Þjóðviljinn - 24.07.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.07.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Betlikerlingar á ferð Vestmanneyingur skrifar: Um siðustu helgi sótti Eyjarnar heim fjöidi fólks af „meginlandinu” og notuðu margir tiðar ferðir Herjólfs á laugardegi og sunnudegi. Það vakti nokkra athygli og furðu, að eitt pólitiskt félag auglysti sérstaklega helgarferðir Herjólfs, þessa fyrstu helgi, sem hann átti ferð milli Eyja og Hafnar. Gekk þetta svo langt, að sögn farþega, að fólk, sem hingað ætlaði að koma til að heimsækja ættingja og vini um leið og það reyndi hið nýja skip, varð af tvennu illu, að leita á náðir Alþýðulfokksins, svo það allra náðsamlegast kæmist til Eyja. Með þessu samkomulagi mun Alþýðuflokknum hafa tek- ist það, sem hann ætlaði sér, en það er að gripa fyrstu helgar- ferð skipsins og geta svo flaggað með ,,góðri þátttöku” i sumar- ferð Alþýðuflokksins til Eyja. Helstu forkólfar flokksins hér létu sitt ekki eftir liggja og var gaman að fylgjast með „al- þýðubrosinu” þeirra og litillát- legum skrifum i Alþýðublaðinu. Að sjálfsögðu fylgdu þessu eftir helstu „agitatorar” flokksins og mun fljótlega hafa brugið sér hér i Eyjum i gervi betlikerl- inga og sent út um bæinn betli- bréf til styrktar Alþýðuflokkn- um. Hvernig sem á þvi stendur hafa þeir i klaufaskap sinum eða fávisku sent ábyrgðar- manni Dagskrár (blað i Vest- mannaeyjum), eitt slikt,. Til að veita lesendum svolitla innsýn i vinnubrögð þessa flokks, leyfum við okkur aö birta hér glefsur úr bréfinu: ,,Á siðastliðnu hausti var stofnað i Reykjavik félag, sem hlaut nafnið — Styrktarmanna- félagið As. Eins og segir i hjálögðum lög- um félagsins er tilgangur þess „að styðja og efla starfsemi Alþýðuflokksins. — Félagið var Skrifið eða hringið. Sími: 17500 stofnað af fólki hvarvetna af landinu. Fyrir hönd stjórnar félagsins leyfi ég mér að senda þér lög félagsins og frimerkt umslag með óútfylltri inntökubeiðni, sem stjórnin væntir að þú dtfyll- ir og sendir til baka. Seinna verður þér svo sendur reikningur (giróseðill), fyrir þvi árgjaldi, sem þú samþykkir að greiða. Samkvæmt lögum félagsins eru 6.000.00 kr. lágmarks ár- gjald. Við sendum þér þrjá miða, ef þú kynnir að vita um einhverja aðra, sem gerast vildu styrktarmenn félagsins”. Tefðu mig nú ekki lengur —Heyskapurinn gengur alveg ágætlega hér i Húnavatns- sýslunni að þvi ég best veit, sagði Gisli l'álsson bóndi á Hofi i Vatnsdal,. er blaðið náði snögg- vast tali af . honum s.l. miðviku- dag. —Það hefur verið mjög góður þurrkakafli nú undanfarið, bætti Gisli við, — ogmenn hafa náð upp miklum heyjum. Ef tveir, þrir góðir þurrkdagar koma i röð, hvað þá ef þeir eru nú fleiri, þá er hægt að ná upp miklum heyjum á stuttum tima, með þeirri vél- tækni, sem nú er almennt orðin hjá bændum, enda væri nú heyskapurinn stundum að öðrum kosti vonlitið „fvrirtæki”. t dag er hér þurrt veður en að- gerðalitiðupplagt til þess að koma heyi i hlöðu, enda er ég að þvi nú. Það kom að visu slæmur óþurrka- kafli um daginn, eins og alltaf má auðvitað búast við, en þessir sið- ustu dagar hafa bætt fyrir það. Spretta er ágæt að þvi er ég best veit. Af fénaöarhöldum i vetur og vor er það að segja, að þau voru svona i maðallagi. Hey voru léleg i fyrra og hætt er við að það komi niður á afurðum sauðfjárins i haust, þótt þar velti auðvitað einnig mikið á sumrinu og haust- inu. Búskapurinn hér um slóðir færist æ meira i átt til sérhæf- ingar þannig, - að bændur eru annaö hvort einvörðungu með sauðfé eða kýr. Blönduðu búun- um fækkar. Mér telst svo til, að mjólkurframleiðsla sé ekki stunduð nema á 8 bæjum hér i Árneshreppi. Sjálfur hef ég ekki haft kýr i 10 ár. Ég held, að svona búskaparhættir séu hentugri. Sá bóndi, sem bæði méð sau'ö- fé og kýr er i raun og veru önnum kafinn frá morgni til kvölds árið út > og árið inn. Hann á naumast nokkra tómsstund. Þær gefast þó alltaf einhverjar, séu menn með sér- hæfð bú. Og er ekki þjóðfélagið allt að færast meira og meira i átt til sérhæfingar? Þvi skyldu ekki bændur fylgjast þar meö? fylgjast þar En nú máttu ekki tefja mig lengur frá þvi að koma inn bögg- unum. Ég bið að heilsa þarná til þin og vertu blessaður. —mhg Ketilás — Ekki verður annað sagt en að heyskaparhorfur hér i Fljót- um séu ágætar. Túnin vel sprottin og siðan að sláttur hófst liafa lengst af gengið þurrkar. Ég hygg, að ekki sé ofmælt þótt sagt sé, að þeir, scm bcst eru á vegi staddir, séu langt komnir ineð heyskapinn. Verður þaðað teljast gott, svona i útsveitum, þrjár vikur af júll. Svo mælti Valberg Hannes- son, skólastjóri á Sólgörðum i Haganeshreppi, íviðtali við blaðið á miðvikudaginn. Nokkuð er um byggingar- framkvæmdirhéri sveitinni. Er þar bæði um að ræða ibúðarhús og útihús og auk þess eru i smið- um nokkrir sumarbústðir, en töluvert er eftir þvi leitað að fá land undir þá hér i Fljótunum, enda þykir fleirum en Fljóta- mönnum hér vera sumarfagurt. Þá stendur og til að fram fari lagfæring á félagsheimilinu á Ketilási. Unniðer áfram aðvið- bótarvirkjuninni við Skeiðsfoss. Ný sundlaug var tekin I notkun hér á Sólgörðum i fyrra. Hefur hún verið mjög mikið notuð, bæði af heimamönnum og ferðafólki. Ekkert áhorfsmál er að útbúa hér tjaldstæði fyrir ferðafólk og koma upp annari aðstöðu i þessu þess þágu. Er ekki að efa, að það rnuhdi vel þegið. Töluverður feröamanna- astraumur hefur veriö hér i sumar en sú umferð fer öll um nýja veginn og liggur þvi fram- hjá Haganesvik, sem auðvitað bitnar á kaupfélaginu þar, sem fyrir vikið verður afallri lerða- mannaverslun. Var raunar fyr- irsjáanlegt að svo mundi fara með tilkomu nýja vegarins, og iná þvi búast við að dagar þess gamla verslunarstaðar Fljóta- manna, Hagane.svikur, séu senn taldir. Verslun mun þó væntan- lega ekkileggjast niður í Fljót- um, aöeins færast á annan stað og hentugri. Silungsveiði hefur verið góð i ár en laxveiði á hinn bóginn litil, það sem af er sumri. Vegaframkvæmdir eru hér alls engar utan brýnasta við- hald, ef einu sinni er þá hægt að segja það. Er þó mikil þörf á vegabótum, ekki sist á ölafs- fjarðarvegi, — fram Austur-Fljót og yfir Lágheiði, — og svo á hringveginum um Flókadalinn. — mhg. Miklu náð af heyjum — Núna siðustu dagana hefur verið mjög góður þurrkur og menn náð tniklu af heyjum og vel verkuðum. Þeir hafa þvi verið notadrjúgir. i dag er hér hinsvegar rigning. Spretta er hér allsstaðar ágæt. Út litur einnig fyrir, að kartöfluupp- skera verði góð, ef svo fer fram sem horfir með hana. Svo fórust Matthiasi P Péturssyni á Hvolsvelli orö, er blaðið ræddi viðhanns.t. miö- vikudag. By ggingaframkvæmdir eru ekki miklar i sveitunum hér en nokkuö er um velakaup. siðast- liðið sumar varerfitt hjá.bænd- um hér sunnanlands. Öþurrkarnir i fyrra létu sig ekki án v itnisburðar i litlum og leleg- um heyjum, sem altur kom nið- ur á afurðum þ ail lyrir mikil fóðurbætiskaup, sem kosta þá lika sitt. Hætt er við aðannað sumar nú, áþekkt þvi i fyrra, myndi valda sumum bændum hér þeini búsifjum, er þeir lengju ekki undir risiö. En væntanlega þarf ekki að gera rað fyrir sliku hallæri annaö ariö í röö. Krá llvolsvelli Hér á llvolsvelli er hinsvegar töluvert ikiöbyggt. Til dæmis er sveitarfélagiö aö byggja sex raðhús og auk þess eru ein- staklingar með nokkrar ibúðir i byggingu en á sumum þeirra \ar raunar byrjað i fyrra. Á siðastliðnu sumri voru haínar hér framkvæmdir við varanlega gatnagerð og trúlega \erður þeim haldið áfrant i ár. Þá er og steypustöð i byggingu. Kauplélagið er her meö fyrir- tæki, sem nefnist Húsgagnaiðj- an. Yfir stendur veruleg stækk- un á húsnæði hennar eða um 800 ferm. viðbótarbygging, sem senn er fullgerð. —mhg úr Fljótum 331 Fréttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.