunum varð eng- in — gagnrýnin sem fram hafði komið i málflutningi Dagblaðsins og Timans, Guðlaugs Gislasonar og Steingrims Her- mannssonar, reyndist aðeins hafa verið ómerkilegasta sviðsetning til þess að blekkja landslýðinn. Þennan loddaraleik forustumanna stjórnarflokkanna mun almenningur i landinu fordæma harðlega strax og fyrsta tækifæri gefst. Hvort sem kosningar verða að ári eða eftir tvö ár verður kjósandinn að hafa það i huga hvernig stjórnarherr- arnir reyndu að blekkja almenning með ósvifnum hætti fyrir samningana við breta. Eftirmáli Oslóarsamninganna verður skráður með atkvæðatölum kjós- enda stjórnarflokkanna i næstu kosning- um. Þá mun sá sigur sem stjórnarflokk- arnir nú hæla sér af snúast upp i ósigur þeirra fyrir kjósandanum i kjörklefanum. í siðustu kosningum fékk Framsóknar- flokkurinn þúsundir atkvæða vegna þess að honum tókst að villa á sér heimildir: hann kom fram sem vinstriflokkur i kosn- ingabaráttunni, en eftir kosningarnar kom hið sanna eðli flokksins i ljós er hann gekk til ihaldssamstarfsins við Sjálf- stæðisflokkinn þar sem heildsalavaldið og hermangsfyrirtæki framsóknar samein- uðust i heilagt bandalag gegn islenskri al- þýðu. í Oslóarsamningunum staðfesti Framsóknarflokkurinn viðhorf forystu sinnar endanlega svo skýrt sem völ er á; flokkurinn er ekki framar trausts verður að mati vinstri manna. 1 næstu kosningum verður hann þvi að sæta svipuðum örlög- um og Alþýðuflokkurinn forðum; það væri að minnsta kosti maklegt eftir loddara- leikinn sem hann hefur orðið ber að á vor- dögum ársins 1976. —s. Og Gröndal líka t viðtali við Visi i gær segir Benedikt Gröndal aö sér finnist það „athugandi að fara fram á, aö varnarliöið taki þátt i ein- hverri mannvirkjagerð, eða greiði eitthvað sem jafngildi sköttum og skyldum umfram það sem verið hefur.” Þessari yfirlýsingu fylgir svo eftirfarandi varnagli: „Enn- fremur vil ég að viö gætum þess aö vera aldrei efnahagslega háðir varnarmálunum.” Hvernig Benedikt ætlar að sameina þessi tvö markmið veit liklega enginn nema hann. Um hættuna sem er þvi sam- fara aö ætla að græöa meira á hernum en nú viðgengst fjallar Baldur Guðlaugsson i grein i Visi i gær. Hann vill lita á veru Bandarikjahers hér sem fram- lag okkar til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins. Þessvegna beri ekki að taka fé fyrir aöstöðuna. Baldur átelur harðlega þá tvo hópa sem nú vilja fá meiri afrakstur af her- setunni. Annar hópurinn telur aö mati Baidurs aö sjálfsagt sé að taka beint gjald fyrir herset- una vegna þess aö hún sé ein- göngu i þágu Bandarikjanna en ekki islendinga. Hinn hópurinn telur eðlilegt að Bandarikin taki þátt i kostnaði viö mannvirkja- gerð, svo sem vega- og flug- vallagerð, þvi að þaö styrki beinlinis varnir þeirra og þá væntanlega landsins um leið. Hermangsféð eins og eiturlyf Niöurlagsorð Baldurs eru ákaflega athyglisverð og þörf áminning til þeirra sem nú vilja leggja ofurkapp á hergróðann eftir að hiö rétta eðli herstöðv- arinnar opinberaðist þorra al- mennings. Baldur segir: Þetta sjónarmiðer að visu geð- þvi nokkurn minnsta kostnað. Jafnframt skin I gegnum all- an málflutning af þessu tagi, að menn hafi vamarþarfir að yfir- varpi fyrir hugmyndum um, hvernig bæta megi samgöngur ókeypis og telji sig þá allt i einu bera hagsmuni varnarliðsins fyrir brjósti og vita hvers varnir landsins þurfi meö. Nei, viðverðum að vinna okk- ur út úr erfiðleikunum, eins og Eysteinn Jónsson komst nýlega að oröi. Annars kynni aö fara fyrir okkur eins og eiturlyfja- neytendum. Þeir byrja kannski á meinlitlum fiknilyfjum, stækka siðan og fjöiga skömmt- unum og eru fyrren varir teknir að neyta sterkari lyfja, tapa sjálfstæði sfnu og sjálfsvirðingu og verða áður en langt um liður ofurseldir þeim, sem skammta þeim eitrið. (Feitt—þjv.)” Það eru semsagt enn til Sjálf- stæðismenn sem telja sig ekki vera orðnir fórnarlömb eitur- » áhrifa bandarisku hersetunnar. Læknisráöið til þeirra er náttúr- lega þetta: Verið ekkert að fikta við fiknilyfin. Island úr NATÓ og herinn burt. Samvinna lista- manna og fjölmiðla Eftirfarandi klausa ætti eigin- lega heima í lokuðu bréfi til fréttastjóra fjölmiðlanna átta. Hún snertir þó listamenn ekki siður, og vegna alkunnrar pennaleti skulu hér siegnar nokkrar flugur i einu höggi i þeirri von að einhverjir úr báð- um hópunum lesi þessar linur. Þaö er ekki litill hluti af starfsfólki biaðanna, sem veriö hefurmeira og minna upptekinn viö að sinna atburðum Lista- hátiðar siðustu daga eins og eðlilegt má teljast. Hér er nátt- úrlega um „törn” að ræöa sem gengur yfir. Þó hvarflar það æ oftar aö þeim sem eru að reyna að stjórna fjöimiðlum hvort ekki megi koma i veg fyrir allan þann tviverknað sem á sér stað I sambandi við atburöi af þessu tagi. Ekki er óalgengt að fjórir til sjö ljósmyndarar af jafn- mörgum fjölmiðlum komi á sama staöinn til þess aö taka myndir af sama mótivinu. Á þessu sviöi gætu fjölmiðlarnir áreiðaniega komið sér upp meiri samvinnu. En þetta á ekki einungis viö um Listahátið. Á hverjum vetri eru ótal listsýningar haldnar i Reykjavik. Fyrir hverja þeirra er boðað til blaðamannafundar. Fyrir helgar, t.d.á föstudögum, er ekki óalgengt aö fréttamenn og ljósmyndarar séu boðaðir á kynningarfundi vegna þriggja til fjögurra sýninga. Stundum koma ljósmyndarar frá öllum blöðunum á vettvang og jafnvel blaðamenn lika. Mergðsýninga er svo mikil að ekki er um neina sjálfstæða úr- vinnslu að ræöa i' flestum tilfell- um. Það eru sömu myndirnar sem birtast i velflestum blöðun- um meö samskonar upplýsinga- textum. Sér til hægðarauka gætu blööin örugglega skipst á myndum i sambandi viö svona atburöi og beint starfskröftum ljósmyndara sinna og blaða- manna að ööru. Hitt er svo lika spurningin hvort fjölmiðlarnir ættu ekki að bindast samtökum um það að krefjastþess af listamönnum aö þeir skiluðu myndum og upplýs- ingaplaggi til blaðanna fyrir hverja sýningu. Þaö sparaöi ónauösynlega blaöamanna- fundi, en blöðin myndu eftir sem áður veita listamönnum þjón- ustu. Þaö er að visu satt að margir listamenn koma sýning- um upp af miklum vanefnum, en úr þvi að þeim tekst þaö eins oft og raun ber vitni, ætti þeim ekki að verða skotaskuld úr að útvega myndir og útbúa upplýs- ingatexta til blaðanna lika. Að sjálfsögðu er það svo forráða- manna blaðanna i samræmi við fréttamat þeirra að ákveða hvort ástæða sé til að gera eitt- hvað frekar úr framlagi ein- stakra listamanna en að sinna þessari sjálfsögöu upplýsinga- þjónustu. Þessari hugmynd er hér með komiö á framfæri, og mættu bæði blaöamenn og listamenn ræða þetta I sinn hóp og saman, þvi að hér er um talsvert vanda- mál að ræða. Listin er að vaxa okkur á blöðunum yfir höfuð. Þaö er aö mörgu leyti ánægju- legur vottur um ástandið i list- unum, en mættum viö biöja um svolitla hagræðingu og skyn- semi I vinnubrögöum. — ekh. Benedikt Ba Idur felidara en hið fyrra, en að mati þess, sem þetta ritar, rangt engu aö siður. Það byggir nefni- lega, þegar grannt er skoðað á sömu meginhugsun og sjónar- miðfyrri hópsins, sem sé þeirri, að varnirnar og það sem þeim fylgir sé hér eingöngu til hags- bóta Bandarikjunum og þess vegna sé óþarft að við berum af

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.