Þjóðviljinn - 06.07.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJiNN Þriðjudagur 6. júli 1976
Baldvin Halldórsson skrifar Krjóh. opið bréf
Ekki penmgasjónannið
sem réðu
t Austurlandi birtist nýlega
grein eftir Krjóh. um leikferfi
Þjóöleikhússins til Neskaup-
staðar. Þessi grein var tekin
upp I þættinum „Klippt og skor-
iö” hér í blaöinu fyrir helgina.
Nú hefur Baldvin Halldórsson
beöiö Þjóöviljann fyrir opiö bréf
til Krjóh. og birtist þaö hér á
sibunni.
Kæri reiði Krjóh.
Það var sumariö 1950. Leik-
flokkurinn „6 i bil” var á
annarri leikferö sinni um
landiö og nú meö Brúna til
mánans eftir Clifford Odets.
Þá kom ég fyrst til Nes-
kaupstaöar. Viö sýndum i
gamla samkomuhúsinu fyrir
fullu húsi. Frá þvi hefur Nes-
kaupstaður átt hug minn.
Ég held að ég sé búinn að
koma tiu eða tólf sinnum til
Neskaupstaðar i leikferðum.
Siðast fyrir tæpum tveimur
árum með sýningu Þjóðleik-
hússins á Brúðuheimili
Ibsens, og þá sem fararstjóri.
Ég hef á þessum árum horft
á Neskaupstað vaxa og.
blómgast mér til mikillar að-
iáunar. Og núna siðast þá
bröðu uppbyggingu eftir þær
tiörmungar sem á ykkur
lundu.
Þar sem ég var fararstjóri
fyrir leikferð Þjóðleikhússins
með Imyndunarveikina i júni
var sýningin i Egilsbúð 14.
júni algerlega á minni ábyrgð.
Ég skipulagöi þessa ferð og
ætlaði að leika i Egilsbúð á
sunnudaginn 13., en þá var
sjómannadagurinn, og vinir
minir i Neskaupstað ráðlögðu
mér eindregið frá þvi, en
bjuggust hins vegar við að að-
sóknin yrði dræm að nýaf-
stöðnum sjómannadeginum
með tilheyrandi hátiðarhöld-
um. Þar af leiðandi reiknaði
ég ekki með nema einni
sýningu. Hinsvegar reyndist
aðsóknin meiri en nokkru
sinni fyrr.
Ég haföi þann háttinn á i
þessari ferð, að fá heimafólk
til að annast aðgöngumiða-
sölu, enda best; það þekkir
allar aðstæður, og gekk það
allsstaðar framúrskarandi
vel.
Bifreiðastjórinn okkar
annaðist hins vegar dyra-
vörslu. Þegar hann sá að allt
var að yfirfyllast gerði hann
mér orð á baksvið, hvað gera
skyldi. Ég bað hann að bjóða
áhorfendum þann kostinn að
fá aðgang að sýningunni gegn
þvi að standa og bað hann að
bjóða þeim sem þegar voru
komnir inn og ekki vildu þola
þrengslin endurgreiðslu á
miðum þeirra. Þó nokkrir
tóku þann kostinn og fengu
miðana endurgreidda.
Sýningin hófst og eins og þá
segir „leikurum og leikriti á-
gætlega tekið.” A eftir bauð
Logi bæjarstjóri og frú hans
Ólöf upp á veitingar og indælis
móttökur. Um nóttina ókum
við svo á Egilsstaði og
morguninn eftir allar götur til
Raufarhafnar.
Kæri Krjóh.
Ég fullvissa þig um að það
var ekki neitt peningasjónar-
mið sem réði þvi að svo margt
var i Egilsbúð þ. 14. júni, held-
ur aðeins það, að sem flestir
þeirra, sem vildu, gætu séð
sýninguna.
Ég veit ekki nema þú hefðir
brugðist reiðari ef áhorfend-
um hefði ekki verið gefinn
þessi valkostur.
Eftir þá reynslu sem farar-
stjóri i tveimur leikferðum
Þjóðleikhússins hef ég gert að
tillögu minni við Þjóðleikhús-
stjóra að leikferðir verði
styttri og farið á sem allra
flesta staði, þannig að enginn
verði afskiptur þegar Þjóð-
leikhúsið á i hlut.
Berðu minar bestu kveðjur
til vina minna og annarra i
Neskaupstað.
Vertu blessaður.
Baldvin Ilalldórsson
Dansflokkur Unnar Guðjónsdóttur sýnir ballettana
Gunnar á Hlíðarenda
og Þjóðtrú á Norðurl.
Mánud. 5. júli Félagsheimilinu
Hvoh, Hvolsvelli, kl. 21.00.
Miðvikud. 7. júli Félagsheimil-
inu Sindrabæ, Höfn i Hornafirði,
kl. 21.00.
Föstud. 9. júh' Félagsheimilinu
Egilsbúö, Neskaupstað kl. 21.00.
Laugard. 10. júli Félagsheimil-
inu Valaskjálf, Egilsstöðum, kl.
16.00.
Laugard. 10. júh Félagsheimil-
inu Herðubreið, Seyðisfirði, kl.
21.00.
Sunnud. 11. júli, leikfimissaln-
um, Húsavik, kl. 21.00.
Mánud. 12. júli Samkomuhús-
inu á Akureyri, kl. 21.00.
Miðvikud. 14. júli Félagsheim-
ilinuí Kópavogi, Kópavogsbió, kl.
20.30.
Fimmtud. 15. júli Norræna hús-
inu, Reykjavik, 20.30.
Sýningar Fenixda nsf lokksins
verða aðeins tiu á hálfum mán-
uöi, sú fyrsta var I Hverageröi og
sú siðasta veröur I Reykjavik
þann 15. júii.
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi
Unnur Guðjónsdóttir.
Unnur Guðjónsdóttir, bahett-
meistari,stofnaði Fenixballettinn
i Stokkhólmi, 1970. Dansflokkur-
inn hefur um 100 sýningar á ári i
Sviþjóð og sýnir m .a. i leikhúsum,
samkomustöðum, fangelsum,
ehiheimilum, skólum og sjúkra-
húsum. Fenixbahettinn er núna
að leggja upp í sýningarferð um
tsland. Sýndir verða ballettarnir
„Gunnar á Hliðarenda” og
„Þjóðtrú á Norðurlöndum.” I
flokknum eru að þessu sinni 5
dansarar og 1 tæknimaðiir. Ferð-
in er farin fyrir tilstilli menning-
arsjóðs Norðurlanda. DeUdir nor-
rænu félaganna úti á landi og
menningarsjoður félagsheimUa
veita flokknum fyrirgreiðslu á
sýningarferðalaginu.
Sýnt verður á eftirtöldum
stöðum:
Sunnud. 4. júli Hótelinu i
Hveragerði kl. 21.00.
AÐALFUNDUR SUNN
Aðalfundur SUNN 1976 var
haldinn i Skúlagarði i Keldu-
hverfi, N. Þing., dagana 26.-27.
júni' sl. Fyrir utan venjuleg aðal-
fundarstörf voru tvö mál einkum
á dagskránni: votlendisvernd og
friðlýsingarmál.
Framsögumenn um friðlýsing-
armálin voru þeir Agúst H.
Bjarnason kennari og Arni
Reynisson framkvæmdastjóri
Náttúruverndarráðs. Reyfuðu
þeir málin frá mismunandi sjón-
armiðum ogræddu um gildi frið-
lýsingar fyrir náttúruvemd. Und-
ir þessum dagskrárlið fór einnig
fram kynning á þjóðgarðinum i
Jökulsárgljúfrum, sem stofnaður
var 1973. Einar Sæmundsen
kynnti skipulagstillögurfyrir
garðinn og Sigrún Helgadóttir
sagði frá gæslustörfum. Miklar
umræður urðu um þessi mál og
var fjölmennt á fundinum.
Um kvöldiðvar landkynningar-
vaka. Þar skýrði Oddur Sigurðs-
son jarðfræðingur frá jarðsögu
svæðisins og rakti i stuttu máli
gang náttúruhamfaranna siðast
liðinn vetur með skýringarmynd-
um. Þórarinn Haraldsson i Lauf-
ási, Kelduhverfi, sagði frá ýms-
um sérkennilegum atvinnuhátt-
um, svo sem vatnsflutningi, sem
fyrrum tiðkaðist i Kelduhverfi.
Guðrún Jakobsdóttir á Vikinga-
vatni las grein um vatnsheyskap
og Björg Björnsdóttir i Lóni las
fjögur Dettifosskvæði, eftir ýmsa
höfunda. Að lokum var ekiö upp á
Auðbjargarstaðabrekku og notið
útsýnis þaðan.
Á sunnudaginn var votlendis-
vernd á dagskránni. Framsögu
höfðu þeir Arnþór Garðarsson
Framhrld á 14. siðu.
Plönturíkið
Júni-bókin i Bókaklúbbi AB er
sjötta Fjölfræðibók AB,
PLÖNTURIKIÐ eftir Ian Tribe i
þýðingu Jóns O. Edwalds lyfja-
fræðings. Bókin er yfirlit um
plönturikið, allt frá bakteri'um til
blómplantna. Hér er plöntu-
rikið kynnt á nýstárlegan hátt frá
ýmsum sjharhornum — fjallaö
um margvislega nytsemi plantn-
anna og um skaðsemi sumra
þeirra, um margt forvitnilegt i
gerð þeirra og lifsháttum. Les-
andinn kynnist framandi gróðri
og öðlast nýjan fróðleik um
gamla kunningja meðal plantn-
anna.
Þessari bók er ætlað að leiöa
tvennt i ljós: annars vegar fjöl-
breytnina i h'kamsgerð innan hf-
veruhóps sem telur að minnsta
kosti 300.000 tegundir og hins veg-
ar hversu plöntur hafa leyst ýmis
sömu undirstöðuvandamálin á
margvislegan máta. Þessi tvenn
viðhorf til plantnanna eru skoðuð
hvort fyrir sig i bókinni ogersinn
helmingurinn helgaður hvoru
efni.
Höfundurinn dr. Ian Tribe er
visindamaöur og kennari við Há-
skölann I Liverpool.
Plönturikiö er 159 blaðsiður og
prýdd fjölda litmynda. Setningu
annaðist Prentsmiðja G. Bene-
diktssönar. Prentun og band er
unnið hjá Arnoldo Mondadori i
Verona. — Verð kr. 1500.00.
Aukin drykkja
unglinga
í skólum
— Samtök stofnuð til að sporna
við áfengiskaupum þeirra
Lögaldur til áfengiskaupa var
lækkaður i Kanada og rúmlega
helmingi fylkja i Bandarikjunum
á árabilinu 1970-1973.
Vegna hörmulegra afleiðinga
þessarar lækkunar hafa fjölmenn
samtök veriö stofnuð til þess að
vinna að þvi að lögaldur til á-
fengiskaupa verði hækkaður á ný.
Þessinýja hreyfinger afar sterk i
Ontariófylki I Kanada, svo og i
Iowa, Minnesota, Massachusetts,
Maryland og Virginlu I Banda-
rikjunum.
Aukin drykkja nemenda veldur
alvarlegum vandamálum i skól-
um. Atján ára unglingar kaupa á-
fengi handa félögum sinum sem
yngri eru. Banaslysum, þar sem
táningar koma við sögu, hefir
fjölgað gifurlega og afbrotum
unglinga einnig.
1 Iowa og Minnesota hafa þegar
veriðlögð fram lagafrumvörp um
hækkun lögaldurs til áfengis-
kaupa að nýju. Og borgarstjórinn
i höfuðborginni, Washington, hef-
ir beitt neitunarvaldi til að hindra
gildistöku reglugerðar sem lækka
myndi lögaldur til áfengiskaupa i
18 ár.
Er talið að til slikrar lækkunar
komi ekki þar i borg.þvi að neit-
unarvald borgarstjóra er það
þungt á metunum, Þar fá menn
leyfi til áfengiskaupa 21 árs.
Áfengisvarnaráð.