Þjóðviljinn - 06.07.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.07.1976, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 6. júli 1976 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 5 STYRKVEITINGAR VÍSINDASJÖÐS ÁRIÐ 1976 Lokið er veitingu styrkja Vis- indasjóðs fyrir áriö 1976, en þetta er 19. starfsár sjóðsins. Fyrst voru veittir styrkir úr sjóðnum vorið 1958. Raunvísindadeild Formaður stjórnar Raunvis- indadeildar er dr. Guðmundur Pálmason jaröeðlisfræðingur, en aðrir stjórnarmenn eru: dr. Guð- mundur E. Sigvaldason forstöðu- maður Norrænu eldfjallastöðv- arinnar, Haraldur Ásgeirsson verkfræðingur, Þorbjörn Sigur- geirsson prófessor og Þorgeir Þorgeirsson læknir. Varaformað- ur, Eyþór Einarsson grasafræð- ingur, tók einnig að þessu sinni þátt i styrkúthlutun. Ritari deild- arstjórnar er Guðmundur Arn- laugsson rektor. Alls bárust Raunvisindadeild að þessu sinni 80 umsóknir. Veitt- ir voru 35 styrkir aö heildarfjár- hæð 16 milljónir 905 þúsund krón- ur. Arið 1975 veitti deildin 49 styrki að fjárhæð 14 milljónir og 460 þúsund krónur. Hugvísindadeild Formaður stjórnar Hugvis- indadeildar er dr. Jóhannes Nor- da seðlabankastjóri. Aðrir stjórn- armenn eru Andri Isaksson prófessor, Arnljótur Björnsson prófessor, Ólafur Halldórsson handritafræðingur og Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor. Ritari deildarstjórnar er Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður. Alls bárust Hugvisindadeild að þessu sinni 55 umsóknir, en einn umsækjandi tók umsókn sina aft- ur. Veittir voru 24 styrkir að heildarfjárhæð 7 milljónir 850 þúsund krónur. Arið 1975 veitti deildin 29 styrki að heildarfjár- hæð 7 milljónir 550 þúsund krón- ur. Úr Visindasjóði hafa þvi aö þessu sinni veriö veittir 59 styrkir að heildarfjárhæö 24,755 milljónir króna. Áriö 1975 voru veittir 78 styrkir að heildarfjárhæð 22,01 milljónir króna. Hér fer á eftir yfirlit um styrk- veitingar beggja deilda Visinda- sjóðs árið 1976. Raunvísindadeild Skrá um veitta styrki 1. Aðalsteinn Sigurðsson fiski- fræöingur. Vegna kostnaðar við greiningu burstaorma frá Surtsey. 100 þús. 2. Agnar Ingólfsson vistfræðing- ur.Framhald rannsóknar á lif- riki i fjörum við Island. 100 þús. 3. Alfreð Árnason lifefnafræð- ingur. Rannsókn á vefja- flokkakerfum 500 þús. 4. Arni V. Þörsson læknir.Rann- sókn á hlutverki soma- tomedins og vaxtarhormóns. 1.000 þús. 5. Eysteinn Tryggvason jarö- eðlisfræðingur. Rannsókn á lóðréttum jarðskorpuhreyf- ingum. Framhaldsstyrkur. 500 þús. 6. Gauti Arnþórsson læknir. Framhald rannsóknar á könn- unar- og notagildi gastroka- mera. 250 þús. 7. Guðjón Axelsson tannlæknir. Rannsókn á tönnum Þingey- inga. Þáttur i mannfræðirann- sókn á vegum Nordiska humanekologiska forskar- gruppen o.fl. 300 þús. 8. Guömundur Eggertsson erfðafræðingur. Til rann- sóknar á myndun eggjahvitu- efna i lifandi frumum. Olafur S. Andrésson og Ragnheiður Asta Magnúsdóttir liffræðing- ar annast rannsóknina. Fram- haldsstyrkur. 475 þús. 9. Guðný Eiriksdóttir Hfefna- fræðingur. Framhald rann- sókna á eðli lipósóma. Verk- . efniöeruhniöviöTilraunastöð háskólans i meinafræði að Keldum. 400 þús. l(j. Gylfi Már Guöbergsson land- fræðingur. Notkun innrauðra mynda til könnunar á stærö gróins lands á Islandi, kynnis- ferð til Bandarikjanna vegna þessarar tækni. 11. Helgi Björnsson jarðeðlis- fræðingur. Tilraunamælingar með rafsegulbylgjum á þykkt Islenskra jökla 1.000 þús. 12. Ingvar Árnason efnafræðing- ur. Rannsókn á kisil-kolefnis- samböndum. Framhalds- styrkur. 250 þús. 13. Ingvar Birgir Friöleifsson jaröfræöingur. Til rannsókna á áhrifum efnasamsetningar bergkviku á stærð og lögun bólstra. 200 þús. 14. Raunvisindastofnun háskól- ans, Jarðvisindastofa. Rann- sókn á vatnasetum i Fnjóska- dal til könnunar á þvi, hvort islaus svæði hafi verið á Is- landi á siðasta jökulskeiði. Þorleifur Einarsson jaröfræð- ingur annast rannsóknina. 350 þús. 15. Jóhann Pálsson grasafræð- ingur. Vegna kostnaðar við rannsókn á islenskum sveif- grösum. Verkefnið er unnið við Uppsalaháskóla. 200 þús. 16. Jón Gunnar Hallgrimsson læknir. Rannsókn á sjúkdóm- um pneumothorax spontaneus (loftbrjóst) á íslandi 225 þús. 17. Jón Óttar Ragnarsson efna- verkfræðingur. Til rannsókna á stöðugleika ýmissa is- lenskra matvæla gagnvart þránun fitu. 620 þús. 18. Laufey Steingrimsdóttir lff- fræðingur. Efnahvörf og af- drif trans-ómettaöra fitusýra i heila fósturs. Verkefni til doktorsprófs við Kaliforniu- háskóla. 600 þús. 19. Náttúrugripasafniö á Akur- eyri. Til rannsókna á flóru Suður-Þingeyjarsýslu. Hörður Kristinsson grasafræðingur annast rannsóknirnar. Fram- haldsstyrkur. 220 þús. 20. Páll Imsland jarðfr. Til rannsókna á jarðfræði Jan Mayen. Verkefniö er unnið við Norrænu eldfjallastöðina. 600 þús. 21. Pétur M. Jónasson dýrafræö- ingur.Til að ljúka rannsókn á lifriki Mývatns. Framhalds- styrkur. 300 þús. 22. Rannsóknastofnun landbún- aðarins. Framhaldsrannsókn á niturnámi gerla I rótarhnúð- um á hvitsmára. Guðni Harð- arson liffræöingur annast rannsóknina undir umsjón Bjarna Hegasonar jarövegs- fræðings. 500 þús. 23. Rannsóknarstofnun landbún- aðarins Ranns. á magni og áhrifum brennisteins, kopars og molybdens i beitargróðri sauðfjár. ólafur Guömunds- son landbúnaðarfræðingur annast rannsókhina. 24. Rikharður Kristjánsson verk- fræðingur. Notkun tölvutækni við útreikninga á styrkleika járnbentra steinsteypuein- inga. Verkefnið er unnið viö tækniháskólann i Darmstadt. 600 þús. 25. Sigfús Björnsson verkfræð- ingur. Raffræðirannsóknir á skynkerfum fiska. 500 þús. 26. Sigfús A. Schopka fiskifræð- ingur. Fullnaðarúrvinnsla gagna frá árunum 1928-46 um stofnsveiflur Islenska þorsks- ins. 300 þús. 27. Sigurður V. Hallsson efna- verkfræðingur. Samanburö- arrannsóknir á vexti klóþangs á tslandi, Irlandi, Noregi og Frakklandi. 250 þús. 28. Sigurður Helgason sýklafræð- ingur. Til rannsókna á sjúk- dómum sjávar- og ferskvatns- fiska. 29. Sigurður H. Richter dýrafræð- ingur. Rannsókn á snikjudýr- um i meltingarvegi nautgripa. Verkefnið er þáttur i samnor- rænni rannsókn og unnið við Tilraunastöð Háskólans I meinafræði að Keldum. 800 þús. 30. Siguröur Steinþórsson jarð- fræðingur. Til smiða á há- þrýstiofni, er nota skal til rannsókna á eiginleikum basaltkviku. 1.000 þús. 31. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur. Vegna kostnaðar við aldursákvarðanir með c-14 aöferð. 100 þús. 32. Tómas Helgason læknir og fleiri: Rannsókn á heilsufari og fjölskyldulifi togarasjó- manna. a) Rannsókn á heilsufari og félagslegum aðstæðum tog- arasjómanna. 410 þús. Tómas Helgason læknir, Gylfi Asmundsson sálfræðingur. Þorbjörn Broddason félags- fræðingur, og Haraldur Ólafs- son mannfræðingur annast rannsóknina. b) Rannsókn á heilsufari eig- inkvenna og barna togarasjó- manna. 225 þús. Helga Hannesdóttir og Jón G. Stefánsson læknar annast rannsóknina. Sbr. og styrk Hugvisindadeildar. 33. Valgarður Egilsson læknir.Til rannsóknar á áhrifum TAA á erfðastofna i litberum fruma. 500 þús. 34. Þórarinn Stefánsson eðlis- fræðingur. Rannsókn á árekstrum orkulitilla far- einda. Verkefnið er unnið við tækniháskólann i Þrándheimi. 35. Þórir Dan Björnss. læknir. Rannsókn á gagnhrifum blóö- þynningarlyfja og blóðfitu- lækkandi lyfja. 680 þús. Hugvisindadeild Skrá um veitta styrki og rann- sóknarefni: 1. Björn Teitsson lektor. Rann- sókn á byggöarsögu á Norður- landi á timabilinu 1200-1700 með sérstöku tilliti til sam- dráttar og útþenslu byggöar- innar á ákveðnum timum. Rannsóknin er liður í svæða- rannsóknum á vegum Det nordiske ödegárdsprosjekt, 300 þús. 2. Eirikur Tómasson cand. jur. Rannsókn á stjórnarvaldsúr- skurðum, er vikja að því álita- efni, hvenær isl. stjórnvöld teljast vanhæf til meðferðar einstakra mála, 300 þús. 3. Gisli Pálsson M.A. Saman- burðarrannsókn á sjávar- þorpum viö Norður-Atlants- haf. Kostnaðarstyrkur. 200 þús. 4. Dr. Helgi Guðmundsson lekt- or.Til að rannsaka keltnesk á- hrif á tslandi. 300 þús. 5. Helgi Þorláksson cand. mag. Rannsókn á umfangi og mikil- vægi islenskrar utanfikis- verslunar á miðöldum fram til ásins 1412. 300 þús. 6. George J. Houser M.A. Vegna rannsóknar á sögu hestalækn- inga á Islandi. 150 þús. 7. Höskuldur Þráinsson cand. mag. Rannsókn á setninga- fræði islenskra sagna. 600 þús. 8. Jón Benedikt Björnsson sál- fræðingur. Félagssálfræðileg rannsókn á áhrifum þjóðfé- lagslegrar samhjálpar á þann þjóðfélagshóp, sem verður samhjálparinnar aðnjótandi. 200 þús. 9. Jón Torfi Jónasson M. Sc. Sál- fræðileg rannsókn á þeirri hugarstarfsemi, er fram fer við lestur. 10. Kristján Árnason cand. mag. Rannsókn á reglum um lengd hljóða i Isl. og öðrum nor- rænum málum með sérstöku tilliti til hljóðdvalarbreyting- arinnar i islensku. 600 þús. 11. Lúðvik Kristjánsson rithöf- undur. Til greiðslu kostnaðar við teikningar I rit um islenska sjávarhætti fyrr og siðar. 3Ó0 þús. 12. Magni Guðmundsson hag- fræðingur. Rannsókn á sam- keppnislöggjöf og verðgæsiu (doktorsverkefni við Mani- tobaháskóla). 300 þús. 13. Magnús Pétursson B.A.Rann- sókn á fjármálum sveitarfé- laga. Kostnaðarstyrkur. 150 þús. 14. Njáll Sigurösson tónlistar- maður.Söfnun og skráning Is- lenskra þjóðlaga. 400 þús. 15. Óskar Halldórsson lektor. Rannsókn á Grettis sögu. Kostnaðarstyrkur. 200 þús. 16. Sigfús Daðason skáld. Rannsókn á Heimsijósi eftir Halldór Laxness. 300 þús. 17. Sigurður B. Stefánsson M. Sc. Stærðfræðilegt / tölfræðilegt likan af hinu islenska hagkerfi (doktorsverkefni við háskól- ann i Essex). 600 þús. 18. Séra Sigurjón Einarsson sókn- arprestur. Rannsókn á siða- skiptunum hér á landi, eink- um sögu Marteins biskups Einarssonar 150 þús. 19. Dr. Sveinbjörn Rafnsson. tJt- gáfa á skýrslum islenskra presta um fornl. til dönsku fornfræðinefndarinnar (1817 og siðar). 300 þús. 20. Sverrir Tómasson cand. mag. Rannsókn á helgisagnaritun Bergs Sokkasonar ábóta. 300 þús. 21. Svæðisrannsóknir á menning- arsögu sveita kringum Hval- fjörð. (1 fyrirsvari rannsókn- arhóps, sem að verkefninu vinnur, er Þorlákur H. Helga- son menntaskólakennari). 600 þús. 22. Dr. Tómas Helgason prófess- or (ásamt Gylfa Asmundssyni dósent, Þorbirni Broddasyni lektor, Haraldi Ólafssyni lektor, Helgu Hannesdóttur lækni og Jóni G. Stefánssyni lækni og lektor). Rannsókn á heilbrigðisástandi og félagslegum aðstæðum sjó- manna og fjölskyldna þeirra. Raunvisindadeild veitti einnig styrk til þessarar rannsóknar. 600 þús. 23. Þórólfur Þórlindsson M.A. Rannsókn á samspili máls, hugsunar og félagslegra þátta, einkum atferlis og sam- skiptasniða (social interaction patterns) frá félagsfræðilegu sjónarmiði (doktorsverkefni við Iowa-háskóla). 300 þús. 24. Þorsteinn Gylfas. lektor og Páll Skúlason prófessor (I sameiningu). Vegna mál- þings, sem haldið var I tilefni heimboðs siöfræðingsins Philippu Foote. Kostnaðar- styrkur. 200 þús. Umferðar- fræðsla í Kópavogi fyrir 5 og 6 ára börn Umferðarfræðsla verður i þremur barna- skólum i Kópavogi dagana 7. til 9. júli. Fræðslan fer fram með viðtölum við börn- in, beinni kennslu, brúðuleikhúsi og kvik- myndasýningu. Einnig fá börnin verkefni við sitt hæfi til úrlausnar. Hvert barn þarf að koma tvisvar. Niðurröðun eftir aldri, stað og tima: Miðvikudag 7/7 Kópavogsskóli Kársnesskóli Fimmtudag 8/7 Kópavogsskóli Kársnesskóli Föstudag 9/7 Digranesskóli Digranesskóli aftur Skrifstofuhúsnæði ca. 60 fermetrar til leigu nú þegar i Hafnarhúsinu. Upplýsingar gefur Hafnarskrifstofan. Hafnarstjórinn i Reykjavik. 5 ára kl. 9.30 6ára kl. 11.00 5 ára kl. 14.00 6árakl. 16.00 5árakl. 9.30 6ára kl. 11.00 5ára kl. 14.00 6ára kl. 16.00 5árakl. 9.30 6ára kl. 11.00 5ára kl. 34.00 6 ára kl. 16.00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.