Þjóðviljinn - 06.07.1976, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 6. júli 1976 ÞJöÐVlLJlNN — SinA 9
RÆTT \ H> ÞÓRHALL HÁLFDÁ \ARSU\ STARFSMA\.\ RÁWSÓk\AR\FF\DAR SJÓSLYSA
Skipstjórnarmenn treysta
um
a
tœkin
Skýrsla Rannsóknar-
nefndar sjóslysa fyrir árið
1975 er nýkomin út og kem-
ur þar margt athyglisvert
fram. Af þessu tilefni
ræddi Þjóðviljinn við Þór-
hall Hálf dánarson
starfsmann nefndarinnar.
Þórhallur var fyrst spurður að
þvi hvað hann telji alvarlegast af
þvi sem lesa má i skýrslunni.
— Sú staðreynd að
skipstjórnarmenn treysta um of á
öryggis- og siglingatækin um
borð. Þetta eru orðin mjög góð og
fullkomin tæki en um leiö slaknar
á þeirri árvekni sem sýnd var
áður en þessi tæki komu til sög-
unnar. Þetta á við um skip-
stjórnarmenn á skipum af öllum
stærðarflokkum.
— Þú álitur þá ekki að islenskir
skipstjórnarmenn séu vankunn-
andi i starfi eins og hægt væri að
álykta t.d. af þeim slysum sem
sagt var frá i Þjóöviljanum sl.
föstudag?
— Nei, alls ekki. Ég álit að is-
lenskir skipstjórar séu best
menntuðu skipstjórar i heimi og
sjómannaskólinn hér er mjög
góður. En árveknin er ekki nóg og
skipstjórar verða að taka sig á i
þessum efnum. Það er svo mikið i
húfi.
Öryggislokar
á spil
— Hvernig verða alvarlegustu
slysin helst á sjó?
— Fyrir utan skipstöp þar sem
manntjón verður og að menn falli
útbyrðis vil ég helst nefna slys
sem verða við spil og vindur.
Þetta eru yfirleitt mjög slæm slys
og þrjú dauðaslys urðu af þessum
sökum á sl. ári. Þaö er lögbundið
aö vissu marki að hafa öryggis-
loka við spilin. Lögin gilda þó að-
eins um skip sem yngri eru en frá
árinu 1973 og eins þegar skipt er
um spil i skipi eöa breytt um lögn
áð þeim.
Þessir öryggislokar veita nokk-
uð örugga vörn gegn slysum. Þeir
eru islensk uppfinning og smið.
Það er auðvelt að láta þá við spil-
in án þess að stöðva veiöar skips-
ins og ekki mjög kostnaðarsamt.
Margir útgerðarmenn hafa látið
seja þessa öryggisloka á skip sin
þótt það sé ekki skylda og vil ég
hvetja aðra að fara að dæmi
þeirra. Þannig mætti forðast
mörg hryggileg slys.
Reykköfunar-
tœki
Eldsvoðar i skipum eru enn allt-
of tiðir og uröu 10 slikir á sl. ári.
Nefndin hefur ekki treyst sér til
að láta I ljós álit sitt á orsökum
eldsvoðanna, þvi aö menn verða
eldsins sjaldnast varir fyrr en allt
er oröið fullt af reyk og af þeim
sökum erfitt að gera sér grein
fyrir upptökum eldsins.
En við erum búnir aö fá þvi
framgengt aö skylt er aö hafa
svonefnd reykköfunartæki um
borö i öllum skipum innan við 500
tonn og þetta tekur einnig til allra
skuttogara. Þetta er mjög gott
hjálpartæki og auðveldar að
bjarga mönnum úr eldi og reyk.
Hinsvegar hefur komiö i ljós að
menn kunna ekki nógu vel notkun
þessara tækja þegar á þarf að
halda. Þess vegna hefur nefndin
skrifað skólanefndum Stýri-
mannaskólans og Vélskólans og
farið þess á leit að tekin verði upp
kennsla i meðferð þessara tækja
og notkun þeirra reynd. Og nú
fara nemendur á námskeið hjá
Brunamálastofnun Islands til að
kynnast þessum tækjum. Með
þessu á að vera tryggt að a.m.k.
fjórir menn um borð i hverju skipi
kunni meðferð reykköfunartækja
og er mikið öryggi i þvi.
í sambandi við eldsvoða á sjó
vil ég nefna eina nýjung sem við
bindum miklar vonir við. Það eru
hin svonefndu kastfroðutæki sem
auðvelda mjög að slökkva eld.
Við höfum gert tilraunir með
þetta og þær leiða i ljós að hægt er
að ráða niðurlögum elds i véla-
rúmum og öðrum afmörkuöum
rúmum i skipum á fljótan og
öruggan hátt. Þetta á að verða
sjálfsagt öryggistæki um borð i
islenskum skipum.
Rek björgunar-
báta
Arið 1974 fól samgönguráðu-
neytið nefndinni að gera itarlega
rannsókn á reki gúmbjörgunar-
báta I samræmi við ályktun
Alþingis. Þetta er gert til að betur
sé hægt að glöggva sig á hvað
ræður reki gúmbjörgunarbáta og
auðvelda þannig leit að
björgunarbátum. En oft ræður
það úrslitum um lif eða dauða hve
fljótt bátarnir finnast og vonandi
ætti slik könnun að auðvelda slíka
leit i framtiöinni. En þetta er
vandasamt og timafrekt verkefni
og verður ekki hespað af á einu
ári. Nú er alit tilbúið af okkar
hálfu að hef ja slika rannsókn, og
óhætt er að slá þvi föstu að hún
hefjist I október eða nóvember I
haust.
Hálka á dekkinu
Næst vil ég vikja að slysum á
skuttogurum. Fyrst eftir að skut-
togarar komu til landsins uröu
slys um borð i þeim óhugnanlega
tiö og höfðu menn miklar áhyggj-
ur af. Þetta var að nokkru leyti
eðlilegt, þvi hér var um að ræöa
atvinnubyltingu og menn voru að
vinna við aðstæður sem þeim
voru áður ókunnar. Þetta kallaöi
á slysin, en nú hefur oröið breyt-
ing á og slys verða ekki fleiri um
borö i skuttogurum en öðrum
skipum.
Áðaivandamálið þar eins og um
borð i öllum járnskipum er hálk-
an á dekkinu, og á sl. ári urðu 53
slys af þessum sökum. Við höfum
verið að gera tilraunir meö sér-
staka gerð af málningu sem dreg-
ur mjög úr hálku á dekkinu. Þess-
ar tilraunir hafa reynst þaö vel að
viö höfum beitt okkur fyrir þvi aö
slik málning verður notuð á tvo
togara nú strax i sumar. Þannig
ætlum við að fá dóm sjómanna
hvernig hún reynist, en það verða
endanlega þeir sem kveða upp
Þórhallur Hálfdánarson við Reykjavikurhöfn.
dóm um hvort mælt verður með
notkun slikrar málningar til að
draga úr hálku um borð i skipum.
Radarmerki
Eitt vil ég minnast á enn áður
en við ljúkum þessu spjalli. Mig
langar að koma á framfæri
eindreginni áskorun til skipstjóra
á trillubátum að þeir fái sér
radarmerki til að hafa i mastrinu.
Þetta er mikilvægt öryggistæki til
varnar þvi að trillur séu sigldar
niður þar sem þær eru að veiðum
á siglingaleið. Það hafa orðið
mörg slik slys og við höfum um
það nýlegt dæmi þar sem tilvilj-
un ein réð þvi að ekki varð mann-
tjón.
Reyndir skipstjórar hafa sagt
mér að merkin sjáist glögglega i
radar i 3ja sjómilna fjarlægö.
Þetta er hundbillegt tæki, fæst
t.d. hjá Ellingsen og kostar 1980
kr. eða eins og 30 kg af þorski.
Einnig geta menn auðveldlega út-
Ráðuneytiö hefur á föstudag
gefið út reglugerð um takmörkun
á togveiðum fyrir Suðvesturlandi.
Samkvæmt reglugerð þessari eru
allar togveiðar bannaðar á svæði,
sem að norðan markast af linu
dreginni réttvísandi norðvestur
af Garðskagavita, að sunnan af
linu dreginni réttvisandi 250 gr.
frá Stafnesvita, að vestan af linu,
sem dregin er 12sjómilur utan við
linu milli Stafnesvita og
Garöskagavita og að austan
markast svæöið af landinu.
Bann þetta gildir til 25. júli n.k.
og er sett samkvæmt tilmælum
Hafrannsóknastofnunarinnar, en
búið þetta sjálfir, galdurinn er
ekki annar en að fá sér álplötu 8-9
tommur á kant og festa hana i
mastrið. Þetta er ótrúlega mikið
öryggi bæði fyrir trillukarlana
sjálfa og skip sem eru á siglingu.
Ábendingar
sjómanna
— Telur þú að árangur hafi
orðið af starfi nefndarinnar, Þór-
hajlur?
Alveg tvimælalaust þótt hann
verði aldrei nægjanlegur. Ég vil
t.d. nefna lögin um skyldu að hafa
öryggisloka við spil, einnig kom-
um við á framfæri nýjum
öryggisútbúnaði og hvatningu til
sjómanna að nota öryggisútbúnað
en þvi miður vill verða á þvi mis-
brestur. Þó er ég svo bjartsýnn að
trúa að viðhorf sjómanna i þess-
um efnum eigi eftir að breytast á
næstu árum. Ég hef trú á að þeg-
ar fram liða stundir eigum við
eftir að koma i framkvæmd ýmsu
rannsóknir, sem gerðar voru á
r/s Arna Friðrikssyni dagana 28.
júni til 1. júli, sýndu, að sildar-
hrygning er i þann veginn að hefj-
ast á þessu svæði. Er talið, að tog-
veiðar hefðu getað spillt mjög
árangri sildarhrygningarinnar og
þvi hefur svæðinu nú verið lokað
fyrir togveiðum meöan sildar-
hrygningin á sér stað eða til 25.
júll eins og fyrr greinir.
Ráðuneytið vill einnig vekja at-
hygli á þvi að samkvæmt reglu-
gerð nr. 42 20. febrúar 1976 eru
allar loðnuveiðar bannaðar á
timabilinu 15. mai til 15. júli 1976.
sem getur dregið úr slysahættu á
sjó, enda er það fyrst og fremst
hlutverk þessarar nefndar.
Siðan ég byrjaöi i þessu starfi
hafa sjómenn mjög mikið komið
hingað á skrifstofuna til min i
Slysavarnafélagshúsinu á
Grandagarði og rætt viö mig og
komið með gagnlegar ábending-
ar. Þetta er mjög nauðsynlegt að
fá að heyra álit sjómanna sjálfra
á þeim málum sem við erum að
vinna að og heyra nýjar hug-
myndir. Ég vil hvetja þá til að
hafa samband við mig eða
nefndarmenn um ráð til úrbóta i
slysavörnum á sjó.
Að lokum langar mig að taka
það fram sérstaklega að við höf-
um aldrei þurft að hætta við eða
gera hlé á þvi verki sem við erum
að vinna vegna takmarkaðra
fjárveitinga, viðhöfum fengið allt
sem við höfum talið nauðsynlegt
og beðið um. Allir þeir alþingis-
menn sem skipa fjárveitinga-
nefnd hafa mjög góðan skilning á
þessum málum.
— Hj. G.
á
loðnu
Þeir fjórir bátar, sem eins og
fram hefur komið i fréttum eru nú
i þann veginn aö hefja loönuveið-
ar fyrir Norður- og Norðvestur-
landi, hafa fengið til þess sérstök
leyfi ráðuneytisins. Veiðar
þessara báta eru háðar þeim skil-
yrðum, sem eru að finna i ofan-
greindri reglugerö. Er þannig t.d.
bannað að veiða smáloönu, sem
er minni en 12 cm að lengd sé hún
verulegur hluti aflans. Varðar
það sektum og upptöku afla et
hlutur smáloðnu undir 12 cm er
meiri en 55% af afla.
(Sjávarútvegsráðunevtið
2. júlÚ
T akmarkanir
togveiðum og
HVET SJÓMENN TIL AÐ
KOMA MEÐ ÁBENDINGAR