Þjóðviljinn - 16.06.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.06.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 16. júni 1976 Ráðstefna um nýtíngu hafsins og sjávarútvegsmál Þegar boðað er til ráðstefnu um ákveðinn málaflokk og þangað er stefnt visindamönnum, stjórn- málamönnum og þeim, sem atvinnu hafa af vafstri i kring um þau mál, sem til umræðu eru, þá er ætlunin sú að að fá fram upp- lýsingar um einstaka þætti mála- flokksins, fá fram hugmyndir og skiptast á skoðunum. Það er orðinn mikill siður að bjóða til slikra ráðstefna ráöherrum viðkomandi mála- flokka. Mætti ætla að slikt boð væri gert með það fyrir augum að ráðherrarnir gæfu ráðstefnu- gestum innsýn i þaö, sem verið er að bardúsa hverju sinni, segðu frá framtiðaráætlunum varðandi viðgang viðkom andi atvinnuvegar og hlýddu siðan á mál þeirra, sem við atvinnuveginn fást, hlustuðu eftir hugmyndum þeirra um fram- tiðarskipan, hlýddu á umræður þeirra um erfiðleika liðandi stundar og öfluðu sér þannig hugmynda og innsýnis i þá veröld, sem umrædd atvinnu- grein skapar. En þannig er þetta þvi miður ekki. A laugardaginn var efndi Fjórðungssamband norölendinga til ráðstefnu um nýtingu hafsins og sjávarútvegsmál. Var hún haldin á Sauöárkróki og vel til dagsskrárinnar vandað, fengnir til fjölmargir fræðimenn að flytja tölur og svo að sjálfsögðu ráð- herra sjávarútvegsmála. Þaö er nýbúiö aö gera af- drifarika sammnga um veiðar út'- lendinga innan islenskrar land- helgi. Þaö er nýbúið að semja lög um veiðar islendinga innan sinn- ar nýju 200 milna landhelgi. Það hafa nýverið átt sér stað byltingarkenndar breytingar á sjóðakerfi sjávarútvegs. Það er fyrirsjáanlegur geysilegur sam- dráttur i afla helsta nytjafisks okkar. Otgerðir standa höllum fæti og hraðfrystihúsaeigendur emja vegna slæmrar afkomu. Hvað á að gera? Hvað er fram- undan? Ráðherra sjávarútvegsmála, Matthias Bjarnason, hélt langa framsöguræðu. Hún fjallaði ekki um framtið islensks sjávar- útvegs. Þar var ekki frá þvi skýrt á hvern hátt stjórnvöld hyggðust blanda sér inn ireksturfyrirtækja á þessari atvinnugrein svo þau fari ekki hvert á hausinn af öðru i einni hrikalegri gjaldþrotaskriðu. Og heldur var ekki einuorði vikiö aö hugmyndum stjórnvalda um æskilega þróun atvinnuvegarins i framtiðinni. Ráðherrann talaöi um þaö sem liðið var, rifjaði upp gerðir sinar siðustu misseri, talaði um það sem allir vissu um og ekkert annað. Nú er Matthias Bjarnason ekki einn um slika framkomu og slik vinnubrögð. Ég minnist þess, að iðnaðarráðherra, Gunnar Thoroddsen, hefur i min eyru nokkrum sinnum haldið ræður yfir sérfræðingum og starfs- mönnum i iðnaði, og gert ná- kvæmlega það sama og Matthias norður á Sauðárkróki, talað um þaö, sem áheyrendur vissu gerst alls, jafnvel betur en sá, sem um ræddi. Þetta er i stuttu máli sagt and- skotans dónaskapur, og þær á- lyktanir, sem áheyrendur draga af slikum málflutningi og fram- komu er æöilangan veg frá þvi að auka hróður þeirra, sem þannig koma fram. Enginn ádráttur. En ráöherra slapp þó ekki alveg við að gera ráðstefnu- gestum nokkra grein fyrir fram- tiðaráællunum, þó svo lengivel segði enginn maður neitt né spyrði eftir að hann hafði lokið ræðu sinni, sjálfsagt vegna undr- unar yfir framkomu ráðherrans. Ráðherra var spurður um ráðstaíanir vegna lausaskulda útgerðar og fiskvinnslu, um land- helgismál og fl. f svörum ráðherra kom fram, að hann hefur tekið loforð af Seðlabankanum um að hann geri viðskiptabönkum útgerðarinnar kleift að krefjast aðeins helmings afborgana af lausaskuldalánum útgerðar, sem gengið var frá i fyrra og breytt i langtimalán, en þessi lánafyrirgreiðsla nam sam- tals 3,2 miljörðum. Verð á spærlingi og kolmunna mun verða hærra en afurðaverð og ætiar rikisstjórnin að á- byrgjast að hægt sé að greiða slikt verð fyrir hráefni. Fyrir dyrum stendur að senda 100 tonn af kolmunnamarningi og 100 tonn af hertum kolmunna á markaði og eru verðlagshorfur ekki ýkja slæmar. Þá fullyrti ráðherrann, að cnginn ádráttur hefði verið gefinn Björn Daghja rtsson, lorstj. It a nnsúknastof n una r fisk- iðnaðarins. Matthias lljarnasun, sjávar- úlvegsráðherra. bretum um Irekari veiðar þeirra innan islenskrar landhelgi eftir að uúverandi samningur um veiðar þeirra hér rennur út. Jafnframt sagði hann að hann vildi ekki fyrirfram neita bretum né nokkurri annarri þjóð um samninga um veiðar innan land- helgi okkar, ef við fengjum i staöinn eitthvað það, sem ekki væri minna virði. Og er þar með lokið aö segja frá tilleggi ráðherra á ráðstefnu þessari. Heldur mátti hann ekki vera að þvi að sitja ráöstefnuna nema til hádegis, i tæpa tvo klukkutima, og varð þess vegna Jakob Jakobsson, Iiskifræðingur. af þvi að heyra hljóð I mönnum, hugmyndir þeirra og álit á is- lenskri útgerö og þá norölenskri. Aörar framsögur. Auk ráðherrans fluttu fjórir fræðimenn framsöguræður, og svöruöu fyrirspurnum. Kristjón Kolbeins, fulltrúi i Fram- kvæmdastofnun rikisins, flutti yfirlitserindi um stöðu i sjávar- útvegsgreinum á Noröurlandi, Jakob Jakobsson,fiskifræðingur, flutti erindium ástand fiskistofna og nýtingu þeirra, Björn Dagbjartsson, forstj. Ra nnsóknarstofnunar fisk- iðnaöarins, flutti erindi um nýtingu sjávarafla og nýjungar i fiskiðnaði og Jónas Blöndal, skrifstofustjóri hjá Fiskifélaginu flutti erindi um leiðir og markmið i fiskveiðum. Helmingi minni sókn gæfi meiri afla. Þess gefstekki kostur að rekja framsöguerindi ofangreindra fræöimanna. Þess I stað verður tiundað hér litið brot af þvi, sem i erindum þeirra kom fram, aö við- bættu þvi, sem fram kom i svör- um þeirra við fyrirspurnum ráðstefnugesta. Vöxtur norðlenska bátaflotans hefur verið meiri en vöxtur bátaflotans annars staðar á landinu, en bátar nyrðra eru yfir- leitt minni en i öðrum lands- hlutum. Um 19% þess verðmætis, sem bundið er i fiskiskipastól okkar er staðsett á Norðurlandi. 1589 kg. af þorski fást nú af 1000 fiskum og lætur þá eftir sig 782 kg. hrygningarstofn, en yröi sóknin minnkuð um helming fengist út úr sama fjölda fiska 1609 kg. afli og hrygningastofn, sem vægi 2470 kg.,og yrði sóknin minnkuð niður i fjórðung af þvi, sem hún nú er mundu aflast 1480 kg. af 1000 fiska viðmiðuninni og hrygningastofninn kæmi þá til með að vega um 5 tonn. Ýsuafli landsmanna hefur minnkað úr þvi að vera um 100 þús. tonn fyrir fáum árum i það að vcra 35 — 40 þúsund tonn nú. Fyrir stuttum tima var óhætt að veiða hér 100 þúsund tonn af ul'sa. I ár telur Alþjóða hafrann- sóknaráðið að óhætt ætti að vera að veiða hér um 80 þúsund tonn, en ekki neina 60 þúsund tonn á næsta ári, (en upp á það hljóðar umsaminn afli v-þjóðverja á ls- landsmiðum). Tilraunir Verið er að gera tilraunir með vinnslu fiskifóðurs úr skel af rækju og humri. Verið er að gera tilraunir meö framieiðslu titins fyrir Bandarikjamarkað. Tilraunir eru gerðar með að framleiða súpukraft úr humar- hölum. Tilraunir eru gerðar meö veiðar og vinnslu á kúffiski, en úr honum er gerður súpukraftur. Tilraunir eru geröar með vinnslu slógmjöls, og á næstunni verða gerðar tilraunir með að blanda sliku mjöli i grasköggla. Verið er að vinna að tilraunum á vinnslu hormönalyfja úr sviljum, á ly fjaframleiðslu úr galli, fiskkrafti úr spærlingi, framleiðslu hunda- og kattafæðu úr fiskbeinum og hausum, limframleiðslu úr grásleppu- hveiju, niðurlagningu á kol- munna og fl. og fl. Selur og viðkoma þorsksins. Landselastofninn hér við land er talinn vera 25 — 35 þúsund dýr og hefur hann vaxiö nokkuö undanfarið. titselastofninn mun einnig hafa vaxið. Hver selur er talinn þufa 2—3 tonn af fiski sér til lifsviðurværis á ári. Þannig innbyrðir selastofninn 60 — 100 þúsund tonn af fiski á hvert, mest er þetta þorskur og þá einmitt ungfiskur. Hringormar verða kynþroska i sel. Framhald á bls. 14. Um hvitasunnuhelgina hélt 18 manna unglingasveit T.R. i tafl- för til Austurlands. Sveitin keppti bæði i hraðskák og hægri skák gegn einvalaliði Austurlands. Hraöskákkeppnin fór fram laugardaginn 5. júni og urðu úr- slit þau aö unglingasveitin sigraöi. hlaut 217 v. gegn 107 v. Austur- lands. A sunnudeginum voru svo tefld fjöltefli á fjórum stööum á Austurlandi. Margeir Pétursson tefldi á 8 borðum á Neskaupsstað, vann 5 skákir en tapaði þremur. Omar Jónsson tefldi á 10 borðum á Eskifirði, vann 8 skákir en tap- aði 2. Jón L Árnason tefldi á 20 borðum á Stöðvarfirði, vann 18 skákir en tapaði 2. Helgi Úlafsson tefldi á Egilsstöðum á 22 borðum, vann 21 skák en tapaði 1. A annan í hvitasunnu voru svo hægu skákirnar á dagskrá. Sigr- aði unglingasveitin með 12.5 vinningi gegn 5.5 vinningum. Tapaði sveitin aðeins tveimur skákum, gerði sjö jafntefli og vann niu. Siöastliðið þriðjudagskvöld hóf- usthér i Reykjavik tvö skákmót, sem mikill styr hefur staðið um þ.e. Winston-skákmótið svokall- aða sem haldið er að Hótel Loft- leiöum og skákmót sem haldiö er i skákheimilinu við Grensásveg. Um 80 manns taka þátt i Winston-mótinu. Þar eru tefldar 9 umferðir eftir Monrad-kerfi, og er umhugsunartiminn 20 minútur á Unglingasveit TR til Austiirlands mann hver skák. Að loknum 4 umferðum eru þeir Bragi Hall- dórsson, Hannes Ólafsson og samvinnu við Taflfélag Reykja- vikur og er haldið undir kjörorð- inu ,,Skák í hreinu lofti”. Eftir 5 Umsjón: Helgi ólafsson. Lárus Johnsen efstir allir meö fullt hús vinninga. 136 manns taka þátt i móti þvi sem Krabbbameinsfélagið og ýmsir fleiri aðilar standa fyrir i umferðir eru þeir Margeir Pétursson, Július Friöjónsson og ögmundur Kristinsson efstir með fimm vinninga. Umhugsunartimi er 15 min, á mann hver skák. Verölaun eru þau sömu i báöum mótunum eöa 250 þús. kr. og fyrstu verðlaun 50 þús. Báöum mótunum lýkur á sunnudaginn. Aö lokum skulum viö lita á eina skák úr viöureign unglingasveit- ar T.R. og Skáksambands Austurlands. Skákin var tefld á 5. boröi: Hvitt: KarlHjelm (Skáksamband Austorlands) Svart: Hilmar Karlsson (Tafl- félag Reykjavikur) Drottningarbragð 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. Bd2 c5 5. e3 Rc6 5. Rf3 a6 7. cxd5 exd5 8. Hci c4 9. Be2 Bd6 10. 0-0 0-0 11. Hel He8 12. Dc2. (Taflmennska hvits i byrjun- inni hefur ekki beinlinis verið til eftirbreytni, en þessi leikur og sá næsti eru hinsvegar mjög slæm- ir.) 12. - Bg4 13. a3 Bh5 14. DdlRa5 15. Rh4 Bxh2 + (Mjög nærtæk leikflétta,en ekki aiveg pottþétt. Mun öruggara var 15. - Bg6.9 16. Kxh2 Rg4+ 17. Kg3 (Hér kom 17. Bxg4 til álita, en eftir 17. - Dxh4+ 18. Kgl Bxg4 19. f3 Be6 20. Rxd5 Bxd5 21. Bxa5 f5 stendur svartur mun betur.) 17. - Dd6+ 18.f4 Rxe3 19. Bxe3 Hxe3+ 20. Kf2 (Þetta er örugglega lakasti leikurinn af þeim þremur sem til greina komu. Eftir 20. Rf3 viröist svartur fyllilega halda sinu meö 20.-Hae8,en 20.Bf3er áhinn bóg- inn býsna athyglisverður mögu- leiki, og má þá mikið vera ef svartur geti réttlætt fórnina t.d. 20. - Hd3 21. De2 g5 22. De8+ Hxe8 23. Hxe8+ Kg7 24. Rf5+ og vinnur, 20. - Hae8 21. Hxe3 Hxe3 22. Rf5 Dg6+ 23. Kf2 Hxf3+ 24. Dxf3 o.s.frv. 20. - Hxel 21. Dxel g5 22. Bxh5 Dxf4+ 23. Kh3 og drottn- ingin valdar mátið á h4.) 20. - Dxf4+ 21. Rf3 Bxf3 22. Bxf3 Hd3 23. Da4 Rc6 24. Rxd5 Hd2+ 25. Kgl (25.Kfl Dh2 o.s.frv.) 25. - Dxd4+ 26. Khl Re5 (26. - b5leit vel út,en strandar á 27. Dxa6 o.s.frv.) 27. Re7+ Kh8 28. Rf5 (Hvitur er varnarlaus, t.d. 28. He4 Dxb2 o.s.frv. 28. Bxb7 Dh4+ 29. Kgl Rg4 og mátar.) 28. - Df4 29. Hxe5 Dxe5 30. Rh4 b5 31. Db4 Had8 32. Dc3 Df4. Hvitur gafst upp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.