Þjóðviljinn - 28.07.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.07.1976, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN MiOvikudagur 28. júli 1976. Skatta- og útsvarsskrá Rey k j anesumdæmis árið 1976. Skatta- og útsvarsskrár allra sveitarfélaga i Reykjanes- umdæmi og Keflavikurflugvallar fyrir ári6 1976 liggja frammi frá 28. júli til 10. ágúst aö báðum dögum meBtöld- um á eftirgreindum stöðum: t Kópavogi: 1 Félagsheimili Köpavogs á II. hæð, alla virka daga frá kl. 10-12 f.h. og 13-16 e.h., nema laugardaga. 1 Hafnarfiröi: Á Skattstofu Reykjanesumdæmis frá kl. 10-16 alla virka daga, nema laugardaga. t Keflavik: Hjá „Járn og Skip” við Vikurbraut. Á Keflavikurflugvelli: Hjá umboðsmanni skattstjöra, Guðmundi Gunnlaugssyni, á skrifstofu Flugmáiastjórnar. t hreppum og öðrum kaupstöðum: Hjá umboðsmönnum skattstjóra. Kærufrestur vegna álagðra gjalda er til loka dagsins 10. ágúst 1976. Kærnr skulu vera skriflegar og sendast til Skattstofu Reykjanesumdæmis eða umboðsmanns I heimasveit. Skrár um álagt sölugjald i Reykjanesumdæmi 1975 liggja ennfremur frammi á skattstofunni. Hafnarfirði, 27. júli 1976 Skattstjórinn i Reykjanesumdæmi UTBOÐ Tilboð óskast i að byggja ibúðir fyrir aldraða aö Lönguhlið 3 i Reykjavik. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuveg 3, gegn 20,000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 19. ágúst 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Stúdentar — athugið Frestur til umsóknar um vist á Stúdenta- görðunum veturinn ’76-’77 rennur út 10. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu Félagsstofnunar stúdenta, Stúdentaheimilinu v/Hringbraut. Simi 16482. ÚTSALA ÚTSALA Lálið ekki verðbólguúlfinn gieypa peningana ykkar i dýr- tiðinni. Allar vörur verslunarinnar seldar meö mikíum af- slætti. Allt nýjar og fallegar vörur á litlu börnin. Barnafataverslunin Rauðhetta Iðnaðarmannahúsinu Hallveigarstig 1. Mikið úrval bóka Marx, Engels, Lenin, tækni, vísindabæk- ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum, Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja- landi. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi 28035. Minning: Guðjón Jóhannsson, skósmiður Hinn 21. júli s.l. lést Guðjón Jó- hannssson frá Súgandafirði, 85 ára aö aldri. Hann var fæddur á Eyri við Flateyri I önundarfirði 20. júni 1891. Foreldrar hans voru Jóhann Jónsson, bóndi og smiður, og kona hans Jónina Kristjánsdóttir. Þau fluttust til Súgandafjarðar á fyrsta tugi aldarinnar og settust að á Suðureyri, ásamt tveimur sonum sinum. Guðjón lærði skó- smiði á Flateyri hjá Magnúsi Guðmundssyni skósmiö og tók sveinspróf á Isafiröi 18 ára gam- all. Bátasmiði lærði hann svo af föður sinum. Um tvitugsaldur kvæntist Guð- jón Ágústu Bjarnadóttur, ættaðri úr Dýrafirði. Hún var þá 17 ára. Þau eignuöust nokkur börn, og komust þrjú þeirra til fullorðins- ára: Ragnheiöur, nú húsfreyja að Úlfarsfelli i Mosfellssveit, Bjarni eftirlitsmaður i frystihúsum, og Ágústa Guöjóna kennari Árið 1948 fluttust þau Guöjón og Ágústa suöur og settust að á Innra-Sæbóli I Kópavogi, þar sem heimili þeirra var æ siöan. Ágústa lést árið 1962. Guðjón Jóhannsson var alla tið mikill dugnaðarmaöur. Flest, sem hann lagði hug að og starfaði viö, lék i höndum hans. I hinu vaxandi fiskiplássi á Suðureyri sá hann mannskapnum fyrir skóm og stigvélum til lands og sjávar. Auk þess stundaði hann báta- smiðar af mikilli elju og fórst svo vel úr hendi, að bátar frá honum voru keytir til nálægra héraða og fiskiplássa, bæði norðan og vest- an. Smiðaði hann litla vélbáta, trillur, einnig pramma ogjullur. Þessa iðn stundaði hann eftir að hann fluttist til Kópavogs og gekk frá siðasta bátnum, ér hann var 83 ára að aldri. Hann var svo mik- ilvirkur, að hann smiðaði stund- um nokkra báta á ári, en hafði þó fleiri störf með höndum. Skips- pramma smiöaði hann stundum á þremur vikum. Alls mun Guðjón hafa smíðað milli 90 og 100 báta af ýmsum stærðum, þar af um 20 eftir að hann settist aö i Kópavogi. Hann var þarna I húsi sinu á sjávar- bakkanum, innst i Skerjafirði sunnanverðum, og nokkrir bátar jafnan i fjörunni. Guðjón hafði einnig stundað sjóróðra i Súg- andafirði vor og sumar. Guðjón var félagshyggjumað- ur, hjálpsamur og greiðvikinn. Hann var einn af bjartsýnis- mönnum aldarinnar, sá jafnan möguleika framundan til bjarg- ar, þegar mörgum öðrum fannst syrta iskyggilega i álinn. Með nærveru sinni og þátttöku i mál- um hafði hann þvi jafnan jákvæð og örvandi áhrif. Þegar verkalýösfélagið Súg- andi var stofnaö á Suðureyri 21. september 1931, var Guðjón kjör- inn formaður þess. Hann var þvi einn af þeim, sem mótuðu þennan félagsskap frá byrjun. Það gustaði stundum kringum Guðjón, þar sem hann fór, en það var jafnan hlýr andi úr suðri. Hann var hávaxinn og beinvax- inn, bar höfuðið hátt, hvatlegur I spori, hreinn og hispurslaus i tali og aldrei kenndur við bakferli. Það er gott að minnast þessa samferðamanns. G.M.M. öryggisbeltis? í bíl, sem ekið er á sjötíu kílómetra bílbeltis? niður á V IVKUMII«l«|VllUiail rrrferó árbíiáf ^ sérstak leg7þjóö veg aatcstur3 tun in gar irt verðurf dagblöóum í sumar. eildarverömæti verðfauna mun nema kr. 400.000.— /Igistþvímeð frá byrjun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.