Þjóðviljinn - 28.07.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.07.1976, Blaðsíða 3
Lockheed-múturnar enn á dagskrá Miðvikudagur 28. júli 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐÁ 3 Tanaka kominn í steininn Tanaka, fyrrverandi forsætisráð- herra Japans — nú i steininum. TÓKIÓ 27/7 — Kakuei Tanaka, sem var forsætisráðherra Japans frá 1972 til 1974 var handtekinn i dag og var honum gefið að sök að hafa þegið 500 miljónir yena i mútur frá bandarisku flugvéla- verksmiðjunum Lookheed, en það munu vera um 310 miljónir is- lenskra króna. Toshio Enemoto, sem var einkaritari Tanaka með- an hann var forsætisráðherra var einnig handtekinn og ákærður fyrir að hafa átt þátt i þessum málum. Kakuei Tanaka var viðskipta- málaráðherra og iðnaðarráð- herra frá júli 1971 til júli 1972, en siðan forsætisráðherra þangað til i desember 1974. Á þessum tima gerðu Lookheed verksmiðjunrar miklar tilraunir til aö afla sér markaða i Japan fyrir Tristar þotur og Orion-kafbátaveiða. Tanaka sagði af sér embætti for- sætisráðherra eftir að hann hafði verið ákærður fyrir ýmislegt mis- ferli i fjármálum, en enginn grun- ur var þá um að hann hefði tekið við mútum. Var sagt að hann hefði verið að undirbúa þátttöku i stjórnmálum á nýjan leik. Hann var stöðugt einn helsti forystu- maður frjálslynda lýðveldis- Framhald á 14„ siöu Fólk er flutt burt vegna eiturgass SEVESO, ttaliu, 27/7 — t gær voru 179 menn', eða 43 fjölskyldur, fluttir burt frá 15 hektara svæði umhverfis verksmiöjuna Iomesa i smábænum Seveso, skammt fyrir norðan Milano, en þar varð sprenging 10. júli og breiddist þá eiturgas út um héraðið i kring. t dag fyrirskipaði bæjarstjórinn i Seveso, Francesco Rocca, að alls 70 hektara svæði yröi lýst hættu- svæöi, og mun það hafa i för með sér að flytja verður brott sextán menn til viðbótar. Lögregla lagði i dag gaddavirs- girðingu utan um hættusvæðið, og fá einungis lögregluþjónar og em- bættismenn að fara inn fyrir girð- inguna. Verksmiðjan er i eign sviss- nesks fyrirtækis, og er talið að tvö kiló af eiturefni hafi borist út i andrúmsloftið við sprenginguna. Hundruð fugla og annara dýra hafa látiö lifið, laufblöð hafa fallið af trjám og uppskera eyðilagst i grenndinni. I gær lést kona, sem var i Seveso þegar sprengingin varð, og var fyrirskipuð krufning til að komast að raun um það hvort eitrið hefði orðið henni að bana. Mikill fjöldi ibúa svæðisins umhverfis Seveso hefur gengist undir rannsókn á sjúkrahúsum og hefur komið i ljós að um hundrað manns þjáðust af brunasárum, eða lifrarsótt. Eiturefni það sem komst út i andrúmsloftið i Seveso er skylt efnum sem bandarikjamenn not- uðu i styrjöldinni i Vietnam, og hefur italska varnarmálaráðu- neytið spurt bandamenn sina úr Nató ráða um það hvernig hægt sé að losna við þetta efni. Sér- fræðingar velta þvi fyrir sér hvort unnt sé að brenna það burt með bensinhlaupi, en hinir svissnesku eigendur verksmiðjunnar vara við þvi og telja ráðlegar að fjar- lægja gróður og jarðveg á öllu svæðinu kringum Seveso og grafa það allt. Samþykkja 200 mílna auðlindalögsögu EBE BRUSSEL 27/7 — Utan- rikisráðherrar Efna- hagsbandalagsrikjanna gáfu i dag út yfirlýsingu þar sem þeir féllust á rétt ^strandrikja til 200 milna efnahagslögsögu. Þessi yfirlýsing var samþykkt á ráðherra- fundi i siðustu viku, en ekki var unnt að sam- þykkja hana formlega fyrr en búið var að leysa ýmis vandamál. Utanrikisráðherrar EBE-rikj- anna ákváðu einnig i dag sameig- inlega afstöðu sina á hafréttar- ráðstefnunni, sem næst verður haldin I New York. Hingað til hafa EBE-löndin haft hvert sina fulltrúa á hafréttarráðstefnum, en nú munu þau koma fram með sameiginlega afstöðu til þeirra mála sem þar verða rædd. Munu þau leggja til að tekin verði upp 200 milna auðlindalögsaga, en strandriki hafi þó rétt til að hag- nýta sér auðlindir landgrunns, þar sem það nær lengra en 200 milur. Fulltrúar EBE munu einn- ig leggja til að sett verði á fót al- þjóðleg stofnun, sem sjái um rétt- láta notkun auðlinda á úthafi. Enn eru þó deilur milli stjórna EBE-landanna um það hve mikið vald hvert riki á aö hafa i auð- lindalögsögu sinni. Bretar og irar vilja að löggjöf hvers rikis skuli vera i gildi innan auðlindalögsögu þess. Þykir bretum þetta mikil- bægt atriði, þvi að þeir vilja full yfirráð yfir oliulindum i Norður- sjó. Stjórnir annarra EBE-rikja vilja þó að sameiginleg lög og reglur Efnahagsbandalagsins verði látin gilda á auðlindalög- sögum. Grikkir vilja ganga í EÉE BRUSSEL 27/7 — Grikkir hófu i dag samningaviöræöur viö utanrikisráöherra efnahags- bandalagsrikjanna niu og stefna þeir aö þvi aö veröa tiundi félagi bandalagsins. Fulltrúi Grikklands var Pana- yotis Papaligouras, áætluna- málaráöherra, en Max van der Stoel, utanrikisráöherra Ilollands, stjórnaöi samninga- nefnd Efnahagsbandalags- rikjanna. Fundurinn i dag var einungis formsatriöi og var hann haldinn vegna þeirrar beiöni grikkja aö hefja samn- ingaviöræöurnar fyrir sumar- leyfin. Búist er viö þvi aö viö- ræöurnar geti ekki hafist af al- vöru fyrr en I október og eru allar hofru á þvi aö þær taki marga mánuöi og e.t.v. meira en ár. Papaligouras sagði að grikkir þyrftu ekki meira en fimm ára aðlögunartima til að aðhæfa efnahagslif sitt að efnahagsllfi Efnahagsbanda- lagsrikjanna. Bretar, irar og danir fengu einnig aðlögunar- tima þegar þeir gengu i bandalagið 1973. Papaligouras sagði að grikkir hefðu sýnt fram á stjórnmálalega þroska sinn á þeim tveim árum sem liðin væru siðan herforingjastjórn- inni var steypt þar i landi, og sagði hann að menningarlega, sögulega og efnahagslega væri Grikklanc hlutiafVestur- Evrópu. Áður en viðræðufundurinn hófst, komu utanrikisráðherr- ar Efnahagsbandalagsrikj- anna saman til að ræða sam- skipti bandalagsins við tyrki en þau eru mjög slæm siöan stjórnin i Ankara neitaöi að endurskoða samning sinn við EBE. Erlendar fréttir í stuttu máli Þessi mynd var tekin úr Marsflauginni Vikingi I skömmu eftir aö hún lenti á Mars og sýnir myndin þann „jaröveg” þar sem nú á aö safna sýnishornum. Vikingur I byrjar tilraunir i dag PASADENA, Kaliforniu, 27/7 — Marsflaugin Vik I. mun á morgun hefja tilraunir sinar til að komast að þvi hvort ein- hver merki um lif finnist á r e i k is t j ö r n u n n i Mars. Skömmu eftir sólarupprás á þeim staö þar sem ftaugin er lent verður flaugin látin teygja út gröfuarminn, sem er þriggja metra langur, og á hann aö róta upp 130 kúbik- sentimetrum af jarðveginum. Sjö slikar tilraunir veröa framkvæmdar og veröa sýnis- hornin látin i rannsóknar- hylki, þar sem ýmsar athug- anir verða gerðar. Um hálf fjögur að islenskum tima geta visindamenn sagt hvort tekist hefur að safna þessum sýnis- hornum og koma þeim á rétt- an stað, en hins vegar tekur allmarga daga aö fá niður- stöður rannsóknarinnar. Meðan þessar tilraunir fara fram á yfirborði Mars heldur geimfarið, sem flutti Mars- flaugina til áfangastaðar, áfram að snúast umhverfis reikistjörnuna og taka mynd- ir. Fyrir skömmu komu fram mjög greinilegir árfarvegir á slikum myndum, og bendir það til þess að einhvern tima i fornöld hafi verið rennandi vatn á Mars. Sennilega hefur þetta vatn verið i sambandi við leysingu á heimskauta-is- . hellum plánetunnar, þvi að engin merki hafa sést um stöðuvötn. Þessi uppgotvun eykur mjög likur fyrir þvi að einhvern tima hafi verið til lif á Mars. Tilraunir gerðar til að miðla málum milli Úganda og Kenya NAIROBI 27/7 — Utanríkis- ráðherra Kenia, Munyua Waiyaki, setti i dag sjö skil- yrði fyrir friösamlegri sam- búð við úgandamenn, en mikl- ar viðsjár hafa verið’ með þessum þjóðum aö undan- förnu. Kraföist utanrikisráö- herrann þess m.a. að úganda- menn hættu öllum striöshót- unum og flyttu herliö sitt burt frá landamærum Kenia, þeir hættu að gera tilkall til land- svæða í Kenia, þeir hættu „rógsherferð” sinni gagnvart keniamönnum, borguðu fyrir alla þá þjónustu sem þeir fengju frá Kenia og hættu að handtaka, pynda og drepa keniamenn, sem byggju i Úganda. í óbeinu svari til kenia- manna sagöi útvarpiö i Kamp- ala að unnt myndi vera að finna málamiölun milli þjóð- anna beggja, og sagði að William Eteki Mboumoua, framkvæmdastjóri Einingar- samtaka Afrikurikjanna myndi koma til Nairobi og Kampala á morgun, ef kenia- menn féllust á það. Að sögn áreiðanlegra heimildarmanna er nú búist við komu hans til þessara tveggja höfuðborga. Mikil úlfúð hefur verið milli úgandamanna og kenia- manna, siðan israelar milli- lentu i Nairobi á leiðinni til Entebbe flugvallar, þar sem þeir leystu úr haldi israels- menn, sem arabiskir skæru- liðar höfðu i gislingu. Nýlega ákærðu úgandamenn yfirvöld Kenia fyrir að stöðva oliu- flutninga til landsins. Sagt er að Eteki Mboumoua, framkvæmdastjóri Einingar- sambands Afrikurikjanna, hafi stungið upp á þvi að for- seti samtakanna, Sir Seewosagur Ramgoolam, hitti bæði Idi Amin og Jomo Kenyatta að máli persónu- lega. Kommúnistar i mikilvœgum stöðum á italska þinginu RÓM 27/7 — I fyrsta skipti I næstum þrjátiu ár hafa full- trúar kommúnista verið kjörnir formenn ýmissa mikil- vægra nefnda á italska þing- inu. Stafar þetta af málmiðlun milli kristilegra demókrata, sem eru enn stærsti flokkur landsins, og kommúnista, sem uku mjög fylgi sitt i siðustu kosningum. Hafa kommúnist- ar nú verið kjörnir formenn i fjármálanefnd neðri deildar þingsins, stjórnarskrárnefnd, samgöngunálanefnd og nefnd, sem sér um opinberar fram- kvæmdir. 1 öldungadeildinni hafa kommúnistar verið kjörnir formenn fyrir fjár- laganefnd landbúnaðarnefnd og heilbrigðisnefnd. Kommúnistar gera þó enn meiri kröfur til að fallast á að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingar á þingi þannig að kristilegir demókratar geti myndað minnihlutastjórn. •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.