Þjóðviljinn - 06.07.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.07.1976, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJ(®VILJINN Þriðjudagur 6. júli 1976 FH náði jöfnu gegn Islands- meisturum í A islandsmeistararnir af Akranesi töpuðu dýr- mætu stigi i baráttunni um titilinn er þeim tókst aðeins að ná jöfnu 1:1 gegn FH, næstneðsta liðinu í deildinni, í siðari leik liðanna á Akranesi á laugardag. I fyrri leik liðanna varð einnig jafnt 0:0. Akurnesingar tóku leikinn strax i sinar hendur og sóttu nær stanslaust fyrstu 20 min- úturnar, og þar kom að lokum að þeim tókst að koma boltan- um rétta leið i netið. Guðjón Þórðarson tók frispark mitt á milli vitateigs og miðlinu og Sigþór Omarssyni tókst að komast inn i sendinguna og stýra boltanum i mark meðan FH-vörnin stóö frosin. Aðeins 4 min. siðar tókst FH aö jafna og var Loftur Ólafs- son þar að verki. Hann fékk boltann sendan frá Ólafi Danivalssyni og Jón Gunn- laugsson varð of seinn til varnar. Eftir þetta nokkuð óvænta jöfnunarmark FH jafnaðist leikurinn mjög og Akurnes- ingar misstu niður allt spil sem þeir höfðu sýnt fyrst i leiknum og fátt um umtals- verð marktækifæri i leiknum eftir það. Meir áberandi spyrnur út i loftið. Besta tæki- færið i leiknum átti Karl Þórðarson á 10. min i fyrri hálfleik er honum mistókst illilega i dauðafæri. Talsverð harka var i þess- um leik einkum af hálfu FH- liðsins. Leikmenn þess virðast i góðri likamlegri þjálfun og berjast af miklum móði og kröftum og það hefur dugað þeim til að tryggja sér sæti i deildinni. Þótt Islandsmeistararnir hafi tapað þama dýrmætu stigi eru þeir enn meö i barátt- unni um titilinn, enn er það mikið eftir af mótinu. Karl Þórðarson var langbesti maö- ur liðsins i þessum leik og raunar á vellinum. Teitur Þórðarson og Árni Sveinsson áttu einnig góðan leik, en Árni meiddist og varð að yfirgefa völlinn. I liði FH átti Logi Ólafsson bestan leik og Janus var sem fyrr mjög traustur i vörninni. Tveir leikmenn fengu að sjá gula spjaldið, þeir Pétur Pétursson tA og Leifur Helga- son FH. Dómari var Þorvarð- ur Björnsson. Þær eru ekki allar háar i loftinu stúlkurnar sem keppa i 1. deild kvennaknattspyrnunnar. verður Breiðabliksstúlka að iáta i minni pokann fyrir varnarmönnum FH. Mynd: - FH-stúlkur sigruðu Breiðablik með 1:0 og náðu þar mikilvœgu skrefi i átt að Islandsmeistaratitlinum Hafnfirsku knattspyrnustúlk- urnar úr FH unnu tvö dýrmæt stig i 1. deildarkeppninni um heigina er þær sigruðu Breiða- blik með einu marki gegn engu i hörkuspennandi leik, sem var þrunginn úrslitaieiksspennu. Þessi tvö lið hafa fyigst að á toppnum frá þvi f byrjun móts- ins og aðeins tapað einu stigi hvort, en það var þegar liðin skildu jöfn, 1-1, í fyrri umferð- inni. Leikurinn um helgina fór fram i Kaplakrika og vitað var fyrirfram að nánast væri um úr- slitaleik i deildinni að ræða. Hafnfirsku stúlkurnar skoruðu eina mark sitt um miðjan fyrri hálfleik eftir hornspyrnu og þvögu fyrir framan mark Breiðabliks. Það var Svanhvit Magnúsdóttir sem átti siðasta orðið i þeim darraðadansi og sendi boltann i netið. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir tækifæri á báða bóga, sem FH átti þó meirihlutann af. Að visu skoraði Breiðablik jöfnun- armark á siðustu minútunum en Einar Hjartarson dómari flaut- aði umdeilda aukaspyrnu á UBK og markið var dæmt af. Urgur var i Kópavogsmönn- um að leik loknum þar sem þeir töldu FH- inga hafa leikið á ólöglegum skóm, þ.e. fótbolta- skóm með tökkum i stað þess að leika i strigaskóm eins og reglur kveða á um. Töldu FH-ingar sig þó vera i fullum rétti og hafa leyfi frá stjórn KSl til þess að notast við áðurnefndan skófatn- að. — gsp Yfirburðir hiá Ágústi 1 golfkeppni íþróttafréttarit- ara sem fór fram sl. föstudag varð Ágúst Jónsson frá MbL- sigurvegari eftir glæsiiega hringferö um völlinn þar sem hann fór hvað eftir annaö ,,á pari” eins og sagt er á fag- máli. Ágúst þáði fyrir vikið gullfaliega verðlaunagripi sem Sveinn Björnsson og SAAB-umboðiö gefa til þess- arar keppni, sem háð er ár- lega og skipar æ hærri sess i islensku iþróttalifi. A meðfylgjandi mynd situr Ágúst lengst til hægri en hjá honum krýpur Sigmundur Steinarsson frá Tímanum, sem ekki tókst þrátt fyrir góöa viðleitni og glæsta frammi- stöðu að verja titil sinn frá þvi i fyrra. — GSP á Þjv. seilist lúmskur með vinstri hendi i bikarasafn Ágústar en honum á hægri hónd situr Sveinn Björnsson og sföan Jón Ás- geirsson, formaður Samtaka iþróttafréttaritara. Standandi tii vinstri á myndinni eru þeir Friðþjófur Helgason Mbl., Kóbert Ágústsson Timanum og Sigtryggur Sigtryggsson Mbl. Á myndina vantar nokkra keppendur. Enn tapar Þróttur i köldum rigningar- sudda á sunnudagskvöld áttu keflvíkingar sinn besta leik í 1. deildar- keppninni í knattspyrnu það sem af er sumri, en þá léku þeir við Þrótt og báru sigurorð af þeim, skoruðu 2 mörk, fengu á sig eitt. Það er vafalaust of djúpt i árina tekið að segja að leikur liðanna hafi verið rishár, en bráðskemmtilegur var hann. Framan af fyrrihálfleik var greinilegt að við áttust tvö botnleið deildarinnar, en eftir þvi sem á ieið leikinn sóttu keflvikingar i sig veðrið og áttu undir lokin ágætan sóknarleik. Bæði mörk keflvikinga voru gerð i fyrri hálfleik og skoraði Rúnar Georgsson þau bæði, en drjúgan þátt i þeim áttu aðrir framlinumenn liðsins, sérstaklega þó Ólafur Júliusson. Ekki var að sjá að þróttarar legðu upp laupana þótt á móti blési og náðu á stundum sæmi- legum samleik á miðjunni, sem þó sifeildlega fór i handaskolum er upp undir mark keflvikinganna kom. Mark skoruðu svo þróttarar upp úr miöjum seinni hálfleik. Kom það úr aukaspyrnu, sem tekin var skammt utan við vitateig. Spyrnan var laus en há, boltinn sveif yfir varnar- vegg keflvikinganna og yfir Þorstein Ólafsson i markinu, sem hrasaði i leðjunni, en inn i markið datt boltinn. Auk þess að skora tvö mörk áttu keflvíkingarnir 4 opin marktækifæri í seinni hálfleik, og a .m .k. tvö i þeim fyrri. Með yfirskilvitlegum hætti tókst þó ekki að nýta þau tækifæri til þess að skora mörk úr. Keflvikingar sluppu vel frá leik þessum, og virðist liðið jafnara en fyrr i leikjum sin- um i sumar, þó svo af bæri leikur ólafs Júliussonar, Sig- urðar Björgvinssonar og framistaða Rúnars Georgs- sonar. Er greinilegt, að það sem varð til þess, að keflvik- ingarnir náðu árangri nokkr- um i leiknum var fyrst og fremst það, að þeir höfðu áhuga fyrir honum, sem er næsta nýtt hjá þvi liði það sem af er surminu. Þvi miður virðist áhugann enn vanta hjá þrótturunum, og þrátt fyrir ágætt úthald og sæmilega getu til samleiks verður uppskera þeirra ekki nema rýr meðan áhugi og vilji til að sigra i leik er ekki fyrir hendi. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.